Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 5
 Laugardagur 17. júní 1961 MORGVNBLAÐ1Ð BLAÐIÐ átti fyrir skömmu tal af Benedikt G. Waage, forseta I. S.f., en Benedikt var einn af þátttakendum í íþróttamóti er haldiff var 17. júní 1911 í til- efni af aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar. Bátffum við Bene- dikt að segja okkur frá mót- inu. — Þetta mót, sagði Bene- dikt, var fyrsta iþróttalands- mótið, sem haldið var hér á landi, fyrir forgöngu U.M.F.f. hófst það 17. júní og stóð rúma viku. Aðal uppi- staða mótsins voru 7 íþrótta- félög úr Reykjavík eða þau sömu og stóðu að gerð íþrótta- vallarins á Melunum, Ármann, fþróttafél. Reykjavíkur, Ung- mennafél. Iðunn, KR, Fram og Skautafélag Reykjavíkur, en auk þeirra tóku þátt í mót- inu ýmsir einstaklingar utan af landi. Þetta var fyrsta mót- ið, sem haldiff var á hinum nýja íþróttavelli, þegar frá er talin knattspyrnukeppni, sem fram fór við vígslu vallarins II. júní sama ár. Þar kepptu þá Fram og K.R. og skildu félögin jöfn eftir þann leik. — Var íþróttaáhugi mikill hér á þessum tíma? — Já, íþróttalíf var blóm- legt og hefur t.d. islenzka glím an aldrei staðiff í jafn mikl- um blóma og einmitt a árun- um 1911—1912. Undirbúningur 17. júní móts ins 1911 var hafinn nokkru áður og stunduðu félögin æf- ingar í útiíþróttum á túnum í og við bæinn, t.d. á Landa- kotstúni og túni, sem kallað var Skellur og var þar sem Gasstöðin var síðar reist. Þess ar útiæfingar vöktu að sjálf- sögffu athygli almennings og glæddu áhuga á íþróttum yfir- leitt. — Mótið hefur verið fjöl- breytt? — Já, það var fjölbreytt- asta íþróttamót, sem haldið hafði verið hér á landi. Keppt var í mörgum frjálsíþrótta- greinum, fimleikum, glímu, sundi og knattspyrnu. Mótið hófst kl. 5. e.h. 17. júní með setningarræðu, en hana hélt Þórhallur Bjarna- son, biskup. Síðan var fim- leikasýning og sýning á stang arstökki, sem þá var nefnt stangarhlaup. Vakti hún tals- verða athygli því að þá var stangarstökk ný iþrótt hér á landi. Keppni í þessari íþrótt fór svo fram 20. júní ég tók þátt í henni og hlaut 1. verð- laun, stökk 2,28 stikur. 1. verð Iaun í öllum greinum voru silf urpeningar með mynd af Jóni Sigurðssyni. — Tókuð þér þátt í fleiri greinum? — Já, ég tók þátt í fimleika- keppni, sem fram fór 18. júni milli f.R. og Ungmennafél. Rvk. Í.R. sigraði með eins stigs mun, úrslitin voru 113: 112. Jón Halldórsson stjórnaði fimleikaflokki Í.R., en flokk- ur ungmennafélagsins var und ir stjórn Björns Jakobssonar, sem þá hafði nýlega lokið fimleikakennaraprófi frá Ðan- mörku og var meðal fyrstu fs- lendinga, sem luku slíku prófi. — Hvernig fór þessi fim- leikakeppni fram? — Fyrst voru staðæfingar og vorui þær metnar eftir sam ræmi hreyfinga meðlima flokk anna. Síðan voru áhaldaæfing- ar á hesti, tvíslá og fimleika- dýnum og var þá hver jum ein- stökum meðlim í flokknum gefnar einkunnir og þær síð- an lagðar saman. Dómnefndin var skipuð þremur mönnum, þeim Dr. Birni Bjarnasyni, Helga Valtýssyni og Petersen, kvikmyndastjóra. Þennan dag eða 18. júni var einnig keppt í fegurðarkapp- glímu, hástökki, langstökki, knattkasti og kúluvarpi. Að lokum var kappganga. Benedikt G. Waage Eg tók einnig þátt í sundi og knattspyrnu. Sundkeppnin fór fram í söltum sjó við sundskálann í Skerjafirði 19. 