Morgunblaðið - 06.07.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.07.1961, Qupperneq 8
8 MORCV1VBLAÐ1Ð Fimmtudagur 6. íúlí 1961 Þýöingarmikill ár- angur 12 ára starfs Fangahjálparinnar Rætt við forstöðumann hennar, Oscar Clausen DAG einn fyrir skömmu knúðum við dyra á skrifstofu Fangahjálp arinnar í Bankastræti í því skyni að afla upplýsinga um starfsemi þessarar merku stofnunar hjá forstöðumanni hennar Oscari Clausen rithöfundi. Oscar kem- ur sjálfur til dyra, tekur ljúf- mannlega bón okkar, býður sæti í 300 ára gömlum útskorn- um kirkjustól, tekur sér sjálfur sæti í sams könar stól beint and- spænis og síðan hefst samtalið. — Hve lengi hefur Fangahjálp- in starfað? Oscar Clausen — Hún var stofnuð árið 1949, og er því 12. starfsári hennar nú nýlokið. — í hverju er starfsemi henn- ar einkum fólgin? — Sú aðstoð, sem við látum í té er raunar margvísleg. Til dæm is má nefna, að Fangahjálpin er hinum seku gjarna innan hand ar um útvegun vinnu, ef þess gerist þörf, eins og Oft er nú. Legg ég þá áíierzlu á, að það sé fjarri heimastöðvum þeirra eða því umhverfi, þar sem þeir hafa leiðzt út í afbrot og þá gjarna til sjós ti! að byrja með. Einnig erum við þeim oft til aðstoðar um útvegun húsnæðis, ef á þarf að halda. Oft eru þeir líka fata- litlir, og þá er reynt að bæta úr því eftir megni. Þá tel ég ekki hvað sízt mikils virði að- stoð við að semja fyrir þá um eftirgjöf eða frestun á greiðslu öpinberra gjalda, því að það kem ur tvímælalaust oft og tíðum í veg fyrir, að þeir þurfi að leið- ast út á afbrotabrautina að nýju vegna fjárhagsörðugleika. Finnst mér mjög lofsverður sá skiln- ingur, sem opinberir aðilar hafa sýnt á þeim beiðnum. — Hefur starfsemin ekki auk- izt síðustu árin? — Jú. Fyrstu árin afgreiddi ég 65 mál að meðaltali á ári hverju, en sl. 6 ár hefur málafjöldinn aukizt úr 116 málum 1955—’56 í 418 mál 1960—’61. Alls hefi ég þannig á þessum 12 árum haft af- skipti af 2246 málum, þar sem 827 menn hafa átt í hlut, auk margra smærri mála, sem ekk- ert hefur verið bókað um. — Og hver hefur árangurinn svo orðið? — Samkvæmt skýrslum um starfsemina þessi 12 ár kemur í ljós, að fyrir milligöngu Fanga- hjálparinnar hafa 146 sakamenn verið náðaðir og fengið reynslu- lausn úr fangelsum. Þessir 146 sakamenn hafa reynzt þannig, að aðeins 35 þeirra hafa fallið í af- brot aftur. Árangurinn af þessari grein starfseminnar er því rúm- lega 75%. Árangurinn af frestun ákæru og eftirliti með ungum afbrota- mönnum er þó enn meiri og vissu lega ánægjulegri, en samkvæmt 1. 22/1955 er dómsmálaráðherra veitt heimild til þess að fresta ákæru á hendur ungum mönnum, þegar um fyrsta eða smávægilegt brot er að ræða. Fullyrði ég hik- laust, að hér sé um að ræða eina mikilvægustu endurbót, sem gerð hefur verið á íslenzkri refsilög- gjöf allt frá setningu hegningar- laganna eldri frá 1869. Með þess- um lögum voru gerðar breytingar sem horfa mikið 1 mannúðar- og frjálslyndisátt, gagnvart hinum seku. Heimild þessara laga til þess að fresta ákæru á hendur ungum mönnum hefur reynzt mjög þýðingarmikil, og hefur á- kærufresturinn þegar eftir fárra ára reynslu orðið mörgum ung- lingi mikilvægt atriði í lífi hans. Samkvæmt þessari heimild hefur dómsmálaráðherra frestað ákæru á hendur 375 ungum mönnum á þessum rúmum 6 árum, sem lið- in eru síðan lögin öðluðust gildi, og úrskurðað þá undir umsjón mína Og eftirlit. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Aðeins 52 af þessum 375 mönnum hafa fallið í afbrot aftur, svo að árangurinn er rúmlega 86%. Mér finnst það einkar athyglis- verð staðreynd, að þessir tiltölu- lega fáu piltar, sem aftur hafa orðið sekir, hafa flestir orðið það skömmu eftir að þeir voru úrskurðaðir undir eftirlitið. Má af því sjá, að þeim eru fyrstu sporin örðugust, þeim er hætt- ast við fyrstu mánuðina, þá þurfa þeir mestrar umhyggju. Hættan er þannig minni, þegar frá líður og piltarnir finna hjá sér meira öryggi gagnvart freistingunum. Tel ég, að þar komi mjög til greina áhrif langra og vinsam- legra samtala, sem ég á við þá, marga hverja tvisvar í mánuði. — Hvernig reynast þessir menn svo, þegar þú sleppir af þeim hendinni og út í lífið kemur? — Margir þeirra hafa orðið mestu fyrirmyndarmenn. Þeir hafa tekið sér fyrir hendur hin margvíslegustu störf, orðið bænd ur, sjómenn, iðnaðarmenn, vél- stjórar