Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐlh Fimmtudagur 6. ]úlí 1961* z' r /-7 /**“ - • ' 5 skozk félög vilja bjóða í Þórólf Beck Þrír „útsendir njósnarar66 um hæfni hans komu í gærkvöld ÍSLAND hefur átt einn at- vinnumann í knattspyrnu, Albert Guðmundsson, og hann náði meiri frægð með- al milljónaþjóða en velflest- ir eða allir þeir atvinnumenn, sem voru honum samtímis á þeirri braut — og víða lifir frægð hans enn meðal millj- ónaþjóða. Nú er annar ísl. knattspyrnumaður kominn í kastljós atvinnumennskunn- ar. Það er hin ungi en bráð- snjalli miðherji ísl. landsliðs- ins, Þórólfur Beck. ★ „5 biðlar“ Eftir því sem blaðið veit sannlist og réttast munu 5 skozk atviimumannafélög reiðubúin að gera Þórólfi til boð. Með flugvél Flugfélags-' ins í gær voru væntanlegir t hingað þrír menn, sem sendir eru út af örkinni til að sjá Þórólf leika í kvöld móti Dundee. Þessir þrír merrn eru frá tveim félögum, St. Mirr- en (liðið sem hér var á ferð og hefur þegar boðið Þórólfi Handknattleiks meistaramót Isl. HANDKNATTLEIKSMEISTARA MÓT íslands í kvennaflokki utan húss fer fram í Reykjavík 15.— 20. júlí n.k. Einnig verður keppt í 2. aldursflokki kvenna. — Þátt töku ber að tilkynna Gunnari Jónssyni, Kjötverzl. Tómasar Jónssonar Ásgarði. Ármann sér um mótið og fer það fram á svæði félagsins við Sigtún. INNANFÉLAGSMÓT í. R. — Innanfélagsmót ÍR í spjótkasti og sleggjukasti hefst kl. 4 á föstu- dag. utan) og frá Newcastle, en einn af forráðamönnum knatt spyrnu þar sá Þórólf leika hér. Þá munu þrjú önnur félög hafa fullan hug á að gera Þórólfi tilboð. Eru það allt skozk lið —Dundee (sem hér keppir í kvöld) Celtic, frægt skozk lið og gott og síðast en ekki sízt Glasgow Rangers, en einmitt hjá því hóf Albert leik sinn. Glasgow Rangers er víðfræg asta lið Skotlarrds og alltaf „á toppinum“ og hefur nána samvinnu við t. d. Arsenal í London og mörg af fremstu liðum meginlandsins. ★ Tilbúnir til samninga Þessi fiimm félög virðast nú ætia „að slást um“ Þórólf Beok. Sendimenn St. Mirren munu leggja á það á'herzilu oð nota sér það forskot, sem þeir hafa fengið með fyrri kcrou sinni og heimsókn Þórólfs til Skotlands. Hingað voru væntanlegir í gær- kvöildi framkvæmdastjóri liðs- ins og fyrirliði þess á leikvelli, Jöhn Brown markvörður, en hiamn hafði kynni af Þórólfi meðan St. Mirren var hér. Mumu þeir vera tilbúnir til endanlegra samninga við Þórólf. ★ Hvað borga atvinnuliðin Þegar unrgir og lítt reynd- ir menn leggja út á braut at- vinnumennsku fer það venju- lega eftir þeim leiðum, að þeir fá greiddan „bónus“ frá 100 til 300 sterlingspund þ. e. um 100 til 300 þúsund kr. fyrir að skrifa undir. en fá auk þess um 20 punda föst laun á viku og aukagreiðslur fyrir unna leiki og jafntefli. Verða því mánaðarlaun þeirra um 9000 kr. á að gizka — auk upphaf- legu greiðslunnar. Hvort Þórólfur hefur fengið ákveðið tilboð — eða hvort hann á annað borð hugsar sér að hverfa til atvinnumeimsku er enn óráðið. En engum dylst að leikur- inn í kvöld er mikilvægur fyr ir Þórólf. Þar verður úr því skorið hvort ísl. knattspyrna fær tilboð um að styrkja eitt lið milljónaþjóðar. Það er ó- neitanlega viðurkenning í því fólgin, þó engin vilji sjá á bak Þórólfi Beck. En gæfu og gengis skal homim óskuð í kvöld og þess að hann verði ísl. knattspyrnu til sóma hvar sem hann leikur í framtíðinni. — A.St. KR gegn Dundee í Laugardal í kvöld í KVÖLD verður á Laugar- dalsvellinum fyrsti leikur- inn í heimsókn skozku knatt- spyrnumannanna til Þróttar. Gestirnir sem eru frá hinu þekkta skozka félagi, Dundee, leika í kvöld við KR. Getur þetta orðið aðalleikur heim- sóknarinnar ef að líkum lætur. Dundee mætir hér með sitt sterkasta lið. Velflestir leik- manna eru ungir menn sem vak ið hafa mikla athygli, verið valdir í unglingalandslið og sýnt góða knattspymu. Við hlið þeirra eru eldri og reyndari menn, m. a. einn sem leikið hefur 30 landsleiki og var um tíma einn af þekktustu leik- mönnum Skota. Hann er ný- keyptur til Dundee, sem er at- vinnumannalið og leikur sinn fyrsta leik með félaginu hér á landi. Dundee varð nr. 8 í skozku