Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 17. júní 1961 — Þarrnig lifu þeir á Jón Sigurðsson Framh. af bls. 13 Ijós og skilmerkileg, en mað- urinn hinn fyrirmannlegastL Þá var troðningur á áheyr- endapöllum dyr salarins opn- ar og fólksfjöldi langt fram á gang.... Oftar en einu sinni braut ég upp á því við Jón Sigurðsson, að nauðsynlegt væri, að fræða íslenzka alþýðu um náttúru- vísindi og hinar nýjari upp- götvanir vísindanna, tók hann því nokkuð dauflega og sagði eitt sinn: „Þeir hafa sögurnar og þurfa í rauninni ekki ann- að‘‘ ... í pólitík fylgdu allir yngri menn Jóni Sigurðssyni skil- yrðislaust, og höfðu mikla fæð á öllum mótstöðumönn- um hans; þar var engin krítik leyfileg, enda bar það ekki við að stúdentar leyfðu sér að andmæla því, er forseti vildi, slíkt hefði þótt ósæmilegt. Hið eina skipti, sem það kom fyrir, var þegar Þórhallur Bjamarson vildi koma Gesti Pátesyni að sem Skímisrit- ara, og mælti fram með hon- um á Bókmenntafélagsfundi, og þótti Eiríkur Jónsson ekki rétt kjörinri, þá reis forseti upp með miklum þjósti og bauð Þórhalli að þegja, hann hefði ekkert vit á þessu máli, og datt það svo niður. Þegar Jón Sigurðsson kom heim frá alþingi, héldu landar í Höfn honum jafnan veizlu og voru þar ort kvæði til hans, vom þá mikil ræðuhöld, gleði og glaumur fram á nótt. Oft lét Jón Sigurðsson stúdenta skrifa undir ýmsar bænaskrár til þings og stjórnar, sem hann sjálfur hafði samið, og eins vom sumir hinna eldri, sem honum vom handgegnir, hafðir í ritnefndir Nýrra fé- lagsrita og Andvara. Ég hafði aldrei- neinn áhuga á stjórn- málum, var þeim fremur frá- bitinn og leiddi þau hjá mér. Þó var ég með öðmm ungum stúdentum kosinn í félag það, sem kallað var ,,Atgeirinn“; félag þetta var leynilegt óg átti að styðja stjórnmálaskoð- anir Jóns Sigurðssonar í út- lendum blöðum, sjálfur var hann í orði kveðnu ekkert við það riðinn. Tveir íslenzkir kaupmenn studdu félagið með fjárframlögum að einhverju leyti, Ásgeir Ásgeirsson og Kjálmar Johnsen, og ef til vill fleiri. Þaðan voru upp- runnar ýmsar greinar, sem áttu að heita að væm eftir útlendinga, þó þær væm ís- lenzkar, meðal annara hin al- ræmda, svæsna skammar- grein um hina konungkjörnu í Bergens Tidene (1872, nr. 101), ritstjórinn var dæmdur í 80 kr. sekt, hana borgaði fé- lagið ásamt málskostnaði.... Meðan Jón Sigurðsson var á lífi. var hann einn um öll íslenzk stjórnmál í Kaup- mannahöfn allir hinir ungu íslendingar voru í saman- burði við hann aðeins „núll“, og gerðu allt er hann sagði. Stúdentar voru þó alltaf not- aðir til að skrifa undir bæna- skrár og önnur skjöl til al- þingis, sumir látnir vera í rit- nefnd Félagsrita og Andvara, aðrir látnir hjálpa til í Bók- menntafélaginu o. s. frv. og stýrði Jón Sigurðsson þessu öllu snilldarlegra. Þetta varð þó síðar til þess að stúdentar í Höfn, eftir að Jón Sigurðs- son féll frá, héldu áfram til- finningunum og fengu smátt og smátt það álit á sjálfum sér, að í raun og veru væm þeir sjálfkjömir forsprakkar og foringjar íslendinga og tóku nú einmitt á þessu tíma- bili mjög að vasast í stjórn- málum“. (Minningabók, Kaup- mannahöfn, 1922—’23) Dr. Valtýr Guðmundsson, prófessor: „17. maí 1014 fengu frænd- ur vorir í Noregi stjórnarskrá sína á Eiðsvelli og fullt þjóð- frelsi, og er sá dagur síðan þjóðhátíðardagur Norðmanna. 