Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 10
10 MOR.GUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. júní 1961 / Y K J A V Jóns Sigurðssonar REYKJAVÍK Á BARÁXTU- ÁRUM JÓNS SIGURÐS- SONAR um 1874. Myndin, sem tekin er eftir málverki Jóns biskups Helgasonar, sýn ir útsýnið af Hóiavelli aust- ur yfir bæinn. Latínuskólinn, sem þá hét, er í miðju; þar hélt Alþingi fundi sína frá þvi að það var endurreist 1845 og þangað til núverandi þinghús var reist um 36 ár- um síðar. Öll þing, sem Jón Sigurðsson sat, voru því háð þar. Að baki skólanum gnæf- ir Hegningarhúsið að Skóla- vörðustíg 9, þá nýreist. Til hliðar er bókhlaðan „íþaka“; fyrir neðan við tjörnina eru frá hægri Waages-hús, Lækj- arkot og hús Jakobs Sveins- sonar, trésmiðs, við Kirkju- torg, en í því síðastnefnda hafði nokkru fyrr verið sett upp fyrsta eldavél í bæn- um. — Til vinstri sést á Austurvöll milli húsa og Arnarhóll fjær. Á stjórn- arráðsblettinum blaktir enn danskur fáni á stöng; fyrir ofan Dómkirkjuna hægra megin sér á gömlu mylluna í Bankastræti. BARNASKÓLINN, ÞAR SEM JÓN SIGURÐSSON BJÓ á öllum þingum frá 1872, gekk áður undir nafninu Bierings- hús og var gefið til barna- skólahalds af þeim kaup- mönnunum Knutzon og Siem sen árið 1862. Skólastjórinn, Helgi E. Helgesen, bjó í hús- inu og var Jón hjá honum yfir þingtímann og eru það dyrnar í skólastjóraíbúðina, sem sjást á myndinni. Áður hafði Jón búið í Lærða skól- anum hjá Jens rektor, bróð- ur sínum. Húsið (annað frá vinstri) stóð við Hafnar- stræti, á sama stað og Lög- reglustöðin er nú og náði yfir Pósthússtræti; síðar var reist þarna nýtt barnaskóla- hús og er það einmitt það, sem lögreglan hefur nú til umráða. Myndin er tekin eftir málverki Jóns Helga- sonar biskups. UTFÖR JÓNS SIGURÐSSONAR og konu hans, Ingibjargar, i fór fram í Reykjavík þriðjudaginn 4. maí 1880. Voru klstur þeirra þá bornar frá borði póstskipsins klukkan 11 og er þessi mynd tekin af líkfylgdinni í Aðalstrætl. 1 fararbroddi gengu hornaleikarar, stúdentar og nemendur Lærðaskólans. ■ w* ^ ^ ^ SKRÚÐGANGA BÆJARSTJÓRNAR 17. júní 1911, á 100. afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, þegar dagurinn var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur af opinberri hálfu. Myndin er tekin í Kirkjustræti og er næsta húsið t. h. gamli Klúbburinn, sem þá var orðinn eign Hjálp- ræðishersins, er síðar byggði þar kastala sinn. I fararbroddi, næst homaleikurum, fór landsstjóm, alþingismenn, bæjarstjóm og þeir er krans lögðu á gröf forsetans; eru fremst í fylkingunni m. a. borgarstjórinn, Páll Einarsson, bæjarstjórnarfulltrúar ýmsir með konum sínum, klæddum skautbúningi, þ. á. m. Kristján Þorgrímsson, konsúll; þá eru þar Benedikt Sveinsson, alþingisforseti, Ásgeir Sigurðsson, konsúll, Indriði skáld Einarsson og fleiri framámenn. 1 göngunni er .borinn fáni Barnaskóla Reykjavíkur, en á eftir honum koma barnaskólabörnin, sem öll héldu á bláhvítum fánum; á frummynd- inni má greina Vilhjálm Þ. Gíslason í matrósafötum við hlið skólafánans, en útvarps- stjóri mun þá hafa verið í efsta bekkr barnaskólans. Morten Hansen, skólastjóri, stjórn- aði fylkingu barnanna og sést hann til vinstri við hana. Skrúðgangan 17. júní. fri w,,.«*« *#■ ' tvr-fi, m* * -m* m> « *.». *r " kxmivwkmoe'-t* -«e nt*e» >**&% *< ;x?»< * *r <***" '* wk w- > m*> *y- >»*».. &****** **>■.*, mmmm* f&fr***** *a*»--*m >><.< *Mt HtnivmAiMiat'tt „n&t í b-4tte«i& {<*> smf W fc* > V<.> y. ;x -x> <*->*{ tm-> * í* tMitm *&***> *t MSÍ»' **#m* rm*. ■ pxtti «*>, *** *íf* ‘?i>* «****> \*f' * tr < ws*- m m *m mm** **.t* ifwmmM**'** **'■«' »<»*«***■> ‘•if***5 m<: *>*-&*■ i«s tí» «,1«^ m HkQitnm ** **>■ ** **»wt*m •XQtttos***, p*i*. *m mm. i <*&*. <* t**m «* «« < +&&>&$»**■ <■* ***** ***** >>• «= «w '♦* ****« *'■'■’■■ ** **'* *»» n 'm* ** *»«**, *■*&&*&*? <**$ '«<#, me* mi** n W* ■•/*»«. ** <Ö irm> <-> m m*m*'. H m* \<* &■■<*»*. *mf>m W 6:> KWft&n*** **> U« &$*>**»*>>. >^. *t> tmw. mm m* m mmm «x> >ó. <m >;tm m%< &». «* m Páll Einarsson. 7 ■....... ..................... ..........áiiiMiWinat AUGLÝSING UM SKRÚÐGÖNGU 17. júní 1911, frá borgarstjóranum, Páli Einarssyni. Gangan hófst við Austurvöll upp úr há- degi, eftir að setningu háskólans var lokið. Lagðir voru blómsveigar á leiði Jóns Sig- urðssonar í kirkjugarðinum, en síðan hald- ið á Austurvöll aftur. Flutti Jón Jónsson, sagnfræðingur, þá minningarræðu um for- setann af svölum Alþingishússins. Við- staddir sungu svo þjóðsönginn, áður en þeir þeir gengu burt og skildu. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.