Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Prentarar og bók- bindarar semja STAKSTEI Wl! Þarna kennir margra grasa, þótt ekki séu það Járnið talar ÉG sat um stund á Arnarhóli og horfði á sólina, unz hún varð feimin og dró skýiuna fyrir andlitið, eins og austur- lenzk konia. Hún vissi, hvað ég var að hugsa. Þær vita það aílitaf. Nokkrir rónar — og til vomandi rónar — lágu eims og trénaðir stönglar í golunni. — Helvíti, sagði einn. Ákavívi, sagði annar. Ég stóð upp og rölti niður Hólinn. Á horninu á Kaikofns vegi og Sölvhólsvegi sá ég skilti: Kaupi brotajárn og málma.... Þarna var áður 'kolaport — draugaport. Kol minntu mig alltaf á drauga, þegar ég var drengur. Það var eins og myrkrið — andi þess — hefði safnazt í hvern kola- mola, fengið harða og áþreif- anlega mynd og biði þess að leysast úr læðingi og gleypa litla drengi — í líki eldsins. Portið var fullt af brota- járni, sundurtsettum hlutum úr bílum, bátum, steypuvél- um, mulningsvólum, hrærivél- um — og þarna var gamall mjólkurbrúsi. — Þetta er ljótt sagði ég við mann, sem var skítugur upp fyrir haus að lemjia og rista járnið í sundur. < — Nei, þetta er fallegt, . sagði hann. — Ha? — Þetta er gull. ■— Peningar? — Já, það er sama, hvort það er þetfa eða eitthvað annað. — En hvað með sálina? — Brotajám. — Já, eða gull. Hann sagði ekki neitt, en beygði sig niður og hélt áfram að rista járnið í sundur með logsuðutækjum. Senni- lega kenndi það ekki til, en ryðið var eins og hrúður á gömium og grónum sárum. — Það er saga á bak við marga þessa 'hluti, sagði ég. — Já, sagði hann og rétti úr sér aftur, þarna er til dæmis ljósamótor úr gömlum togara, sem strandaði í Grindavík ár- ið 1922, að mig minnir. Einu sinni var komið með gamla mulningsvél, sem hafði fengið verðlaun árið 1910 fyrir góða endingu. Hún var falleg. Gömilu mennirnir voru reiðir yfir örlögum hennar. Og einu sinni var komið með gamlan bíl — árgerð 1920—1928. Hann flutti allt byggingarefnið í gömlu Sogsvirkjunina. Þetta var merkilegur bíll, með drif á öllum hjólum. Þeir sögðu, að það hefði þurft tvo menn til að stýra honum í ófærð. Þá voru ekki vökvastýrin. Ég man, hvað húsið var falilegt á honum, sjáðu.... Hann teiknaði húsið á gamla bílnurn, sem var ekki lengur bíll, í ryðið á gömilum járn- skáp, gluggana og dyrnar og stýrið. — Þetta er þá hálfgert þjóð minjasafn, sagði ég og tókst að slíta augun frá uppdrætt- inum. — Já, sagði hann og renndi aiugunum yfir hauginn, stund- um koma menn og fá að hirða eða kaupa ýmislegt, sem þá vantar, en sumt mætti setja upp í Árbæ. — Hvað fáið þið fyrir tonn- ið? sagði ég til að segja eitt- hvað. -— Ég veit það ekki. — Hvað eru þetta mörg tonn? 1 GÆR var undirritaður nýr kjarasamningur milli Hins ís- lenzka prentarafélags og Félags prentsmiðjueigenda, einnig milli Bókbindarafélags íslands annars vegar og Félags bókbandsiðnrek- enda á íslandi og Ríkisprentsmiðj unnar Guthenberg hins vegar. í gær voru haldnir fundir hjá öll- um viökomandi félögum og sam- komulagið staðfest. Helztu atriði beggja samning- anna eru þau, að kaup hækkar almennt um 13% nú þegar, og verði þeim eigi sagt upp 1. júní 1962 hækkar kaup þá um 4% til viðbótar. Kaup nema hækkar um 5—10% miðað við lágmarks- laun sveina, sem mun jafngilda U. þ. b. 30% kauphækkun nem- anna. Stúlkur færast milli flokka á skemmri tíma en veyið hefur, og tveir fyrstu flokkar kvenna- kaups felldir niður. öll auka- vinna verður nú greidd með 100% álagi á dagvinnu. Orlof þeirra, sem unnið hafa 21 ár eða lengur verður 21 dagur, en áður fékkst svo langt orlof aðeins eft- Gengur SÍS í samtök , ,hernámsandstæðinga‘ * ? Þjóðviljinn birtir í gær grein eina mikla, sem auðsjáanlega er ætlað að marka stefnu bandalags kommúnista og framsóknar- manna nú eftir verkfallsbarátt- una. Eru skrif þessi svo há- stemmd og draumórakenmd, að höfundur þeirra’ getur naumast verið nokkur annar en Einar Ol- geirsson. „Hvað þarf að gera í stjórn- málum íslands?