Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. júní 1961 MOP'CTJIVTfr A Ð1Ð 3 \ Bfeðal athvglisverðustu kennslutækjanna á sýningunni í Hagaskólanum eru beinagrinclur, sem hér sjást, og mannslíkaminn til vinstri, sem taka má úr innýflin — en þó að vísu ekki „rekja úr garnirnar"; einnig eru í sömu deild lífverur á ýmsum þróunarstigum, varðveittar í spíri- tus* * Nýtízku kennslutæki svnd í Hagaskóla Verður opm 1 3 daga M J Ö G athyglisverð sýn- ing nýtízku kennslutækja verður opnuð almenningi í Hagaskólanum á morg- un. Eru tæki þessi hin margvíslegustu og ýmist ætluð til notkunar við kennslu í landafræði, líf- færafræði eða ýmsum greinum eðlisfræðinnar. Mörg tækjanna eru alveg ný af nálinni og má telja líklegt, að kennurum og skólanemendum leiki eink um forvitni á að virða þau fyrir sér, en þó er það ekki síður fróðlegt fyrir allan þorra almennings. Mörg tækjanna hafa ekki sézt hér á landi áður — hvað þá verið notuð við kennslu. Að sýningunni standa, auk fræðslumálastjórnarinn- ar, Landssamband framhalds- skólakennara Og Samband ísl. barnaskólakennara, en um hana annast þýzka fyrirtækið Knickmann í Hamborg, sem er mjög stór framleiðandi kennslutækja, skólabörða O. þ. h., og hefur t. d. smíðað um 2 milljónir skólastóla. • Auðveldar kennslu — eykur árangur Tíðindamönnum var gefinn kostur á að kynna sér sýn- inguna nú undir vikulokin Og gáfu þá ýmsar upplýsingar þeir Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, Skúli Þorsteinsson, formaður sambands barna- kennara, Guðmundur Þor- láksson kennari, sem útskýrði sýningargripi, svo og eigandi og forstjóri hins þýzka fyrir- tækis, Domeier að nafni, á- samt 4 aðstoðarmönnum. Sá síðastnefndi mælti nokkur orð og lagði megináherzlu á þann aukna árangur, sem náðst gæti í kennslunni, ef góð tæki Sr. Jón Auðuns, dómprófastui; Á störbýlinu Á STÓRBÝLINU leikur bóndanum flest í lyndi. Þar líður öllum vel. Það blessaða sumar, sem nú er að baki, hefir verið auðugt að þeim gjöfum, sem bóndanum koma bezt, auð- ugt bæði að regni og sól. Aldrei hafa akrarnir skilað öðrum eins arði. Aldrei önnur eins Guðs blessun komið í þetta bú. Neðan traðirnar, upp á bæjar- hólinn, þokast maður. Undarlega er gangur hans þungur á þessum dýrlega síðsumardegi. í sál hans er enginn gleðisöngur eftir þetta góða og gagnsama sumar. Hann nemur staðar í hlaðvarpanum, horfir yfir hið fagra land korn- stakkana sína út um alla akra. Bóndinn er þreyttur og þó má hann ekki hvíla sig. í kvöíd skyldi hann hugsa og reikna, á morgun skyldi verða hressilega hafizt handa um aö byggja nýj ar hlöður. Þann morgun leit gæfumaður- inn, ríki bóndinn_ ekki. Einn hafði hann setið með allar sínar ráðagerðir um nýju hlöðurnar, þegar höndin varð máttvana, hjartað hætti að slá, og hljóður gestur, sem enginn heimamanna vissi að komið hafði í húsið þessa nótt, hafði vafið blásnauða sál hins auðuga manns í faðmi og farið með hana burt. Andvana lík vax borið út úr húsinu, en sálin lá sem bjargar- laust barn á fótskör hans, sem leit á mál hennar með vorkunn- semi. Rómur hans var ekki harð- ur ekki kaldur, heldur fullur meðaumkunar, þegar hann felldi dómsorðið eina: Heimskingi. Domeier, forstjóri væru við hendina. Med hjálp þeirra mætti búa börnin mun betur undir lífsbaráttuna og væri slíkt í senn mikilvægt fyrir þau sjálf og þjóðfélagið í heild. • Eftirlíking af kjarnorkustöð Kennslutæki þau, sem hér verða sýnd, eru