Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 13
12 MORGUNBLAÐ1Ð Laugar’dagUr 17. Juní 1961 Laugardagur 17. Júní 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 13 mtlJlðMfr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. . Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. „ÞAGNIÐ, DÆGUR- ÞRAS OG RlGUR!“ „HANN hafði gagn íslands eitt fyrir augum“, segir Valtýr Guðmundsson, er hann ræðir um Jón Sigurðsson, forseta. En það eitt hefði ekki nægt til þess að Jón forseti yrði þjóðhetja íslendinga, að afmælisdagur hans yrði þjóðhátíð- ardagur og öll börn landsins elskuðu hann. Það var mann- dómurinn, stefnufestan, rökhyggjan og forsjálnin, sem gerðu orð Jóns Sigurðssonar að þeim lögum, sem lands- menn allir sameinuðust um að byggja á réttargrundvöllinn undir sjálfstæði landsins. • Á 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar hlýtur öll íslenzka þjóðin að hugsa til hans með virðingu og þakklæti. En við ættum þá jafnframt að minnast þess, að hann hafði gagn íslands eitt fyrir augum. Við ættum að reyna að tileinka okkur hugarfar foringjans, sem leiddi þjóð okkar fram til sigurs og varðaði veginn frá örbirgð til velsældar. Því miður er ekki eins bjart yfir þessum degi og vera ætti. Ber þar tvennt til. Annars vegar innbyrðis deilur ís- lendinga, sem eru svo harðvítugar og heimskulegar, að mönnum er jafnvel látil haldast uppi að eyðileggja 17. júní, og það á sjálfu 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Hins vegar fáum við íslendingar ekki ráðið því, að í dag skuli ekki hafa tekizt að ryðja að fullu og öllu úr vegi hindrunum fyrir eðlilegum og fölskvalausum samskiptum dönsku og íslenzku þjóðarinnar. Fregnir af því, hvernig frestað var afhendingu handritanna á síðustu stundu vöktu þjóðarsorg á íslandi, en ekki reiði í garð Dana. Vináttan milli þessara frændþjóða er djúp og ein- læg. Og íslendingar vita að danska þjóðin mun færa þeim þessa þjóðardýrgripi. Við getum beðið, við höfum beðið lengur. í dag hugsum við með hlýju þeli til allra þeirra Dana, sem hafa skilið að handritamálið verður að- eins til lykta leitt á einn veg. Við höfum þá trú, sem grund- völluð er á ummælum þeirra sem skrifuðu nöfn sín undir frestunarbeiðnina, að frestunarmenn muni standa með öðr- um samlöndum sínum, þegar að því kemur að frændþjóð- irnar sameinast í gagnkvæmum virðingar og vinarhug á þeim stóra degi, þegar handritin koma heim til íslands. í dag minnumst við einnig hálfrar aldar afmælis Há- skóla íslands, þeirrar stofnunar, sem alhliða framfarir í landinu hafa hvað mest byggzt á, stofnunarinnar sem mest hefur ræktað víðsýni og þekkingu með æskulýðnum. Rétt er það sem rektor Menntaskólans sagði er hann kvaddi nýstúdenta, að útgjöld til menntamála eru arðvæn- legasta fjárfestingin. Háskóla íslands verður að efla og- styrkja, þá heitstrengingu á þjóðin einmitt að vinna í dag. En mestu varðar þó, að við tileinkum okkur hugarfar Jóns Sigurðssonar og baráttuaðferðir, svo að sjálfstæðisins verði gætt og fram verði sótt til nýrra sigra, ekki sízt í ménntamálum. Á aidarafmæli Jóns Sigurðssonar orti Hannes Hafstein ljóð, sem birtist í ísafold. Það á erindi við okkur í dag: „Þagnið, dægurþras og rígur! Þokið meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir