Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐiÐ Fimmtudagur 22. júní 1961 Dönsku kennslu- bækurnar — og endurgjald Dana MORGUNBLAÐIÐ birti 14. þ. m. leiðara í tilefni þess, að Danir bafa veitt 50.000 danskar krónur til kaupa á bókum og öðrum kennslugögnum handa íslending itm. Er í leiðara þessum rætt um kennslumál almennt og þó sér í lagi um málakennslu, og er þar margt vel athugáð og viturlega mælt. En því bið ég blaðið fyrir þetta greinarkom, að höfundur leiðarans setur fram þá ósk, að gjöfin megi verða til að endur- foæta talmálskennslu í skólum hérlendis. Síðastliðið sumar sótti ég heim kennslumálaráðuneyti Dana á vegum Málaskólans Mímis og bað um upplýsingar varðandi kennslubækur í dönsku. Skýrði ég þar frá sérstöðu okkar, þar sem danska væri það mál sem öllum bæri að kunna hér og því mikilsvert, að vandað væri til foóka. Sýndi kennslumálaráðu- neytið danska mikinn velvilja í þessu sambandi og sendi Mála- skólanum Mími mikinn fjölda danskra skólabókia, *em við höf- um kynnt okkur í vetur. Eru bækur þessar mjög vel gerðar, pappír vandaður og lesefnið af- burða gott. En sá er gallinn á þessum bókum, að þær eru gerð- ar fyrir dönsk börn til náms í eigin móðurmáli. L«it okkar að kennslubók, sem sérstaklega væri gerð fyrir útlendinga til náms í talmáli, bar því ekki þann ár- angur sem skyldi. Að visu kann slík bók að vera til kjá einhverj- um einkaskóla — en okkur hefur ekki tekizt að hafa-upp á henni. Þeir sem ráða kennslumálum Dana virðast enm ekki hafa gert sér fyllilega jóst, að útlendingar — sérstaklega fullorðið fólk — þurfa oft að læra dönsku með fljótari og einfaldari aðferðum en yfirleitt eru notaðar í gagn- fræðaskólum. Ef til vill erum við íslendingar eina erlenda þjóðin auk Færeyinga og Grænlendinga sem þarf á mikilli dönskukunn- áttu að halda, og kann sú að vera ástæðan fyrir því, að slík bók hefur ekki verið skrifuð. En hinu er ekki að leyna, að opin- toer fræðslukerfi flestra landa virðast undarlega blind á nauð- syn handhægra kennslubóka hianda útlendingum. Jafnvel Bret ar virðast vena furðu skammt á veg komnir hvað kennslubækur fullorðinna snertir. Eru flestar þeirra kennslubækur miðaðar við börn og unglinga. Hér á íslandi hefur ekkert verið gert af hinu opinbera á þessu sviði eftir því sem við vitum bezt. Má því segja, að hið margumtalaða kunnáttuleysi Dana á íslenzku hér áður fyrr hafi skapazt af andvaraleysi okkar sjálfra. En þótt ekki verði á allt kosið í þeim bókum sem Danir hafa sent okkur ættu þær að verða mikill fengur fyrir toarna- og unglingaskólana. Vildi ég sérstak lega vekja athygli manna á hin um skemmtilegu og hlýlegu grein um í bókunum um fsland og ís- lendinga. Hljóta þær að hafa haft mikil áhrif í þá átt að vekja með Dönum vinarþel til þjóðar vorrar. Undrar mig því alls ekki, að það skuli vera danskir skóla. menn, sem mest og bezt hafa flutt máh okkar fyrir Dönum. Virðist mér einsýnt, að við ætt- um að taka upp ámóta kafla um Danmörku og Dani í íslenz’kar kennslubækur. Allur kali til Dana virðist sem betur fer horf- inn hérlendis, og ætti því að vera auðvelt að velja kafla handa börnum okkar til skilnings okkar gömlu bræðraþjóð. Væri okkur sæmd að því eftir allar þær væringar sem við höfum átt á liðnum árum. Hvað Dani snertir hygg ég að skynsamlegt væri af þeim að veita fé til gerðar danskrar kennslubókar fyrir fullorðna og miða