Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUKVr 4T>1Ð Ur 50 ára sögu Háskdlans HASKÓLI Islands er af tveim- ur ástæðum sérstaklega tengd- ur nafni Jóns Sigurðssonar, forseta: í fyrsta lagi gerði hann tillögu um það, þegar Alþingi Islendinga var endurreist 1845, að stofnaður yrði skóli á Is- landi, sem veitti nemendum sín- um góða og nauðsynlega mennt- un. Má rekja upphafið að stofn- un háskólans til þessa áhuga- máls Jóns Sigurðssonar; í öðru lagi var Háskóli íslands stofn- aður á 100 ára afmælisdegi Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá bjuggu aðeins á íslandi 85 þúsundir manna og má segja að það hafi sýnt óvenjulega djörfung, þegar þessi fámenna þjóð réðst í að stofna sinn eig- in háskóla. Að vísu hafði Presta skólinn þá starfað frá 1847, Læknaskólinn frá 1876 og Laga- skólinn frá 1908. Þessir þrír skólar mynduðu kjarnann í hin- um nýja Háskóla Islands, en fjórðu deildinni, heimspeki- deildinni, var bætt við og skyldi þar leggja áherzlu á rannsókn- ir á íslenzku máli, bókmennt- um og sögu, auk almennrar heimspeki. 1 upphafi störfuðu við háskólann aðeins 11 pró- fessorar og dósentar, auk nokk- urra aukakennara. Fyrsti rektor skólans var kjörinn dr. Björn M. Ólsen, hinn mætasti maður, mikill og djarfhuga vísindamað- ur, sem hefur rutt mörgum hindrunum úr vegi fyrir réttum skilningi á ýmsum atriðum í sögu og bókmenntum þjóðarinn- ar fyrr á öldum. Fyrsta árið, sem háskólinn starfaði, voru þar við nám 45 stúdentar, en síðan hefur stúd- entafjöldinn aukizt að miklum mun,þannig stunduðu 182 stúd- entar nám við háskólann 1936, 448 tíu árum síðar og 1958 voru stúdentarnir orðnir 789. Nú eru þeir orðnir yfir 800 talsins. Samtímis því að nemendafjöld- inn hefur vaxið svo ört má geta þess að nú eru kennarar háskólans um 90, þeirra á með- al eru lektorar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi og Banda- ríkjunum. Deildum fjölgað Á síðustu árum hefur verið bætt við deildum við háskól- ann, bæði verkfræðideild og viðskiptadeild, en stúdentar sem nám stunda í verkfræðideild taka yfirleitt lokapróf við Verk- fræðiháskólann í Kaupmanna- höfn samkvæmt sérstökum samningi þar að lútandi, en einnig geta stúdentar við verk- fræðideildina lokið námi sínu í öðrum löndum. Kennarar við verkfræðideildina eru prófessor- amir Finnbogi R. Þorvaldsson, dr. Leifur Ásgeirsson, dr. Trausti Einarsson og Þorbjöm Sigur- geirsson auk nokkurra auka- kennara. Nú sem stendur er viðskipta- deildin í nánum tengslum við lögfræðideildina en gert er ráð fyrir þvi, að deildimar verði aðgreindar. Kennarar í við- skipta og lögfræðideild eru pró- fessorarnir Ólafur Jóhannesson, Ármann Snævarr, Theodór B. Líndal, Ólafur Björnsson og Magnús Torfason, en í stað dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, sem er prófessor í viðkiptafræðum kenn ir Guðlaugur Þorvaldsson cand. öcon. I guðfræðideildinni sem er elzti vísir að háskólanum, kenna prófessorarnir Björn Magnússon, Magnús Már Lárusson, dr. Þór- ir Kr. Þórðarson og Jóhann Hannesson. Sérstakar deildir starfa innan læknadeildarinnar, tannlækna- deildin og lyfjadeildin, en auk þess eru ýmsar rannsóknarstof- ur reknar á vegum læknadeild- arinnar, bæði í bakterílógíu og meinafræði og öðrum fræði- greinum innan