blóð: minning kappans, mest sem vakti . manndáð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð“. UM JÓN Sigurðsson hefur margt og mikið verið ritað. Sagnfræðingar og stjórn- málamenn hafa metið og endurmetið hlutverk hans í Islandssögunni og þeir, sem þekktu hann persónu- lega, hafa margir hverjir skrásett minningar sínar um hann. Til fróðleiks verða hér birtar glefsur úr ummælum ýmissa manna um Jón Sigurðsson. Faðir hans, síra Sigurður Jónsson á Rafnseyri: „Vel skarpur". (Húsvitjunarskrá 1827) % Ágúst H. Bjarnason, prófessor: „í 8. árg. Félagsritanna 1848 reit Jón Sigurðsson Hugvekju til Islendinga. Er það að lík- indum langmerkasta og af- drifaríkasta stjórnmálarit- gjörðin, er samin hefir verið á íslenzka tungu. enda kom hún oss íslendingum í fullan skilning um afstöðu vora til Dana og hefir afmarkað stjórnmálaferil vorn gagnvart þeim allt til þessa og jafnvel 1-engra fram.... Leggur hann oss þar á hug og hjarta þrjú ár- töl er hann ætlar oss að muna — fyrri uppgjöf vora, er vér játuðumst undir Nor- egskonunga 1262, eftir að vér höfðum verið sjálfra vor um 333 vetur, eða ef talið er frá fundi landsins, um nærfellt 4 aldir; síðari uppgjöf vora, er vér létum flekast til að' gefa öll vor fornu landsréttindi upp við einvaldskonung Dana 1662, og loks 1848, er einvalds- konungurinn afsalaði sér aft- ui- réttindunum í hendur þegna sinna. Þá voru vegamót í sögu vorri og mikið lán, að vér skyldum eignast annan eii.s leiðsögumann og Jón Sig- urðsson. Hann benti oss á leið þá sem lá til þess, að vér fengum aftur full yfirráð yfir öllum málum vorum 70 árum síðar, 1918, og leið þá, er á að færa oss endurheimt alls þess, er vér höfum misst, í síðasta lagi 1962“. (Úr grein í Vöku 1927) ispróf; en hefði hann tekið það og orðið embættismaður, hefði hann ómögulaga getað leyst þau vísindaleg verk af hendi, sem hann g_erði Það var því gott fyrir ísland og vísindin, að hann tók eigi embættispróf.... ....Jón Sigurðsson hefir af kastað ótrúlega miklu, svo miklu, að oss, sem vinnum lít- ið, getur varla skilizt, hvernig hann með öllum sínum frátöf- um hefir getað leyst svo mikið af hendi.... En nú kynni einhver að sPyrja: Er það, sem hann hef- ir starfað, jafnvel vandað, sem það var mikið að vöxt- um? Já! Jón Sigurðsson var einhver hinn vandvirkasti maður. Um það bera öll verk hans vitni. Hann ritaði ágæta hönd, og eins og hann var fljótur að rita, eins var hönd- in skýr og greinileg. Prófarkir las hann allra manna bezt og eru þær bækur, sem hann hef- ir lesið prófarkir á, sérlega vandaðar að því leyti. Hann hafði óvenjulega skarpa sjón og las jafnvel máðar skinn- bækur jafnfljótt sem aðrir lesa prent, og sjaldan mun út af því bera, að hann hefir lesið þær rétt.... Jón Sigurðsson tók aldrei að sér nokkurt bóklegt verk, er hann hafði eigi næga kunn- áttu til að framkvæma.... Það hefir sumum öðrum fræðimönnum orðið á, að koma fram með ágizkanir, gleyma síðan, að það vóru ágizkanir, og reisa svo ofan á þær heila bygging, sem öll hrynur, er undirstöðunni er kippt undan henni. Þetta hef- ir eigi hent Jón Sigurðsson .... Fróðleikur hans í henni (:sögu íslands) var og óvið- jafnanlegur og svo sem ég ætla, að enginn íslendingur hafi verið jafnfróður í henni frá upphafi