Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 16
16 M O R cn\ P r á r>l Ð Laugardagur 17. júní 1961 HIRÐSKÁLD Jóns Sigurðssonar I TILEFNI af 150 ára afmæli Jóns Sig- urðssonar forseta gefur Almenna Bóka félagið út bók, þar sem Ijósprentuð eru 30 kvæði, er Í2 íslenzk skáld og samtímamenn hans ortu fyrir minni hans, þ. e. a. s. 26 þessara kvæða voru fiútt Jóni Sigurðssyni eða sungin fyrir minni hans í veizlum. Eitt var ort fyrit* minni hans og fleiri manna, eitt fyrir minni frú Ingibjargar, konu hans, eitt sungið í samkvæmi í Heykjavík að honum fjarstöddum og eitt, að því er virðist, flutt honum eða afhent um leið og hann steig á skipsfjöl í Reykja vík. möðrur mjög, og öðrum mjúk túnblæa hjúkrar, hunangsfluga holu hyggin marga byggir. Auðt er enn að mönnum Alþingi — talslingra hölda, (hvað mun valda?), hafa reiðir tafist. Nei, ef satt skal segja, sunnanfjalls þeir spjalla; þingið fluttu þangað þeir á kalda eyri. — Á Hrafnseyri Frh af bls. 9 aðrir bjuggu um sig í tjöldum, þ. á m. var stói' hópur úr Þing^ eyrarhreppi, er gengið hafði yfir Hrafnseyrarheiði. Snemma morg uns fór svo enn að sjást til manna ferða. Komu menn úr öllum átt um, gangandi, ríðandi eða sjóleið is og stefndu allir til Hrafnseyrar, sem við erú tengdar minningar um nokkra af beztu sonum lands ins, enda einn mesti sögustaður á Vestfjörðum að fornu og nýju, svo sem lesa mun mega í bók sr. Böðvárs heitins Bjarnasonar um Hrafnseyri, sem þessa dagana kemur út hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélágsins. JÞrjú gufuskip Þennan dag fyrir 50 árum, eins og bæði fyrr og síðar, var það Jón Sigurðsson, sem heillaði og dró menn að staðnum. Um kl. 11 höfðu 3 gufuskip og 11 vélbátar lagzt fyrir framan bakkana • og var sá floti allur fánum skrýdd- ur, eins og hátíðarsvæðið. Laust fyrir hádegi safnaðist mannfjöld. inn saman sunnan og vestanvert á Hrafnseyrartúni, á svokölluðu Undirtúni. -Þar var honum fylkt til skrúðgöngu og þvínæst haldið heim á hátíðarsvæðið, gegnum hliðið á bökkunum. Fánaberi gekk fyrir fylkingunni. Var það hreppstjóri Auðkúluhrepps, Gísli G. Ásgeirsson, óðalsbóndi á Álftamýri. Næst honum fór lúðra sveitin og lék göngulag. Síðan komu börn og svo hin stóra fylk- ing í fimmfaldri röð. Staðnæmst var fyrir framan bautasteininn. Söngflokkurinn söng: „Ó, Guð vors lands“, og tók mannfjöldinn undir. Síðan sté formaður hátíð- arnefndarinnar, sr. Böðvar Bjarnason, í ræðustólinn, setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Þessu næst las hann þær heilla- óskir, sem hátíðinni höfðu þá borizt, en þær voru frá forstöðu- nefnd minningarhátíðar Jóns Sigurðssonar á Akureyri, borgar stjóranum í Reykjavík og nafn. laust skeyti frá Gerðum í Garði. Að lestrinum loknum flutti sr. Böðvar stutta en fagra ræðu. Mæltist honum m. a. eitthvað á þessa leið: Þess er getið í Land- námu, að Grelöðu^ dóttur Bjart- mars jarls, konu Ánar rauðfeld- ar, þótti illa ilma úr jörðu í Dufansdal, en á Eyri sem hun- angsilmur úr grasi. Ég hefi kom ið í Dufansdal og ekki fundið verri ilm úr jörðu þar en hér. Þetta er spádómur, sem rætzt hef ur. Hér hefur vaxið úr jörðu sá hlynur, Jón Sigurðsson, sem endingarbeztur hefur verið af öllum íslands gróðri. Það eru nú 100 ár síðan hann fæddist og líkaminn er fyrir löngu samlag- aður jörðunni, en ilmurinn af honum. er enn með nýju brumi og leggur inn í hugskot hvers ein asta íslendings í dag....