Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 19
f'immtudagur 22. júní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 19 Verkfallsverðír reyna að hindra affermingu eftir að úrskuíð- ur um lögbann var kveðinn upp. — Lögbann sett Frh. af bls. 20. farið. Væri „Dagsb’rún" eina fé- lagið, sem hefði í samningum sin um ákvæði um kaup og kjör við slíka vöruflutninga, og „Iðja“, félag verksmiðjufólks, semdi ekki um neina vinnu utan verk- smiðjuveggs. Þessu var mótmælt af Kassagerðinni og lögð fram vottorð til staðfestingar. • Framgangur lögbannsgerðar leyfður 1 lok úrskurðarins segir, að ekki verði „séð, að mál þetta falli undir félagsdóm, og verður því frávísunarkröfu gerðarþola ihrundið.“ Og síðan hljóðar úr- skurðurinn: „I>að er fram komið í málinu að gerðarþoli („Dags- brún“) hafi látið hindra störf gerðarbciðanda (Kassagerðar Reykjavíkur hf.), og þar sem ekki er útilokað, að aðgerðir þess ar kunni að vera' ólöglegar og brot á rétti gerðarbeiðanda, þyk- ir verða að leyfa framgang hinn- ar umbeðnu lögbannsgerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda, og gegn tryggingu, sem er talin hæfilega ákveðin kr. 100 þúsund.“ — Málskostnaðarkröfur beggja að- ila-voru ekki teknar til grpina sérstaklega fyrir fógetarétiríum.. Málshöfðun innan viku Lögum samkvæmt verður að höfða mál innan viku til stað- festingar úrskurðinum, en hann gildir engu að síður frá upp- kvaðningu, enda slíkt tilgangur- inn með lögbanni, að fá löglaus- um athöfnum afstýrt til bráða- birgða, þar til dómur hafi endan- lega gengið um ágreiningsefni. Mál út af ofangreindum lögbanns úrskurði verður rekið fyrir Bæj- arþingi Reykjavíkur, en dómi má síðan að venju áfrýja til Hæsta- réttar. * Málflytjandi Kassagerðarinnar er Páll S. Pálsson, hrl., en Egill Sigurgeirsson, hrl. varði málið fyrir Dagsbrún. — Dönsku Framh af bls. 6. Þegar þetta er skrifað ríkja vonbrigði á íslandi vegna frest- unar á afhendingu handrifcanna. Mætti því ætla, að ekki væri tímabært að minnast á smáatriði hér, sem ég hef ekki séð hreyft á prenti en finnst þó full ástæða til að rætt sé. Á ég hér við þakklætisvott okkar til Dana vegna framkomu þeirra imdan- farið. Þótt tekizt hafa að safna at- kvæðunum sextíu til frestunar á afhendingu handritanna má það ekki verða til þess að dyljra fyrir mönnum kjarna þessa máls. En hann er sá, að bæði þing Dana og almenningur hefur sýnt ein. stakan velvilja í garð íslendinga og væri með öllu óforsvaranlegt ef við ekki sýndum þessu fólki, að við kunnum að meta baráttu þess í réttlætismáli okkar. Því fylgir talsverður vandi, að þiggja aðstoð og gjafir af öðrum. Meg- um við aldrei láta það spyrjast, að við höfum ekki skilið hvílíkt veglyndi samþykkt handrita- frumvarpsins í raun og Veru var, þótt svo slysalega tækist til með framkvæmdina. Og fari svo, að Danir sendi okkur handritin eft- ir þrjú ár, þá verður þar um ein- stæðan atburð að ræða í sam- skiptum þjóða. Ef til vill getum við snúið þessum þremur árum okkur í hag, svo að við verðum þess verðugri að fcaka á móti menning ararfi okkar, fari svo að hann eignist samastað hér. Og þá væri gaman ef okkar eigið þing hefði iagt á ráð um hvernig brugðizt verði við sendingunni. Er ekki sjálfsagt, að Árnasafn verði risið, þegar þar að kemur? Og er ekki sjálfsagt að við höfum ákveðið hvernig við launum vinum okkar ef þeir verða h;num yfirsterkari? <S>——-------------------------- v, Hvernig væri að leggja drög að nýrri Flateyjarbók? Sú