hennar fram til hins síðasta tírna, svo hygg ég, að enginn einstakur maður hafi unnið jafnmikið fyrir hana sem hann, og að hann hafi gert meira fyrir sögu fs- lands en þeir þrír saman, Jón Halldórsson, Finnur Jónsson og Hannes Finnsson, og á þó ísland þessum þremur ágætis- mönnum mikið að þakka í þessu tilliti“. (Úr grein í Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags 1882) ÞAIMINII athugun, og margir létu sér nægja að sökkva sér niður í angurblíðar endurminningar um löngu liðnar tíðir. En þegar þannig stóð á, þá tók Jón Sigurðsson við og beindi hinni óljósu þrá í ákveðna átt. Hann kom mönn um til að snúa huga sínum að ákveðnu takmarki og leggja eigi árar í bát fyrr en því tak- marki væri náð, eða að minnsta kosti leiðin opnuð að því. Minning Jóns Sigurðssonar er og verður um allan aldur tengd við baráttuna fyrir rétti hinnar íslenzku þjóðar til sjálfsforræðis, en eigi má þó gleyma öllu því mikla og marga, sem hann vann að öðr um framfaramálum þjóðar vorrar“. (Úr ræðu, sem síra Eirík- ur flutti í samsæti, er haldið var í „Hótel Reykjavík" á aldaraf- mæli Jóns Sigurðssonar) Dr. Jón Þorkelsson, rektor: „Líf Jóns Sigurðssonar varð að vísu erfiðara af því, að hann eigi tók neitt embætt- Síra Eiríkur Briem, docent: „í mannkynssögunni sjáum vér mörg dæmi þess, að risið hafa upp einstakir menn með svo miklum yfirburðum, að þeir hafa getað breytt hugsun arhætti og högum heilla þjóða. Meðal slíkra mikilmenna var Jón Sigurðsson. Fyrir áhrif hans varð hin mesta breyting á hugsunarhætti og högum hinnar íslenzku þjóð- ar. Áður en hann kom til sög- unnar, var að vísu hjá nokkr- um mönnum farin að koma fram ýmiss konar framsóknar viðleitni; það var eins og far- in væri að koma ólga í blóðið; menn vildu gera eitthvað, en vissu eiginlega ekki hvað. Hjá sumum réðu meira ákafar til- finningar en rólev íhucam aa ÞORVALDUR Thoroddsen skýr- i ir írá því í Minningabók sinni, að á fyrri árum sínum hafi þau hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir oftast verið kölluð herra og frú Sivert sen, a. m. k. bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. 'Á þeim tímum var það tízka að færa íslenzk nöfn „heldri manna“ hérlendra í danskan búning, og breyttist „Sigurðsson“ þá venju Iegast í „Sivertsen" eða Sívert- sen“. Þess má og geta, að á fyrri Hafnarárum sínum ritaði Jón nafn sitt John Sivertsen eða einungis J. Sivertsen. drengskaparlund og ósér- plægni, sem gerir á síðan bar- áttu hans svo farsæla landi og lýð og skipar honum um ó- komnar aldir í öndvegissess- inn meðal íslenzkra þjóðmær- inga“. (Skírnir 1911) Klemens Jónsson, landritari: „1 öllum þeim málum, sem að framan hafa nefnd verið, hafði Jón fylgi alls þorra Þjóð kjörinna þingmanna og svo að segja allrar þjóðarinnar, en nú skal að lokum drepið á eitt mál, er hann fylgdi fram með sama kjarki og óbifandi sannfæringu sem öðrum mál- um, og hafði þó nálega alla þjóðina á móti sér, það er kláðamálið. Árið 1856 kom upp fjárkláði á Suðurlandi, og var mjög um það deilt, hvort hann væri útlendur, stafaði frá 4 enskum lömbum, er flutt höfðu verið hingað haustið áð ur, eða innlendur, og væri blátt áfram gamli kláðinn frá 1770, sem reyndar var þá tal- inn upprættur með niður- skurði, en hafði þó alltaf ver- ið