Þessi bautasteinn á að minna oss á eðliskosti Jóns og um leið á skylduna við Guð og föðurlandið. Fallbyssuskot við afhjúpun Þegar séra Böðvar hafði lokið ræðu sinni, kváðu við 3 fall- byssuskot. Um leið og þriðja skotið reið af, afhjúpaði prests- frúin á Hrafnseyri, Ragnhildur Teitsdóttir, bautasteininn, en hún var klædd skautbúningi. Andartaki áður höfðu börn prestshjónanna stráð blómum kringum steininn. Að lokinni þessari athöfn söng söngflokkur inn aðalhátíðarkvæðið: „Þagnið dægurþras og rígur.“ sem Hann es Hafstein hafði ort í tilefni hátíðarinnar. Lag var eftir Sig- fús Einarsson, tónskáld, einnig flutt þarna1 í fyrsta sinn. — Dáð- ust menn mjög að bautasteinin- um. _ Að þessu loknu flutti Matthías Ólafsson, kaupmaður í Hauka- dal, langa og skörulega ræðu fyr ir minni Jóns Sigurðssonar, for seta. Sagði hann m.a.: Hér hef- ur verið talað um spádóma og fyrirburði. Ég ætla að tala um framsýni og fyrirboða. Á dögum Sturlunga bjó hér hinn alkunni höfðingi Hrafn Sveinbjarnarson. Hann var veginn saklaus, en löngu á eftir er mælt, að eldur sæist í hólnum, þar sem hann lét lífið. Töldu sumir það boða illt, en aðrir töldu það tákn fyr- irboða þess, að upp af höfuð- sverði þessa manns mundi Ijós kvikna, er lýsti landinu langt fram af horfinni öld, eins og stendur í kvæðinu, sem nú var sungið: Eyrin Rafns! Það ljós sem lýsti, löngu síðar við þinn garð, enga helspá í sér hýsti: íslands reisnar tákn það varð. Síðan rakti ræðumaður allýtar- lega æviatríði Jóns Sigurðssonar og lauk máli sinu eitthvað á þessa leið: Allar þjóðir leggja rækt við staði bá, sem ágætis— menn þeirra eru bornir. Það á að vera helgur minningavöllur. ítalir segja: Sjáið Neapel og dey ið síðan! Orðtak íslendinga á að vera hið sama: Sjáið Hrafnseyri og deyið svo! Takið yður dæmi Jóns Sigurðssonar til eftir- breytni, hvað fádæma ósér- plægni og óeigingirni snertir, af því að það er að verða fágæt ara nú á tímum. Minnig Jóns Sigurðssonar véri oss öllum sá eldstólpi, er lýsi oss úr ómennsku og dáðleysi inn á land farsældar og menningar. Fimleikasýning og aflraunir. Eftir ræðuna lék lúðrasveitin þjóðlög. Þótti mörgum góð skemmtun að leik lúðraþeytar- anna, þrátt fyrir hina takmörk- uðu æfingu; Síðan var gefið hlé, en klukkan hálfþrjú hófust há- tíðarhöldin á ný með því að Jó- hannes Ólafsson mælti fyrir minni fslands og Friðrik Bjarna- son fyrir minni konungs. Mælt- ist báðum vel. Söngflokkurinn söng á eftir hvoru minni fyrir sig. Þá var haldið niður á Undir- tún, en þar sýndi fimleikaflokk- urinn frá Þingeyri íþróttir við mikinn fögnuð áhorfenda. Aðal- lega voru sýndar svifráræfing- ar, sem útheimta mikla leikni og þjálfun, en stjórnandi var Sig- urður Jóhannesson þá eins og fyrr. Mjög var rómuð ein afl- raun, þótt hrollvekjandi