Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. maí 1961 MORGVNBÍAÐIÐ 17 Eyjólfur Ámundason frá Bjólu — minning MÁNUDAGINN 8. þ.m. va<r jarð sunginn frá Hafnarfjarðar- ikirkju Eyjól'fur Ámundason, Jó fríðarstaóavegi 7 — Blómstur- völlium — í Hafniarfirði. Eyjólf- lur var fæddiur að Bjólu í Djúp- árhreppi 22. júlí 1874 og jafnan jkenndur við þann bæ. Foreldrar íhans voru Ámundi Filippusson toóndi á Bjóki og kona hans, Ragnheiður Eyjólfsdóttir útvegs bónda í Herdísarvík. Faðir Ámunda var Filippus Þorsteinsson, sá er reyndist bjarg vættur þriggja hreppa í vorharð indunum miiklu 1882, enda var BjóLa talin ein bezta 'heyskapar jörð sunnan lands áður en véla öldin hófst. En dugnað þurfti itil að afla þar heyja, mun þessia feðgia og efcki hafa skort hann. Eins og títt var á þeirri tíð, vann Eyjólfur föður sínum gagn fyrstu manndómsár sín, toæði heima og heiman við sjó- róðra. Tuttugu og sex ára gekk hann að eiga heitmey sína Ingibjörgu Tómasdóttur. Móðir hennar Jó- fhanna, var dóttir sr. Jóns Sig- urðssonar, er var prestur í Kálf- Iholti á árunum 1851—1863, og talið var að verið hefði launson JJr sr. Jóns Þorlákssonar á Bæg- isá. Faðir Ingibjargar, Tómas Þórðarson, var af Hvammsætt á Landi og Víkingslækjarætt. Með Ingibjörgu eignaðist Eyj- ólfur dyiggan og oruggan föru- naut, sem aldrej brást, og taldi hann það jafnan sitt mesta gæfu spor að kynnast henni, var og eambúð þeirna ástúðleg alla tíð. Var ánægjiulegt að ‘heyra það, eft ir að hann varð blindur, — en það var hann 15 síðustu árin, — er henn ávarpaði konu sína: — „Ertu þama, Imba mín!“ Ingi- björg var frábær kona um margt. Hún var prýðilega vel greind, jafnlynd og þolinmóð, hjartaihlý og vildi úr öllu bæta, kom ætíð fram til góðs. Konu sína elskaði Eyjólfur og virti að verðleikum. Þau hjón byrjuðu búskap á Bjólu nálægt aldamótum, en flu'ttu þaðan út í Árnessýslu og bjuggu í 10—12 ár í Önundar- holti í Flóa, og þar eru börn þeirra flest fædd. Til Hafnar- fjarðar fluttu þau 1919 og keypti Eyjólfur þá húsið Jófríðarstaða- veg 7, sem þá hét — og heitir enn— Blómsturvellir. Þama dvöldu þau til dauðadags. Ingi- björg dó 20. marz. 1958, dimmdi Eyjólfi þá enn fyriir blindum aiuiguim og óskaði þesis eins, að skammt yrði að bíða endurfunda. Sú von er honum nú veitt. Börn eignuðust þau hjón sjö. Fjögur dóu í bernsku, eina dótt ur misstu þau á þrítugsaldri. — Eftir lifa Ámundi, smiður í h.f. Dröfn, giftur Helgu Ingvarsdótt ur, eiga þrjá syni. Og Ingigerður gift Heliga Guðlaugssyni sjó- manni, eiga þau tíu börn, búa þau á Jófríðarstaðavegi 7. Hjá þeim og í skjóli þeirra dvöldu gömlu hjónin öll sín efri ár. Var þar aðdáanleg sambúð milli ungra og gamalla, þar sem hvor studdi annan eftir getu. Myndi margri barnamóður í spomm Ingigerðar, hafa dottið í hug að koma föður sinum á elliheimili, en á það var víst aldrei minnst, heldur annaðist hún foreldra sína hin síðustu ár þeirra af mik illi kostgæfni og nærfærni svo sómi var að. Ámundi var og foreldrum sín úm góður sonur og hjálplegur. Það má því með sanni segja, að — Bæjartóftir Framh. af bls 8 festa — það verður að legalísera •— þann staðinn, sem langlíkleg- astur er; þvi að hér er menning- arlega um slí'kit höfuðatriði að ræða. (Þetta er raunar það sem gert hefur verið um sjálft lögberg é Þingvelli). En hér er hvonki ágreiningur né nokkur efi um bæjarstæðið. Það er hægt að hnitmiða það við fáeina fermetra lands! Borg- arstjórinn í Reykjavík getur enn þann dag í dag, og áður en sláttur toefst í sumar, útmælt Ingólfi hans eigin bæjartóftir, þær sömu sem iguðimir visuðu honum til á vor- morgni íslenzkrar tilveru. Slíkt er óviðjafnanlegt