Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. júní 1961 Skyndibmðkaup Renée Shann: j ! — Hvernig er mamma? spurði Júlía, kvíðafull. — f>að er allt í lagi með hana, laug Sandra. — Ræður sér ekki fyrir ójþolinmæði að losna við Þig- Júlía svaraði gremjulega. — Það væri betur ef ég mætti trúa þér. Ég vona bara, að þú verðir ekki of mikið fyrir barðinu á henni og ég vona líka, að hún fari ekki að gráta á stöðinni, því að þá færi ég líklega að skæla. — Já, ég á víst von á góðri skemmtun! John rak höfuðið inn um gætt- ina ag sagði, að það væri til skammar, að hann skyldi þurfa að fara til vinnu þegar hún elsku systir sín væri að fara yfir á hinn enda veraldóir og hamingjan mætti vita, hvenær faann sæi hana aftur. Júlía brosti til hans. — Það er nú ekki alveg yfir á hinn end- ann. Og vonandi verð ég komin aftur eftir svo sem ár eða þar um bil. — Ég reyndi að fá að koma ofurlítið seinna í dag, sagði John — en svo höfum við einhver ó- sköp að gera. — Ertu búinn að fá morgun- matinn þinn? spurði Sandra. — Nei, ég ætla að fara að fá mér bita. — Ég skal finna mat handa þér, sagði Júlía. — Það verður síðasta húsverkið mitt um langan tíma. Og meðan John var að borða sagði hún: — Þú verður að hugsa vel um hana mömmu, John. Það getur verið, að hún verði dálítið niðurdregin fyrstu dagana. — Ég skal hafa auga með henni, svaraði John hressilega. — Vertu alveg óhrædd. — Mér þykir svo leiðinlegt að vera að yfirgefa ykkur öll. — Þér myndi þykja það enn- þá leiðinlegra, ef það skyldi allt í einu koma á daginn, að þú gæt ir alls ekki farið. Júlía viðurkenndi með sjálfri sér, að þetta væri ekki nema hverju orði sannara. Þegar hún hafði kvatt hann, gekk hún upp í herbergið sitt, til þess að ganga frá því síðasta af dótinu sínu. Þegar því var lokið, stóð hún kyrr stunctarkorn' og horfði kring um sig í herberginu, sem hún þekkti svo vel og fór að hugsa um, að nú væru að verða straumhvörf í lífi hennar. Þegar hún kæmi næst í þetta hús, yrði hún orðin konan hans Robins, og þá yrði það Robin en ekki Sandra, sem hefði þetta herbergi með henni. Það greip hana ein- kennileg tilfinning, er hún hugs- aði til þess, hve nálæg þessi um- skipti voru. Einhvernveginn höfðu síðustu dagarnir liðið svo fljótt; það hafði verið svo margt um að hugsa og svo lítill tími til að hugsa um hvað hennar beið. En nú fann hún til ákafs spennings um sig alla. í dag var hún að leggja upp í ferð sína. Eftir hálfan mánuð eða efcki það. Hún heyrði móður sína kalla: — Morgunmaturinn þinn, Júlía. Hún þaut niður í borðstofuna. — Hérna er flesk og egg, sagði frú Fairburn, eins og ekkert ó- venjulegt væri á seiði. — Og þú átt að klára það. Frú Fairburn hafði nú aftur fullkomið vald yfir sér. Hún vissi vel, að Júlíu vegna mætti hún ekki láta á neinu bera heldur yrði hún að vera kát. Söndru létti ósegjanlega, er hún sá, að móðir hennar var að reyna að hafa hemii á sér. Morgunverður- inn varð því róleg máltíð, og meðan á honum stóð, komu nokkrir nágrannar inn til að kveðja Júlíu, en enginn vakti máls á því, hve nálæg skilnaðar stundin væri. Og áður en þær hefðu hug- mynd um, hversu nálæg sú stumd væri, var bíllinn kominn, er skyldi flytja þær á stöðina. Júlía setti upp hattinn, fór í kápuna og greip töskuna sína og hamzkana. — Hugsaðu þig nú um andar- tak, hvort þú hefur ekki gleymt neinu sagði Sandra. — Ég er alveg viss. En svo kom áhyggjusvipur á andlitið. — Og þó: Ég hef gleyrnt vega- bréfinu mínu. — Það er þarna í handtösk- unni þinni. — Ég get hvergi séð það. — Ég setti það þar sjálf. Auðvitað var vegabréfið þarna í sérstöku hólfi í stóru handtösk- unni, sem tennisklúbburinn hafði gefið Júlíu. Nú brosti hún til Söndru. — Auðvitað er það