yrði gerð af skinni, skreytt af beztu lista- mönnum okkar óg rituð af okkar mestu meisturum. Textinn yrði að sjálfsögðu ekki saminn fyrr en útséð er um úrslit handrita- málsins, en hann geti bæði verið í lausu máli og ljóðum og fjallað um þakklætisskuld okkar við Dani. Við höfum unað okkur við hina myrku hlið samskiptanna allt of langan dag og'væri sann- arlega sorglegt ef þingmönnun- um sextíu tækist að ýfa þau sár. En sjálfra okkar Vegna verðum við að sýna Dönum, að enn er drenglyndið metið norður hér. Auk handritanna og fimmtíu þúsund krónanna hafa Danir ný- verið gefið stórgjafir til Skál- holts og lagt eina milljón danskra króna í sjóð til að stuðla að sam- vinnu íslendinga og Dana. Þá væri íslendingum brugðið, ef þeir ekki tækju í þá bróðurhönd, sem þama er fram rétt. Reykjavík, 14. júní 1961. ___________Einar Pálsson, Samkomur Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20,30 JVlmenn sam- koma. Söngur og hljóðfæraslátt- ur. Allir velkomnir. Hjartáns beztu þakkir, óskir og kveðjur til ykkar allra sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 13. þ.m. Sumarliði Halldórsson. Innilegt þakklæti til barna minna og allra vina og vandamanna ,sem heiðruðu mig á 80 ára afmæli mínu 8. maí. — Guð blessi ykkur öll. Mekkín Bjarnadóttir, Hlíðarenda, Eskifirði. Konan mín MARGBÉT ÞORSTEINSDÓTTIR andaðist 19. þ.m. í Bæjarspítalanum. Matthías Helgason. Konan mín INGUNN ARNÓRSDÓTTIR húsfreyja í Eyvindartungu, andaðist í Landsspítalanum 21. þessa mánaðar. Jón Teitsson. Maðurinn minn KJARTAN SÆMUNDSSON frá Stapakoti Verkfallsverðir reyna að hindra affermingu verður jarðsettur frá Njarðvíkurkirkju laugardaginn 24. júní kl. 2,30. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 1,15. Herdís Þórðardóttir. Móðir okkar eftir að lögbannsurskurðurinn var kveðinn upp Frú STEFANlA GlSLADÓTTIR kaupkona, F.FTIR að upp hafði verið kveð- inn lögbannsúrskurður sá, sem getið er annars staðar í blaðinu, hófsi að nýju afgreiðsla og flutn- ingar hjá Kassagerð Reykjavík- ur en í fyrstu gengu þeir þó ekki fyrir sig árekstralaust með öllu. _ • Tveir vörubílar, sem stöðvaðir voru við pappaflutninga á dög- unum, voru við verksmiðjuhúsið á horni Skúlagötu og Vitastígs. Önnur bifreiðin, sem var þar inni í undirgangi, var þegar af- fermd. Hinni hafði verið lagt á bifreiðastæði rétt fyrir ófan verksmiðjuna, og höfðu verk- fallsmenn króað hana af með Ihálfkassabifreið, sem þeir höfðu til afnota. Þegar enginn gaf sig fram til að fjarlægja kassabif- reiðina, tók lögreglan að sér að gera það með aðstoð nokkurra nærstaddra, en allmargt manna var þarna samankomið. Var það tim hálf-tvö leytið. Fyrst þegar því var lokið, gaf sig fram úr hópnum maður, sem dró lykla bílsins upp úr vasa sínum. Sagð- ist hann ekki hafa fengið boð um að aka á braut. — Að svO •búnu voru vörurnar teknar af síðari flutningablínum líka. Lögðu vörubíl á veginn Þegar affermingu í þetta sinn lauk, fóru báðar vörubifreiðirnar inn í Laugarnes, þar sem Kassa- gerðin er að búa um sig í nýju verksmiðjuhúsi, til þess að sækja næsta pappafarm. Á leiðinni til baka upp frá verksmiðjunni, sem stendur fyrir neðan Kleppsveg, voru verkfallsmenn enn á verði. Virtust þeir ekki um úrskurðinn vita og kváðust ekki trúa er Iþeim var sagt frá honum. Lögðu þeir vörubíl þvert á veginn, svo að naumlega tókst að kom- ast framhjá. Reyndu að hindra affermingu Síðan segir ekki af ferðum pappaflutninga-bifreiðanna, fyrr en hún kom niður að