Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. júlí 1961 Afli dragnótabáta betri en í fyrra Kolinn er heilfrystur d Bretlandsmarkað Nýtízku togari sýndur í Hul 1200 lesta skuttogari til veiða á fjarlægum miðum HULL, 4. júlí (Reuter) — Nýtízku togari, sem sérstak- lega hefur verið smíðaður til að leysa þau vandamál, sem fólgin eru í löngum veiði- ferðum og leit að nýjum fiskimiðum við Nýfundna- land og Grænland, var til sýnis í dag. TVÖFALT STÆRRI Hinn nýi togari, Nelson lávar'ð ur, sem smíðaður var í Þýzka- landi, er 1200 lestir að stærð eða tvöfalt "stærri en venjulegir tog- arar, sem Bretar nota til fisk- veiða á fjarlægum miðum. Þetta er skuttogari, með sérstökum út búnaði til þess að taka vörpuna inn að aftan. AFLINN DJÚPFRYSTUR í togaranu-m eru tæki til þéss að djúpfrysta þriðjung aflans. Gert er ráð fyrir að veiðiferðir kunni að standa í allt að 40 daga að jafnaði. Áhöfn togarans mun 185. þjóðhátíð Bandaríkjanna í GÆR, 4. júlí, var þjóðhátíðar- dagur Bandaríkjanna en nú eru 185 ár liðin síðan Bandaríkja- menn hlutu sjálfstæði, árið 1876. Islenzk-ameríska félagið minnt ist dagsins með kvöldfagnaði í veitingahúsinu Lido, og átti sendiherra Bandaríkjanna, Jam- es K. Penfield, að flytja þar ávarp. Bifreið valt niður langa skriðu Þingeyri, 4. júlí. AÐFARANÓTT sunnudags valt bifreið norðarlega í Hrafnseyrar- heiði, í annarri S-beygjunni þar. Voru 4 piltar frá Hafnarfirði þar á leið suður í Volkswagenbifreið, Og fór bifreiðin út af sneiðingn- um er þeir voru á uppleið. Mun bíllinn hafa farið þrjár veltur niður ca. 15 m. skriðu, en piltarnir sluppu furðanlega. — Tveir voru alheilir, einn lítilshátt ár meiddur, en sá fjórði hafði fengið höfuðhögg og ekki vitað um meiðsli hans. Flugvél kom frá Reykjavík til Þingeyrar og Sótti mennina suður. En bifreiðin, sem var mikið skemmd, var flutt sUður á vörubifreið frá Þingeyri. — M.A. Átfa tíma tók að fá lækni með hraði Gjögri, Ströndum, 4. júlí TTM 12 leytið í gærdag slasaðist 12 ára drengur, Jón Jónsson á Stóru-Ávík. Var verið að setja ljá við dráttarvél, er fjöðrin slapp fram af og lenti í auga Jóns litla. Blæddi mikið og augað sökk. Var hringt í Jón Jóhannsson, lækni á Hólmavík, sem lagði strax af stað í bíl til Kaldrana- ness. Þangað sótti mótorbáturinn Flugan frá Djúpuvík hann og kom læknirinn að Stóru-Ávík kl. að ganga átta í gærkvöldi. Telur læknirinn að sjáaldur drengsins hafi ekki skemmzt en augað er mikið marið. Mun hann hafa fengið snert af heilahrist- ing að auki. Var líðan drengsins eftir atvikum í morgun. - Regína verða 32—35 manns. Ganghraði er um 15 sjómílur. Eigendur togarans, The Lord Line Ltd., telja að Nelson lávarð ur (Lord Nelson), sé lausnin á þeim vanda, sem langar og erfið að veiðiferðir skapa. Muni togar ar af þessari gerð því einkum verða notaðir í framtíðinni. — Togarinn kostar um ^50 þúsund sterlingspund. AFLI dragnótaveiðibá.tanna er nú mjög góður, bæði í Faxa- flóa og í Vestmannaeyjum. Er aflinn yfirleitt mun betri en í fyrra, mestur hlutinn koli. Reynt er að heilfrysta sem mesit á Bretlandsmarkað, því verð er þar tiltölulega betra á heilfrysitum