hana við talmál. Fjárveit- ing til annarrar þjóðar — jafn- vel þótt til vinaþjóðar sé — hrekkur miklu skemmra en naun veruleg endurbót í því fagi sem féð er ætlað til. Danir þurfa hvort sem er að koma sér upp slíkri bók, og væri það sennilegia með raunhæfustu verkefnum þeirra í kennslumálum eins og sakir standa. Líklega gætu þeir fengið þrjár góðar kenslubækur ritaðar fyrir fimmtíu þúsund danskar krónur. Annars eru kennslumálin svo yfirgripsmikið efni, að ég mun ekki ræða þau freka-r að sinni. Vil ég aðeins lýsa ánægju minni yfir því, að dagblöðin skuli vekja umræður um þau. Veitir svei mér ekki af að þiar verði fylgt fast eftir. Framh. á bls. 19 jKristmann Guðmundsson skrifar um„ BÓKMENNTIR Fjúkandi laut Fjúkandi lauf. Eftir Einar Ásmundsson. Almenna Bókafélagið. BÓKIN hefst á ávarpi skáldsins til Sönggyðjunnar, og lýsir þrá þess og örðugleikum á þann hátt, sem flestir starfsmenn andans ættu að geta skrifað undir: „Ég vildi gerast vesæll prestur þinn, mín veika bæn flaug skammt að þínu sæti. Og þó ég reyndi að gera hvað ég gæti, hver galli verksins þyngdi huga minn og innri raddir ætíð verkin smáðu, a því allt var daufur svipur, tóm- leg mynd af hugans sýn, sem orðin aldrei náðu.“ Gömul sannindi, sögð margoft, en þó ávallt ný. Og það sem les- andinn finnur í ljóðabók Einars er ekki tiltakanlega nýstárlegt, en margt af því er sagt á geð- felldan hátt. Einstaka sinnum verði þess vart að höf. er vel lesinn í Tómasi og Einari Ben. Kvæðið „Aska“ minnir ofurlítið á Einar, sbr. „Einveru þinnar brunnur er djúpur og kaldur", en þar eru líka góðir sprettir, sem skáldið á sjálft, t. d. „Hvert fer þetta ókunna, ein- mana, gangandi fólk, sem ávallt mjakast hér fram hjá, bogið og þreytt? Þú horfir á það í fjarska allan þin* aldur. Hættu að stara. Þú yrkir ekki að nýju ævinnar hálfkveðna ljóð, sem er ritað og geymt. Það nemur staðar við þúsund þankastrik, Einar Ásmundsson og þú vildir helst að upphaf þess væri gleymt. Hættu að stara. Það hræðist ein- hver þinn skugga, sem horfir að utan og sér inn í þennan glugga.“ f kvæðinu ,,Morgunganga“ er þessi hending: „Moldarlyktin er mjúk af munni hins nýja vors.“ Fallegt. En ekki verður því leynt að fleiri eru þær hending- ar, sem lítið skilja eftir. Og all- víða er tilþrifum spillt af kunn- áttuleysi höfundar. „Humor- esque“ og „Michelangelo til Vittoria Colonna" bera þessu vitni: bæði hérumbil góð, en vantar kunnáttusama fágun. Ekki er að efa að Einar hefur fengið skáldgáfu í vöggugjöf, en hversu mikla verður naumast ráðið af þessu kveri. Sönggyðjan er afbrýðissöm dís, og vill láta þjóna sér einni, en vanrækir oft- ast að hugsa aðdáendum sínum fyrir brauði. Allt um það er Ijóðabók Einars Ásmundssonar vel þess verð að koma fyrir almenningssjónir. Kvæði eins og „Spunahljóð," „Er lífs á morgni," Síðdegis", „f Bethaníu", „Vökin“, Samtal fslendings við Pallas Aþenu“ og „Kveðja lögfræðingsins til skáld gyðjunnar" eru snotur og laglega gerð, með hendingum af hreinni lýrik — og smágöllum, sem stafa af vankunnáttu frekar en smekk leysi. Höf. hefur bersýnilega sjálf ur yndi af yrkingum sínum og þær vitna um frjóan huga, sem dáir fegurð. En eitt er að skynja fegurðina, annað að skapa henni form. Þótt sitthvað hafi mistekizt i þessum ljóðum, verða ýmsar hendingar lesandanum furðu minnisstæðar, t. d. hið litla ljóð „Rökkur." „Man ég þá stund, mamma á