þau nýjustu ög beztu, sem notuð eru nú í þýzkum skólum og víðar við kennslu í líffærafræði, ýms- um greinum eðlisfræðinnar og landafræði. Að sjálfsögðu eru þar einnig kennsluáhöld, sem notuð eru í barnaskólum Og unglingaskólum og þá fyrst og fremst til notkunar við reikningskennslu, skrift 0. fl. Sýndar eru segulmagnaðar veggtöflur, viðloðunartöflur (flanetafeln) skólaborð og stólar, smíðabekkur Og smíða- áhöld. Eins og áður segir, eru þessi tæki talin hin fullkömnustu, sem nú eru nötuð við kennslu, og sum þeirra hafa ekki verið sýnd neins staðar áður, vegna þess að þau eru alveg ný af nálinni. Má í því sambandi einkum nefna áhald til kennsl unnar við kjarnorkufræði (atom simulator). Enda þótt tæki þetta sé mjög nákvæm eftirlíking af kjarnorkustöð, þá er það að sjálfsögðu ekki geislavirkt. • Líffræðileg sýnishorn Þjóðverjarnir, sem sett hafa upp sýningu þessa, eru sér- fræðingar á ýmsum sviðum, og einkum ber þar að nefna hr. Ernst Henkel, er hefur gert kennsluáhöld, sem eru þekkt víða um heim. Nokkur ár eru síðan sýn- ing þessi var ráðgerð, en for- ráðamönnum skólamála hér á landi þótti eðlilegast og hag- kvæmast að sýningin yrði haldin í sambandi við almennt kennaraþing, og þess vegna er þessi sýning haldin nú. • Opin í þrjá daga Sýningin verður opin al- menningi í 3 daga, frá mánu- degi til miðvikudags kl. 10— 12 f.h. og 3—7 e.h., á þriðju- daginn þó einnig að kvöldinu milli kl. 8 og 10. ■ Áhugi meða! Sjálfstœðis- manna um fiskirœkt í Kollafirði FYRIR nokkru var haldinn að- elfundur Sjálfstæðisfélagsins Þor steins Ingólfssonar í Kjósarsýslu. Fundurinn var haldinn að Klé- bergi á Kjalarnesi og var fiöl- sóttur. Fundarstjóri var séra Bjarni Sigurðsson, Mosfelli. Eft- jr veniulew aðalfundarstörf flutti Matthias Á. Matth’essen. albm.. ræðu og reifaði ýmis mál, sem lofpr-iooa eru á bauvi. Hófu=t, nú fiöruaar umr^ður ium ræðu albinpismennotns og ýmis mál sem eru á döfnini í (bóraðinu, svo sem fimirhu«— tfiskiræVtirstöð í Vnii»fírf5i_ Var í bví máli gerð ályktun. bar sem f a n’n nð var þuvmv’ndinni nm sthðsetningu þessa fyrirtækis í héraðinu og áskorun til ríkis- stjórnarinnar, um að hrinda mál- inu í framkvæmd. Var það mál manna á fundinum að fiskrækt- unarstöð þessi gæti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í hér- aðinu. Til máls tóku í þessum umræðum: Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum, _Karl Halldórsson, tollvörður, Ólafur Bjarnason, Brautarholti, Oddur Andrésson, Hálsi, Kristinn Guðmundsson, Mosfelli, Ólafur Ágúst á Valda- stöðum, Ásbjörn Sigurjónsson Álafossi, séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli og Jón Guðmundsson á Reykjum. í aðalstjórn félagsins voru kjörnir: Jón Guðmundsson for- maður og meðstjórnendur Ás- björn Sigurjónss., Magnús Jónas son, Páll Ólafsson, Oddur Andrés son, Ólafur Ágúst Ólafsson og Karl Halldórsson. — Ennfremur voru kjörnir fulltrúar á lands- fund Sjálfstæðisflokksins, sem fyrirhugaður er á hausti kom- andi. Aðalfundi KEA lokíð AKUREYRI, 2. júní. — Aðal- fundi Kf. Eyfirðinga lauk hér í gær, en hann stóð í tvo daga. Á fundinum vOru mættir 183 full trúar. Þetta var 74. aðalfundur félagsins, en það er 75 ára á þessu ári. í tilefni af þeim tíma- mótum samþykkti fundurinn m. a. styrkveitingu, að veita Zonta-klúbb Akureyrar 50 þús. kr., vegna viðgerðar á Nonna- húsinu, ennfremur til skíðaskál- ans í Hlíðarfjalli 50 þús. kr. og 100 