læknavísind- anna. Rannsóknarstofa Háskólans var stofnuð 1917, en 1934 var hún flutt í eigið húsnæði við Barónssstíg. Ekki verður nán- ar drepið á starfsemi rannsókn- arstofunnar, en þess má þó geta að í tengslum við hana og háskólann er unnið víðtækt rannsóknarstarf að Keldum, s.s. á veirusjúkdómum og ýmsum húsdýrasjúkdómum. Rannsókna- stofurnar að Keldum voru reist- ar með aðstoð Rockefeller-stofn- unarinnar 1948. Yfirmaður þeirr ar stofnunar er Páll Á. Páls- son, yfirdýralæknir. Ýmsar aðrar rannsóknarstofn- anir eru reknar á vegum lækna deildarinnar og hafa prófessor- ar og kennarar við læknadeild- ina yfirumsjón með þeim. Atvinnudeild Háskólans var reist 1937 og var upphaflega gert ráð fyrir því, að stofnun- in yrði kennslustofnun en þró- unin hefur orðið sú, að þar eru aðallega stundaðar rannsóknir í þágu aðal-atvinnuveganna, sjáv- arútvegsins, iðnaðarins og land- búnaðarins. 1 atvinnudeildinni eru unnin hin mikilvægustu störf sem of langt væri upp að telja í stuttri grein. En ekki má undir höfuð leggjast að geta hennar í sambandi við 50 ára afmæli háskólans, því hún var stofnuð fýrir atbeina hans og hefur haft náin samskipti við latína, náttúrufræði, landa- fræði, efnafræði, eðlisfræði, al- menn saga, heimspeki og bóka- safnsfræði. Stúdentar, sem leggja stund á BA-próf, verða að taka próf í þremur námsgrein um, heimspeki, sem er skyldunám og einhverjum tveimur greinum öðrum, og er meðalnámstími 3 ár. Auk þess hefur verið komið á sérstöku prófi fyrir útlenda stúdenta, sem vilja leggja stund á íslenzk fræði til þess að geta kennt þau síðar í heimalandi sínu. Þá geta stúdentar við heim- spekideildina einnig tekið kenn- arapróf í íslenzkum fræðUm, mannkynssögu o.s.frv. Til að öðlast próf í íslenzkum fræð- um verða stúdentar að leggja stund á islenzkar bókmenntir að fornu og nýju, íslenzka mál- fræði og hljóðfræði og sögu Is- lands að fomu og nýju. 1 nánum tengslum við ís- lenzkudeild heimspekideildar- innar er orðabók Háskólans, sem á að vera vísindaleg orða- bók um íslenzka tungu og þróun hennar, og er ráð fyrir því gert að hún nái yfir 400 ár, eða frá 1540 (Nýjatestamentis þýðing Odds Gottskálkssonar var prentuð 1540) og til okkar daga. Orða- bók yfir tímabilið frá upphafi Islands byggðar og til 1540 er nú í smíðum og vinna að henni danskir og norskir fræðimenn. I 15 ár hefur verið unnið að íslenzku orðabókinni og nú hef- ur verið safnað 800 þúsund seðl- þar voru, eins og gefur að skilja, mjög þröng húsakynni fyrir umfangsmikil kennslu- störf. Háskólabyggingin var reist með aðstoð háskólahapp- drættisins, sem hóf starfsemi sína 193,4. Háskólahappdrættið er enn starfandi, eins og kunnugt er, og hefur háskólanum ætíð verið mikill styrkur að starf- semi ■ þess. Gert er ráð fyrir þvi, að í lok þessa árs nemi hagnaður af happdrættinu um 25 millj. kr. frá byrjun. Gamli stúdentagarðurinn var reistur 1934 og þremur árum síðar var atvinnudeildin reist, eins og fyrr segir. 90 þús. bindi í Háskóla- bókasatninu Prófessor Guðjón Samúelsson, arktekt, teiknaði háskólann. 1 háskólabyggingunni eru um 100 herbergi, þ.