Vill giíinia komast út SEINT í gærkvöldi náði Mbl. í Þórólf Beck. Hann var jafn rólegur og ávallt áður í við- ræðum og kvaðst ekkert vita um alla „þessa biðla". — Ég heyrði það annars í dag að Celtic vildi gjarna lofa mér að vera hjá sér, en ég hef ekkert heyrt frá þeim eða öðrum. — Og eru þá kannski engir samningar á leiðinni milli þín og einhvers atvinnuliðs? — Samningur og samningur ekki. Upphafið var það að ég vildi gjarna kömast út næsta vetur og vera þar við æfing- ar og keppni í stað aðgerða- leysis knattspyrnulega séð hérna heima. Ég kynntist svo þessum St. Mirren mönnum, þegar þeir komu hér og þeir vilja allt fyrir mig gera. Ég er stórhrifinn af öllum að- stæðum hjá þeim og kann prýðisvel við mennina. Ég held fast við að með því að fá að vera með þeim í vetur þá fengi ég allar óskir mín- ar uppfylltar. En það voru engir peningar í spilinu í upp- hafi — og hinir þurfa að bjóða vel, ef ég ætti að skipta um skoðun með verustað í vetur. — En nú er okkur sagt að maður sé á leiðinni frá New- castle til að gera þér tilboð? — Það er þá eins gott að verða ekki heima fyrr en seint í kvöld, ef þeir eru samferða í flugvél. Ef þeir eru að keppa eftir mér, þá munu þeir víst fljótlega banka upp á og kannski slást um að banka. — En þetta verður allavega mikill leikur í kvöld? — Við KR-ingar eru illa settir. Garðar er með vatn í hnélið og keppir ekki. Hann er máttarstólpi fyrir liðið og án sendinganna hans getur Orðið lítið úr okkur í fram- línunni. Það verður þokkalegt að vera á grasinu með alla þessa áhorfendur í stúkunni langt að komna. Við frekari samræður kom í ljós að Þórólfur er óráðinn varðandi það að fara út á at- vinnubrautina. Hann vill ekki slíta tengslin við áhuga- mennskuna. Ef honum líkar ekki vel utan lands vill hann geta komið heim og leikið hér með sínum félögum, en lenda ekki í útilokun áhugamanna- reglanna. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér reglur um þetta hér heima, en reglur ÍSÍ um þetta voru nýlega til um- ræðu Og eru strangar. deildakeppninni á síðasta keppnistímabili. Það er mun sterkara lið en St. Mirren, sem hér voru hjá Val í júníbyrjun en einmitt leikirnir við það skozka lið kveiktu lífjð í ísl. knattspyrnu í ár, svo að góðar vonir vöknuðu um árangur — og sumar hafa rætzt. KR og St. Mirren skildu jöfn. Hvað skeður í kvöld? KR vann Danina ANNAR FLOKKUR danska knattspyrnuliðsins Bagsværd lék við II. flokk KR á Laugardalsvell inum í gærkveldi. KR-ingar sigr uðu með 1:0. Var markið skorað úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. KR-ingar gátu mjög þakkað markverði sínum sigurinn, en hann stóð sig með mikilli prýði. Margar helgar- ferðir UM NÆSTU helgi leggur Ferða- félag íslands upp í 8 ferðir, 6 helgarferðir og 2 lengri sumar- leyfisferðir. Sumarleyfisferðirn- ar eru fjögurra daga ferð um Síðu að Lómagnúp, en hitt er 6 daga ferð um Kjalvegssvæðið. Af helgarferðunum má nefna Vestmannaeyjaför. Farið verður fljúgandi til Vestmannaeyja og þar slegizt í hóp með Vestmanna- eyingum í bátsferðir í Þjórsár- dal, Húsafellsskóg, Landmanna- laugar, Þórsmörk og á Kjalveg Og ferð um sögustaði Njálu á einum degi. Verður dr. Harajdur Matth- íasson með í ferðinni, og veitir þátttakendum upplýsingar. í lengri ferðinni um Kjalvegar svæðið verður gist í sæluhúsum félagsins seinustu nóttina við Hagavatn, en gengið á ýmis fjöll og jökla, svo sem Kerlingafjöll, Langjökul, í Þjófadali, Strýtur, í Karlsdrátt, á Bláfell o. fl. og geta menn ýmist tekið þátt f gönguferðunum eða hvílzt við húsin. í ferðinni á Síðu verða sköð- aðir staðir, eins og Eyjafjalla- sveit, Mýrdalur, Dyrhólaey, far- ið um Fljótshverfi austur að Lómagnúpi og heim um Fljóts- hlíðina. í.s.í. ÞRÓTTUR í kvöld kl. 8,30 keppa K.S.I. KR DUIMDEE IAN URF. miðvörður skozka liðsins Metinn á rúml. 3 millj kr. á Laugardalsvellinum Dómari: Haukur Óskarsson Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f.h. við Útvegsbankan. Tekst KR uð sigru skozku sniUingunu Kaupið miða tímanlega ÞRÓTTUR ÞÓRÓLFUR BECK miðherji KR — og landsliðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.