Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 17. Júní 1961 Loftleiðir kaupa 4. Cloudmaster- vélina LOFTLEIÐIR ætla að festa kaup á fjórðu Cloudmastervélinni í haust. Kom þetta fram á aðal- fundi Loftleiða, sem haldinn var á f'mmtudaginn. Hagur félagsins var ágætur á síðasta ári. Fluttir voru 40,773 farþegar og var það 15% aukning miðað við fyrra ár. Sætanýting var 65% og flugu vél ar félagsins samtals 12,969 klst., eða að jafnaði 9 klst. á sólarhring Vöruflutningar jukust á síð- asta ári um 15% og póstflutning ax um 25%. Fyrstu mánuði þessa árs hefur veruleg aukning orðið miðað við sama tíma í fyrra. Farþegaflutningar hafa vaxið um 18%, vöruflutningar um 15% og póstflutningar um þvorki meira né minna en 62%. Ástæðan er sú, að félagið náði samkomu- lagi við bandarísk hernaðaryfir- völd um póstflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli og er þess vænzt,' að þessir flutningar einir auki tekjur félagsins um eina milljón króna á mánuði. ★ Á síðasta ári flugu Loftleiða- vélar 350 heilar hringferðir milli Ameríku og Evrópu og í sumar eru farnar 8 vikulegar ferðir fram og til baka milli megin- landanna beggja vegna hafsins. Loftleiðir fluttu á síðasta ári um 2% flugfarþeganna yfir N-Atlantshaf. Nú keppa 16 félög á þessum flugleiðum og hvað far þegatölu snertir eru Loftleiðir í 11. sæti. Þau félög, sem höfðu minni flutninga en Loftléiðir á síðasta ári, eru: E1 Al, Irish Air- lines, Quantas, Air India, og Iberia. í»au tvö, se meru næst fyrir ofan Loftleiðir, Swissair og Alitalia, fluttu um 60 þús. farþega hvort. Hátíðahöldin í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Hátíðahöldin 17. júní hefjast hér kl. 1.30 með guðsþjónustu í Þjóðkirkjunni og predikar séra Garðar Þorsteins- son. Kl. tvö hefst svo skrúð- ganga frá Ráðhúsinu og haldið upp á Hörðuvelli. Lúðrasveitin leikur fyrir göngunni. Á hátíða. svæðinu verður fyrst fánahylling, Þórir Sæmundsson flytur ávarp, séra Sveinn Víkingur heldur ræðu, Kristín Anna Þórarinsdótt ir flytur kvæði, Þrestir syngja, handknattleikur og lúðrasveitin leikur milli atriða. Kl. 5 verða barnaskemmtanir í bíóunum og kl. 8 um kvöldið hefst kvöldvaka við Vesturgötu. Stefán Gunnlaugsson flytur á varp, lúðrasveitin leikur, Þrestir syngja, Ævar R. Kvaran les upp, Þuríður Pálsdóttir og Guðm. Guðjónsson syngja, Emelía og Árór.a fara með gamanþátt og skemmtiþátt annast Róbert Arn- finnsson og Rúrik Haraldsson, Steinunn Bjarnadóttir fer með gamanvísur og loks verður dans- að. Hljómsveit Lilliendahls leik- ur og Sigurdór syngur. 23 stúdentar frá Verzlunarskólanum Á 16 árum hafa verib brautskrábir rúmlega 300 stúdentar Jbcrðan Þjóðhátíðahöldin í Keflavík ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Kefla- víkur hefur skýrt Mbl. frá því, að hátíðahöldin þar verði með meiri glæsibrag en áður. Kemur þangað margt góðra skemmti- krafta úr Reykjavík, og skemmt ir á þjóðhátíðinni, sem hefst um klukkan 2 síðd. og stendur þar til klukkan 2 um nóttina. Þjóðhátíðin fer fram við lýð- veldisstöngina, þar sem einn Sívnli-turn enn ó dagskrd Kaupmannahöfn, 16. júní. - (Frá Páli Jónssyni) — Frú Lis Jacobsen birti í dag gam- ansama gr ein, þar sem hún seg ir m.a., að miðað við upplýs- ingar um heildartekjur Krist- jáns konungs fjórða muni „eignarhluti" íslendinga í Sí- vala-tumi í Höfn sennilega nema um % úr metra — en alur turninn er 36 metra hár. (Eins og kunnugt er af frétt- um í dönskum blöðum síðan Halldór