Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 1
20 síðúr
mMdbib
48. árgangur
136. tbl. — Fimmtudagur 22. júní 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Virðist ganga sanKU]
með Laos-prinsunum
þrem í Zúrich
Ziirieh og Genf, 21. júní.
—. (Reuter) —.
FULLTRÚAR prinsanna
þriggja, aðalstjórnmálaleið-
toganna í Laos, sátu á fundi
í Ziirich í dag, og að honum
loknum upplýsti Phoumi
Nosavan hershöfðingi, varn-
armálaráðherra í stjórn Boun
Oum, að verulega hefði nú
þokazt í átt til samkomulags
tnilli aðilanna þriggja. Aðal-
ágreiningsefnin nú væru
þau, hvernig væntanleg sam-
steypustjórn þeirra skyldi
skipuð og sömuleiðis sú
krafa Souphanouvong, leið-
toga Pathet Lao, og Sou-
vanna Phouma, hálfbróður
hans, sem er fulltrúi hlut-
lausra, að fyrirhuguð sam-
steypustjórn lýsi því yfir, að
hún óski ekkí eftir vernd
Suðaustur-Asíu bandalagsins
(SEATO).
Á 14 ríkja ráðstefnunni um
Laos krafðist fulltrúi Kanada
þess, með stuðningi Bandaríkj-
anna, að Rússland og Bretland,
sem eiga forseta ráðstefnunnar,
gerðu ráðstafanir í samráði við
þriggja ríkja eftirlitsnefndina í
I.nos, til þess að nefndin fái
flugvélar til afnota og annan
þann útbúnað, er hún þarfnast.
Phoumi Nosavan ræddi við
blaðamenn eftir fund þann, sem
fulltrúar prinsanna þriggja áttu
í dag, og sagði að þeir hefðu
raett ýtarlega möguleika á
myndun samsteypustjórnar í
Laos og ráðstafanir til þess að
tryggja frið í landinu og sjálf-
Btæði þess i framtíðinni. — Á
morgun munu svo prinsarnir
sjálfir væntanlega halda áfram
umræðum á grundvelli þess,
Beui gerðist á fundinurri í dag.
Frh. á bls. 19
Krúsjeff hótar enn
Semjum frið við A.-þýzka-
land fyrir árslok
Fregnir um, að NATO-herdeildir verði
haíðar viðbúnar vegna Vestur-Berlínar
Moskvu og London, 21. júní.
—i (Reuter) —
ÞÝZKALANDSMÁLIÐ var
enn efst á dagskrá hjá Krús-
jeff, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, er hann talað'i á
miklum fjöldafundi í Moskvu
í dag, sem haldinn var í til-
efni þess, að 20 ár eru liðin
frá því að herir Hitlers réð-
ust inn í Rússland. — Var
Krúsjeff allhvassyrtur í
garð vesturveldanna á ýms-
um sviðum — og sagði m.a.,
að Sovétríkin „og aðrar frið-
elskandi þjóðir" mundu und-
irrita friðarsamninga við A-
Þýzkaland við lok yfirstand-
andi árs. Sextán ár væru nú
liðin frá styrjaldarlokum, án
| þess að friðarsamnmgar
I! hef ðu verið gerðir við Þýzka
Iand. Væri sannarlega mál
j til komið að gera slíka samn
inga, þótt „vesturveldin
kjósi auðsjáanlega að við-
halda styrjaldarástandi".
— • —
Þá sagði Krúsjeff, að Sovét-
ríkin ættu nú ýmis kjarnorku-
vopn, sem þau gjarna vildu reyna
— og mundu þau vissulega hefja
slíkar tilraunir á nýjan leik, ef
Bandaríkin gerðu það. Einnig
mundu þau auka herstyrk sinn
á ný, ef vesturveldin gæfu slíkt
fordæmi.