kné mig hafði, sínu mig sjali vafði, söng mig í blund. Angurvært Ijóð. , — Englarnir sveininn leiðí. —. Gekk sól við heiði, Guðssonarblóð." Krúsjeff fær orður Moskva, 19. júní (NTB-Reuter), LEONID Breznev forseti Sovét- ríkjanna sæmdi í dag Krúsjeff forsætisráðherra Leninorðunni og Hamar og sigð orðunni í gulli. Þetta er í þriðja sinn sem Krúsjeff hlýtur báðar þessar orður. Tass fréttastofan segir að af- hendingin hafi farið fram við hátíðlega athöfn í Kreml. Krú- sjeff hlaut báðar orðurnar að þessu sinni fyrir leiðtogahæfi- leika á sviði eldflaugarannsókna og fyrir framkvæmd á fyrstu mönnuðu geimferð veraldarsög- unnar. •_JIúsmóðir_skrifar „Móðir bamamma sinma" sendir Velvakanda nokkrar línur: ,,Ég sannfærðist vissulega, er ég las í blöðunum núna um daginn, að menntamálaráð- herra Furtseva, frú frá Rúss- landi, sagðist ekki vera krist- innar trúar — og slíkt gæti ekki samrýmzt kommúnism- anum. Ég hélt, að eitthvað af þvi óhugnanlega og þungbúna, sem maður heyrir og les um Rússland, væri kannske ekki allt satt. Mér hefur alltaf, frá því að ég var barn, hryllt við þessum hryðjuverkum komm- únista. En samt hef ég stundum verið að láta mér dettia í hug, að kannski sé nú ekki allt jafnóhugnanlegt og skrifað er og skrafað. En nú hef ég fengið sannanir, fyrst er frú Furtseva frá Rússlandi ræddi við blaðamenn og bar á borð fyrir okfcur þernnan viðbjóð — síðan, er ég fór og sá kvikmyndima um uppreisn ina í Ungverjalandi. • Svífast einskis Það var eitt góðviðriskvöld í síðustu viku, að ég ákvað, að nú skyldi ég sjá með eigin augum hvað gerzt hefði, í raun og veru. Ég fór í Tjarn- arbíó og sá stórmyndina frá Ungverjialandi. Ég segi stór- myndina vegna þess, að mynd in á erindi til allra sjáandi manna. Mér fannst hún gleggsta og um leið alveg fullkomin sönn un fyrir okkur, sem höfum verið í vafa um hvort valda- mennirnir í Rússiandi væru þeir siðleysingjar, sem sögur fara af. Og þeir íslendingar, sem halda merki Rússa uppi svo dyggilega sem raun ber vitni, ættu að sjá þessa mynd. Eftir það getur enginn efast FERDIIMAIMH um að Rússar svífist einskia til að hrifsa eignir og sölsa undir sig völd. Þessi mynd lýsir árásimni og sýnir allt, eins og það gekk til, hún var tekin þegar hörmungarnar gerðust. Rússar réðust á frið- sæla þjóð, drápu allt og alla, karla, konur og böm. Ég álit, að við verðum að vera á verði. Ungverska þjóðin hélt, að þetta gæti ekki gerzt. • Allir ættu að fara Rússar trúa aðeins á mátt sinn og megin. Enginn Guð er til hjá þeim. Þeir svífast einskis. Gætum litlu bamanna okkar svo að þau þurfi ekki að líða það, sem blessuðu ung- versku bömin þurftu að líða — og allar þær þjóðir, senj kyrktar hafa verið f hnefa þessa ömurlega stórveldis, Rússliands. Ég vona bara, að sem flestar mæður fád tæki- færi til að sjá þessa mynd, Það ætti alls ekki að selja inn á hana, heldur ætti að leyfa öllum, ungum sem göonlum, að sjá þessa_ mynd endur- gjaldslausf. Ég vona, að allir, sem geta komið því við, fari og sjái með eigin augum hvað gerðist í Ungverjalandi. Mynd ina getur enginn rengt, f ilman talar sínu máli. Alla komm- unista hlýtur að þyrstia í að sjá þessa mynd — og dærna síðan sjálfir. Ef þeir hafa ekki snefil af löngun til þess að sjá sanmleikamn, þá eru þeir lífca búnir að glatia sál sinni með öllu.“ ,Móðir bamanna sinna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.