hér í landi, þó vægur væri. Um þetta lítilfjörlega atriði Jón S Þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari: „Annars vegar tókst hon- um að fylkja íslendingum í Höfn um eðlilegar kröfur byggðar á íslenzku þjóðerni, íslenzkri tungu og íslenzkum staðháttum, en hins vegar að gera mikils megandi, frjáls- lynda og réttsýna danska full- trúa að formælendum þess- ara krafna á dönsku fulltrúa- þingi.... í fyrstu afskiptum Jóns Sig- urðssonar af landsmálum gætir þegar mjög þeirra aðal- einkenna, sem einkenna flest stórmenni sögunnar; djúp- særra vitsmuna, þreks og staðfestu. Sjálfur mat hann þrek og staðfestu framar öllu og má í því sambandi minna á hin afareinkennilegu og eftirtektarverðu ummæli hans í fyrrnefndu bréfi: „Er það meining mín, að hvort það er ég eða aðrir, sem eru sannfærðir um einn hlut, og vilja að honum verði fram- gengt, þá vil ég þeir gjöri allt hvað í þeirra valdi stendur, og leyfilegt er, til að koma honum fram, og sá sem minnst forsómar í þessu til- liti, þann virði ég mest“. Með þessum orðum hefir Jón Sig- urðsson gripið ósjálfrátt á að- allyndiseinkunn sinni. Hún markaði öll afskipti hans af landsmálum, vísindastþrf hans og í stuttu máli allt hans líf. Það er þessi þrautseigja og staðfesta, samfara fágætri urðu svo harðar rimmur að furðu sætir, og jafnvel vitna- leiðslur; en hitt var verra, að þessi vágestur var kominn, hvort sem hann var innlendur eða útlendur, og að það var brýnasta þörf á, að yfirstíga hann sem fyrst. Ráð til þessa voru einungis tvenn: lækning eða niðurskurður. Amtmenn- irnir norðan og vestan hneigð ust að niðurskurði, og þeim fylgdi nálega öll alþýða að máli, en s.tjórnin hélt fram lækningum, og þeirri skoðun fylgdi Jón Sigurðsson, Hjalta- lín landlæknir og nokkrir fleiri málsmetandi menn, en þó sárfáir.... Líklega hafa aldrei verið eins miklar æsingar í landinu sem á kláðaárunum, er þá fóru í hönd. Ofsinn var svo mikill, að niðurskurðarmenn beittu bæði hótunum og of- beldi við þá fáu menn, sem vildu reyna að lækna eða kveinkuðu sér við að skera niður heilbrigt féð; lækning- arnar voru kallaðar kák, og það var almenn trú þá, að kláðinn yrði alls ekki læknað- ur; eina ráðið væri niður- skurður og fyrirskurður, sam- fara vörðum, er hindruðu, að nokkur kind á veiku eða grunuðu svæðunum slyppi inn á heilbrigðu svæðin. Jón Sigurðsson var svo reiður við landa sína út af skoðun þeirra í þessu máli, að hann sagði 1858: „Ég er blóðrauöur út undir eyru af að sjá til ykkar tur hiucca u«a aA tnuÆiir oratí Aftur heyrði ég föður minn stundum á það minnast, að Jón væri búinn að gleyma vetrinum íslenzka og vorhret- unum. 'Hann teldi það allt ó- mennsku, hve smátt og seint gengi. Sæi bara landið í sum- ardýrðinni.... Annars kom lítið atvik fyr- ir mig í kynningu minni við Jón skömmu eftir að ég kom til Hafnar. Það var á fyrsta. Bókmenntafélagsfundinum, sem ég var á. Gestur Pálsson var þá við háskólann, efna- laus og illa staddur að vanda, og fékk hann fylgi okkar yngri manna allmargra til að ná Skírnis-ritun næsta ár. Eitthvað varð það hljóðbært rétt fyrir fundinn og mun Eiríkur vísiprófastur Jónsson, sem þá hafði ritað Skírni um hríð, látið Jón vita af og leit- að trausts og halds hjá hon- um. Var Jón eigi síður illa við