Það er haft eftir heimild-
um í London, sem vanalega
hafa reynzt áreiðanlegar, að
vesturveldin íhugi það nú,
eftir hótanir þær, sem fram
Framh. á bls. 2
Hííf semur um óháðan styrktarsjöö
Fær 1°fo aukahækkun en effirvlnnuálag áfram 50°fo
Fundur í Hlíf kl. 4 í Bæjarhíói
A TÓLFTA tímanum í gær-
kvöldi tókust samningar
milli samninganefndar Verka
mannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði og vinnuveit-
enda. Verða samningar þess-
ir bornir undir félagsfundi
aðila í dag. Fundurinn í IIIíl
verður haldinn í Bæjarbíói
kl. 4 síðdegis.
Meginefni hinna nýju samn
inga eru þau að vinnuveit-
endur greiða 1% af dag-
vinnukaupi í styrktarsjóð
Hlífar og verður sá sjóður
undir stjórn þriggja manna,
þar sem einn ef tilnefndur
af Hlíf, einn af vinnuveit-
endum og sá þriðji af Hæsta
rétti.- Þá varð samkomulag
um það að eftirvinnuálag
yrði ekki 60% eins og áður
var um rætt heldur óbreytt,
þ. e. 50%, en í stað þess yrði
kauphækkun 1% meiri. —
Þannig er heildarkauphækk-
unin 11% samkvæmt sam-
komulaginu beint til verka-
manna auk framlagsins í
styrktarsjóð. Þá fá verka-
menn 6% orlof af öllu kaupi.
Samningurinn gildir til 1.
júní 1962 og framlengist síð-
an um 6 mánuði í senn en
verði honum ekki sagt upp
miðað við þann tíma hækk-
ar allt kaup um 4%.
Ef samkomulðg þetta
verður samþykkt af félög-
iinum verður verkfallinu í
Hafnarfirði aflétt í dag.
KKKERT umræðuefni mun
vera eins almennt í Banda-
rikjunum eins og heilsa
Kennedys forseta, síðan bak-
verkurinn heltók hann fyrir
túfflum mánuði. Menn spyrja,
hvort hann muni e. t. v. enn
á ný þurfa að ganga undir
uppskurð — eins og 1954, en
ekki er fyllilega upplýst,
hvort hið gamla bakmein hans
hefir tekið sig upp, eða hvort
hér er um eitthvað nýtt aí
ræða. — Margir eru áhyggju
fullir — og tala um, að þaí
virðist álög á æðstu embættis
mönnum Bandaríkjanna að
vera meira og minna heilutæp
ir. Og það er vísað til for-
setanna Roosevelts og Eisen-
howers, Herters, fyrrum utan-
rikisráðherra og fleiri.
Á meðfylgjandi mynd, sem
tekin var 16. þ.m., sést
Kennedy forseti með fylgdar-
liði sinu á leið til fundar, þar
sem han skyldi halda ræðu.
Hann verður nú að láta sér
'. lynda að tala úr sæti sínu —
Jþað er fyrirskipun læknisins.
Þrír vildu
hindra
samninga
f GÆR var haldinn sögulegur
fundur í stjórn Verkamannafé-
lagsins Hlifar í Hafnarfirði.
Þangað komu þeir Hannibal
Valdemarsson fovseti A.S.t. og
Eðvarð Sigurðsson formaður
Dagsbrúnar.
Eftir miklar deilur í stjórninni
var gerð samþykkt um að ganga
til samninga við vinnuveitendur
á þeim grundvelli, sem nánar er
skýrt frá á öðrum stað í blaðinu.
Þegar samþykkt þessi hafði
verið gerð sögðu 3 af 7 stjórnar-
mönnum sig úr stjórninni af
illsku út af því að leysa ætti
vinnudeiluna. Lásu þeir upp
langa greinargerð, sem að mestu
var samansafn svívirðinga uni
formann félagsins.
Má því búast við að kommún-
istar efni til átaka á IUiiaitvinit-
inum í dag.