1 júní. Var keppt í 200 stiku og 150 stiku sundi og var Erling- ur Pálsson hlutskarpastur í báðum greinum. Knattspyrnukeppnin var milli Fram og K.R. og fór fram 20. júní. Fram vann sigur 2 mörk gegn 1. Dómari í leikn- um var Ólafur Rósinkranz. — Var einhver einn mað- ur, sem mest bar á í mótinu? — Já, það var tvimælalaust Sigurjón Pétursson, glímu- kappi. Hann tók þátt í fjölda greina, glímu, hlaupum, stökk um, kúluvarpi o. fl. og var alls staðar einn af þeim þrem beztu. — Átti þetta mót ekki þátt í eflingu íþróttaiðkana? — Jú, það vakti áhuga ungra manna á þátttöku í íþrótóum, því að á slíkum mót um fá þeir tækifæri til að reyna sig. Frá 1911 hafa íþróttalandsmót verið haldin 17. júní ár hvert, og íþrótta- menn hafa þann dag heiðrað minningu Jóns Sigurðssonar með því að leggja blómsveig á leiði hans. Þórhallur Bjarnason, biskup setur landsmótið 17. júní 1911. --------- —------------I- -nr r>! |-| - y r m. - M E SS U R - Dómkirkjau: — Messa kl. 11 f.h. Séra Jón Þorvarðarson. Neskirkja: — Engin messa á sunnu- dag. Séra Jón Thorarensen. EUiheimilið: — Guðsþjónusta kl. 10 t.h. — Heimilispresturinn. llallgrímskirkja: — Messa kl. 11 f.h. Séra Jónas Gíslason sóknarprestur í Vík. Hátefgsprestakall: — Messa í Dóm- Jcirkjunni kl. 11 f.h. Séra Jón Þor- varðarson. Laugarneskirkja: — Messa kl. 11 f.h. f>éra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall: — Messa í safn eðarheimilinu kl. 11 f.h. Séra Arelíus Kíelsson. Bústaðasókn: — Messa kl. 2 e.h. f>éra Gunnar Árnason. Fríkirkjan: — Messa kl. 1 e.h. Séra J>orsteinn jörnsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Messa á ynorgun kl. 10:30. Séra Kristinn Ctefánsson. Mosfellsprestakall: — Messa að Lága felli kl. 2 e.h. Séra Bjarni Sigurðsson. Reynivallaprestakall: — Messa að Saurbæ kl. 2 e.h. — Sóknarprestur. Menn ana aldrei eins langt og þegar þeir vita ekkert, hvert þeir eru að fara. — Voltalre. Þú mátt ekki láta af að gera rétt, |»ótt aðrir dæmi rangt. — Epiktet. Mikilleiki margra er algerlega stað- hundinn. I»eir eru aðeins miklir af því, að þeir eru innan um smámenni. — Johnson. Sá, sem biður elns og honum ber, *nun leitast við að lifa eins og hann biður. — Owen. Góðúr bóndi sáír til trésins, þótt hon um eigi ekki að auðnast að njóta ávaxta þess. — Cicero. /?.*c . ísland, þig elskum vér 29 alla vora daga; hyggð vor við brjóst þitt er, brauð og líf og saga, blikeldar braga; brýnir lífið frost og glóð; heimilis-haga hér gaf Drottinn vorri þjóð; hér blessast heitt og kalt, hér er oss frjálsast allt. Faðmi þig himinn fagurblár, föðurleifð vor, í þúsund ár. („Minni íslands'* eftir Matthías Jochumsson). Pennavinir 17 ára Þjóðverja langar til að eign- ast pennavin á Islandi. Hann safnar frímerkjum og skrifar á ensku og þýzku. Nafn hans og heimilisfang er: Hans-Ulrich Janetzki, Ahlen/Westfalen, Pommernstrasse 8 I, Deutschland. 