17. júní 1811 fæddist oss ís- lendingum lifandi frelsisskrá á Rafnseyri við Arnarfjörð, og ætti sá dagur að vísu að vera þjóðhátíðardagur vor. Því þann dag fæddist oss Jón Sigurðsson, sá af sonum íslands, sem því hefir beztur verið og þarfastur — og í rauninni mestur allra, frá því að landið byggðist. Því að þó að hilla kunni fullt eins mikið eða jafnvel meira undir suma fornkappa vora í gullaldar- ljómanum, þá kemst þó eng- inn þeirra til jafng við hann, ef rétt er á litið. Hugsum okk- ur t. d. samanburð á Rimmu- gýgi hans Skarphéðins og pennanum hans Jóns Sigurðs- sonar! Hvort skyldi hafa höggvið stærra fyrir fóstur- jörðina? Frekar mundi fjöð- urstafurinn hans Snorra þola samanburðinn, en þó tæplega geta jafnazt við stálpenna Jóns.... „Einn hinn merkasti af rit- höfundum vorum (próf. Þorv. Thoroddsen) hefir nýlega sagt í íslenzku blaði (Lögr. 26. apr. 1911) að, það sé ann- ars mjög einkennilegt, að æs- inga- og öfgamenn, sem hafi verið mestir andstæðingar Jóns Sigurðssonar í stjórnmál um, meðan hann lifði, og hafi verið honum oft óþægileg fótakefli, séu nú búnir að stela honum látnum, og veifi honum jafnan í kringum sig“. Engum, sem til þekkir verulega, mun þykja þetta of- mælt.... Þetta hlýtur að stafa af því, að almenningi sé nú orð- ið svo ókunnugt um hinar sönnu skoðanir Jóns Sigurðs- onar, að fá megi menn til að trúa, þó honum sé eignað jafnvel það, sem hann hafði n.estu skömm og óbeit á.... Hrein skilnaðarstefna mun lítt eða ekki hafa komið fram í tíð Jóns Sigurðssonar, því hann tekur fram, að hann þekki engan, sem vilji að sambandið slitni eða reyni að slíta það (NF. IX, 1860) .... En af ummælum hans á Þing- vallafundinum 1873 má ráða, að brytt hafi á skilnaðarstefn- unni þar, ef ekki fengist per- sónusamband. En hann skoð- ar þá stefnu sem hreinasta barnaskap, því hann segir, að „öllum, sem VIT hefðu á stjórnmálum, mundi þykja það stórkostlega ísjárvert að segja algert skilið við Dani“. Af þeim má ennfremur sjá, að hann álítur, að ekki geti komið til tals, að íslendingar stæðu einir sér og sambands- lausir því slíkt væri of hættulegt, þegar litið væri til ágreinings við önnur ríki.... En margt fleira má læra af hinum pólitísku ritgerðum Jóns Sigurðssonar og fram- komu. Meðal annars það, að það er sitt hvað að vera stefnu fastur stjórnmálamaður, sem aldrei missir sjónar á mark- inu, en kann þó að hliðra til, þegar á þarf að halda, eða að vera einsýnn og óbilgjarn þrá kálfur, sem anar fram í of- stæki og blindni, hversu mikl-- ar torfærur sem verða á vegi hans. Eins og kunnugt er, var orðtak Jóns Sigurðssonar: „Aldrei að víkja“, sem hann hafði látið grafa á innsigli sitt. Því reyndist hann líka trúr, að því Xeyti, sem hann aldrei hvarf frá því marki, sem hann hafði sett sér, né þeim grundvallaratriðum, sem öll stefna hans byggðist á; en þau voru í sem fæstum orðum: innlend löggjöf og stjórn í sérmálum íslendinga og frjálst atkvæði um sam- band þeirra við Dani. En þeir, sem halda, að hann hafi aldrei kunnað að víkja, eða hliðra til við andstæðinga sína og laga