verk- smiðjunni við Skúlagötu. Þá var þar hópur verkfallsvarða „Dags- brúnar“, sem enn á ný reyndu að Hindra affermingu. Bættist Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður „Dagsbrúnar“ brátt 1 hóp þeirra. Mun Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, sem var þarna með nokkrh lögreglu- menn, hafa bent honum á, að úrskurðinum yrði að hlýða. í fyrstu létu verkfallsmenn ekki segjast, en áður en langt leið fór Guðmundur að tala um fyrir mönnum sínum, og tókst honum um síðir að hafa þá á brott með sér: „Við skulum fara burt, strákar", mælti hann. „En við eigum næsta leik“! Flutningar með eðlilegum hætti Vörubifreiðarnar voru síðan affermdar Og héldu 'flutningar eftir þetta áfram með eðlilegum hætti. Stóðu þeir enn í gærkvöldi og var áformað að halda þeim áfram í nótt, enda hefur fram- leiðsla tafizt illa þann tíma, sem deilumál þessi hafa staðið yfir. f Kassagerðinni er nú lögð mest áherzla á framleiðslu þylgju- pappakassa utan um fisköskjur þær, sem fluttar eru úr landi. — Laos Framh. af bls. 1 — Nosavan sagði, að fulltrúar hinna þriggja aðila hefðu kom- izt að samkomulagi um það, hvernig unnt yrði að sameina hið stríðandi herlið í Laos — og einnig um það, að áður en samsteypustjórn yrði mynduð skyldi núverandi ríkisstjórn fara með framkvæmdavald í land- inu vissan tíma. Þá kvað hann aðila einnig vera nokkurn veg- inn sammála um, hver megin- stefna væntanlegrar samsteypu- stjórnar skyldi vera — og hver væru brýnustu verkefnin, sem hún þyrfti að vinna að. ÍC Laos-nefndin óstarfhæf Á 14 ríkja ráðstefnunni í Genf lagði kanadiski fulltrúinn, sem fyrr segir, áherzlu á nauð- syn þess, að eftirlitsnefndin í Laos yrði að fá nauðsynleg far- artæki til þess að geta fylgzt með gangi mála í landinu og rannsakað kærur um brot á vopnahléssamkomulaginu, sem sífellt eru að berast — en til þess hafi nefndin verið alls ó- fær hingað til, beinlínis vegna þess, hve erfitt hafi reynzt að komast til þeirra staða, sem hún hefði þurft að heimsækja. Full- trúar Bandaríkjanna og Bret- lands studdu eindregið sjónar- mið Kanadamannsins. Pólski fulltrúinn taldi aftur á móti, að of mikil áherzla væri lögð á þetta atriði. Hann gagn- rýndi mjög tillögu þá, sem Frakkar hafa lagt fram til lausnar á Laosmálinu — og kvað hann samþykkt hennar jafngilda því, að fullveldi Laos yrði alls ekki virt í verki. Þá taldi hann bandarísku viðauka- tillöguna, sem lögð var fram í gær, aðeins gera illt verra. Císli Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — íiíroi 19631. Hverfisgötu 39, andaðist í Landakotsspítala að morgni 21. júní. Guðný Ámundadóttir, Guðrún Ámundadóttir, Vilborg Ámundadóttir. SIGRlÐUR HULDA ÁGUSTSDÖTTIR Bogahlíð 24, verður jarðsungin frá Kristskirkju landakoti, föstudag- inn 23. þ.m. kl. 10 f.h. — Blóm eru vinsamlega afbeðin. Jóna G. Jónsdóttir, Ágúst H. Kristjánsson. Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Sandvík Eyarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 24. júní. — Athöfnin hefst að heimili hennar kl. 1,30. Börn, tengdaböm og barnabörn. Ihnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa B. M. SÆBERG bifreiðarstÖðvareigenda. Drottinn blessi ykkur öfi. Jóhanna Sæberg, Stella Sæberg, Kristján Kristjánsson og dótturbörn. Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför MARGRÉTAR GUÐNADÓTTUR Fyrir mína hönd, móður, barna. tengdabarna, barna- barna og systkina. Benedikt Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.