kola en flökuðu.m, sérstaklega vegnia þess að hér þykir gott að fá 40% nýtingu við flökun kolans. Bretar flaka hann síðan og hjá þeim nýtist hann aMt að 50%. Aðeins fyrsta flokks koli er heilfrystur og er gæðaimat hans mjög strangt. í sumum verstöðv um er allt að þriðjungur aflans gallaður, þegar í land kemur — fiskurinn marinn, eða vitlaust tckið innan ur honum. í Vestmannaeyjum hefur gætt óánægju meðal útgerðarmannia vegna þess að mikið af sólkoia hefur farið í annan flokk án Bandaríski listfræð- kom í gær ingurinn f GÆRKVÖLDI, rétt fyrir mið- nætti kom Dr. Alfred H. Barr, bandaríski listfræðingurinn, sem getið var um í blaðinu í gær, ásamt föruneyti sínu. Fréttamað- ur Mbl. hitti Mr. Barr að máli á flugvellinum og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Mr. Barr hefur áður verið hér á landi í þrjár klst. Og notaði þá tímann til þess að skoða listasafnið og þjóðminjasafnið. Hann kvaðst hafa hrifizt mjög af gömlu ís- lenzku tréskurðarmyndunum og einnig málverkunum á listasafn- inu, einkum Kjarval, sem hann sagði mjög frumlegan í verkum sinum. Mr. Barr er kominn hingað til fyrirlestrahalds og til þess að kynnast landi og þjóð. Hann kvað mögulegt, að safn hans, — Helander Framh. af bls. 1 í fyrsta sinn um 345 ára skeið sem sænskur biskup hafði verið dreginn fyrir dómstól. Og í sænskum blöðum var talað um atburð þenna sem „mesta hneyksli í sögu sænsku kirkj- unnar“. Helander, sem áður var pró- fessor í guðfræði við Uppsala- háskóla, vísaði ásökununum á bug og kvaðst saklaus af verkn- aði þessum. sern er eitt hið stærsta í veröld- inni keypti eitthvað af myndum eftir íslenzka málara. þess þó að fiskurinn sé sjáan*- lega sikemmdur. Ástæðan er sú. að brátt kemur að því, að sól- kolinn hrygni. Hann er því hor •aður og ekki tailinn fyrsta flokks markaðsvara. Um 70% af afia dragnótaveiðibátanna í Eyý’j.m er sóikoli. Um helgina héldu útgerðar. roenn þar fund með fulltrúum frystihúsanna og mun málið í at» hugun. Frystihúsin í Eyjum hafa ekki getað tekið við öllum afl- anum að undanförnu. Eru nokk- ur skip í stöðugum flutningum með ísfisk á Skotlandsmarkað. Tvö seldu nýlega, mjög sæmi- lega, tvö eru á leiðinni og verið er að landa í önnur tvö skip. Gröf Hemingways Ketchum, 4. júlí (NTB-Reuter) ERNEST Hemingway verður jarð settur hér í Ketchum síðar í vik- unni, við hlið gamla veiðifélaga síns. Var gröf Hemingways tek- in í dag hjá lerði rithöfundariná Taylor Williams, sem einnig átti héima hér í Sun Yalley. — Útför Hemingways mun fara fram í kyrrþeý og hefur ekki enn verið ákveðið, hvenær hún verður, þar sem beðið er heimkomu sonar skáldsins, Patricks, sem var á tígrisdýraveiðum í Afríku, þegar fráfallið bar að höndum. l NA /5 hnúior S V 50 hnútor X Snjó/toma * úSi MM V S/túrír K Þrumur W1Z, ■yS KMshi Hihskii H H*» I L L*„» 1 1 u i k, t jozc _ 1 'V 'W 1 Mikil hæð er yfir hafinu vestur af Bretlandseyjum og þaðan norður yfir fsland og Norðaustur-Grænlandi. Lægð in yfir Jótlandsskaga veldur hvassviðri af norðvestri í Hol- landi og á Nörðursjó, áreiðan- lega mannskaðaveðri. Mun veðrið hafa gengið austur yf- ir Danmörku