Kiljan drap léttiega á það í grein, að sennilega væri turninn álíka íslenskur og hin fornu handrit væru dönrk, eða forn norræn) Frú Jacobsen bætir þvi við framangreind ummæli að e.t. v. megi þó til sanns vegar færa, að íslendingar eigi meira í Sívalaturni — á viss- an hátt. í hinni frægu áritun á turninum er beiðni til guðs um, að hann „fylli blóðrautt hjarta konungsins vizku og réttlæti". — Eg leyfi mér að slá fram þeirri hugmynd, skrifar frúin, — að einhver menntaður íslendingur, sem þekkti þjáningar þjóðar sinn- ar vel, sé höfundur þessarar áritunar. elzti borgari bæjarins Eyjólfur Bjarnason kaupmaður dregur fána að hún klukkan 2 síðd., að lokinni skrúðgöngu. Messað verð ur í kirkju bæjarins og ýmis skemmtiatriði verða, en aðal- ræðu dagsins flytur Jón K. Jó- hannsson læknir. Um kvöldið verður útiskemmtun á torgi við hús rafveitunnar. Lúðrasveit Keflavíkur mun koma mjög við sögu þenn'an dag, og einnig syng ur Karlakór Keflavíkur. Kunnir leikarar úr Reykjavík sem flytja skemmtiefni verða Guðmundur Jónsson óperusöngvari, Jón Sig- urbjörnsson, Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson og þá kemur hinn mikli kvenskörungur og heilsar upp á börnin, „Soffía frænka“ úr Kardemommubæn- um. Formaður þjóðhátíðanefndar Keflavíkur er Kristján Guðlaugs- son og þegar þjóhátíðin hefst flytur hann ræðu, við lýðveldis- stöngina. LÆRDÓMSDEILD Verzlun- arskóla íslands var slitið við hátíðlega athöfn í skólanum í gær að viðstöddum kenn- urum, nemendum og all- mörgum gestum. Meðal gesta voru fyrrv. skólastjóri, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarps stjóri og fulltrúar afmælisár- ganga 15 ára, 10 ára og 5 ára. — Skólastjóri, dr. Jón Gíslason, lét þess getið að þetta væri í 16. sinn sem stúdentar væru brautskráðir frá Verzlunarskóla íslands. Að þeim meðtöldum, sem brautskráðir voru í gær, er stúd- entatalan frá upphafi orðin 362, piltar 233 stúlkur 69. Skólastjóri kvað 75% stúdenta frá V. í. hafa stundað ýmissskonar framhalds- nám að stúdentsprófi loknu. Væri það mjög há hlutfallstala, þegar þess væri gætt, að margir stúd- enitar frá skólanum hefðu átt kost á góðum stöðum þegar að stúdentsprófi loknu og margir, Góður afli BÍLDUDAL, 16. júní. — Héðan hefur einn þilfarsbátur róið til handfæraveiða að undanförnu og aflað vel. Á honum eru 8 menn og komu þeir síðas.t inn með 20 tonn af saltfiski eftir 5 daga útivist. — Afli trillubáta hefur verið þolanlegur. — H. ~/l'NA /5 hnHor\ S V 50 hnútar X Snjókoma f OSi 7 Skúrir K Þrumur w,%, W. KutíasM Hitaskii H Hat L Lotqi DJÚP lægð skammt suður af Vestmannaeyjum á hreyfingu NA eftir. Mun hún íara yfir austanvert landið og valda norðlægri og síðan norðvest- lægri átt. í gærmorgun var A-rok á Stórhöfða en lægði síðdegis. Hiti var um 10 st. hér á landi en 15—20 stig austanhafs. einkum stúlkurnar, hefðu giftzt um það leyti sem námi í skólan- um lauk. Skólastjóri flutti stutta skýrslu um starfið á liðnu ári í lærdóms- deild og lýsti úrslitum prófa. í ársprófi 5. bekkjar var Ingibjörg Haraldsdóttir efst, hlaut I. eink. 6,95 (Notaður er einkunnarstigi Örsteds). Kvað skólastjóri næsta athyglisvert og alvarlegt íhugun arefni fyrir piltana, að í öllum bekkjum skólans, frá fyrsta bekk og upp í þann 6., hefðu stúlkur að þessu sinni orðið efstar á ársprófum. SJÖUNDI NEMANDI MEÐ ÁGÆTISEINKUN Stúdentspróf þreyttu að þessu sinni 23 nemendur b. a. einn utan skóla. Prófdómendur eru stjór- skipaðir. Úrslit í prófinu urðu sem hér segir. Einn hlaut 1. ágætiseink. 