ó.m. um 20 einka- herbergi fyrir prófessora. Þar er einnig kapella á annarri hæð og hátíðasalur sem tekur 250 manns í sæti, en háskólabóka- safnið er til húsa á neðstu hæð- inni auk lestrarsalar. Þar eru nú varðveitt um 90 þúsund bindi. Góður stuðningur var það Háskólabókasafninu þegar dr. Benedikt S. Þórarinsson kaup- maður gaf þvi einkabókasafn sitt. Eru í því næstum allar þær bækur, sem voru prentað- ar á íslandi á 19. öld og fram undir fyrri heimsstyrjöld. Auk þessarar ágætu gjafar hefur há- skólinn fengið fleiri bókagjafir, hann, ef því hefur verið að skipta. Hefur atvinnudeildin reynzt hin þarfasta stofnun, eins og kunnugt er. Miklar vonir voru bundnar við heimspekideildina þegar í upphafi. Þá störfuðu við hana auk dr. Björns, þeir dr. Ágúst H. Bjarnason og Jón Jónsson Aðils. Nú starfa við deildina tveir prófessorar í íslenzkri tungu og samanburðarmálfræði, tveir í sögu og tveir í íslenzk- um bókmenntum, dr. Halldór Halldórsson og dr. Hreinn Bene- diktsson kenna málfræði, dr. Einar Ól. Sveinsson og dr. Stein grímur J. Þorsteinsson bók- menntasögu og dr. Guðmundur Jónsson Islandssögu. Ekki he£- ur enn verið skipað í embætti Þorkels heitins Jóhannessonar, háskólarektors. Auk þeirra er dr. Sigurður Nordal pófessor við deildina, eh hefur ekki stundað kennslustörf undanfarin ár, eins og kunnugt er. Prófessor- ar í heimspeki eru þeir dr. Símon Jóh. Ágústsson og dr. Matthías Jónasson. 17 námsgreinar Fyrir nokkrum árum var kom ið á svonefndu BA-prófi við heimspekideildina og fyrirmynd- ir sóttar í enska og banda- ríska skóla. Eru nú 17 námsgreinar kenndar til prófs: danska, norska, sænska, enska, franska, þýzka, gríska, Háskóli íslands um. Auðvitað er sama orðið á mörgum af þessum seðlum og er þannig hægt að segja sögu orðsins, rekja þróun þess, skýra frá breyttri merkingu orðsins o.s.frv. Dr. Jakob Benedikts- son hefur yfirumsjón með þessu starfi, en auk hans vinna að orðabókinni Ásgeir Blöndal Magnússon, cand. mag. og Jón Aðalsteinn Jónsson, cand. mag., en þess má geta að orðabókin hefur notið aðstoðar fjölmargra áhugamanna. Til samanburðar má geta þess, að norska orða- bókin, sem nú er í smíðum og á að ná yfir norska tungu frá 1500 til þessa dags, fer ekki í prentun fyrr en safnað hefur verið og unnið úr 4—5 milljón- um seðla, enn hefur „aðeins“ verið safnað 1,6 milljónum orða seðla. Á vegum orðabókanefndar hafa verið gefin út nokkur hefti yfir nýyrði og hafa þau komið að góðu gagni. Fimm bindi hafa nú komið út af þessu nýyrðasafni og má áætla orða- fjöldann um 30 þús. (þar eru ný orð um eðlisfræði, atóm- fræði, efnafræði, rafmagnsfræði, sálarfræði, rökfræði, sjávarút- veg, landbúnað, flug og bygg- ingarfræði). Háskólinn var byggður á ár- unum 1936—1940 og var vígð- ur 17. júní 1940. Hafði hann áð- ur verið til húsa í Alþingis- húsinu eða frá 1911—1940, en t. d. frá próf. Finni Jónssyni, dr. Sigfúsi Blöndal og norska prestinum Sophus L. Tormods- æter og einnig arfleiddi Arvid Johannsson, prófessor í Manc- hester háskólabókasafnið að sín- um málfræðibókum. Nú eru á prjónunum fyrirætlanir um að sameina Háskólabókasafnið Landsbókasafninu, sem hefur að geyma 200 þúsund bindi, auk 11 þúsund handrita frá síðari öld- um, og reisa nýja bókasafns- byggingu við háskólann. Há- skólabókavörður er dr. Björn Sigfússon. 