Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. mai 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 ■M" Á Ceylon héldu menn að vélarnar fældu burt fiskinn ÞESSA dagana er staddur hér á landi einn þeirra íslendinga, sem varið hafa tíma og kröft- um til að bæta kjör manna og vinnuskilyrði í fjarlægri heimsálfu, þar sem atvinnu- hættir eru enn á frumstigi. Þessi maður er Einar Kvaran, sonur Ragnars, og hálfbróðir Ævars leikara. Hann var áð- ur starfsmaður við síldarverk smiðjur ríkisins á Siglufirði, en síðan 1952 hefur hann starf að á vegum Matvæla- Og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) á Ceylon. Einar er kvæntur banda- rískri konu, og eiga þau þrjá syni, 15, 13 og 11 ára gamla, sem allir stunda nám í bænum Kodaikanal í Suður-Indlandi. Eru þeir því fjarvistum við foreldra sína mestan hluta árs, en eiga þriggja mánaða leyfi í október—janúar og mánaðarleyfi í maí. Hafa þeir jafnan mikla ánægju af að heimsækja ísland, þó þeir muni lítið eða ekkert eftir ár- unum hér, áður en þeir fóru austur, og tali ekki íslenzku. • Aflinn sexfaldaðist Þegar fréttamaður Morgun- blaðsins innti Einar eftir störf um hans á Ceylon, kvaðst hann einkum aðstoða ríkis- stjórnina við að koma upp smábátaflota til fiskveiða. f upphafi var unnið að því að setja vélar í seglbáta, en síðan hefur verið lögð megináherzla á að smíða minni vélbáta sem þykja mjög hentugir til fisk- veiða. Eru þeir flestir smíðað- ir með lánsfé frá ríkinu, og eru nú komnir á sjötta hundr að slíkir bátar. Uni 75% þeirra eru í eigu einstaklinga, en afganginn eiga ýmis sam- tök. Stjórnin hefur gert 10 ára áætlun þar sem gert er ráð fyrir smíði 10.000 smábáta auk nokkurra stærri. Einar kvað smábátana reyn ast miklu betur en hina hefð- bundnu seglbáta. Aflinn er allt að sex sinnum meiri, og nettótekjur fiskimannanna þrisvar til fjórum sinnum meiri en áður var. Aðalstarf Einars er val og niðursetning á vélum í þessa báta, og til skamms tíma hélt hann enn- fremur tveggja vikna nám- skeið til að kenna fiskimönn- unum meðferð og viðgerð á vélum. Hefur hann alls haldið um 30 slík námskeið, en nú hefur Ceylonbúi tekið við því starfi. • íslendingar á Ceylon Einar kvað mjög ánægju- legt að vinna með fiskimönn- um á Ceylon. Þeir væru þjál- ir, námfúsir og furðulega fljót ir að læra. Almenn menntun er á hærra stigi á Ceylon en í Indlandi. Þar eru um 85% íbúanna læsir og skrifandi, svo áð segja allir sem eru undir fertugsaldri. Meðal sjó- manna eru aðeins elztu menn óskrifandi. Einar hefur kennt mönnum af báðum helztu þjóðflokkum landsins, en þeir eru Sinhalar og Tamilar. Þegar Einar var spurður um aðra fslendinga þar austurfrá, kvað hann Guðjón Illugason einnig vera á Ceylon á vegum FAO. Hann hefur önnur verk- efni, fæst einkum við að kenna þarlendum nýjar veiði- aðferðir og meðferð veiðar- færa, Og þá fyrst og fremst Rætt við Einar Kvaran sem kenn- ir Ceylonbuum meðferð véla nælonneta. Á undan Guðjóni hafði Jón Sæmundsson á hendi þetta sama starf. Einar kvaðst lítið hafa saman við Guðjón að sælda í daglegum störfum, en þeir hittast oft á ráðstefnum. Sérfræðingar FAO eru ráðn ir til tveggja ára í senn, og hefur Einar verið ráðinn til ársloka 1962. Hvað þá tekur við, veit hann ekki, en býst við að verða á Ceylon nokkur ái>- í viðbót. Hann kvað lofts- lagið á eynni vera sérlega gott, hitinn er nokkuð jafn allt árið, kringum 30 gráður á Celcius, en rakinn er á stund um óþægilegur. Regntímabilið var hægt að setja utanborðs- mótora. # Eta nýjan hákarl Fiskurinn sem veiðist við CeylOn er okkur íslendingum að