“, spyr hann. Og ekki þarf lengi að leita svars: Það þarf að mynda „þjóðfylk- in.gu íslendinga, sem tekur meiri hluta á Alþingi í næstu kosning- um“, en um nánari útfærsln þessarar þjóðfylkingarhugsjónar segir: „En framar öllu öðru þarf þeim voldugu þjóðfélagshreyfing um, sem yrðu undirstaða slíkrar þjóðfylkingar, — verkalýðshreyf ingunni og samvinnuhreyfing- unni, — að vaxa ásmegin, — og hin þriðja unga þjóðlega hreyf- ing, sem enn er í sköpun, sam- tökum hernámsandstæðinga, að vaxa fiskur um hrygg“. Það verður satt að segja að teljast heldur vafasamt, að kommúnistar lýsi þannig bein- línis yfir fyrirætlxmum sínum um samruna SÍS og samtaka „hernámsandstæðinga“ án sam- ráðs við bandamenrrina í Fram- sóknarflokknum, og ekki hefur verið annað á Tímanum að sjá að undanförnu en að hann muni vel geta hugsað sér „þjóðfylk- ingu“ SÍS og „hernámsandstæð- inga“. Lækkun fiskverðsins Hér í blaðinu hefur að undan- förmi verið vakin athygli á hin- um fáheyrðu fyrirætlunum Sam- bandsins að láta sjómenn standa undir kauphækkununum sem það sjálft hefur átt mestan þátt i að koma af stað. Alþýðublaðið gerir þetta mál að umtalsefni í forystugrein í gær og segir m. a.: „Það er nú að koma æ betur í íjós, að það var ekki af vel- ! vilja í garð verkalýðshreyfingar- innar, að Samband islenzkra samvinnufélaga reið á vaðið og samdi um miklar kauphækkanir við verkaiýðsfélögin. Þau frysti- hús Sambandsins á Norður- og Austurlandi, sem sömdu um kauphækkun, hafa þegar lækkað fiskverðið og þannig velt kaup- hækkuninni yfir á útvegsmenn og sjómenn. Þegar fiskverð tii útvegsmanna er lækkað þá lækk ar um Ieið kaup sjómanira, þar eð þeir fá hlut af aflaverðmæt- inu. Þannig ætlar Sambandið að lækka kaup sjómanna til þess að geta staðið undir auknu kaup- gjaldi til landverkafólks.“ Mótmæli sjómanna Sjómenn una fiskverðslækkun- inni að vonum illa. Hefur Sjó- mannrasamband íslands mótmælt henni, og í bréfi, sem það sendi öllum sjómannafélögum landsins segir m. a.: „Lækkað fiskverð þýðir lækk- að kaup fyrir bátamennina og hljóta því sjómannasamtökin sem heild og hvert félag fyrir sig, að mótmæla og vinna gegn því, að þessi fiskverðslækkun komi til framkvæmda. Stjórn Sjómannasambandsins treystir ykkur til að vera á verði og reyna að koma í veg fyrir, að kjör bátamanna verði rýrð á þennan hátt, frá því sem um var samið. Við hljótum að mótmæla því harðlega, að kauphækkun sú, sem landverkafólkið hefur feng- ið á einstökum stöðum og hlýtur að fá yfir allt, sé á kostnað fiski- mannanna, þeirra kjör eru ekki of góð, þótt þeir haldi því, sem um var samið“. ir 25 ára starfsaldur. Prentarar, sem vinna við dagblöðin fá nú 12% hærra kaup en aðrir prent- arar, en höfðu úður 10% hærra. Aðrir prentsveinar, sem vinna vaktavinnu og bókbindarar, er ganga vaktir fá 5% hærra kaup en kaupskráin segir til um. Á fundi prentara báru komm- únistar fram tillögu um framlag í vinnudeilusjóð ASÍ, en sú til- laga var felld með miklum at- kvæðamun. 170 farþegar FERÐAMANNASTRAUMURINN til íslands vex nú með hverjum degi sem líður. í gærkveldi komu þrjár flugvélar Flugfélagsins full skipaðar frá útlöndum, með yfir 170 manns. Undanfarna daga hef ur hvert sæti verið skipað hing- að heim í Flugfélagsvélunum og varð að senda aukvél til Skot- lands í gær til þess að ná í far- þega. „Siggi í ruslinu“ ristir járnið. (Ljósm. Mbl.: Markús) — Þrjú hundruð og fimmtíu í þessu porti og tvö hundruð og fimmtíu í hinu portinu, þarna hinum megin. — Hvert er farið með það? — Til Austurríkis og Hol- lands. Skipið átti að koma í morgun, en því hefur seinkað. Það er norskt.... — Hvað heitir þú? spurði ég. — Kallaðu mig bara Sigga í ruslinu, sagði hann. — Já, eða þjóðminjiavörð. Sólin var aftur farin að skína á rónana á Arnarhóli — þessi brotajárn. i.e.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.