hlutverk fyrir göfugan borgarstjóra. Guð misfc- unni sál hinna, sem neita Ingólfi ium ióð undir ein bæjarhús! ★ — Hvað sem öðru líður, þá er toæjarstæði Ingólfs alveg efalaust í þessum hálfhring!! — þ. e. anánar sagt á 2000 fermetrum lands, sem enn mætti skipta, eft- ir því hver geirinn,úr hálfhringn um þætti réttast til kjörinn. Fjór- tón-menningarnir, sem skrifuðu ÍAlþingi, mundu lílklega marka 1500 ferm. rétthynning, fyrir bæj arstæðinu sjálfu. Ég leyfi mér að setja yður fyrir Bjónir, Reykvíkingar og allir landsmenn, að til væri í veröld- inni sú höfuðborg, utan íslands, lað slíkt dæmi mætti eiga svo al- gerlega við hana, upphaf borgar- innar og upphaf sjálfrar þjóðar- ■innar í því landi, upphaf laga og 'þjóðveldis og þeirrar menningar Bndans, sem heill ættbálkur þjóða telur hina dýrustu eign. Kvernig mætti vera hægt að gera eér það í hugarlund, nema í æru- meiðandi spotti, eða andstyggi- legri lygisögu úr öfugsnúinni til- veru, að bæjarstjórn þeirrar borg nr og valdsmenn þeirrar þjóðar pkulu þæfa það við samvizku sína árum saman, undir þrældómsoki Ifimmeyringsins, hvort sá af sum- um umræddi blettur sé hótinu mætari en hver annar skiki í „Kjöbmandens Eng“, — en sækja loks dándismenn í önnur lönd að leita sálunni að mórölskum styrk, hvort einnig þeim aðkomnu út- lendu mönnum sýnist ekki sem þeim íslenzku, að í allan máta sé bezt til fallið að grunnmúra í þeim umtalaða stað einn holu- kjallara fyrir KjöbManden Til- Hörende gráðaost og skonrok, Til Lige Med Pölser. Sá útlendi maður, sem hér er einfcum til ráða kvaddur, hann er ekki fóstraður við þann barna- lærdóm, að Ingólfur bjó í Reykja vík og það sé upphaf allrar sögu mannsins. En öll hin göfgari menning hvílir á djúpum skiln- ingi og víðsýni mannlegs anda. Hér hefur harla einfalt þjóðar- mál orðið að auraflækju i hönd- um ráðamanna, af því að þeir hafa í frammi skiining kramarans Og vald fimmeyringsins, í stað þess að viðhafa skilning manm- legrar sálar og menningarþjóðar. En vel kynni hinn útlendi eðal- maður að hafa nokkurt veður af fyrstu sögubók íslenzkra barna, þó að mennt hans og ágæti sé eink'um mannvirkjum háð. Og vel kynni ein kvísl af blóði Finns biskups enn að renna til íslenzkr- ar skyldu. En nú ef hinn útlendi meistari með mælibandið skyldi segja af hljóði við beinagraftarmenn landssímans og skömmtunar- nefnd að bæjarhlaði Ingólfs: Ekki hef ég verið til kvaddur að vernda íslenzka helgidóma fyrir sjálfum yður, enda er kvarðinn mitt áhald. En ekki getur mér ver ið það ókunnugt hversu harð- lega þér sækið í hendur minnar þjóðar fornar minjar, sem þér teljið ranglega af yður teknar. Hvar fyrir, góðir menn, viljið þér einskis meta miklu fornarí minj- ar, einstæðar minjar meðal þjóð- anna? Engir erlendir menn ásæl- ast þennain helgidóm fslendinga. Enginn grandar þessum stað, nema þér viljið gera það sjálfir! Eyjól'fur var maður lánsaimur, þar sem hann átti ástríka konu I og góð, nærgætin börn og barna börn. Eyjólfur Ámundason var á margan hátt mætur maður. Hann var ra'ungóður og greið- vikinn, trygglyndur og vinfastur. Gerði sér kanske ekfci alla að vinum og var skapmaður nokik- ur. Góður var hann við lítihnagna Því getur sá, sem þessar línur rit ar, borið vitni. Vorum við fyrir nær 60 árum, rekkjunautar í Þor lákshöfn eina vertíð. Veiktist ég þá og þarfnaðist góðrar aðhlynn ingar, sem ekki var gotrt að fá, var Eyjólfur drýgstur um að veita mér hana, þó við erfið skil yrði. Dýravinur var Eyjólfur, vildi að sfcepnum þeim, er hann hafði undir 'höndium, liði vel, var og „dýralækimir“ nokkur; hjálpaði skepnum í fæðingarnauð og græddi sár þeirra. Af góðum hestum hafði