mestu framandi. Þó veiðist þar nokkuð af smásíld og sardínum. Þá eru þar margar tegundir sem eru eitthvað í ætt við karfa. En mest er veitt af ýmiskonar markríl- tegundum og túnfiski og svo hákarli, en margar tegundir hans eru ágætar til matar, þó sumar séu óætar. Ceylon-búar borða hákarlinn glænýjan. Einar sagði að það hefði víð ast hvar verið erfitt að fá Einar Kvaran ásamt bandarískri eiginkonu sinni og þrem sonum. á vesturströndinni er frá maí fram í júlí eða ágúst, og í desember koma oft rigningar sem valdið geta miklum flóð- um og tjóni. Síðasta stórflóðið átti sér stað 1957. Annars komast Evrópubúar upp í fjöll in öðru hverju, en þar er lofts- lagið dásamlegt, segir Einar. • Holir trjábolir 'Fiskur er dýr á Ceylon, með alverð um 4 krónur pundið, en hæsta verð kringum 12 kr. pundið. Þetta stafar m. a. af því að ekki er sérlega mikið af fiski við Ceylon. Er mikið flutt inn frá Indlandi eða kringum 75%. Ceylon-búar sjálfir framleiða aðeins 40— 50.000 tonn, og hefur sú fram- leiðsla aukizt um helming á síðasta áratugi. Á Ceylon er allmikið um grænmetisæ'tur, en hinsvegar neyta margir, sem ekki borða kjöt, fisks og annarra sjávarafurða. Við Ceylon er lítið af grunn miðum, hafið dýpkar snögg- lega 10—12 mílur frá landi. Til skamms tíma voru fiski- bátarnir holir trjábolir með hliðarbol til að halda jafn- vægi. Þetta voru ágætis segl- skip, en vandmeðfarin í hvass virði, mjög erfitt að venda þeim. Einnig voru mikið not,- aðir flekar bundnir saman úr trjábolum. Á þessa farkosti fiskimennina á Ceylon til að venjast vélum í bátum sínum, því þeir þóttust vissir um að þær fældu fiskinn burt. Var það því vani þeirra að slökkva á vélinni þegar klukkutíma stím var til stefnu á miðin og láta seglin bera sig síðasta spölinn. Einu sinni þegar þannig stóð á, hvessti skyndi- lega og þeir neyddust til að nota vélina. Þrátt fyrir það fengu þeir ágætan afla, og upp frá því var ekki minnzt á að nota seglin síðasta klukku- tímann á þeim slóðum. • Ósamstæð þjóð Þegar fréttamaðurinn spurði Einar um pólitískt ástand á Ceylon, vildi hann sem minnst um það ræða, þar sem hann væri í þjónustu alþjóðastófn- unar sem væri samningsbund- in ríkisstjórninni. Hins vegar sagði hann undan og ofan af. almennu ástandi í landinu. íbúarnir eru um 10 milljónir. Af þeim eru 6% milljón Sin- halar sem eru mestmegnis Búddhatrúar og tala þjóð- tungu eyjarinnar, sinhala. Um 2 milljónir eru Tamilar, komn ir frá Suður-Indlandi. Þeir eru hindúar og tala tamil. Þá er um hálf milljón Múhameðs trúarmanna og tæp milljón kristinna manna, sem eru bæði innfæddir og af evrópsk- um uppruria, einkum hollenzk I um. Þeir síðast nefndu, svo- kallaðir „burghers", eru um ' 30.000 og hafa á síðustu árum flutzt í stórhópum til Ástral- íu, Nýja-Sjálands og Kanada. • Mislangar vikur Síðan um síðustu áramót hefur sinhala verið hið opin- bera ríkismál, en enska er enn notuð víða, bæði í blÖðum (það eru 4 ensk blöð í Colom- bo) og á þingi. Þingmönnum Tamila er einnig heimilt að tala sína eigin tungu á þingi. Þingið er í tveim deildum. Fulltrúadeildin er kosin í al- mennum kosningum, en öld- ungadeildin er útnefnd af rík- isstjórninni. Forsætisráðherr- ann, frú Bandaranaike, er í öldungadeildinni og þannig ekki kjörin í kosningum. Á Ceylon er engin ríkistrú og öll trúarbrögð jafnrétthá. Hins vegar heldur hver trú- flokkur sína helgidaga hátíð- í lega. Búddhatrúarmenn hafa t. d. sitt eigið tímatal og hjá þeim fylgja helgidagar tungli, þannig að vikurnar eru mis- langar, 7 eða 8 dagar. Ríkis- rekstur og allt opinbert líf miðast þó við