þætti. Sigurjón Sveinsson frá Granda í Brekkudal í Dýrafirði lagðist á milli tveggja búkka þannig að hnakkinn hvíldi á öðrum og hæl arnir á hinum. Ofan á magann á honum var lagt 75 punda járn- stykki og barið á nokkur þung högg með 25 punda sleggju. Varð ekki séð, að hryggurinu svignaði urdan höggunum. Enn flutt minni og surrgið. Að íþróttasýningum loknum vaí- aftur farið heim að' bauta- steininum. Sr. Sigtryggur Guð- laúgsson á Núpi mælti snjallt og skáldlega fyrir minni kjördæm- is Jóns Sigurðssonar. Á eftir ræðu hans var sungið kvæði eft ir Guðmund Guðmundsson skáld: „Heilir, bræður. — Hér sé friður,“ sem ort hafði verið eftir beiðni nefndarinnar, eins og kvæði Hannesar. Sr. Þórður Ól- afsson, prófastur á £öndum í Dýrafirði, flutti ágæta ræðu fyr ir minni bænda og sjómanna, og var enn sungið Ijóð á eftir. Að lokum flutti Sighvatur Gríms- son, Borgfirðingur, hinn aldraði fræðaþulur, ýtarlega og fróð- lega ræðu fyrir minni Arnarfjarð ar, og að henni lokinni var sung ið annað kvæði éftir Guðmund Guðmundsson: „Hér sáu þeir ljós,“ sem einnnig var ort að beiðni hátíðarnefndar. Annáð- ist blandaði kórinn frá Þingeyri allan söng á hátíðinni, öllum til hinnar mestu ánægju. Búist til brottfarar. Ðegi tók nú að halla. Menn bjuggust til heimferðar, sérstak legæ þeir, sem langt voru að komnir, en aðrir skemmtu sér við dans fram á nótt. Og ekkert þrot var á hinum góðu veiting. um kvenfélagsins. Sama dásamlega veðrið hafði baldist allan daginn, nema hvað innvind gerði um miðjan dag; síðdegis var aftur komið á blæja logn. Menn gátu því einnig notið vel hins undurfagra og svipmikla útsýnis frá staðnum. Þess má og geta, að góðviðri var á Vestfjörð um fyrir og eftir hátíðina. Hér- aðshátíðin á Hrafnseyri var vissu lega öll mjög ánægjuleg — enda minningarík öllum þeim, er þar voru. En talið var, að um þúsund manns hefði verið þar þennan dag. Minningin hvatning. — Er það eitthvað fleira, sem yður er í huga í sambandi við þessa hátíð fyrir 50 árum? — Ég vona og trúi því, að sú hönd, sem leiddi landnámsmenn ina til þessa afskekta eylands endur fyrir löngu og hefur látið þjóðina ná undraverðum vexti og viðgangi, þrátt fyrir langa göngu og örðuga um brautir fá- tæktar og margs kyns þrenginga, eins og ofsókna og kúgunar af hendi erlends ofurvalds, — muni einnig í framtíðinni leiða hana og styðja til sívaxandi þroska og farsældar — og öruggs sjálfstæð is. Og sé það eitt öðru fremur, sem_ sú hönd notar til hvatning- ar íslendingum, er það áreiðan- lega minning Jóns Sigurðssonar, þess mætasta manns, sem ísland hefur alið, mannsins, sem í sann leika var, er enn og verða mun, meðan íslenzk tunga er töluð og íslenzk hjörtu slá, óskabarn þjóð arinnar, sómi hennar, sverð og skjöldur. í dag, þegar 150 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, forseta, halda landsins börn minn ingarhátíðir um hann, bæði á Hrafnseyri og víða annars stað- ar. Megi þær verða okkur öllum, íslendingum, sameiningarhátíðir til bróðurlegrar samvinnu á öll um sviðum þjóðlífsins. Ól. Eg. Kvæðin eru ort á 33 ára tímabili og voru öll nema fjögur