hann mifclia ánægju og átti jafnan hest eða hryssu á meðan hann hafði sjón. Smiður var Eyjólfur bæði á tré og járn. Var gaman að sjá hann handleika hluti, er hann hafði smíðað eða lagað, með- höndlaði hann þá eiins og þeir hefðu sál. Um tírna var Eyjólfur búsmiður á Vífilsstöðum og mun hafa getið sér þar góðan orðstír, naut hann veru sinnar þar til æviloka. Árið 1943 varð Eyjólfur fyrir bílslysi og hlaut höfuðhögg mifc ið, með þeim afleiðingum að hann tók að mi&sa sjón, og imnan fárra ára var hann alblindur. Og nú getur lesandinn skilið, hvílík blessun honum var að eiga elsku lega konu og góð böm og barna börn, sem studdu hann siðustu sfcrefin. Ekki gleymdi Eyjólfur að þakfca Guði þessar gjafir, því hann trúði og treysti á hand- leiðslu Drottins. Eyjólfur dó 1. maí, á St Jósefs spítala í Hafnarfirði eftir fárra daga legu. Farðu heill til fetgri heima, Eyjólfur minn! Guðl. E. Yfir 300 nemendur í Gagnfræðaskóla verknáms GAGNFRÆÐASKÓLA verknáms var sagt upp 2. maí. í skólanum voru 306 nemendur. 140 luku miðskólaprófi og 120 gagnfræða- prófi. Hæstu einkunnir við gagn- fræðapróf hlutu Ingibjörg Bald ursdóttir 8,95, Edda Gísladóttir 8,89, báðar þessar stúlkur hlutu verðlaun sem skólinn veitti, Jón Guðmundsson 8,75, hlaut hann verðlaun, s«m bókmenntafélagið Mál og menning veitti, er það í fyrsta skiptið, sem það félag veit ir nemanda skólans verðlaun. Heilsufar n«menda var í góðu meðallagi. Félagslíf var fjölbreytt og almenn þátttaka nemenda. Að prófi lokuu fóru gagnfræð ingar í þriggja daga ferð austur að Kirkjubæjarklaustri. f tilefni af 10 ára afmæli skól ans var sýning á handavinnu nem enda dagana 29. og 30. apríl. Hannes E. Ólafsson IViánning í DAG er til moldar borinn Hannes E. Ólafsson, fyrrv. kaup maður. Hannes var fæddur á Miðengi í Grímsnesi 20. júní 1877. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Eyjólfsson og Steinunn Gísla dóttir, en þau dóu bæði um sumarið 1882, er Hannes var fimm ára að aldri, og fór hann þá -til Sæmundar móðurbróður síns, bónda að Núpum í Ölfusi, og ólst þar upp, en til Reykja- víkur flutti Hannes 1906. Eftir að hann kom til fullorðinsára fór hann fyrst til sjós, en stund- aði síðan verzlunarstörf, fyrst hjá Marteini Einarssyni, mági sínum, en síðan gerðist hann kaupmaður og verzlaði á Grett- isgötunni og varð vel þekktur hér í bæ. Hannes vann traust þeirra ,er til hans þekktu, og kom það meðal annars fram í því, að hann var kjörinn í nið- urjöfnunarnefnd í Reykjavík og sat þar nokkur ár. Hannes var trúmaður mikill, félagi í Oddfellow-reglunni og fylgdi Sjálfstæðisflokknum ætíð að málum. í seinni tíð hafði hann mikinn áhuga á kartöflu- rækt, og er það táknrænt, að andlát Hannesar bar þannig að, að hann varð bráðkvaddur, er hann var að vinna að þessu áhugamáli sínu. Árið 1908 kvæntist Hannes eftirlifandi konu sinni. Kristúnu Einarsdóttur frá Grímslæk í Ölfusi. Þau áttu fimm börn, Jónu Svanhvíti, gifta Óskari Gunnarssyni, kaupsýslumanni, Gunnar, verzlunarmanni hjá Mar teini Einarssyni, kvæntan Mar- gréti Kristjánsdóttur, Gunnlaug Einar, er dó á fyrsta ári, Gunn- laugu, gifta Jóni Þórarinssyni, lyfsala og Ólaf ísberg, lögfræð- ing, vinnumálafulltrúa hjá varn arliðinu, kvæntan Guðríði Guð- mundsdóttur. Ég færi ekkju Hannesar og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. G. S. J. Vinna Viljum ráða 1—2 menn vana boddý-við- gerðum og aðstoðarmann. Uppl. ekki gefnar í síma. BÍLASKÁLIIMM H.F. við Kleppsveg. Verz'unarstörf Ungur maður sem hefur áhuga fyrir verzlunar- störfum getur fengið atvinnu nú þegar. Sflld & Fiskur Bergstaðastræti 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.