sig eftir kringum- stæðum í hvert sinn, þeir misskilja hann hraparlega. Hann var of mikill stjórn- málaspekingur til þess, að sjá ekki, að án slíks verður aldrei neitt áunnið í póli- tík.... Hann kunni vél að haga seglum eftir vindi, og hikaði ekki við að lúta að hinu minna, ef hið meira reyndist ófáanlegt, heldur en að tefla málinu í tvísýnu og ógöngur. En hann bjó jafnan svo um hnútana, að haldið væri í átt- ina að því marki, sem hann hafði sett sér þótt ekki yrði komizt alla leið í einum spretti.... Hann var stefnufastur, en þó laus við allan þverhöfða- skap, og kunni sér jafnan svo mikið hóf í kröfum sínum, að hann fór því nær aldrei lengra, en fært var. En hann gat líka verið samningafús, þegar hann áleit, að eitthvað áynnist með tilslökun frá sinni hálfu, er hrundið gæti málunum áfram, og gagnlegt gæti verið fyrir ísland. Og sízt kom honum til hugar, þeg ar gengið var að þeim kröf- um, sem hann einu sinni hafði gert, að hækka þær þá þegar jafnharðan, svo að ekkert sam komulag gæti fengizt. Hann hafði gagn Islands eitt fyrir augum“. (Eimreiðin 1911) Finnur Jónsson, prófessor: „Jón Sigurðsson var alla sina ævi mjög gefinn fyrir að safna bókum og handritum, og líktist í því Árna Magnús- syni . . . Hann kom heim til manna, þegar hann var heima á Islandi, þar sem hann átti einhverja von bóka til þess að fá að sjá þær. Ekki var víst öllum um það gefið sem sjálfir voru safnarar. Ég man eftir því, að Jón kom heim til föður míns, sem hann hafði fengið margt hjá prentað og óprentað; en faðir minn tók þá stundum undan og faldi það sem honum var sárast um og vildi ekki verða af í bráð- ina; hann vissi, að sæi Jón það og óskaði að eignast það, gæti hann ekki neitað honum um það. Hins vegar hefir Jón aldrei horft í skildinginn, ef borgun var heimtuð.......... Hann skrifaði latínu blátt áfram, látlaust og lipurt og án þess að kæra sig um cic- erónskt klassískt mál, og má þar segja að hann kæmist ekki til jafns við Sveinbjöm Egilsson. Hvað íslenzkt mál snertir, ritaði hann það ætíð tildurlaust og blátt áfram, eftir því sem orðin féllu eðli- legast. . . . Ekkert hefði Jóni mislíkað meir, en sá málremb ingur. sem sumir nú á dögum tíðka sér. Hann hefði litið óhýru auga til þeirra, sem ekki geta skrifað línu svo að ekki séu átján „kenndir" í eða önnur nýmóðins skrípi, sem ekki stafa af öðru en fá- kunnáttu þeirra og klaufa- skap, er rita. Hann var jafn- fjarri þeim, er ekki geta stung ið niður penna svo, að þeir noti ekki orð og orðatiltæki, sem tíðkuðust á 14. og 15. öld, en þess á milli viðhafa útlenzkuslettur og nýyrði, svo allt verður einn mislitur hrærigrautur og ógeðfelldur á bragðið. Jón þræddi meðal- hófið þar, sem oftast annars staðar; það var honum með- fætt. Það er unun að lesa mál hans, ekki aðeins efnisins vegna, heldur og fyrir sakir orðanna og orðalagsins. Ég sagði að málið væri lipurt og látlaust. Það er það, þó að Jóni verði það ósjaldan að skjóta inn samlíkingum; en þær em einmitt svo vel viðeigandi og eðlilegar að þær auka lestrar nautnina hverjum sem ekki les andlaust og hugsunarlaust. Á einum stað segir hann t. d. að „velmegun landsins hafi runnið upp eins og fífill“;þetta er alþýðlegt mál og