1943 var Nýi stúdentagarður- inn reistur, en þar eru her- bergi fyrir 66 stúdenta. Má geta þess að báðir stúdentagarðarnir voru byggðir fyrir peninga, sem safnazt hafa í frjálsum sam- skotum. Þá má geta íþróttahúss háskólans, sem er suðvestan á háskólalóðinni. Iþróttakennari háskólans er Benedikt Jakobs- son. Ekki er úr vegi að geta þess, að prófessor Alexander Jóhann- esson, sem var rektor háskól- ans um margra ára skeið, hef- ur að öllum öðrum ólöstuðum unnið dyggilegast að því að koma upp hinum veglegu há- skólabyggingum. Hefur hann lagt geysimikla vinnu í að gera háskólahverfið sem myndarleg- ast úr garði, svo það mætti verða háskólanum og þjóðinni allri til hins mesta sóma. Pró- Laugardagur 17. Júní 1961 ' Ármann/ Snævarr há.skólarektor fessor Alexander hefur ekki enn lagt árar í bát, því nú vinnur hann ötullega að því að koma upp háskólabíóinu nýja og er formaður byggingarnefndar þess. Ér í ráði að bíóhúsið geti tekið til starfa áður en háskólahátið- in verður haldin í október í haust. I þessu nýja bíói verða sæti fyrir 1000 áhorfendur. Þar verður hægt að sýna, auk kvik- myr.da, leikrit og sinnig er í ráði að húsið verði einkar hent- ugt fyrir hvers konar hljóm- leika. Þá má einnig geta þess hér, að verið er að reisa nýja bygg- ingu við Landsspítalann fyrir læknadeild háskólans, enda er læknadeildin rekin í nánum tengslum við þá stofnun. Kennarar í læknisfræði eru prófeíftorarnir Níels Dungal, Jón Steffensen, dr. Júlíus Sigurjóns- son, Jón Sigtryggsson, dr. Snorri Hallgrímsson, dr. Sigurð- ur Samúelsson, Kristinn Stefáns son, Davíð Davíðsson, dr. Stein- grímur Baldursson, auk dósenta, lektora og annarra fyrirlesara. Loks má geta þess, að á veg- um háskólans er fyrirhugað að byggja stórbyggingu fyrir lækna deildina með viðeigandi rann- sóknarstofnun, félagsheimili stúd enta, byggja náttúrugripasafn, og sérstakan stúdentagarð fyr- ir kvænta stúdenta, eins og tíðk ast í öðrum löndum. Þá ber þess og að geta, að háskólaritari hefur verið um langt árabil prófessor Pétur Sig urðsson. — Formaður Stúdenta- ráðs er Hörður Sigurgestsson stud. öcon. Æsku tslands til gagns Þegar litið er yfir þróunar- sögu Háskóla tslands frá stofn- un hans 1911, hljótum við að undrast, hversu skólinn hefur stækkað jafnt og þétt og starf hans borið ríkulegan ávöxt. En betur má ef duga skal, því við lifum á öld menntunar og uppfræðslu og í þjóðfélagi sem ekki vill dragast aftur úr, er nauðsynlegt að búa sem bezt að æskulýðnum, veita honum sem fjölbreyttasta menntun, svo hann megi verða sem bezt und- ir það búinn að taka við nýju þjóðfélagi. En hvað sem því líður, þá hefur draumur lítill- ar þjóðar orðið að glæsilegum veruleika. Háskólinn er undir- staða menntunar í landinu. Án hans væri fátt um fína drætti hér á landi í þeim efnum. Má vænta mikils af störfum há- skólans í nánustu framtíð, ekki sízt fyrir þá sök að stjórn hans er í góðum höndum og háskóla- rektor Ármann Snævarr, pró- fessor, er framfarasinnaður maður, óhræddur að leggja á brattann, finna nýjar leiðir og grandskoða ný viðhorf. Öll íslenzka þjóðin óskar há- skólarektor, prófessorum og öðru starfsliði háskólans til ham ingju á þessum merku tímamót- um og óskar þess af alhug, að starf skólans megi ætíð blómg- ast æsku íslands til gagns og nytsemdar, þjóðinni allri til blessunar á ókomnum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.