vestrænt tíma- tal. í ríkinu eru milli 18 og 20 lögskipaðir helgidagar sem skiptast milli hinna ýmsu trú- arbragða. Stjórnmálaflokkar skiptast nokkuð eftir tungumálum. Tveir stærstu flokkarnir eru Sinhala-flokkar, annar er íhaldsflokkur, en hinn frjáls- lyndur. í landinu eru þrír litl- ir róttækir flokkar, einn á Moskvulínunni, en tveir kenndir við Trotsky. • Ólöglegur innflutníngur Nokkur brögð hafa verið að ólöglegum innflutningi Tam- ila frá Suður-Indlandi síðustu árin. Þegar landið varð sjálf- stætt unnu um milljón Tamil- ar frá Suður-Indlandi í te- görðunum á Ceylon og hafa þeir ílenzt. Auk þess koma svo nokkrir tugir þúsunda Tamila árlega yfir sundið og setjast að á eynni án vitund- ar eða vilja yfirvaldanna. Hef ur þetta bæði valdið ýmsum vandamálum og pólitískum viðsjám. Einar kvað furðumarga Framh. á bls. 23 STAKSTEIIVAR Orðaleikur Austra Magnús Kjartansson, ritstjórl Þjóðviljans, bregður á orðaleik í gær, enda maðurinn orðhagur, sem alkunna er. Hann gerir að umtalsefm niðurröðun orða rétt eins og hann fengist við samn- ingu orðabókar. Tilefnið eru geggjunarskrif Einars Olgeirs- sonar, þar sem hann líkti rit- . stjóra Morgunblaðsins við fjölda morðingjann Eichmanrr. Magnús Kjartansson segir hinsvegar, að ritstjóranum hafi verið líkt við Göbbels sáluga. Má til sanns veg ar færa, að það hafi líka verið gert. En til þess að komast að hinni fróðlegu niðurstöðu verð- ur orðabókarmaðurinn að lýsa því yfir að langur vegur hafi ver ið frá Göbbels til Gyðinrga- morða. Er það nýstárleg kenn- ing hér á Iandii, sem Magnús Kjartanfison er vonandi einn um fyrir utan þá ef til vill nýnazist- ana. Vel mælt I Tímanum í gær birtist rit- stjórnargrein, er nefnist „Dönsk aðvörun“. Hún hljóðar á þessa leið: „Nýlega er lokið í Danmörku stærstu verkföllum, sem þar hafa orðið um langt skeið. Þau hafa valdið dönsku þjóðinni ó- hemjutjóni. Fyrst var búizt við að þessl verkföll mundu aðeins standa örfáa daga, því að heldur lítið bar á milli. Það reyndist hins vegar erfit-t að jafna þennan á- greining eftir að verkföllin voru hafin og kapp hlaupið í báða aðila. Verkföllin stóðu því vik- um saman. Þetta ætti að vera hvatning um að ekkert yrði látið ógert til þess að leysa kaupdeilurnar hér, án þess að til verkfalls þyrfti að koma.“ Undir þessi orð Tímans vill Morgunblaðið taka. Hinsvegar eru heldur óraunhæfar tillögurn ar, sem Framsóknarmenn hafa um það, hvernig þessu verði til leiðar komið. Er þar lögð á það áherzla að ríkisvaldið eigi að á- kveða lausn deilurrnar andstætt viðteknum venjum um samnings frelsi launþega og vinnuveit- enda. Að öðru leyti er talið að vaxtalækkun mundi geta komið í veg fyrir verkfall. Um síðustu áramót voru vextir lækkaðir um 2% og ekki var vart við að drægl úr árásum Tímans á ríkisstjóm- ina við þá ákvörðun. Hitt er líka athyglisvert að Danir hafa einmitt hækkað vextina í kjöl- far vitmudeilnanna þar í landi. Góð tillaffa I ritstjómargrein í Alþýðu- blaðinu í gær er bent á, að auka þurfi trjágróður í höfuðborginni, þar sem umhverfi bæjarins sé yfirleitt hrjóstrugt. Trjágróður þurfi nokkuð langan tíma áður en menn fá.i notið hans og því segir Alþýðublaðið að planta ætti 10.000 trjám í Klambratúni: „Vilja ekki einhverjar stofnan- ir í bænum gefa trén og félög gróðursetja þau í sjálfboða- vinnu?“ Þetta er góð tillaga og kemur líka mjög vel heim við það að bæjarráð hefur ákveðið. að þeg- ar skuli ganga frá skipulagi túns ins. Væri gaman ef þessi tillaga yrði komin í framkvæmd á 175 ára afmæli bæjarins í ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.