þús. kr. til byggðasafns Eyja fjarðar. Allmiklar umræður urðu á fundinum og var m. a. komið þar inn á verkfallsmálin. f því sambandi var borin fram af Eiði Guðmundssyni, Þúfnavöllum, og Guðmundi Sórrasyni, Akureyri eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Kf. Eyfirðinga 1961 samþykkir að óska þess, að stjórn félagsins og framkvæmdastjóri geri allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að samningum verði sem fyrst komið á milli kaupfélags- ins og þeirra verkalýðsfélaga á Akureyri, sem nú eiga í kjara- deilurn". Var tillagan samþykkt. — Úr stjórninni áttu að ganga Jón Jónsson, Dalvík Og *Eiður GuðmundssOn, Þúfnavöllum: baðst sá síðarnefndi undan endur kosningu, en hann hefur átt sæti í stjórn félagsins í nokkuð á ann- an áratug. Kjörnir voru þeir Jón Jónsson og Sigurður O. Björns- son, prentsmiðjustjóri. Hverju hafði maður þessi gleymt? Hvað hafði hann van- rækt svo mjög, að faðir hans, drottinn hans og dómari, átti þetta eina orð um hann: Heimskingi? Einfaldlega þetta: Gleymdu því ekki, mannssál, að þú ert ódauðleikanum gædd. Mundu það maður, að auk þíns jarð- neska húss áttu annan bústað, annað heimkynni, og að hér áttu að lifa til þess að auðgast af þeirri reynslu_ sem jörðin veitir þér. Dvöl þín er hér skammvinn, undrastutt, þegar þú horfir á hana af sjónarhóli ævilokanna, og þegar líkamsaugu þín lokast opnast samstundis með þér önn- ur sjón, samstundis lifir þú þá í heimi, sem jarðardvölin áttí að vera þér undirbúningur fyrir að lifa í. Heimskingi, — var dómuir drottins um líf ríka bóndans. Og mannssálin spyr hrelld: Hvers vegna, þegar hún hejrrir þann dóm. Heimskingi vegna þess, að þú gleymdir sál þinni og nú áttu ekkert nema hana. Hingað heyr- ir þú ekki hamarshöggin og ys- inn á uppboðinu, sem verið er að halda á stórbýlinu þínu. Hér sérðu ekki það_ að verið er að aka vagnhlössum af fallega korn inu þínu til kaupenda og skatt- heimtumanna, Þú sér ekki hér, hvernig allt er að tvistrast, sem þú hafðir verið að draga saman á langri ævi. Finnst þér nú, að umsvif þín og áhyggjur hafi svar að kostnaði? Sérðu ekki nú, að þú varst heimskur? Umhverfis þig, þar sem þú nú ert staddur, ríki bóndi, er ólýsanleg dýrð á allar hliðar, en hana getur þú ekki séð vegna þess að sál þín hafði ekki hneigzt að slíkum hlutum áður. Manst þú ekki_ blá- snauða sál, eftir manni, sem sagði: „Leitið, og þér munuð finna"? Hér í þessum heimi, sem þú sér enn ekki nema óljósa þokumynd af, finnurðu ekki ann- an en það, s©m þú hafðir leitað að, þessvegna ertu blindur á þá dýrð_ sem þetta nýja héimkynni þitt er þrungið af. Sérðu ekki nú, að þú varst heimskur, óumræðilega heimsk- ur? Og nú bíður þín vegferð, kannski erfiðari en þig grunar, til að bæta upp það, sem þú vanræktir áður. Nú stendur þú, titrandi, snauða sál. andspænis afleiðingum þess, að gleyma sál sinni. Og nú hjálpar þér að engu auðlegðin öl-l sem þú skildir eft- ir á stórbýlinu þínu. , Þetta allt ert þú, sem þessar línur les, margbúinn að heyra. Þarft þú að hlusta á það, sem Jesús segir, að við ríka bóndann hafi verið sagt, er hann stóð á alvarlegum vegamótum? Það þarf í rauninni ekki margt um þessa sögu að segja, en hún er eitt af guðspjöllunum þrem, sem þessum helgidegi fylgja. Sagan er einföld að byggingu, augljós og skýr. Kannski of ein- föld til þess að vér nennum að hugsa alvarlega um hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.