Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 6
6 M ORVVN QIAÐ1L Sunnudagur 4. júní 1961 MW Spánverjar góna í GESTABÓKUM hótelanna kennir margra grasa þessa dagana. Þær gefa til kynna að sumargestirnir eru farnir að streyma til landsins. Af nöfnunum, sem þar eru rit- uð, má sjá að hótelgestir eru af ýmsu þjóðerni og bera tor- kennileg nöfn. Og forvitni blaðamannsins er vakin: Hvað skyldi sá, sem þetta nafn ber, eiga margar mílur að baki sér? Hvert er hans erindi hingað? o.s.frv. Á hvítasunnudag voru m.a. skráð í bækur Hótel Víkur fjögur nöfn: Daphne Roberts, Margot Tete, Gwen Coleehin, Joy Weatherhead. Fast heim- ilisfang: Sidney í Ástralíu. Líkastar Vesturbæingum Uppi á herbergi nr. 19 hitti blaðamaðurinn hinar fjórar meyjar og átti við þær stutt samtal. Útlit þeirra gaf ekk- ert til kynna að þær væru frá „heitu löndunum"; hefðu al- veg eins getað sagzt vera inn fæddir Vesturbæingar, utan ein, sem var heldur dekkri yfirlitum en hér gerist. Það kom líka á daginn, að augna- gotur og gón vegfarenda hafði ekki truflað ferð þeirra um bæinn? „Það var nú ann- að á Spáni,“ sögðu þær. „Aug un ætluðu út úr Spánverjun- um. Sérstaka athygli vakti Margot, þar sem hún er Ijós- hærð“. Ferðalagið — Nú, þið hafið verið á Spáni? Hvað er langt síðan þið fóruð frá Ástralíu? — Þrjár okkar lögðu af stað frá Sidney fyrir rúmum 3Vz mánuði síðan. Þá var af- skaplega heitt í veðri í borg- inni, 42ja gráðu hiti. Við sigldum sem leið liggur áleið is til Evrópu með viðkomu á mörgum stöðum, m. a. Col- ombo og Bombay. í Indlandi bættist Margot í hópinn, þar sem hún hafði dvalizt um 6 Margot Tete, sú eina þeirra sem er Daphne Roherts og Joy Weatherhead. ljóshævð, Gwen Colechin (einkaritarinn), meira en Reykvíkingar Fjórar ástralskar stúlkur gista ísland vikna skeið hjá bróður sín- um, sem er búsettur í Nýju Delhi. Við sigldum gegnum Súez-skurðinn, stönzuðum í Egyptalandi, skoðuðum þar pýramídana og fleira mark-' vert. Frá Egyptalandi fórum við til Marseilles og þaðan til Englands. Voru þá liðnar 2 Vz vika frá því við leystum fest- ar í heimahöfn. í London höfum við haft aðsetur í þrjá mánuði og leigj um íbúð í norðurhluta borg- arinnar. Þegar þangað kom keyptum við okkur bíl og fór um í ferðalag til meginlands- ins, heimsóttum Frakkland, Spán, eins og fyrr segir, Þýzka 1-and og fleiri lönd. — Og hver er tilgangurinn með ferðinni? — Að skoða okkur um í heiminum og auka við þekk- ingu okkar. Þrjár okkar eru kennsiukonur og ein einkarit- ari. Það verður skemmti- legra að kenna börnunum landafræði eftir þetta ferða- lag. Á leiðarenda eftir tvö ár — Og hvert er íerðinni nú heitið? — Til Englands aftur næsta sunnudag. Heimleiðin til Sid- ney liggur gegnum Kanada, Bandaríkin, þaðan til Hono- lulu og loks með skipi til Sid- ney. — — Hvenær búizt þið að vera komnar á leiðarenda? — Eftir tvö ár, gerum við ráð fyrir. - ★ — Talið barst nú að Ástralíu og snerust umræðurnar stutid um bændabýlin um þar, hina miklu sauðfjárrækt, verksmiðjuiðnaðinn, gullnám ið o.s.frv. Þær stöllur sögðu að Sidney væri að sjálfsögðu mjög frá- brugðin Reykjavík, enda borg upp á tvær milljónir íbúa. Borgin væri fremur nýtízku- leg, mikið um bungalow-íbúð arhús og trjágróður þar mik- iU að vöxtum. Nýju Skóla- byggingarnar væru mjög skemmtilegar en þær eldri síðri, eins og gengur. Höfnin í Sidney væri víðfræg — og datt okkur þá í hug sagan um hafnsöguhákarlinn, sem hélt sig í höfninni í Sidney og vís aði skipum leiðina inn. Að launum fékk hann að jafnaði svínssíðu. Sænskur skipstjóri, sem ekki hafði heyrt getið um þennan merkilega hákarl Framh. á bls. 22 MMa • „Ertu í duftinu?“ Ef þið gangið niður Austur stræti og mætið góðum kunn ingja þá getið þið verið viss um að hann spyr: „Hvað held urðu um verkföllin?