Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 24
ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 22 Jón Sigurðsson Sjá bls. 12. 133. tbl. — Laugardagur 17. júní 1961 Hátíðahöldum iýkur kl. 10 í kvðld Að öðru leyti með venjulegum hætti Þ J ÓÐHÁTÍÐ AHÖLDIN i Reykjavík verða með minna móti í dag vegna verkfalls- ins eins og áður er sagt. - Einkum verður- að draga úr þeim vegna þess að ekki verður hægt að hreinsa bæ- inn á eftir. — Samt sem áð- ur verðum við öll að reyna að gera þjóðhátíðina sopn hátíðlegasta á þessu 150 ára afmæli Jóns, Sigurðssonar, sagðl Eiríkur Ásgeirsson, for- maður Þjóðhátíðarnefndar, á fundi með blaðamönnum í gær, þar sem hann skýrði frá tilhögun hátíðahaldanna, sem. að þessu sinni verður lokið kl. 22 í kvöld. — Að öðrú leyti verður reynt að hafa dagskrárliði með svið- uðu sniði og áður. En fána- skreytingar verða að sjálf- sögðu minni en venjan er. Dagskráin hefst kl. 10 f.h. með samhljómi kirkjuklukkna. Kl. 10,15 leggur forseti bæjarstjórn- ar, frú Auður Auðuns, blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í Gamla kirkju- garðinum og þar syngur Karla- kór Reykjavíkur ungir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Á Austurvelli Kl. 13, eða 15 mín fyrr en venjulega, hefjast skrúðgöngur frá þremur stöðum í bænum, frá Melaskólanum, frá Skólavörðu- torgi og frá Hlemmi og leika lúðrasveitir fyrir göngunum. Er stúdentum bent á að skrúðganga sú, sem þeir taka venjulega þátt í frá Austurvelli á íþróttavöll, fellur nú niður, þar eð íþróttir verða á íþróttavellinum í Laug- ardalnum, og ættu þeir því með hvítu kollunum sínum að prýða skrúðgöngurnar að AusturvellL Frh. á bls. 23. Einkennileg verkíallsbarátta: Beinist nú að því verði lægri en Hátíðamerki Jóns Sigurðssonar EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, hefir Rafneyrarnefnd látið gera sérstakt hátíðamerki í tilefni af 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Merkið verður selt í kaupstöðum og kauptúnum landsins hinn 17. júní og kostar 25 krónur. Er það blár skjöldur með upphleyptri vangamynd af Jóni Sigurðssyni, og er hún silfr- uð. Undir myndina er letrað: 1811 — 17. júní — 1961. Ágóði af sölu merkisins rennur í sjóð þann, sem varið verður til íramkvæmda á Rafnseyri til þess að sýna staðnum þann sóma, sem honum ber. Merkið teiknaði Jörundur Páls son, arkitekt. ÞAÐ kom berlega í ljós á fundi Dagsbrúnar í gær, að það er ætlun kommúnista að halda verkamönnum í verk- falli svo lengi sem þeir geta til þess að knýja fram kröfu sína um framlög frá at- vinnurekendum til flokks- starfsemi sinnar. Létu þeir flokkslið sitt í félaginu sam- þykkja ályktun, þar sem Dansað í Kópavogi HÁTÍÐAHÖLDIN á þjóðhátíðar- daginn hefjast í Kópavogi kl. 14 við Félagsheimilið. Þaðan verður gengið í skrúðgöngu í Hlíðargarð og samkoman sett þar. af Þor- móði Pálssyni, bæjarfulltrúa. Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti heldur ræðu, vorgyðjan flytur kvæði og skemmtiþættir verða fluttir. Á milli verður almennur söngur. Við Félagsheimilið hefur verið reistur stór danspallur og hefst þar dans kl. 22 um kvöldið. hafnað er kauphækkun til verkamana og efnislega fel- ur í sér kröfu um am.k. 2 millj. kr. greiðslu á ári til áróðursstarfsemi kommún- ista í Reykjavík einni. Voru kommúnistar mjög æst- ir á fundinum, gerðu hávær hróp að þaim, sem leyfðu sér að halda fram hagsmunum verkamanna, kröfðust þess, að þeim yrði kast- að út af fundinum, eða jafnvel „afgreiddir", eins og þeir köll- uðu það. Mesta athygli vakti þó e. t. v. sú áherzla, sem Eðvarð Sigurðs- son formaður Dagsbrúnar, lagði á, að „ávaxta“ þyrfti sjóðinn á réttan hátt, ef fallizt yrði á stofn un hans. Var ljóst, að Eðvarð bíður þess með óþreyju að fá sjóðinn í sínar hendur til þess að geta farið að „ávaxta“ hann eftir sínu höfði. Jóhann Sigurðsson og Jón Hjálmarsson sögðu þá afstöðu stjórnar