Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. j'úni 1961 Eftir jafnan Hoíland KR leik vann meö 4-1 — ÞAÐ munar mikið um Þórólf, sagði einn með sam- blandi af spekings- og mæðu- svip í hálfleik leiksins í gær- kvöldi milli KR og Hollend- inga, en úrslit leiksins urðu þau að Hollendingar unnu með 4 gegn 1. Og þessi mæðulegi speking ur eða spekingslegi mæðu- maður hitti á naglann. Fram lína KR var bitlaus miðað við fyrri leiki þegar Þórólf- ur ruslar í vörninni jafnvel svo að atvinnumenn hrista hausinn og vita ekki hvað snýr upp og hvað niður. — Mark HoIIendinga komst sárasjaldan í mikla hættu. Að vísu áttu KR-ingar stund um góð færi en þeir fengu tækifæri til að eyðileggja flest þeirra sjálfir. Þeir voru mistækir við markið og heppnin var aldrei með þeim. Hins vegar fylgdi heppnin Hollendingunum — Félagslíi Knattspyrnudeild Vals II. fl. Æfing í kvöld kl. 9. Fundur verður á þriðjudag. Þj álfarar Knattspyrnudeild Vals III. fl. Æfing í kvöld kl. 7,30. Fundur eftir æfingujnia. Þjálfarar Farfuglar — Ferðafólk. Það er um næstu helgi sem langódýrasta og skemmtilegasta ferðin á sumrinu verður farin. ,,Jónsmessuferðin út í Bláinn" er ferð sem allir hlakka til. ' Skrifstofan er opin miðviku-, fimmtu-, og föstudagskvöld kl. 8,30—10, sími 15937. Öllum er heimil þátttaka. Nefndin Róðrafélag Reykjavíkur Almennar æfingar í kvöld kl. 8 í Nauthólsvík. Stjórnin Ármenningar Handknattleiksdeild Munið æfingarnar í kvöld, — mjög áríðandi að allir mæti vel og stundvíslega. Þjálfarar. Knattspyrnudeild Vals V. fl. Æfing í kvöld kl. 0,30 Þjálfarar Knattspyrnudeild Vals Meistara- og I. fl. Æfing í kvöld kl. 7,30. Kaffi- fundur eftir æfinguna. Stjórnin. Félagslif Frá Róðrafélagi Reykjavíkur Almennar róðraæfingar eru í Nauthólsvíkinni fimmtudaga kl. 8 e.h. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Nýir félagar vel- komnir. Hafið með ykkur æfinga föt. Mætum vel og setjum fjör í róðurinn í sumar. — Þjálfarar. Ferðafélag íslands fer fjórar ferðir um næstu helgi: Eiríksjökul, Þórsmörk, Landmannalaugar, Esju. Upplýs- ingar í skrifstofu félagsins. Sím- ar 19533 og 11798. einkum við þau tvö fyrstu. Það kom í Ijós í þessum leik sem var á tilfinningunni í landsleiknum að hollenzka liðið er mjög álíka hinum ís- lenzku — af betra taginu. f Iandsleiknum og þessum leik mættust lið, sem eru'jafnfæt is knattspyrnulega séð. Bæði liðin eiga sína kosti — bæði sína stóru galla. Það er undir hælinn lagt hvort vinnur hverju sinni, en í báðum þess um leikjum stóðu ísl. liðin sig með sóma. Mörkin létu ekki á sér standa. Strax eftir 2 mín. skora Hollend- ingar. í hálfleik stóðu leikar 2:1 fyrir Holland en 4:1 urðu úr- slitin. Mörkin komu þannig: 0t t Strax á 2. mín. komust •» Hollendingar í gegn. Það skeði heldur klaufalega eft ir kantupphlaup. Kerens mið- herji fékk knöttinn á um 20 m færi og sendi að marki. Heimir hafði hendur á knettinum en hann snerist úr höndum hans og inn í markið. Það var erfitt að byrja leikinn með þetta mark á baki KR-ingum, og það hafði veruleg áhrif á leik þeirra. /Á. O Kerens fékk aftur tæki færi nokkrum mínút- um síðar. KR-vörnin átti ákaf- lega klaufalegan leik gegn upp- hlaupi Hollendinga og Kerens fékk ótruflaður að senda knött inn í netið af mjög stuttu færi eftir fyrirsendingu. 