Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 12
12 MUKGUHBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. júní 1961 TJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁL FSTÆÐISMANNA Öflug æskuíýösstarf- semi í Þýzkalandi Rogur l Þ|óðvil|a-vi5tali hra'kin Rœft við Kára Jónsson trá Sauðárkróki DAGANA 13,—30. maí ferð- aðist hópur ungs fólks frá íslandi um Þýzkaland á veg- um Æskulýðssambands ís- lands. Ferð þessi var farin í boði samtaka, sem starfa á svipuðum grundvelb í Schles wig-Holstein. Þátttakendur í ferðinni voru 18 að tölu og voru flestir fulltrúar binna ýmsu samtaka, sem eru aðil- ar að Æskulýðssambandi ís- lands. Fara^rstjóri var Guð- mundur Gilsson frá Selfossi. Fulltrúi Sambands ungra Sjálf stæðismanna í ferð þessari var Kári Jónsson, verzlunarstjóri frá Sauðárkróki. Tíðindamaður síð- unnar hitti hann að máli og innti hann nokkuð eftir ferð þessari. Þrír þættir — Hvernig var ferðalagi þessu háttað í aðalatriðum? — Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst sá, að kynnast starfsemi þeirra samtaka, sem hana skipulögðu og má í megin- dráttum skipta henni í þrennt. í fyrsta lagi var dvöl á æsku- lýðsheimili í Mözen. Þar er stórt sumarhús, sem samtökum þess- um var gefið og er staðurinn einkum notaður sem fundar- staður leiðtoga hinna - ýmsu æskulýðsfélaga. Þar hlýddum við á allmarga fyrirlestra, suma um þjóðhætti almennt í Schles- wig-Holstein, en flestir fjölluðu þó almennt um æskulýðsstarf og vandamál æskulýðsins. Frá Mözen var síðan farið í stuttar ferðir um nágrennið. I öðru lagi var dvalizt í Kiel og var okkur komið fyrir á einkaheim- ilum, þar sem við nutum frá- bærrar gestrisni. Tímann þar höfðum við til eigin ráðstöfun- ar að mestu leyti og gátum því skoðað okkur vel um í þessari fallegu borg. Þriðji og síðasti þáttur ferðarinnar var fólginn í ferðalögum um Schleswig- Holstein og skoðað það, sem sem þatr var markverðast að sjá. Nýtur góðs stuðnings — Hvernig er þetta Æsku- lýðssamband byggt upp? — Það byggist á svipuðum grundvelli og Æskulýðssamband Islands, þ. e. samband hinna ýmsu samtaka, sem starfa meðal ungs fólks, t.d. íþróttasamtaka, skáta o. s. frv. Hin pólitísku æskulýðsfélög í Þýzkalandi eru þó ekki þátttakendur í samtök- um þessum. Hið opinbera legg- ur fram stórfé til þessarar starfsemi og hefur ríkið margt fólk í sinni þjónustu, sem vinn- ur að málum þessum. Segja má að rekin séu fleiri eða færri æskulýðsheimili í hverri borg og hverju þorpi í Schleswig- Holstein. Þar starfa hin ýmsu æskulýðsfélög undir sama þaki, samræma starfsemi sína, en vinna þó alveg sjálfstætt. Undi vel hag sínum — Hvernig tókst skipulagning ferðarinnar? — Skipulagning ferðarinnar var að mínum dómi mjög góð. Ef eitthvað má að henni finna, þá er það helzt, að okkur var ætlað að sjá of mikið á of stutt- um tíma. — Þjóðviljinn hafði aðra sögu að segja á dögunum. — Rétt er það. Þar birtist víð tal við Örn Friðriksson iðn- nema, sem var einn úr hópnum. Viðtal þetta kom mér reyndar mjög á óvart. Örn þessi virtist prýðis náungi, var m.a. her- bergisfélagi minn um skeið og þá fór vel á með okkur. Hann kunni auðsjáanlega eins og við hin vel að meta gistivináttu Þjóðverjanna og gæði lífsins. Var ekki annað á honum að sjá, en hann virtist una hag sínum hið bezta, þrátt fyrir Þjóðviljaviðtalið. Tvær ofbeldisstefnur — Hvað um nazistafyrirlestr- ana, sem Þjóðviljinn talar um? — Örn virðist einn hafa orð- ið var við þá, því að aldrei hlýddi ég á neinn slíkan fyrir- lestur. Hinir ýmsu fyrirlesarar kynntu okkur að vísu ekki stjórnmálaskoðanir sínar, og komu þær ekki heldur fram í fyrirlestrum þeirra. Það er ekki úr vegi að' skjóta því hér inn, að þýzkur almenningur virðist alls ófeiminn við að ræða um hörmungartímabil nazismans, og eru þá ekki ómyrkir í máli. Hin eindregna andstaða, sem ríkir gegn kommúnistum í Vestur- Þýzkalandi á ekki sízt rætur sínar að rekja til þess, að Þjóð- verjar leggja nú þessar tvær ofbeldisstefnur mjög að jöfnu. Telja þeir sig hafa fengið nóg Eeinidollaleið um helgínu Ljósmyndari siðunnar brá sér á skrifstofu Heimdallar í Valhöll í vikunni og tók þá þessa mynd af þeim Kristni Ragnarssyni og Sigrúnu Andrésdóttur, þar sem þau voru að störfum við undir- búning að ferðalagi Heimdallar um næstu helgi. Þau eru bæði í ferðanefnd Heimdallar, sem hefur undirbúið ferðaáætlun Heim- dallar fyrir sumarið. Fyrsta ferðin samkvæmt þeirri áætlun verð- ur um náestu helgi. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. um 2 e.h. og verður ekið að Gullfossi og Geysi. Þaðan verður ekið að Laugarvatni og tjaldað þar. Eftir hádegi á sunnudag verður ekið í Raufarhólshelli óg hann skoðaður, en síðan til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir, að á laugardagskvöld og fyrir hádegi á sunnu- dag geti menn notið hveravatnsins til sunds og baða. Þátttak- endur hafi með sér tjöld og nesti, en heitt kaffi verður veitt í tjaldstað. — Allar nánari upplýsingar um ferðina verða veittar í skrifstofu Heimdallar í Valhöll (sími 17102) og til þess ætlast að menn hafi skráð sig til þátttöku oog tekið farmiða fyrir föstu- dagskvöld. Þríc forystumenn nngro Sjólf- stæðismnnno ljnko Ingnprófi af ofbeldis- og öfgaflokkum. Við járntjaldið # — ÞiS komuð að Iandamær- um Vestur- og Austur-Þýzka- lands, ekki satt? — Jú, að vísu ekki til að sjá gaddavír eins og Þjóðviljinn segir, enda aldrei á slíkt minnst. Marga fýsti mjög að sjá hið margumtalaða „járn- tjald“ og fórum við því alveg að mörkum austurs og vesturs. Strangur landamæravörður er þar við alla vegi og inni á aust- ur-þýzka svæðinu gat fyrst að líta nokkurra metra breitt ný- plægt belti meðfram öllum landamærunum. Belti þetta er plægt daglega og til þess gert, að unnt sé að fylgjast með því, hvort einhverjir hafi flúið að austan. Því næst kemur fimm km breitt svæði og er um það dreift varðtumum og í þeim standa kommúnistahermenn með alvæpni. Allar þessar ráðstaf- anir eru til þess gerðar að auð- velda mannaveiðar þær, sem stöðugt eiga sér stað við landa- Kári Jónsson mærin, þegar hið ógæfusama fólk leitast við að flýja ofríki kommúnista. Sáum við allt þetta greinilega. Þessi gífurlegi viðbúnaður, sem þarna er, hef- ur gert það að verkum, að stöð- ugt færri leggja sig í þá hættu að flýja yfir landamærin sjálf, en flóttamannastraumurinn um Berlín eykst að sama skapi. Ánægjuleg ferð — Hvað hefur þú að segja ’MEÐAL þeirra sex stúdenta, ,sem luku embættisprófi í log fræði frá háskólanum fyrir skömmu, voru 3 fyrrverandi formenn Stúdentaráðs Há j skóla íslands, þeir Árni Grétar Finnsson, Bjarni Bein- teinsson og Birgir ísl. Gunn- ’arsson. Allir eru þeir félagar kunnir í röðum ungra Sjálf- 'stæðismanna, Árni er varafor maður S.U.S. og formaður F.U.S. Stefnis í Hafnarfirði, þar sem hann mun einhvern næstu daga opna lögfræðiskrif ’stofu, Bjarni er framkvæmda-' stjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík og vara' formaður F.U.S. Heimdallar; ;Birgir er formaður F.U.S Heimdallar, jafnframt því sem' hann starfar á vegum Sjálf- ’stæðisflokksins. Myndin sýnir f þá þremenninga í skikkjum, f sem laganemar ganga í upp til | prófs. um barnasjónleikinn sem Þjóð- viljinn segir, að fluttur hafi verið og aðallega verið áróður gegn Sovétríkjunum? — Allt sem segir þar í -við- talinu við Örn er hin mesta firra. Annars á ég erfitt með að skilja, hvernig hann hefur talið sig finna „hótfyndni11 um Sovét ríkin í því sem þarna gerðist. Hann skildi varla orð í þýzku — talaði aðallega íslenzku! Það er því mjög eðlilegt, þótt eitt- hvað af því, sem fram fór, hafi skolazt til hjá honum. Annars nenni ég ekki að elta frekar ól- ar við greinarstúfinn í Þjóðvilj- anum, en þess má geta að I ferðalok var okkur haldið veg- legt hóf. Þar voru þátttakendur beðnir um að koma með að- finnslur varðandi ferðina, ef einhverjar væru. Örfáir þátttak endur komu með smá ábend- ingar og hefði verið ólíkt stór- mannlegra af formanni iðnnema sambandsins að koma þar fram með aðfinnslur sínár, en að hlaupa með geðillskuskrif sín í Þjóðviljann. Ég vil að lokum, sagði Kári Jónsson, flytja stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þakkir fyrir þetta góða tækifæri svo og öðrum, sem stuðluðu að því að gera þetta ánægjulega og skemmtilega ferð. Ég vil ekki sízt þakka Þjóðverjunum fyrir frábærlega höfðinglegar móttök- ur. — BÍG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.