þennan samblástur og vildi engin mannaskipti hafa. Eigi kann ég nú gjörla frá að segja og líklega ber gjörða- bókin engar menjar þess, en einhverju harðrétti þóttumst vér beittir af forsetanum, er vér höfðum eigi okkar mann fram. Jón lýsti Eirík réttkjör- inn Skírnis-ritara til næsta 5ss varla fyrlr guði og samvizku sinni beðið um löggjafarvald handa slíkum mönnum“. — Lækningum var samt beitt í Suðuramtinu en þær unnu lít- ið á, aðallega vegna mótþróa manna, svo kláðinn magnað- ist alltaf meir og meir, og því meiri varð æsingurinn. Rak þá loks að því, að konungur skipaði tvo erindreka hingað upp með fullveldi til að fram- kvæma lækningar á þann hátt, sem hagkvæmast þætti; var Jón Sigurðsson skipaður annar erindisrekinn, og er um boðsskráin dagsett 27. maí 1859.... Af þessu er það Ijóst, að það var síður en eigi þægileg staða, sem Jón þá var í sem konunglegur erindisreki, staða sem aldrei hefir verið þokkasæl hér á landi og þurfa þar á ofan að halda fram skoðun í mesta velferð- armáli þjóðarinnar, sem var alveg gagnstæð vilja allrar alþýðu, þjóðarviljanum, sem Jón Sigurðsson áður hafði svo oft borið fyrir sig. Honum hlýtur oft að hafa verið heitt innanbrjósts þá um sumarið; honum var brugðið um, að hann metti nú einkis tillögur og atkvæði alþingis og ann- arra beztu manna í landinu; honum var líkt við Gissur jarl; það var gefið í skyn, að hann hefði selt sig og sann- færingu sína fyrir riddara- kross, er hann hafði þá nýlega fengið; hann var kallaður leiguþjónn stjórnarinnar, föð- urlandssvikari o. s. frv. og níð vísum rigndi niður yfir hann. Þrátt fyrir allt þetta veik Jón Sigurðsson ekki eina hárs- breidd frá skoðunum sínum“. (Skírnir 1911) Þórhallur Bjarnarson, biskup: „Man ég það gjörla, hvern- ig í mér festust upp úr ein- hverjum slíkum samræðum, þar sem ég hefi setið hljóður í horni, þau ályktarorð föður míns, að það væri brýn skyldá að fylgja drengilega og hik- laust slíkum foringja sem Jóni, þó að á milli bæri um öil.f oÁa annaÁ IR A Björn M. Ólsen, prófessor: „Jón Sigurðsson var enn í fullu fjöri um þessar mundir og bar ægishjálm yfir alla ís- lendinga í Kaupmannahöfn. Við hinir ungu menn trúðum beinlínis á hann og flykktumst undir merki hans með eld- móði æskunnar. Af þyí leiddi auðvitað að við lögðum fæð árs. Þá varð ég til þess að koma með nokkrar fyrirspurn ir um þetta og sýna fram á misfellurnar, er við þóttumst finna, en því var heldur þunglega tekið. Jóni gamla sinnaðist bara, hreytti hann einhverju úr sér. og man ég að hann þúaði mig, blessaður karlinn. Tók enginn í þetta með mér og féll það svo nið- ur. Þegar út á götuna kom, var klappað á öxlina á mér, og var þar kominn Sigurður L. Jónasson, er varð forseti Bókmenntafélagsdeildarinnar eftir Jón látinn. Ég þykist muna orðrétt það sem hann sagði við mig — og svipinn með: „Ég þarf að segja yður það, ungi maður, að við erurn ekki vanir því hérna að standa uppi í hárinu á for- seta“.... Harður var Jón oft í dóm- um sínum um landa sína. Heyrði ég hann sérstaklega kvarta undan uppburðarleys- inu og óeinlægninni: „Þeir segðu ekki meiningu sína nema fullir eða reiðir“. — Vel skar úr í sögudómum hjá honum, elskaði hann bæði og hataði af hraustri lund. Fast- ur var hann á því, heyrði ég eitt kvöld, að