Dagsbrúnar einkennilega að hafna þeirri lausn, sem nú byð ist og fæli í sér meiri kauphækk- anir beint til verkamanna en önnur félög hafa yfirleitt átt kost á. Benti Jóhann Sigurðsson sér- Rýr laxveiði HÚSAVÍK, 16. júní. — Veiðin í Laxá hefur verið sérlega léleg síðan laxveiðin hófst fyrir viku. Kenna laxveiðimenn þýí um, að smástreymt hafi verið — og bíða þeir fullir eftirvæntingar eftir stórstreymi. — Fréttaritari. Leigður til Eyja BÍLDUDAL, 16. júní. — Tog- báturinn Pétur Thorsteinsson hef ur verið leigður til Vestmanna- eyja. Mun ætlunin að hann sigli með ísvarinn fisk á erlendan markað í sumar. — Hannes. staklega á, að þetta væri í litlu samræmi við tal kommúnista um þröngan hag verkamanna og spurði, hvers konar verkalýðs- barátta það væri að berjast bein- línis fyrir 1% minni kauphækk- un og fórna fyrir það 2% af árs- tekjum verkamanna á hverri viku, sem sú furðulega barátta stæði! Jón Hjálmarsson benti á, að hér væri ekki lengur um að ræða baráttu um þá upphæð, sem at- vinnurekendur skyldu greiða, heldur einungis um fyrirkomu- lagsatriði, sem minna máli skiptu. Ef æskilegt þætti að stofna sjóð þennan ætti að vera auðvelt, með góðu samstarfi stjórnar félagsins og félagsmanna sjálfra, að leysa þetta mál án óþarfa fórna, með því að verka- menn greiði beint í sjóðinn af þeirri kauphækkun, sem þeir eiga nú kost á, umfram samn- ing Dagsbrúnar og SÍS. í fundarlok var svo samþykkt tillaga frá stjórn félagsins, þar sem lýst var samþykki við þá ákvörðun kommúnista „að neita tilboði atvinnurekenda um að hækka kaupið um 1% i stað þess að sami hundraðshluti af kaup- inu falli til styrktarsjóðs Dags- brúnarmanna". Fyrsta síldin fyrir norðan Þessa mynd tók fréttaritari blaðsins á Akureyri, Stefán E. Sigurðsson, síðdegis 14. júní af síldveiðiskipinu Ólafi V Magnússyni er hann kom með fyrstu síldina er lögð var á land á Norðurlandi á þessari síldarvertíð. Skipið kom með 400 mál til síldarverksmiðj- unnar í Krossanesi. Spáði kaisa EKKI er útlit fyrir að veðrið verði dýrlegt í dag nema síður sé. Veðurstofan tjáði Mbl. í gær, að loftvogin stæði illa, sérstak- lega ill'a með tilliti til þjóðhá- tíðarinnar. „Það verður norðan eða norð-vestan gjóla hér sunn- anlands, hitinn fer niður í 5—7 stig, vonandi ekki neðar“, sagði veðurfræðingurinn. „Ekkert sól- skin“, bætti hann við. Fyrir norð an og austan er veður hvasst víða með rigningu. — Það veitir sennilega ekki af að klæða börn- in vel þar til þessi lægðin verð- ur gengin hjá. Enginn fundur SÁTTASEMJARI hafði ekki hoð að fund með Dagsbrún og vinnu- veitendum, þegar Mbl. fór í prent un í gærkvöldi. Loftleiðir veltu 227 milij. kr. HEILDARVELTA Loftleiða á síðasta ári varð liðlega 227 millj- ónir króna, rekstrarafgangur 1,1 millj. kr. Skilaði féiagið erlend- um gjaldeyri til bankanna fyrir tæpar 24 millj. kr. auk þess sem félagið aflaði sjálft gjaldeyris fyr ir öllum útgjöldum erlendis og af borgunum af flugvélunum. * * * Frá þessu var greint á aðal- fundi félagsins sl. fimmtudag. Loftleiðir hafa á skömmum tíma keypt þrjár Cloudmaster-vélar, þá síðustu nú í vor. Kaupverð hennar var $ 630,000,00 og var tæplega þriðjungur upphæðar- innar greiddur við móttöku vél- arinnar. * * * Jafnframt hefur félagið selt tvær Skymaster-vélar sínar, aðra fyrir $ 180,000,00, hina fyrir $ 145,000,00. Skymastervélarnar hafa reynzt félaginu hið bezta og hinn 17. júní eru liðin 14 ár síðan fyrsta Skymastervél félags ins, gamla Hekla, fór fyrstu áætl unarferðina til útlanda. Starfsmenn Loftleiða eru nú lið lega 300, flugliðar þar af 108. Flugstjórar eru 17, flugfreyjur 45. * * * Aðstaða Loftleiða í New York batnar nú mjög þar eð félagið flytur skrifstofur sínar í ný húsa kynni, í Rockefeller Center. Er þetta mjög eftirsóttur staður og býst stjórn félagsins tvímæla- laust við aukinni farmiðasölu eft ir flutninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.