prentuð sérstak- lega fyrir tækifærin, áður en með þau var fárið. Það gefur bókinni aukið gildi, að kvæðin birtast í nákvæmlega sömu mynd, .sem þau voru fyrst, þ.e. ljósprentaðar hafa verið allar hinar sérstöku frumprentanir, en þær eru flestar orðnar nauða fágætar. Þarna eru t.d. Leiðarljóð Jónasar Hallgríms- sonar, eins og hann sjálfur las próf- arkir af þeim og þau litu út, þegar íslendingar í Höfn höfðu þau í hönd- um 29. apríl 1845, um viku áður en hann dó, Kvæði eftir eftirtalin skáld éru í bókinni: — Jónas Hallgrímsson, Finn Magnússon, Gísla Thorarensen, Bene- dikt Gröndal, Gísla Brynjólfsson, Jón Thoroddsen, Steingrím Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, Brynjólf Odd- son, Gest Pálsson, Indriða Einarsson og Björn Magnússon Ölsen. — O — Dr. Sigurður Nordal prófessor sér um útgáfu bókarinnar og skrifar for- mála og fróðlegar athugasemdir og skýringar við kvæðin í bókarlok. i formála segir Sigurður Nordal meðal annars: — „Þessum kvæðum hefur ekki verið safnað hér saman vegna bókmenntagildis þeirra fyrst og fremst, þó margt sé í þeim snjallt og og vel ort. Tækifæriskvæði af þessu tagi verða örsjaldan frábær skáld- skapur. Ekki eru þau heldur heimildir um Jón, ævi hans og athafnir, í sama skilningi sem dróttkvæðin fornu um konungana, enda er um allt þetta af nógu öðru að taka. En hinu verður varla neitað, að þau séu ein af heim- ildunum — og hún ekki ómerk — um vinsældir þær og virðingu, sem Jón naut hjá samtíð sinni . . . .“ „. . . Sum- um þeim, sem líta yfir þennan fjölda kvæða fyrir minni Jóns Sigurðssonar, mun verða að spyrja: Var algengt á þessum tímum að yrkja svo margt fyrir minni manna? Eða var það nokk- urs konar vani, tízka og skylda að yrkja um Jón? Fyrri spurningunni er fljótsvarað. Þess er hvorki dæmi frá dögum Jóns, né síðar, að því er ég bezt veit, að nokkur annar íslendingur hafi verið hylltur svo oft í Ijóði og af svo mörg- um skáldum í lifanda lífi. Úr síðari spurningunni er ekki eins auð- leyst Að lokum mætti spyrja, hvort lofkvæðin um Jón hafi haft nokkur pólitísk áhrif, styrkt fylgi hans meðal þjóðarthnar. Sjálfsagt má ekki gera mikið úr því. Erfitt er að fá heimildir tim, hversu kunn almenn- ingi þau urðu um hans daga, og enn erfiðara yrði að meta og vega áhrif- in. En það hefur jafnan verið furðu- legt, hversu allt fréttist á íslandi. Og svo mikils sem þjóðskáldin voru met- in á þessum tímum, er ótrúlegt, að hróður þeirra um Jón Sigurðsson hafi ekki styrkt í trúnni á hann ýmsa þá menn, sem síður kunnu að brjóta til mergjar rökræður um sjálfsforræði og hagnýtar framfarir". — O Hér á eftir verða birt nokkur kvæð- anna 1 bókinni. LEIÐARLJÓÐ TIL JÓNS SIGURÐSSONAK f HÖFN VORIÐ 1845: Byr um gráð þig beri bugþægur, fiugnægur; frói þjer á flóa fundur ísagrundar. Sjáðu land, er leiðir ljós um bláa ósa glöðust sól, og glæðir glámutind í vindum. Týa þá, og tegja tá láttu jó gráan, (hvítur hæfir snotrum hestur framagesti); móður fyrst og föður findu — svo í skyndi reið um háar heiðar hertu slingr að þingi. Hyggjum víst, að vestan ver ókunnan beri (járnum jörðu spornar