smellið, og það skilur hver undir eins. Á öðrum stað segir hann, „að flest skáld vor hafi kveðið ein ungis af gáfu sinni, eins og fugl á kvisti sem kvakar eins fagurt, hvort sem nokkur heyr ir til hans eða enginn“. Ágætt og smellið er annað eing og þetta: „Aldrei hefir skað- vænni engispretta verið í landi en hann (þ. e. Guðmund ur biskup góði), enda tókst honum að koma allri blómgun menntunar og velmegunar í Hólabiskupsdæmi í svart flag“. „Svörtu flögin" á ís- landi þekkir hvert manns- bam, og „engisprettumar" úr biblíunni og biblíusögunum; þetta og annað eins má finna ótal sinnum . . . Þau ráð eru oft gefin nú-að menn eigi að lesa fornsögumar til þess að geta ritað vel íslenzku. Ekki skal ég leggja á móti því að þær séu lesnar, en það er auð sætt, að stíllinn á þeim er ómögulegur nú á dögum nema helzt í sagnritum. Og fari menn nú að stæla hann, yrði víst sami hrærigrauturinn úr, sem áðan var nefndur. Ég vildi ráða mönnum heldur að lesa og kynna sér rækilega rit hátt og stíl þeirra Sveinbjarn ar, Konráðs, Jóns og Páls Mel steðs. Þeir höfðu hæfileika og smekk til þess að taka það úr fornmálinu, sem hæfilegt var, og svo að segja bræða það saman við nútímans daglegt mál, svo að fram kom hið snilldarlega ritmál þeirra. Vaflaust hefir Sveinbjöm haft áhrif á ritmál Jóns, en Jón var þó fullkomlega sjálfstæð- ur. Fullkomlega „hreint“ var ekki ritmál hans í öndverðu; „yppurstu", „hvar“ fyrir „þar sem“ og þess konar smávegis má finna. Eins má finna rang ar orðmyndir vo sem ,tor- týnast“ (f. tímast), „auð- særni“ (f. auðsæi), ,auðsært“ (f. sætt) og þess konar fleira. En slíkt er aðeins í fyrstu rit gjörðum hans og hverfur síð- ar. Þar hafa þeir Konráð og Jónas ef til vill haft áhrif á hann . . .“ (Skímir 1911). Gísli Sveinsson, forseti Sameinaðs Alþingis: „Jón Sigurðsson var hvort tveggja í senn: Fræðimaður- inn, sem jós af brunni þekk- ingar á öllum atriðum þeirra mála, er hann fékkst við, og raunsæismaðurinn, sem tók tillit til allra framkvæmda- möguleika og vildi láta verkin sanna réttmæti orðanna. — Hann hélt fram, eins og kunn ugt er, óskoruðum rétti ís- lands til fulls sjálfsforræðis, og byggði það ekki aðeins á hinum almenna og eðlilega rétti manna og þjóða til þess að „eiga með sjálfa sig“, heldur á ótvíræðum lagaleg- um rétti landsins frá fornu fari, sem hann leiddi þau rök að, sem síðan hafa orðið sí- gild, um leið og hann sýndi fram á, að með þeim einum hætti, að þjóðin yrði frjáls, gæti hún ábyrgzt afkomu sína raunverulega og staðið undir sér sjálf. Og hann þreyttist aldrei á því, að hvetja íslendinga til þess að hvika eigi frá réttinum og til þess að þroska sig svo, að þeir gætu sýnt í verki, að þeir væru frelsinu vaxnir. Þetta var hans kenning og þetta lærðu íslendingar. Og með þessu hvoru tveggja er nú einnig sigurinn unninn". (Morgunblaðið, 17. júní 1944) 17. júní — 17. júní — 17. júní — 17. júní — 17. júní — 17. júní CAFÉTERIA Fljótt og ódýrt sjAlfsafgreiðsla ★ Súkkulaði m/rjóma ★ Ljúffengt kaffi ★ Heimabakað kaffibrauð ★ Smurt brauð Ekkert þjónustugjald. Hátíðamatur allan daglnn MATSTOFA AUSTURBÆJAR. LAUGAVEG 116 — LAUGAVEG 116 — LAUGAVEG 166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.