7# Rétt fyrir miðjan hálf leikinn fá KR-ingar minnkað bilið. Sveinn Jónsson, Gunnar Fel. og Ellert leika fram miðju og vinstri vallarhelming. Ellert kemst í færi og skorar af um 13 m færi ufidir þverslá og inn. Það var fallega skorað eftir fallegt upphlaup. 7,0 Á 13. mín. síðari hálf- • «5 leiks skorar Rovers sem nú var kominn í stað Kerens á miðjuna. Hann sendi knöttinn í netið með skalla eftir auka- spyrnu sem tekin var á vallar- miðju. Það virtist hættulítið en dugði til marks — annað heppn ismark Hollendinga. Á síðustu mínútu leiks ins skoraði Libregts framvorður fallegasta markið. Hann átti skot af um 20 m færi og það heppnaðist svo vel að fær 1:4 Þrasað um heimsmet S. 1. sunnudag stökk rúss- neski hástökkvarinn Brummel 2.23 m í hástökki og það var tilkynnt sem nýtt heimsmet. Bandariskir segja nú a3 Brummel hafi ekki sett nýtt heimsmet með þessu stökki heldur jafnrað með John Thomas. Þegar John Thomas stökk var stökkhæðin mæld í fetum. Var hún 7 fet 3% tommur en umreiknað í metrakerfið er það 229 sentimetrar. Alþjóða- sambandið „sléttaði“ töluna þá er hún staðfesti met Thom- as í 2.22 m. Nú segja Banda- ríkjamenn að met Thomas eigi frekar að vera 2.23 heldur en 2.22. ustu markmenn fengju aldrei varið. Knötturinn sleikir tvær slár — lenti í bláhorni uppi, svo óverjandi var. Eitt af fáum skot um sem heppnast svo vel. Og þetta varð lokamarkið. Innsigl- aði alltof stóran sigur Hollend- inga. /f Jafn leikur Leikurinn var annars i járn um .KR-liðið átti fullt eins mikið af góðum og fallegum upphlaupum — en það vant- aði bitjárn í framlínuna. Miðjutríósmennirnir komust allir í góð færi en gengu ekki nýtt. Undirbúningurinn var þó oft svo að mark hefði verið verðskuldað. Maður freistast til að ætla að með Þórólfi sem þungamiðju í sókn hefði þessi leikur verið létt unninn fyrir KR. Tækifærin voru mörg en nýttust mjög illa. Hjá Hol- lendingunum voru þau færri og ver uppbyggð en nýttust þeim núna bctur. Beztu menn KR-inga voru Bjarni, Hörður og Gunnar Felixssynir. Það er einsdæmi að þrír bræður • leiki í sama liði og enn sjaldgæfara að þeir myndi þungamiðju liðsins en það voru þeir bræður í gær ásamt Heimi í markinu. Hjá Hollendingum mæddi lítið á vörninni — það var svo auð- tekið sem þangað barst. En fram verðir þeirra áttu mjög góðan leik einkum Libreghts. Molenaar átti aldrei í erfiðleikum með Ellert Og bakverðirnir áttu léttan dag með útherja KR sem áttu miður góðan leik. Það var kannski ekki að vænta góðs leiks af hálfu íslendiriga nú þar sem svo stutt er frá landsleiknum og þeim leikjum er öllu réðu um val í hann. Þetta er aukaleikur sem enga þýðingu hefur — en KR-iiðið verðskuld- aði betri útkomu en þarna kom fram. UMFK fer í úrslit að Laugum Á SUNNUDAG fór fram knatt- spyrnukappleikur á grasvellinum