jór) að klifi stóru; þá er sem að sjáum: sveif bifan þig yfir hvarmahreggs, á barmi hám Almannagjáar. Breiðir kvöldið blíða bláan yfir sjáinn 'ljósa blæu, hýsa hængir í marsængu; hátt um hraunið kletta hylja runnar, dylja kjarngrös kaldar fyrnir, knýr ramur foss hamar. Búðafjöldinn báða • bakka fríða skrýðir Öxarár — en vaxa eina þar um steina Hlýan bústað bía biðjum þjer að liði verða — þiggðu værðir værar á grund kærri. Elt svo hina! haltu hugprúður til búða Víkur — Við þig leiki völin á mölinni. (Jónas Hallgrímsson). MINNI JÓNS SIGURÐSSONAR. í REYKJAVÍK HAUSTIÐ 1877. Sjá, hvar silfurfagur Situr Snæfells ás, Meðan Drottinsdagur Deyr I vestri svás! Þó að gráti gumar Gengur tímans hjól: Senn hið fagra sumar Sezt við jökulstól. Sjá, hvar sjlfurfagur Situí Snælands ás! Lífs hans ljósi dagur Líktist sumar-rás; Full af frægð og stríði, Fjöri, von og þraut, Fyrir land og lýði Lá hans grýtta braut. Krýni heill á hausti Hjartkær vin, þig nú! Guð hinn gæzkutrausti Geymi þig með frú. Ættlands augu fríðu, Elliprúði Jón! Ástar-angurblíðu Aldið signir Frón! (Matthías Jochumsson), TIL JÓNS SIGURÐSSONAR: í HÖFN VORIÐ 1857. Þú sem orku óþreytandf íslands jafnan studdir hag, Sem þó myrkur lægi’ of land Ljósan eygðir frelsisdag Þér skal borið þetta mtnnl Þjóðarsóminn! íslands skraut! Er til þíngs í sjötta sinnft Snýr þú heim í móðurskaut. Birtir yfir brúði fjalla, Bros á móðurkinnum skfn, Skautið hvíta hreinna mjalla Hreykir sér, en þokan dvín: Svo þér lízt er sólborðs goti Svífur heim að ísaströnd, Þar sem Rán með brimgarðs brotl Björgum þakin hristir lönd. Raunahlær af fold er flúlnn. Finnur þjóð vor hug og styrk, Endurrís af ánauð lúin, . Eyðast deyfðarskýin myrk. Þér skal fremstum þakkir færa Þessa, Jón! að lifnar storð, Enn þá fyrir Frónið kæra Flyttu á þíngi snjallast orð. (Steingrímur Thorsteinsson), TIL JÓNS SIGURÐSSONAR. I REYKJAVÍK SUMARIÐ 1851: Fyrr en oss skilur skapa-stund, skínandi þó í vonar-ljóma, bíðandi nú i dvalar dróma, hún, sem að elur okkar fund: þá verðum til þín vér að líta, vænstan sem elur laiídið hvíta, þú, sem að kallar saga sanns sverðið og skjöldinn ísalands! Áður en burt þér förum frá, fríðra vér skulum minnast daga, þegar oss veiti sælu Saga: oss þegar lét hún alla sjá þann, sem að hafði þjóðin kosið, þrældómnum sýna frelsisbrosið, hann, sem að kallar saga sanns sverðið og skjöldinn fsalands! Allir, sem feðra elska láð, allir, sem líta snjóvga tindinn, þar sem að hreina himinlindin elur sig myrkt við mökkva gráð, þeir skulu allir þakkir færa þér, sem að frelsisljómann skæra vaktir og kallar saga sanns sverðið og skjöldinn ísalands! (Benedikt Gröndal). — O — Fremst í bókinni, sem nefnist Hirð- skáld Jóns Sigurðssonar, er mynd af málverki Asgríms Jónssonar af Jóni Sigurðssyni, því er hann málaði 1911, Er málverkið í eigu Olafs Thors, for« sætisráðherra. Hefur málverklð verið fáum kunnugt til þessa, en þeir sem þekktu Jón Sigurðsson voru sammála um, að þessi mynd væri mjög lík hon- um. Bókin er 136 bls. að stærð og er júní-bók AB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.