Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 1
24 siður ratMiiMfc 48. árgangur 129. tbl. — Þriðjudagur 13. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins alda stríðið a í algleyming Krúsjeff heimtaði í Vínarborg yfirráð yfir öllum heiminurii M J Ö G viðsjárverðir tímar virðast nú framundan í al- þjóðamálum. Mörg frétta- skeyti Reuters-fréttastofunn- ar í gær og umsagnir heims- Móti mark- uðsbandalagi LONDON, 13. júní (Reuter). — Nokkrir þingmenn brezka verka- mannaflokksins báru í dag óvænt fram á þingi tillögu, þar sem þeir snúast algerlega gegn þátttöku Breta í Markaðsbanda- lagi Evrópu. Víröist nú óðum efl ast andspyrnan gegn þátttökunni, sem menn voru þó bjartsýnir um fyrir nokkru. Mótspyrnan fer einnig vaxandi í samveldislöndunum og ber þar hæst, að John Diefenbaker for- sætisráðherra Kanada lagði til um helgina, að sérstök samveldis ráðstefna verði haldin til að ræða markaðsmálin en Bretar stigi þetta þýðingarmikla skref. í dag íóru fram í brezka þing- inu umræður um málefni brezks landbúnaðar og snerust þær nær allar um evrópsku markaðsmál- in. í ályktunartillögunni, sem Verkamannaflokksþingmennirn- ir lögðu fram er lýst áhyggjum yfir því að innganga Bretlands í markaðsbandalagið geti þýtt að brezka samveldið leysist upp. blaðanna sýna að spennan er að aukast á öllum svið- um. Undanfari þessa hættu- lega tímabils er Vínarfundur þeirra Kennedys og Krús- jeffs. Er nú að koma æ bet- ur fram í dagsljósið, aðhann var ekki svo árangursríkur sem menn héldu í fyrstu. Á Vínarfundinum gerðist það, segir James Reston, stjórnmálafréttaritari New York Times, að Krúsjeff sett fram óhóflegar kröfur, sem jafngiltu því að hann heimtaði yfirráð yfir ölluin heiminum. Reston segir einn ig: — Kennedy lét ekki leika á sig. Enginn banda- rískur forseti hefur neitað kröfum Rússa jafn ákveðið og hann. Berlínardeilan á ný Strax eftir Vínarfundinn hófu Rússar fyrstu aðgerðir í Þýzka- lands og Berlínarmálinu. I Reut- erskeyti í gær segir: — Krúsjeff er oroinn óþolinmóður yfir því að engir friðarsamningar hafa enn verið gerðir við Þýzkaland. I fréttinni er sagt, að Rússar séu ákveðnir í að hefja aðgerðir í Berlínarmálinu eftir sex mánuði, eða eftir þýzku þingkosningarnar. Þar er og talið líklegt, að Krús jeff muni hefja aðgerðir til að veikja aðstöðu Vestur-Berlínar. Krúsjeff mun vera að íhuga aðgerðir án vopnavalds, sem muni neyða Vesturveldin til að taka ákvörðun um það, hvort þau yfirgefi Vestur-Berlín eða grípa fyrst til vopnanna. Friðarsamningar við Austair-Þýzkaland Rússar bíða nú eftir svari Bandaríkjamanna við síðustu orð sendingu þeirra um Berlín. Ef Bandaríkjamenn hafna tillögu Rússa um fjórveldasamninga á Frh. á bls. 23 Krúsjeff og Kennedy á Vínarfundinum. '¦mtmt Enn óvissa um af- hendingu handrita Kaupmannáhöfn, 12. júní. — Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. HALDIÐ er áfram söfnun undirskrifta þingmanna und- ir áskorun til konungs um að fresta staðfestingu laga um afhendingu íslcnzku handritanna ,sem samþykkt voru í danska þinginu sl. laugardag. 60 undirskriftir þarf undir áskorunina og hafa 53 þingmenn þegar skrifað undir. Kaupmannahafnarblaðið Berl- ingske Aftenavis skýrir frá því að í dag hafi verið hafin lokasíkn til að ná þeim undirskriftum, sem á vantar. Nokkrir þeirra Þjóð- þingsmanna, sem óska eftir að málinu verði frestað, hafa staðið f yrir því að senda þeim 126 þing- mönnum, sem ekki hafa undirrit- að áskorunina, svohljóðandi sím- skeyti: Sjö undirskriftir vantar til aS fresta handritamálinu. Ef þér Framhald á bls. 23. ^WWWM^MW^ j Ettir þtjú ár et sextíu undirrita? SÍDAST í gærkvöldi var ekki vitað til að fleiri hefðu undir- Vaxtalœkkun mundi lítið vega á móti kauphœkkunum 18% launahækkun jafngild- ir 540 millj. kr. auknum útgjöldum atvinnuveganna — Stjórnarandstæðingar ætla 70 millj. kr. að vega á móti FRAMSÓKNARMENN og kommúnistar hafa í sífellu klifað á því að undan- förnu, að atvinnuvegirnir þarfnist ekki annars en nokkurrar lækkunar á út- lánsvöxtum bankanna til þess að geta af eigin ramm leik staðið undir þeim kauphækkunum, sem þess- ir flokkar hafa hleypt af stað í sameiningu. Er þetta ævinlega viðkvæðið í blöðum þeirra, þegar svara hefur verið krafizt við þeirri spurningu, hvernig atvinnuvegirnir eigi að standa undir kaup- hækkunum án þess, að til komi einhverjar ráðstaf- anir af hálfu ríkisvaldsins, sem létta mundu þessa byrði. í sambandi við þessa staðhæfingu er fróðlegt að bera saman annars vegar þá útgjaldaaukningu at- vinnuveganna, sem leiða mundi af 18% almennri kauphækkun á einu ári og hins vegar vaxtatekjur bankanna, eða þá vaxta- byrði, er stjórnarandstað- an telur unnt að létta af atvinnuvegunum. Er talið, að t. d. samningur Dags- brúnar og SÍS hafi í för með sér 18% kauphækk- un á einu ári, 10% bein kauphækkun nú þegar, 4% kauphækkun 1. júní 1962, 1% greiðist í styrkt- arsjóð félagsins, breyting á eftirvinnukaupi þýðir 2% hækkun og breyting á greiðslu orlofs jafngildir 1% kauphækkun. 1% launahækkun er tal- in jafngilda 30 millj. kr. auknum útgjöldum hjá at- vinnuvegunum, svo að yrði nú 18% almenn launa hækkun, eins og fram- sóknarmenn og kommún- Framh. á bls. 17. ritað áskorunarskjalið um freslun handritaafhendingar. -K Stóð talan enn við 53. And- stæðingar afhendingar leggja sig alla fram um að ná tölunni 60. Nú þegar er vitað að tveir ihaldsmenn sem greiddu atkv. inoiY afhendingu hafa undirrit- að áskorunina og hugsanlegt er, að fleiri þingmenn úr Vinstri flokknum muni undir rita áskorunina, vegna þess að þeir óska þess, að lagagrund- völlur afhendingarinnar sé öruggari. Þeir sem safna undir skriftum undir áskorunina eru bjartsýnir, en aðrir svo sem Kristeligt Dagblad telja ótrú- legt að 60 menn fáist til að undirrita slíkt skjal. -K En ef 60 undirrita, segtr i skeyti frá Páli Jónssyni í gær verður að fresta staðfestingu konungs á lögunum þar til þing sanvþykkir lögin að nýju eftir nýjar kosningar. En vel getur verið að slíkar kosning- ar fari ekki fram fyrr en eftir þrjú ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.