þarna. Ég læt eins og bjáni. Það er víst ferðahugurinn. — Þú verður nú að aðgæta að fara af skipinu í réttri höfn og giftast réttum manni, sagði Sandra. — Vertu óhrædd. Bílstjórinn hafði nú komið far angrinum upp í bílinn og beið eftir þeim. Þær gengu nú í hóp niður eftir garðstígnum. Frú Fairburn fór að hugsa um, hvern ig henni myndi verða í skapi þeg ar hún gengi þennan stíg til baka seinna um daginn. Hvað allt yrði þá tómt! Þetta kom allt af harðar niður á þeim sem eftir varð um kyrrt. Júlía sat hjá henni í vagninum en Sandra gegnt þeim. Fyrst hafði þeim dottið í hug að senda farangur Júlíu á undan og fara svo með neðanjarðarbrautinni til Water- loostöðvarinnar, en svo fannst þeim þægilegra væri að hafa það svona, enda þótt leigubíll væri nú hálfgerð eyðslusemi. Júlía sat á brúninni á sætinu og horfði út, þegar þær óku gegn um borgina, eftir að komið var út úr útborginn. Far vel, London hugsaði hún með sjálfri sér. Nú fóru þær fram hjá þinghúsinu og Big Ben. — Þú getur heyrt í útvarpinu þegar hann slær, sagði Sandra. — Og þá fyllistu auðvitað heim- þrá. Á stöðinni var mikill mann- grúi og hávaði. Burðarmaður fann sæti Júlíu og kom farangr- inum fyrir í netinu. — Hinn far angurinn er í fremsta vagninum, ungfrú, sagði hann. — Þér þurfið engar áhyggjur að hafa af hon- um. — Þakka yður fyrir. Sandra leit á úrið sitt og varð fegin, að stundin skyldi bráðum vera komin. Þessar skilnaðar- stundir voru óneitanlega þreyt- andi. Hún fann snöggvast til að- daunar á móður sinni, sem hark- aði miklu betur af sér en hún hafði búizt við. Og nú voru burð armennirnir að skella hurðunum aftur. Júlía faðmaði móður sína, en gat varla komið upp orði. — Líði þér vel, elskan, sagði frú Fairburn. — Mér líður áreiðanlega vel, rnamma. — Og komdu fljótt heim aft- ur. Sandra flýtti sér að kyssa Júl- íu. Hún var ekki meir en svo viss um, að sér tækist að stilla sig, nú þegar skilnaðarstundin var upp runnin fyrir alvöru. Það mætti hún aldrei láta um sig spyrjast, að hún yrði sú fyrsta þeirra til að beygja af. — Vertu sæl, Júlía, og góða ferð. — Líði þér vel Sandra. Sandra brosti. — Það verður allt í lagi. Nú var blásið til brottfarar. Júlía hallaði sér út úr glugganum og veifaði til þeirra. Þetta var lokakveðjan.. Og hún var fullt eins sár og hún hafði óttast. Á þessari sársaukastund gleymdi hún jafnvel því, að hún var á leiðinni til Robins. Hún beið þangað til móðir hennar og syst- ir voru orðnar að smádilum í fjarska og að lokum ósýnilegar. Þá fyrst gekk hún til sætis síns í vagninum og reyndi eftir mætti að sökkva sér niður í dagblaðið, sem hún hafði með sér. V. Eitthvað þrem klukkustundum seinna rann lestin hægt upp að pallinum á brautarstöðinni í hafn arborginni. Júlía var þegar kom- / á 6 IF WE COULP GET MRS. WOODALL TO PRODUCE A NEW CANDV BAR FOR OUTDOOR PEOPLE AND GIVE IT A WOODSV NAME, IT ^ MIGHT GO / ^ ÆSBfim W' TRIPWELL'S GONE...THE L GOODV-GOO BAR WAS OUR BIG ACCOUNT ...WHEN IT BEGAN TO COLLAPSE HE GOT SCARED, AND I AGREED TO ÐUV HIM OUT/ COLTER, THAT COP EATING A PIECE OF CANDV GAVE ME AN IDEA... AS VOU ADVERTISING MEN SAV, IT MIGHT BE A N-, GlMMICK/______________y I guess it would TAKE MONEY TO PROMOTE IT, IF YOU AND TRIPWELL ARE WILLING TO GAMBLE/ JUST WHAT DO YOU MEAN, TRAIL? — Colter, þegar ég sá lögreglu þjóninn borða sælgæti, datt mér nokkuð í hug .... Nokkuð sem þið aiuglýsingamennirnir mund- uð kalla auglýsingabragð! — Hvað áttu eieinleea við Markús? — Ef við gætum fengið frú Woodall til að framleiða nýja tegund sælgætis fyrir þá, sem eru mikið úti, og kalla það nafni er minnir á skógana, gæti það ef til vill gengið! Ég reikna með að það kosti talsvert að auglýsa það ef þú og Tripwell viljið