Hákon gamli, eins og hann kvað nú, hefði látið byrla Þórði kakala eit- ur. Aftur var Jón mjög orð- var í garð andstæðinga sinna. En fljótt mátti heyra af tali frú Ingibjargar, ef forseta var kalt til manns“. (Skírnir 1911) á þá menn, sem höfðu barizt á móti honum, t.d. Gísla Brynjólfsson. Jón sýndi okk- ur líka einstaka góðvild og hjálpfýsi, ef á lá, og gestrisni hans við íslendinga var fram- úrskarandi. Hann hafði opið hús, að mig minnir einu sinni í viku, á miðvikudagskvöld- um, ef ég man rétt.og var þá oftast fjölmennt hjá ITonum af Íslendingum, einkum þó hin- um yngri mönnum....“ (Skírnir 1911) Jón Ólafsson, alþingism. og ritstjóri: „Þetta vor munu frelsis- hreyfingar hafa orðið geist- astar og æsingar hvað mestar, sem ég man eftir á þessu landi. Þá mátti ekki aðrar kröfur heyra nefndar á Þing- vallafundi, heldur en persónu samband, og í ræðum nokk- urra manna var jafnvel þung skilnaðar-undiralda, sem gaus upp úr hjá sumum. Jón Sig- urðsson tók til máls, þá er gauragangurinn hafði glumið nokkra stund; honum var þungt niðri fyrir og vítti flónskuhátt og barnaskap fundarins með hörðum orð- um og miklum alvöruþunga. Honum var gramt í geði og brýndi fyrir mönnum, að þeir væru að gera tilraun til að spilla öllum árangri af bar- áttunni fyrir þeim réttindum, væri gagnstætt sannfæringu sinni“. (Skírnir 1911) Indriði Einarsson, rithöfundur: „Ef stúdent, sem var kunn- ur íorseta, mætti honum ein- urn á götunum, þá stakk for- seti oft hendinni undir arm honum, sneri honum við og mælti: „Þér hafið ekkert að gjöra, gangið þér með mér“. Enginn okkar mundi hafa skorazt undan þeim heiðri, þót-t hann hefði haft mfkið að gera sem gat komið fyrir að við hefðum. Ég varð oftar en einu sinni fyrir þessum heiðri. Einu sinni þurfti forseti að kaupa regnhlíf, þegar hann mætti mér, og áleit að ég væri nú einmitt maðurinn til að vísa sér á góðgn stað. Ég hélt að staðurinn mundi vera á Austurgötu, og þar fórum við inn. Stúlkan fyrir innan búð- arborðið lagði 5 eða 6 regn- hlííar á borðið. Forseti spurði um verðið, það var 7 eða 8 krónur, ég sá að honum líkaði lítt regnhlíf með því verði, og fyrirlitningin fyrir 8 krónu sem vér værum færir um að hagnýta oss, með barnalegum loftköstulum og heimskulegu óvitaflani. Það sljákkaði að vísu nokkuð í fundinum við orð hans, og enginn man ég til að dirfðist að andmæla hon um beinlínis. En ályktanir voru þó samþykktar þvert á móti ráðum hans og ákveðið að kjósa menn á konungs- fund til að tjá honum sam- þykktir fundarins. En er stungið var upp á Jóni Sig- urðssyni og Jóni Guðmunds- syni til þessa, þá afsögðu þeir það báðir mjög eindregið, og Jón Sigurðsson lét á sér skilja, að það væri að svívirða sig, að ætla sér að flytja konungi það erindi. sem alveg regnhlífum skein í dráttunum kringum munninn; hann bað um 15 kr. regnhlíf, stúlkan hafði enga, og á endanum varð hann að sætta sig við regnhlíf sem kostaði 11 kr., en aldrei lét hann mig gjalda þess, að hann fékk enga dýr- ari.... Allir þessir göngutúrar enduðu hvað mig snertir á sama hátt. Forseti tók mig inn á eitthvert dýrasta kaffi- húsið í Höfn, heimtaði listann yfir vínin, veitti stórt glas af portvíni, sem ekki var hugs- andi til að drekka nema það kostaði 1 krónu, bauð vindla sem urðu að