11 fyrstu eink. og 11 aðra eink. Að þessu sinni varð efst á stúdentsprófi Guðrún Agnarsdóttir Reykjavík. Hlaut I. ág eink. 7,55, annar varð Bryn- jólfur Sigurðsson frá ísafirði með I. eink. 7,37 og þriðji Bogi Níls- son frá Siglufirði, I. eink. 7,09. —• Skólastjóra taldist svo til að Guðrún Agnarsdóttir væri 7. nemandinn sem ágætiseink. hefði hlotið á stúdentsprófi í skólanum frá upphafi og þriðja stúlkan, sem lyki svo háu prófi. Þess má einnig geta að hún lauk einnig verzlunarprófi með ágætiseink. á sínum tíma MÖRG VERÐLAUN Er skólastjóri hafði lýst úrslit- um prófa og afhent hinum nýju stúdentum prófskírteini sín, sæmdi hann þá nemendur bóka- Rúnar verður með MEIÐSLI Rúnars Guðmundsson- ar, miðvarðar landsliðsins, sem sagt var frá í blaðinu í gær, reynd ust ekki alvarlegri en svo, að ekki er ástæða til að ætla að hann leiki ekki landsleikinn. — Eg fer ekki inná nema ég finni mig algerlega heilan sagði Rúnar við Mbl. í gær. Og allt leit út fyrir að hann yrði með. verðlaunum, sem fram úr höfðu skarað. Auk bókaverðlauna frá skólanum veittu eftirtalin félaga samtök þeim nemendum bóka* verðlatm, sem skarað höfðu fram úr í erlendum tungumálum; Anglia, Dansk-íslenzka-félagið, Germania og Alliance Francaise, — Konráð R. Bjarnason umsjón. armaður í 6. bekk hlaut bók frá skólanum sem viðurkenningu fyr ir vel unnin störf. Ingibjörg Har« aldsdóttir, sem efst var á árs- prófi í 5. bekk var einnig sæmd bókaverðlaunum frá skólanum. KVEÐJUORÐ SKÓLASTJÓRA Loks ávarpaði skólastjóri hina nýju stúdenta og árnaði þeim heilla og farsældar. í lok máls síns las hann eiðstaf þann, er ungir menn í Aþenu að fornu sóru, er þeir voru teknir i tölu fullgildra borgara og mælti síðan að lokum: „Vér íslendingar höfum lagt niður vopnaburð en samt heyjum vér daglega stríð fyrir velferð vorri og fósturjarðar vorrar. í þeirri baráttu er eigi síður þörf hreysti og drengskapar en á víg* velli.“ Sagði hann síðan skðla slitið og lauk^þar með 56. starfsári Verzlunarskóla íslands. BRAUTSKRÁÐIR STÚDENTAR Björn Arnar Bogi Nilsson Bragi Ásgeirsson Brynjólfur Sigurðsson Egill Jacobsen Elsa Petersen Erna Þorleifsdóttir Guðrún Agnarsdóttir Hilmar Guðjónsson Ingjaldur Bogason Jóhanna Oddgeirsdóttir Jón Oddsson Katrín Thorarensen Konráð Bjamason Olafur Stefánsson Páll Stefánsson Úlfar Guðmundsson Valur Sigurbergsson Vilhjálmur Ingvarsson Þorfinnur Karlsson I>orkell Bjarnason Örn Marinósson Heiðar Ástvaldsson Leiðrétting Stefán hreppstjóri á Karlsskála er Guðnason en ekki Guðmunds- son, eins og misritaðist í blaðinu í gær. — Kona Stefáns liggur nú 1 í Landsspítalanum. — Rússar Framhald af bls. 1. hann hefði enga trú á því, að nokkurn tíma yrði samkomulag um bann við kjarnavopnatil- raunum, ef þessu vandamáli verði blandað saman við samn- ingatilraunir um almenna og al- gera afvopnun, eins og Rússar virðist vilja. — Hann upplýsti, að erindi sitt til Genfar nú væri fyrst og fremst. það að eiga ýtarlegar viðræður við bandaríska fulltrúann um ástand mála og horfur — og að glöggva sig á því, hvort það svaraði kostnaði að eiga sérstakan fund með sovézka fulltrúanum, Tsar- apkin. — ★ — Ormsby-Gose tók það fram, að þrátt fyrir dapurlegt útlit, væri það staðfastur ásetningur brezku stjórnarinnar að reyna að halda viðræðum áfram, enda þótt ljóst virtist, að sovétstjórn- in hefði alls engan áhuga á að ná samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.