o. s. frv. Og það er t. d. síður en svó, að vinnuveitendur láti þá gjalda þess, þótt þeir kom ist á snoðir um, að eitthvað mis- jafnt hafi hent þá á lífsleiðinni, ef þeir sýna í verki, að þeir vilji taka sig á. Til dæmis get ég nefnt, að fyrir nokkru hlaut einn þessara manna þýðingarmikla trúnaðarstöðu. Umsækjendur voru þó hátt á fimmta tug, og vinnuveitandanum var fyllilega kunnugt um feril hans, en mín meðmæli tryggðu honum stöðuna. — Hvernig finnst þér hinir Frarnh. á bls. 13. Miðíjarðara LAXVEIÐIN TREG bezt með 280 laxa í gær - Aðeins úr Laxd í Þing, sem stdtar t>ó af stærsta laxinum, 24 pd. VEIÐIN í helztu laxám landsins hefur verið held- ur treg það sem af er, en bezt í Miðfj.á. Þar höfðu veiðzt á hádegi í gær 280 laxar. fJr Elliðaánum höfðu fengizt 188 laxar á hádegi í fyrradag, en í fyrrakvöld höfðu aðeins 90 laxar komið á lapd úr Laxá í Þingeyjarsýslu. — Að vanda státar þó áin sú af stærsta laxinum til þessa á vertíðinni, 24 punda hæng. Það var Gunnar Petersen, Reykjiavík, sem fékk 24 punda laxinn á maðk í Kistuhyl 29. 1 Mikið af laxi hefur undanfarna daga gengið í Elliðaámar, og voru 550 laxar komnir upp fyrir mæli í fyrradag. Myndin sýnir fossinn í Elliðaám. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Þessi mynd er tekin á Breið- unni fyrir neðan Æðarfossa í Laxamýrarlandi. Þessa dagana má heita að laxleysi sé á þeim slóðum. (Ljósm. vig.) júní, og sama dag fékk Gunn- ar einnig 18 og níu punda laxa. Forsetinn er i Laxá. Veiðin í Laxá í Þingeyjar- sýslu hófst 10. júní, og hefur laxinn verið tregur alla tíð síðan. Lítill lax virðist í ánni, og veiðin verður að tedj ast lítil, aðeins um 90 iaxar til þessa. í stórstreymi s. L fimmtudag urðu menn varir við dálitla göngu, og var nokkur veiði í tvo eða þrjá næstu daga á eftir, en síðan má segjia að laxleysi hafi verið, og Laxamýrarland hef- ur verið dautt að kaila, og má telja það óvenjulegt. Forseti íslands og menn úr Reykjavík hafa verið að veið- um í Laxá undanfarna daga. Veiðin hefur verið treg, og hafði forseti ek'kj annað feng ið en eirm silung í fyrradag. Forsetinn hættir veiðum á iaugardaginn, og tekur þá við nýtt „partý“ úr Reylkjavík, en síðan kemur röðin að Ak- ureyringum. Veðrið hefur verið gott að undanförnu við Laxá, en kalt. Vatnið í ánni er eðlilegt Oig lítið sem ekkert er um slý. * 280 laxar úr Miðfjarðará Það er Miðfjarðará, sem mesta veiðina hefux gefið til þessa, 280 laxa. Stærsti lax- inn, sem >ar hefur veiðst til þessa, fékk Þorbjörri Hjálms son, Akranesi, Laxinn var 15 pund og fékikst á flugu í Ár. mótum. Veiðin í Miðfjarðará verð- ur að teljast í meðallagi góð. Sæmilegt veður hefur verið við ána að undanfömu, en hún er þó fremur vatnslítil. Veiðimenn telja, að mikill lax sé í Vesturá. Stangir í ánni eru alls sjö. X- -K 13 pund mest í Norðurá Sæmileg veiði hefur verið ; í Norðurá og 1 fyiTadag höfðu veiðst þar um 200 laxar. Lax- inn var yfirleitt vænni fram- an af veiðitímanum, en meira af smáiaxi slæðist nú með. Stærsta iaxinn í Norðuró, það sem af er suroars, fékk Gunnar Bjömsson, verkstj. í Bílasmiðjunni. Laxinn var 13 pund og fákkst á maðk á Bryggjunum. Töluvert er af laxi i ánni, en veður hefur verið bjart að undanfömu og hamlað veið- um nokikuð. Það „partý", sem nú er í ánni, Viggó Maack o. fl„ hafði fengið samtals 20 laxa í fyrradag. Silungs- veiði hefur verið sama og engin í ánni, aðeins einn sil- ungur hefur komið á iand. Við Laxfoss Norðurá, 1 flugfiskur í Elliðaám Á hádegi í fyrradag höfðu 188 laxar veiðst í Eiliðaánum. Stærsti laxinn, sem þá hafði veiðst, var 13 pundia hrygna og fékkst hún á maðk í Stór hyl. Aðeins einn lax hefur fengizt á flugu. Veiddist hann s. 1. sunnudiag í Neðri-Móhyl, og var hér um fimm punda hrygnu að ræða. Veiðinnað- urinn var Einar Tómasson, fyrrv. kolakaupmaður, sem er einn af reyndustu og elztu veiðimönnum í Elliðaánum. Þann næst stærsta fékk Ágúst Flygenring, 12 punda hrygnu að ræða. Veiðimað- 11. júní. Undanfarna fjóra daga hef ur mikið af laxi gengið í Elliðaárnar, og um hádegis- bilið í fyrradag höfðu 550 laxar gengið upp fyrir mæl- inn. í sumar hefur stöngum í ánum verið fjölgað úr fjór- um í fimim. Eru ýmsir veiði- menn óánægðir með þá ráð- stöfun, og segja að maðkur hverfi nú bókstaflega aldrei úr hyljunum. — h.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.