vera á 25 aura upp að 1 krónu, til þess að það gæti komið til mála að- líta við þeim. Fyrir utan dym ar kvaddi hann mig með virktum, vonaði að sjá mig næsta sunnudagskvöld heima hjá sér, setti hattinn langt niður í hnakkann og gekk létt og fjörlega heim á leið“. (Skírnir 1911) Páll Melsteð, sagnfræðingur: (Úr bréfi til Jóns, dags. á Brekku á Álftanesi 26. ág. 1842) „Þú hefir í hyggju að sLrifa „Nationalökonomíu" ís- lenzka, sé lof fyrir þig, HÉR birtist mynd af konu, sem var líkust Jóni Sigurðssyni allra manna, að þeirra dómi, sem þekktu þau þæði, eftir því sem stendur í Óðni 3. bl. VII. árg. Það var bróðurdóttir hans, frú Þórdís Jensdóttir, kona séra Þorvalds prófasts Jónssonar á ísafirði. Sé þessi mynd borin saman við hina alkunnu mynd af Jóni Sigurðssyni frá efri ár- um hans, sem hann taldi sjálí- ur beztu myndina af sér (þar sem hann haliast fram á hand- leggina og horfir beint fram), þá er likingin auðséð. Þórdís var fædd í Reykjavík 1849, dóttir Jens Sigurðssonar kennara og siðar rektors við lærða skólann og konu hans Ólafar Björnsdóttur yfirkenn- ara Gunnlaugssonar. Var hún elzt níu barna þeirra hjóna. 1875 giftist hún séra Þorvaldi Jónssyni, sem þá var prestur á Setbergi, en síðar fékk hann Eyrarprestakall í Skutulsfirði (ísafjörð). Frú Þórdis andaðist 15. okt. 1910. bróðir minn! Hann hefir gef- ið þér bæði vitsmuni og vilja til að vinna fósturjörðu þinni mikið, ómetanlega mikið til gagns. Ritlingarnir þínir eru afbragð, og það er víst að heyrt hefi ég merka menn hæla þeim, og segja að sér fyndist þú hitta það rétta meðalhóf í ritunaraðferð þinni, og ég held þeir yrðu fegnir að sjá þig á alþingi“. „Brekku, 26. ág. 1843. Elskulegi bróðir minn! Eg er nú í svo vondum „habít“ vegna þess hvað mik- ið fer úr loftinu ofan í heyið mitt á túninu, að ég fæ mig ekki til að taka mér nokkurt verk í hönd, og fer svo, held- ur en ekkert gera, að spjalla við þig stundarkorn. Ég veit þetta, að þú átt ekki hey úti, bróðir minn, sem fúnað getur þó úr loftinu rigni, og fyrir því getur þú verið áhyggju- laus og glaður, þegar þessi miði berst þér. Ég spái því, að þú sitir nú í járnslegnum Kancellí- og Rentukammer- kjöllurum, og sért þar að róta í afgömlum supplikátium, klögunum og harmatölum embættismanna vorra. Ham- ingjan styrki þig, bróðir minn, í allri þeirri myglu, og gefi þér kraft til að hrista saman úr henni gott sálarfóður handa mér og öðrum skyn- sömum kvikfénaði í landi þessu. Gaman væri að vera horfinn til þín eina stund á dag, og skoða þessi gömlu skjöl, skrifa upp úr þeim mergjuðu klausurnar o. s. frv. Einhverntíma verður því framgengt, sem þú bæði nefndir við mig forðum, og líka í félagsritunum þínum, að íslendingar verða látnir skrifa upp ein og önnur skjöl, sem ytra dyljast, og ekki eru hér til. En líklega er nú mikið til hér í skjalasafni stiftamt- manns og biskups. En hvenær kemur sú tíð?“ (Endurminningar Páls Melsteðs, Kaupmanna- höfn 1912) Þorvaldur Thoroddsen, prófessor: „Þegar Jón Sigurðsson sté niður úr forsetasæti og hélt ræður, voru sérstakir hátíðis- dagar fyrir áheyiendur, ræð- ur hans voru jafnan snjallar, efnismiklar, áheyrilegar og ágætlega fluttar, röddin skýr og hljómmikil, framsetningin Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.