Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. jörií 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 ¥ FRÉTTAMABUR blaðsins var á gangi úti á götu í góða veðrinu í efnisleit, IH er hann hitti Pál Sigurðs- son, sem lengst var fjf kenndur við Fornahvamm Ilj og síðar Varmahlíð og jjj kunnastur sem áætlunar-J bílstjóri á fyrstu árum j|jl fólksflutninganna með bil- um milli Akureyrar og jjl Reykjavíkur. Á síðari ár- um er Páll kunnastur fyr- Hólaráðsmaður fararstjdri yfir Kjöi ir hestamennsku og f jalla- ferðir á hestum. Okkur þótti bera vel í veiði og réðumst því á Pál og spurð um hann frétta af sumarferð- um. Ekki ber því að neita að við höfðum sumarleyfið bak við eyrað og jafnframt það hvort þessi ferðagarpur gseti gefið okkur og lesendum s blaðsins nokkur holl ráð í því sambandi. maður að Hólum í Hjaltadal, svo það er ekki um annað að gera en hsetta. Ég get þó ekki alveg hætt við hestaferðirnar því ég var búinn að ákveða langferðir yfir Kjöl í félagi við Þorkel Bjarnason á Laug- arvatni. Við þær gat ég ekki hætt, því það var búið að lofa fólki þessu. ★ — Og hvernig ætlið þið svo að haga ferðunum? Fáll Sigurffsson á einum gæðinga sinna. — Annars vorum við að frétta að þú værir hættur öll- um hótelrekstri og hefðir kast að hestaferðunum fyrir róða, nýgiftur og kominn í fasta stöðu, byrjum við samtalið. ■— Já, já. f sumar að minnsta kosti. Ég er ráðinn sem ráðs- — Ég legg upp norðan frá Varmahlíð í Skagafirði á sama degi og Þorkell fer frá Laugarvatni. Munum við svo mætast á miðri leið, sennilega skammt sunnan Þjóðfadala. Fyrsta dagleið mín er að Foss um í Svartárdal, næsta á Hveravelli, en á þriðja degi mætumst við. Sný ég þá aftur norður með það fólk sem hann kemur með að sunnan, en hann heldur suður með mitt fólk. Áfangar Þorkels eru að Geysi, næst í Hvítárnes, en upp með Fúlukvísl mætir hann mér. — Og þið leggið mönnum til allt sem til þarf í ferðina? — Já, nema svefnpoka og hlífðarföt. Hins vegar geta þeir, sem sjálfir eiga hesta slegizt í förina með okkur og notað sína hesta og dregur það nokkuð úr kostnaðinum fyrir þá. Við gætum þeirra hesta eins og okkar og hlynnum að þeim eins og þarf. — Hvað kostar þetta svo yfir daginn? ★ — Við tökum visst á dag fyrir allt saman, mat, hesta og tjaldrými og er það allt 495 kr. á dag fyrir manninn. Hverjum manni eru ætlaðir 2V2 hestur að meðaltali. Frá- dráttur fyrir þann, er legði sér sjálfur til einn hest yrði sem svarar 60 kr. á dag. Þeir sem hesta leggja sér til þurfa ekki að hafa með sér skeifur eða járningarútbúnað, því við leggjum til allt sem þarf til vara og varðar umhyggju og meðferð hestanna. — Hvað ert þú búinn að st’unda fjallaferðir á hestum lengi Páll? — Það munu vera um 8 ár. — Og fer þetta sport vax- andi? — Já, bæði með útlendinga og Islendinga. íslendingar velja sér yfirleitt fremur lengri ferðirnar en útlending- ar aftur hinar styttri. — Hvernig flytjið þið fæði og farangur um lélega vegi eða allt að því vegleysur, eins og telja verður að minnsta kosti hluti Kjalvegarins sé? * — Við höfum báðir með- ferðis fjallabíla og í þeim eru eldunartæki og farangurs- geymslur. Svo höfum við að auki tvo töskuhesta sem fylgja hópnum og er þar minniháttar nesti til styttri vegalengda svo og útbúnaður, sem fyrirvara- laust þarf að grípa til. — Og hvað verða ferðirnar svo margar hjá ykkur í sum- ar? — Þær verða alls fjórar og allar í júlí-mánuði. Farið verður á hverjum mánudegi frá báðum endum, þann 3., 10., 17. og 24. mánaðarins. ' — Og aðsóknin? — Hún er sæmileg með sum um ferðunum, enn er þó hægt að fá plátt með þeim flestum nema fátt mun vera laust að norðan þann 10. Hvað getið þið haft marga með ykkur? — Við getum alltaf tekið 20 frá hvorum enda, sem við þurfum að útvega allt. — Og ef okkur dytti nú í hug að slást í einhverja ferð- ina með þér. — Þá skaltu snúa þér hið fyrsta til Ferðaskrifstofu ríkis ins og panta þér far, nema að þú sért þegar ákveðinn, þá skal ég taka pöntunina. Við þökkum Páli upplýsing- arnar og ekki verður því neit að að ferðalöngunin hefir þeg ar vaknað hjá okkur. Sýning á A-þýzk- um raftækjum AUSTUR-þýzkt fyrirtæki — Heimelectrik — heldur um þess ar mundir sýningu á heimilsraf tækjum í Listamannaskálanum. Fyrirtækið hefur einkasölu á heimilisraftækjum og