18 ára norskan pilt, sem safnar frí- merkjum, langar til að skrifast á við jafnaldra sinn á íslandi. Nafn hans og heimilisfang er: Sigurd Aleksandersen, Skjarhalden, Hvalen, pjj. Fredridstad, Norge. 15 ára þýzkan dreng langar til að komast 1 bréfasamband við íslenzkan ungling. Skrifar á þýzku og ensku. Nafn hans og heimilsfang er: Jörgen Langhoff, Goppeltstrasse 4b, Stuttgart-N, Deutschland. Konu á Nýja-Sjálandi langar til að eignast pennavin á islandi, skrifar á ensku. Nafn herlnar og heimilisfang er: Valerie Macdonald, 86 Clark St., Khandallah, Wellington, New Zealand. Tvær 13 ára danskar stúlkur lang- ar að skrifast á við íslenzka unglinga. Hafa m.a. áhuga á frímerkjasöfnun. Nöfn þeirra og heimilisföng eru: Dorte Larsen, Ordrupvej. 48b, Charlottenlund, Köbenhavn, Danmark. og Helle Nielson, Ordrupvej 33, Charlottenlund, Köbenhavn, Danmark. •jnjsoij jo Læknar fiarveiandi Arinbjörn Kolbeinsson, til 27. júní. (Staðg.: Bjarni Konráðsson). Bergþór Smári, 13. júní til 20. júlí. Staðg,: Arni Guðmundsson. E/,ra Pétursson til 13. júní (Halldór Arinbjarnar). Friðrik Éinarsson fjarv. til 1. júlí. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. sími 19690). Gunnar Guðmundsson um óákv. tima (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson oákv. tima Karl Jónasson). Jón Þorsteinsson fjarv. frá 28. maí til 1. júli. — Staðg.: Olafur Jóns- son, Hverfisgötu 106 A. Silfurfungliö Laugardagur 17. j ú n í Gömlu dansarnlr c í kvöld kl. 9 til 1 ÓKEYPIS AÐGANGUR Magnús Randrup og Árni Norðfjörð sjá um fjörið. Sunnudacjur GÖMLU DANSARNIR kl. 9. Hljómsveit Magnúsar Randrup. Dansstjóri Baldur Gunnarsson. ÓKEYPIS AÐGANGUR Tryggið ykkur borð í tíma. Húsið opnað kl. 7. Það er staðreynd að gömlu dansarnir eru vinsælastir í Silfurtunglinu. — Sími 19611. Síldarstúlkur síldarstúlkur óskast til Siglufjarðar og Raufar- hafnar. Kauptrygging. Fríar ferðir. Uppl. gefur Ólafur Óskarsson Engihlíð 7. Sími 12298. Skrifstofustúlka Heildverzlun óskar að ráða stúlku til almennra skrifstofustarfa. Verzlunarskólamenntun æskileg. Umsóknir skilist til afgreiðslu Morgunblaðsins merktar „1428“ fyrir 20. júní. Vélskipið Stjarnan 1200—1300 mála ganggott og lipurt síldveiðiskip ar til leigu. Góðir leiguskilmájar. KRISTJÁN P. GUÐMUNDSSON, Akureyrl. Tilkynning frá Menntaskólanum i Reykjavik Umsóknir um skólavist næsta vetur ásamt landsprófsskírteini og skírnarvottorði ' skulu hafa borizt skrifstofu rektors fyrir 1. júlí. R E K T O R . Hótel Opnum í dag Hótel Buðir FÉLAGIÐ HEYRNAHJÁLP Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 27. júní að Ingólfs- stræti 16 kl. 8,30. Lagabreytingar. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.