Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 1
20 síður mmgtdbltotoU^ 48. árgangui 147. tbl. — Miðvikudagur 5. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðar Helander kið upp að nýju Hann var dæmdur fyrir níðbréfa- skrif í árslok 1953 Stokkhólmi, 4. júlí (Reuter) — HELANDER, fyrrum biskup lútersku kirkjunnar í Sví- þjóð, sem sviptur var kjóli og kalli árið 1954, vegna níð- bréfaskrifa, befur fengið staðfesta fyrir hæstarétti Sví- þjóð, sem sviptur var kjóli urupptöku máls síns. Ný sönnunargögn Gaf hæstiréttur í dag út úr- skurð um, að málið skyldi tek- Helander biskup gengur í réttarsalinn 1953 Ið fyrir að nýju, þar sem hinn dæmdi hefði lagt fram ný sönn- unargögn, er gæfu tilefni til að aftur yrði fjallað um sök þá, er hann var tailinn sannur að í desember 1953, er dómur var kveðinn upp. Helander, sem nú er 64 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa skrifað 190 nafnlaus bréf til presta með rógi um keppi- naut sinn í biskupskosningu, prófessor Hjalmar Lindroth, og prest einn í Uppsölum, Erik Segelberg. í kosningunni hlaut Helander flest atkvæði. „Mesta hneyksli sænsku kirkjunnar" Yfir 50 vitni komu fyrir rétt í málinu á sínum tíma, en rétt- arhöldin stóðu í 17 daga og vöktu feikna-athygli. Var þetta Frh. á bls. 2 E n ii oeiroir ð Al s í r ALSÍR, 4. júlí (Reuter-NTB) — Mi'kill viðbúnaður er nú hjá frönsku öryggislögregtliunni hér í Alsír til þess að afstýra óeirð- um, sem búizt er við á miðviku- dag, þegiar uppreisiniarmenn muinu efna til mótmælaaðgerða gegn skiptingu Alsír. Síðasta sólarhring hefur verið fkittur hingað liðstyrkur m. a. frá Frakk landi, auk miargskonar varúðar ráðstafana annarra. ¦ - wm wm Vélbyssuskyttur og skriðdrekar að æfingum í útjaðri Kuwait. í Kuwait er nú tii reiöu 20 þús. manna herlið Home lávarður telur sjálfstæði landsins borgið iim sinn Hitabylgja varð yíir 60 manns að bana í Frakklandi og Hollandi París, 3. júlí (Reuter) YFIR 60 manns í Frakklandi og Hollandi létu lífið í hita- bylgjunni, sem gekk yfir V.- Evrópu um síðustu helgi. í Frakklandi dóu 43 af sól- stungu eða drukknuðu, og í Hollandi druklknaði tuttugu og einn. Samkvæmt uiiplýsingum veðurstofu hér, va'r á sunnu- daginn heitást í París af öllum höfuðborgum álfunnar — og heitara þar en á Sahara eyði- mörkinni. London, Kuwait, New York, fy. júlí. — (Reuter-NTB-AFP) Y FIR 20.000 hermenn, helmingurinn brezkir en hinir arabiskir sjálfboð'aliðar, voru á þriðjudag í Kuwait reiðu- búnir til að mæta hugsanlegri iiinrás frá írak. Liðsflutn- ingum brezka hersins frá Austur-Afríku og herbúðum við Miðjarðarhaf var haldið áfram, en þeim mun væntanlega verða lokið á morgun eða fimmtudag. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna mun taka málið til meðferðar að nýju á miðvikudag. — Brezki utanríkisráðherrann, Home lávarður, skýrði frá því í London í dag, að liðsflutningun- um yrði bráðlega hætt Og þá ein- ungis haldið áfram nauðsynleg- um birgðaflutningum. Við landamærin f morgunsárið á þriðjudag höfðu fjölmennir hópar arabiskra sjálfboðaliða safnast saman um- hverfis Fort Multa, sem þjóðveg- urinh liggur um skammt frá landamærum Kuwait og íraks. Voru þeir allir búnir gljáfægðum vopnum og virtust ótruflaðir af hinum gífurlegu hitum, sem þjáð hafa brezka hermenn á þessum slóðum. Skip á leiðinni Skip þau, sem í gær var sagt frá, að lögð væru af stað frá Möltu, eru væntanleg til Port Said á miðvikudag. Skýrði tals- maður utanríkisráðuneytisins i London frá því, að brezka stjórn- in hefði tilkynnt stjórn Arabiska sambandslýðveldisins, að flota- deild þessi mundi fara um Suez- skurðinn. Eru þetta 4 tundur- tuflaslæðarar Og eitt birgðaskip. — Þá er von á til Kuwait flug- vélamóðurskipinu „Centaur" sem er um 20 þús. lestir að stærð, og a. m. k. 3 tundurskeytabátum frá Cíbraltar. Moskvu-útvarpið hélt þvi fram í dag, að 5 bandarísk herskip væru kominn inn í landhelgi Kuwait. Þeirri staðhæfingu var þegar vísað á bug af utanríkis- ráðuneytinu í Washington. Liðsflutningum brátt hætt Home, utanríkisráðherra Breta komst svo að orði á fundi með erlendum fréttamönnum í Lund- únum í dag, að brezka stjórnin hyggðist flytja til Kuwait nægi- lega öflugt herlið, til þess að geta með vissu tryggt sjálfstæði furstadæmisins. Lét hann í ljós Framh. á bls. 19 Moore nauðlenti ÞYRILVÆNGJA frá varnar- liðinu nauðlenti í gærmorgun í hrauninu sunnan við Ilafn- arfjörð. Engin slys urðu á mönnum. í þyrilvængjunni var Moore, aðmiráll, er tók við yfirstjórn varnarliðsins á laugardaginn. Var hann á leið frá Keflavík til Reykjavíkur til þess að taka þátt í fagnaði bandarískra sendimanna hér i í bænum, en í gær var þjóð- hátíðardagur Bandaríkjanna. — Yfir hrauninu bilaði hreyf- ill þyrilvængjunnar og lenti flugmaðurinn heilu og höldnu um 5 km. sunnan Hafnarfjarð ar, á troðningi skammt frá veginum. Gekk lendingin vel. Fulltrúar bandaríska sendi- ráðsins munu hafa verið komn ir út á ReykjavíkurflugvöÚ til þess að taka á móti aðmír- álnum, en þeir óku strax suð- ur í hraun til þess að ná í aðmírálinn, er fregnin um nauðlendinguna barst. Skipt verður um hreyfil á þyril- vængjunni í hrauninu (þar sem myndin var tekin), að því er Mbl. fregnaði í gær. (Ljósm. Mbl. Markús)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.