hefur m. a. selt fjölda slíkra tækja til Islands, t. d. segulbandstæki, ljósaperur og útvarpstæki, en margt fleira er á boðstólunum á þessari sýningu, svo sem pressujárn, brauðristar, lampar margs konar, raflagningarefni og tæki o. s. frv. Tilgangur sýn- ingarinnar er að örva viðskipti milli íslands og Austur-Þýzka- lands, en nokkuð hefur dregið úr sölu austur-þýzkra heimilis- raftækja hingað til lands hin síðari ár. Margt af því, sem er á sýningu þessari, hefur ekki fyrr verið á boðstólum hér áður frá Austur-Þýzkalandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 10—6. Hún stendur til 20. júní n.k., en verður væntanlega framlengd, ef aðsókn verður mikil að henni. Hornfirðingar f ara norður á síld Höfn í Hórnafirði, 20. júní. FIMM Hornafjarðarbátar eru famir norður á síldveiðar. Eftir er einn bátur, sem mun eiga að stunda veiðar í troll. Ennfremur stunda tveir bátar humarveiðar, og sennilega ætla þrír bátar á dragnótaveiði. Að auki eru nokkr ir á handfæraveiðum. Humar- veiði hefur verið allgóð, og hand- færaveiðar sæmilegar, þegar gef ið hefur. — Gunnar. Jeff Chandler 3 Jbýzkir jarðfrœðingar komnir til athugana ÞRÍR ungir jarðfræðingar frá Austur-Þýzkalandi eru komnir hingað til lands og hyggjast verja næsta mánuð- inum til ferðalaga og rann- BÓkna víðsvegar um landið. Er heim kemur ætla þeir sér svo að skrifa bók um för sína. — Fara víffa Fyrir milligöngu Arnfinns Jónssonar, skólastjóra, og félags- skapar þess, sem iáreysta vill iböndin við Austuir-Þjóðverja, var Iblaðamönnum í gær gefinn kost- ur á að hitta þremenningana Btundarkom. Þeir eru frá Ber- lín allir og heita Harro Hess. Karl-Hein* Kleissle og Klaus Hrabowski. Hafa þeir ferðazt í ýmsar áttir í svipuðum tilgangi og nú, m. a. til Sikileyjar á síðasta ári, og hafa á prjónun- um ýmis ferðalög allt fram til ársins 1965, að þeir áforma Suður-Ameríkuför. Á eigin *pýtur Ferðalangar þessir kosta ferðir sínar að mestu leyti sjálfir, en sögðust a. ö. 1. vera á vegum út- gáfufyrirtækisins URANIA, sem gefur út bækur þeirra. Munu þeir leggja leið sína um Vestfirði til Akureyrar og Mývatns; Þaðan til Egilsstaða og á Vatnajökul en síðan til Reykjavíkur. Jöklr.r og jarffvegur Létu þeir í ljós mikinn áhuga á að kynnast jarðfræði landsins sem nánaist af eigin raun, ekki hvað sízt jöklum og eldfjöllum; m. a. fýsti þá að rannsaka þau svæði sem til skamms tíma hafa verið hulin jökli en eru nú auð orðin, t. d. Glámu fyrir vestan. Væri slíkt fróðlegt til samanburð ar við jarðveginn í Þýzkalandi, sem endur fyrir löngu var ísi þakinn. Þeir félagar ræddu nokkuð um jarðfræðirannsóknir og starfsemi í tengslum við þær heima fyrir, m. a. brúnkolavinnslu, sem góður árangur hefði náðst í. Þjóðverj- arnir komu hingað á sunnudag- inn og munu leggja af stað út á land á föstudaginn. ♦------------------♦ HÚSAVÍK, 16. júní. — Héðan verða 7 bátar gerðir út til síld- veiða í sumar og saltað verður á tveimur stöðum. ♦------------------♦ Ný útgáfa af „Ömmu“ BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hef- ur sent frá sér nýja útgáfu af „Ömmu“, sem er safn íslenzkra sagna, söguþátt, kveðlinga og kímnisagna, er gefið var út í heftum á árunum 1935—42. f þess ari nýju útgáfu eru heftin í einu bindi, en „Amma“ hefur verið ófáanleg í heild í bókabúðum árum saman. Finnur Sigmunds- son, landsbókavörður, Steindór Steindórsson, yfirkennari, og Árni Bjarnasön, bókaútgefandi, hafa safnað efninu í „Ömmu“ og búið undir prentun. Bókin er 464 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar á AkureyrL kvikmyndaleikari látinn AÐFARANÓTT sunnudags sL lézt í Californíu kvikmyndaleik- arinn Jeff Chandler, 43 ára að aldri. Chandler veiktist hastarlega fyrir nokkrum mánuðum, meðan verið var að vinna að kvik- myndinni „The Marauders" á Filippseyjum. Var þá sagt, að hann þjáðist af discus prolaps. Er kvikmyndatökunni var lokið fór hann til Californíu og var gerð- ur á honum uppskurður um miðj- an maí-mánuð. Eftir uppskurðinn lá hann rúmfastur til dauðadags. Jeff Chandler var vinsæll kvik myndaleikari — lék ýmis konar „hetjuhlutverk" og varð er á leið vinsæll í hlutverkum miður aðlaðandi elskhuga. Meðal vinsælustu kvikmynda hans voru „Broken Arrow“ og Swords in the desert“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.