og Suður-Sví- þjóð í nótt. Á kortasvæðinu er hlýjast í París, 20 stiga hiti. Á Kirkju bæjarklaustrl var hitinn líka 20 stig kl. 15. Var sólskin og ágætur þurrkur um allt norð an- og austanvert landið. Veðurspá kl. 10 í gærkvöldií SV-land til Vestfjarða og miðin: Hægviðri og úrkomu- laust fram á nóttina. SA-goIa og lítils háttar rignuig á morg un. Norðurland til S A-lands og miðin: Hæg breytileg átt, úr- komulaust og víða léitskýjað. Sparifé hefur aldrei auk izt svo mikið á einu ári Fjármdlatíðindi staðfesta vitnisbuið Utvegsbankans, SKÖMMU fyrir helgina var hér í blaðinu vitnað í árs- skýrslu Útvegsbanka íslands, þar sem það álit er m. a. látið í ljós, að vegna við- reisnarráðstafana ríkisstjórn arinnar hefði í fyrsta sinn um árabil náðst hér jafnvægi í peningamálum. Satt að segja hafði Morgunblaðið ekki bú- izt við miklum árásum af þessu tilefni úr herbúðum stjómarandstöðunaiar, þar sem svo vili til, að banka- stjórn Útvegsbankans er að meirihluta skipuð stjórnar- andstæðingum. En það kom í ljós á leiðara Tímans s. I. sunnudag, að hann er engan veginn af baki dottinn þrátt fyrir þetta andstreymi. Til þess að hrekja skoðun stjórn arandstæðinganna í Útvegs- bankanum vitnar hann ó- spart í Fjármálatíðindi Seðla bankans, en auðvitað er Tím- inn svo óheppinn, að tölur þær, sem hanrn birtir úr rit- inu renna einmitt styrkum stoðum undir álit bankastjórn ar Útvegsbankans. Þar sem blaðið virðist nú skynrdilega hafa fengið einhverja trölla- trú á því ágæta riti, Fjár- málatíðindum, er ekki úr vegi að vekja athygli þess á um- mælum, einmitt í sömu grein, sem það ber helzt fyrir sig. Þar segir m. a.: ,,Þær ráðstafanir í efnahags málum, sem lögleiddar voru hinn 20. febrúar 1960, settu mjög svip sinm á þróun pen- ingamálanna á árinu. Sæmi legt jafnvægi komst á í pen- ingamálum eftir sívaxandi peningaþenrslu mörg undan- farin ár. Útlánaaukningin varð hóflegri og innlánaaukn ingin meiri en verið hefur, og gjaldeyrisstaðan batnaði. Reikningsstaða ríkissjóðs við Seðlabankann batnaði veru- lega, sem og staða peninga- stofnana. Þróunin varð því til muna hagstæðari en verið hefur á liðnum árum“. Enn segir ritið, þar sem það ræðir sérstaklega áhrif vaxtahækkunarinnar, þann þátt efnahagsráðstafananna, sem Tíminn hefur ráðizt hvað harðast á: „Sparifé að frátöidum inn- stæðum í spnrisjóðsáivísana- bókum jókst um samtals 353 millj. kr. á árinu, sem er 103 millj. kr. meira en árið áður, og hefur sparifé aldrei auk- izt svo mikið á einu ári. Þetta er þeim mun athygiisverðara, þegar þess er gætt, að verð- lag allt hækkaði til muna við gengisbreytinguna, en kaup- gjald hins vegar ekki. Hefði því mátt búast við minni aukningu en áður. Vaxta- hækkunin hefur átt verulegan þátt í því, að meira fé kom inn í innlánsstofnanir en áður, en jafnframt ollu hinir háu vextir mjög mikilli hækkun í árslok, þegar vextir voru lagðir ^við innstæður“. Fjármálatíðindi gera Tíman um þannig- þann óleik að staðfesta í einu og öllu álit bankastjórnar Útvegsbankans á áhrifum viðreisnarinnar á þróun peningamálanna. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.