taka áhættuna! — Tripwell er fariinn .... Goody-goo sælgætið var bezti auglýsandinn okkar .... Þegar sal'an á því tók að dragast sam- an varð hann hræddur og ég sam- þykkiti að kaupa hans hlut í fé- laginu! in fram í ganginn með kápuna sína á handleggnum og horfði út um gluggann með ákafri forvitni Nú var hún raunverulega komin af stað! Þarna fyrir framan hana lá tröllaukið skipið, sem átti a3 flytja hana til Robins. Allur dap- ureikinn yfir að skilja við móður sína og systur hvarf nú eins og dögg fyrir sólu, og hún fylltist eftirvæntingu, sem fékk augu hennar til að ljórna og kinnar hennar til að roðna. Hvað hana hafði oft dreymt þessa stund, síðustu vikurnar! Dregið upp fyr ir sér mynd af þessu öllu. Mann* grúanum. Skipinu, sem beið eftir henni. Landgöngubrúnni, tfoð- fullri af fólki. Þjónunum, sem vísuðu þeim til herbergja sinna. — Ungfrú Júlía Fairburn? Þjónninn rýndi í farþegaskrána. — Það er númer 48 á E-þilfari. Þarna voru aðrar eiginkonur á sama ferðalagi og aðrar ungar stúlkur, sem ætluðu að fara aS gifta sig eins og hún. Þó ekki margar, hélt hún. Hún elti þjón- inn til káetunnar sinnar, og hann setti töskurnar hennar í káetuna. — Hvenær siglum við? •—Eftir hér um bil hálftíma ungfrú. Hún tók eitthvað upp úr tösk- unni og leit svo á sjálfa sig i speglinum, og sá, að hún var eins snyrtileg og hún ætlaði að fara að ganga á land í Englandi. Hún horfði nú út og sá stóru hegrana, sem voru að lyfta heljarmiklum kössum um borð, fleiri farþega, sem voru að koma um borð og yfirleitt allan fyrirganginn, sem jafnan fylgir brottför skips úr höfn. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 22. júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,A frívaktinni“, sjómannaþátt- ur (Kristín Anna Þórarinsdóttir) 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Samleikur á fiðlu og píanó: Vaiman og Karandshova leika sónötu í G-dúr eftir Ravel. 20:20 Synoduserindi: ,,Far þú og gjör slíkt hið sama" (Séra Örn Friðriksson á Skútustöðum). 20:50 Einsöngur: Mario del Monaco syngur. -51:15 Erlend rödd: — Leikritaskáldið Eugéne Ionesco talar um til-* raunaleikhús — (Guðmundur Steinsson rithöfundur). 21:45 Organtónleikur: Dr. Páll tsólfs-* son leikur á orgel Kristkirkju 1 Landakoti. a) Tokkata í a-moll eftir Jan Sweelinck. b) Benediktus eftir Max Reger, 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur<« inn“ eftir Antonio de Alarcón; VII. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68 (Pastoral) eftir Beethoven (Sinfóníuhljóm sveit Vínarborgar leikur; Otto Klemperer stjórnar). 23:10 Dagskrárlok. Föstudagur 23. júnf 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar> 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0® Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfp. 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Walter Anton Dotzeí syngur óperettulög eftir Johana Strauss og Franz Lehár. 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð« mundsson og Tómas Karlsson). 20:45 Tónleikar: Spænskir dansar eftif Granados (Hljómsveit tónlistar háskólans í París leikur; Enriqu# Jorda stjórnar). 21:00 Upplestur: — Björn Daníelssoit skólastjóri á Sauðárkróki les frumort kvæði. 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts; XIII: Guðmund ur Jónsson leikur sónötu í B-dúr (K333). 21:30 TJtvarpssagan: „Vítahrlngur" eft ir Sigurd Hoel; XIII. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðuríregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur* inn“ eftir Antonio de Alarcón; VIII. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 I léttum tón: íslenzk dægurlög leikin og sungin. 23:00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.