“ Og þeg ar þið hafið sagt honum hvað þið haldið um verkföllin, þá segir hann: „Sástu kónginn?" Svo ræðið þið auðvitað um konungskomuna góða stund, talið um hverjir hafi verið boðnir í veizlurnar — og hverj ir ekki. En það fer varla hjá því, ef þið eruð ekki einstak- lega grönn og rengluvaxin, að hann spyrji að lokum: — „Heyrðu góði, ertu í duftinu?" Og það Skiptir ekki máli, hvort þið eruð 1 „þungavigt- inni“ eða ekki. Síðan þetta duft kom þykjast flestir orðn ir þungir á sér — og daglega heyrir maður: „Ja, ég held að mér veitti nú ekki af því að fara í duftið — nokkra daga“. • 22 dagar — 7 kíló Okkur datt í hug að kanna málið, fara út í Austurstræti og athuga, hvort við hittum ekki fljótlega einhvern, sem væri í „duftinu". í andyrinu mættum við Sveini Þormóðs syni, bifreiðarstjóra og ljós- myndara. „Blessaður", sagði hann. „Sæll, Sveinn! Ertu í duft inu?“ „Ha? Jú, í duftinu? Sérðu það ekki, maður? Búinn að vera í því í 22 daga og hef létzt um 7 kíló. Léttur og imgur í annað sinn.‘“ Og svo féllst Sveinn á að segja okkur hvernig það væri að vera „í duftinu". „Eg fór allt of geist af stað. Fór nákvæmlega eftir settum reglum og léttist um þrjú og hálf kg. á fjórum dögum. Það fannst mér of mikið — og mig langaði líka í mat, eitt hvað til að borða, gott bragð, tyggja, verða saddur. Það hjálpaðist allt að. Jæja, en byrjunin var sú, að ég keypti þessar dósir. í þeim er hálft kíló af „duft- inu“ og það á að þynnast út í lítra af vatni. Ég keypti með mokka-bragði, en það var bragðvont, bölvaður ó- þverri, samt skárra en vanillu bragð. Ég náði ekki í súkku- laði-bragðið, en þeir höfðu það víst fyrst. • „í duftinu“ á ísborg Ég lét mér nægja þennan skammt, eina dós á dag, 65 krónur. Ég varð aldrei svang ur, ekki beint svangur. En ég hafði einhver ónot, ég var ó- nógur sjálfum mér, varð hálf sljór, enda vinn ég mikið, yf irleitt langt fram á nætur. Ég kom nú samt alltaf heim a matmálstímum og sat við borðið með fjölskyldunni, en drakk bara svart kaffi. Það er ekki hægt að láta svona lagað hafa áhrif á fjölskyldu lífið. Mig langaði oft í bita. Þó var það verra, þegar við vorum í kaffi á vinnustað. Þá var ég með þetta gutl og svart kaflfi. Hinir með brauð og rúllu- pylsu eða kæfu. Það vai stríð, ha, ha, ha. Þeir vissu líka hvað þeir áttu að segja, piltarnir. En ég get líka sagt þér sögu af kunningja mínum, sem vai líka í þessu. Konan hans var alltaf að hæla honum fyrii það hvað hann væri staðfasl ur. „Minn biður aldrei um mat, tekur bara duftið — og honum fer svo mikið fram“ sagði hún. Einn daginn, þeg ar ég var niðri í bæ, sá ég honum bregða fyrir. Hann skauzt inn á ísborg — og ég á eftir. Ætlaði bara að spyrja hann hvernig gengi. Ég tafð ist við dyrnar, hitti þar vin minn. En þegar ég kom inn — situr þá ekki kunninginn með kúfaðan disk af frönskurnt kartöflum fyrir framan sig —< og hamborgara. Hann var kyndugur á svipinn og sagð) afsakandi. „Ég var alveg að drepast úr sulti. Ég mátti tif með að fá mér eitthvað I svanginn áður en ég færi heim“. • Varð uppstökkur Jæja, hvað um það. Á fjórða degi var ég orðinn þreyttur á þessu. Mig langaði í mat, ekki bara til þess að fá magafylli, heldur til þess að borða, borða eitthvað. Eg kunni ekki við þetta. Eg verð að játa það að ég var orðinn skapstirður, var pirraður og hálf uppstökkur. Síðan nota ég hálfan dag- skammtinn af duftinu og borða léttan hádegisverð, hálft fiskstykki, hálfan súpu disk, eða eitthvað því um líkt. Hvorki kartöflur né feiti, hef tómatsósu í þess stað. Nú líður mér miklu betur, en ég léttist heldur ekki jafn ört. Ég finn líka, að hiaginn hefur einhvernveginn dregizt saman, minnkað — og ég þarf ekki jafnmikið og áður. En ég er líka slappari en ég var áður, ég hef ekki jafn- mikla snerpu og kraft. Mér vex oft ýmislegt í augum, ým is líkamleg vinna, sem ég þarf að leysa ,af hendi — en áður var ég aldrei var við það. Eg mundi ráðleggja þeim, sem stunda erfiðisvinnu að fara mjög varlega í sakirnar, ef þeir ætla að fara „í duftið‘“, Já, þetta er mín reynzla. Og ég er að hugsa um að halda á- fram enn um skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.