í Njarðvík þar sem lið UMF Keflavíkur Og Héraðssambands- ins Skarphéðins keppti um sæti í úrslitakeppni landsmóts UMFI að Laugum í sumar. Leiknum lauk með yfirburðasigri UMFK með 8 gegn 0. Lék UMFK gegn allsnörpum vindi í fyrri hálfleik og skoraði 5 mörk. Tókst leikmönnum að halda knetti við jörðu og voru skiptingar oft hraðar og skemmti legar. Lið UMFK var að mestu skipað ungum mönnum úr 2. og 3. aldursflokki með Högna Gunn- laugss og Hörð Guðmundsson sem fulltrúa hinna eldri. Haldi piltarnir áfram æfingum eiga Keflvíkingar hér efni í meistara- flokk sem lofar góðu um fram- tíð knattspyrnunnar hér syðra og ætti ekki að líða langur tími þar til ÍBK tekur aftur sæti í 1. deild. Lið Skarphéðins var skipað frískum og hraustum piltum en knattmeðferð þeirra er í ýmsu ábótavant og staðsetningar voru áberandi lélegar. — B, Þ. Frá landsleik Sveinn Teitsson var heiðrað- ur í hófi eftir landsleikinn á mánudaginn. Þá lék hann sinn 20. landsleik og fékk að laun- um styttu — knatspyrnumann á háum stalli. — Á fót stytt- unnar var letrað þakklæti KSÍ fyrir 20 landsleiki á ár- unum 1953—1961. Sveinn er annar maðurinn er þessa styttu hlýtur. Hinn fyrsti var Ríkarður Jónsson. Engir aðrir hafa 20 sinnum klæðst lands- liðspeysu íslands í knatt- spyrnulandsleik. Myndin sýnir er Björgvin Schram form. KSÍ afhenti Sveini styttuna. Hin myndin er frá landsleiknum og sýnir er Hollendingar settu þriðja mark sitt. Ekki verður sagt að Heimir hafi reynt það til varnar sem hann gat — en hans góðu hæfileikar dugðu ekki í það skiptið. — Myndir tók Sveinn Þormóðsson. V estmannaey ingar til ísafjarðar ANNAR og fjórði aldursflokkur knattspyrnumanna Þórs í Vest- mannaeyjum brá sér til ísafjarð- ar um síðustu helgi. Léku þeir við Hörð og Vestra 17. og 18. júní. Fyrri daginn vann Þór Vestra í 2. fl. með 3—0 en jafntefli varð hjá Þór og Herði í 4. flokki 1—1. Síðari daginn vann Vestri Þór í 2. fl. með 2—1 en Þór vann Hörð í 4. fl. með 2—0. Vestmannaeyingarnir báðu blað ið að flytja ísfirðingum alúðar- þakkir fyrir hjartanlegar mót- tökur. Einkum vilja þeir þakka þeim heimilum sem tóku Vest- mannaeyingana upp á sína arma ,og báru þá á höndum sér. Þá vilja þeir og þakka skipstjóran- um á Herjólfi fyrir það að fresta brottför í fyrrakvöld um 2 tíma svo hinum ungu knattspyrnu- mönnum gafst kostur á að sjá landsleikinn — en það er sevín- týri fyrir Vestmannaeyinga. Forkeppni í knatt- spyrnu fyrir mótið á Laugum Stað í Hrútafirði, 20. júní SL. sunnudag fór fram knatt- spyrnukeppni milli Borgfirðinga og Strandamanna á hinum nýja íþróttavelli við Reykjaskóla. Sigr uðu Börgfirðingar með þremur mörkum gegn tveimur. Keppni þessi er hluti af svæðakeppni þeirri ,er fram fer í sambandi við íandsmót ungmennafélaganna að Laugum í Þingeyjarsýslu 1. og 2. júlí n.k. Veitti sigur Borgfirð- inganna þeim rétt til keppni að Laugum. Helgina áður fór fram keppni milli Strandamanna og Vestur Húnvetninga, og sigruðu Stranda menn í þeirri keppni. — mgg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.