Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 6. júlí 1§61 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 18 — Já, það þótti okkur nú líka sjálfum mamma. — Við Robin vorum bæði óhuggandi. — Mér skilst nú, ai. þú farir til hans aftur þegar kyrrð kemst á, er það ekki? — Já, og ég er nú að vona, að það verði sem allra fyrst. Hvern- ig eru fréttirnar í dag? — Allt óbreytt. Vitanlega höf- um við fylgzt nákvæmlega með öllu sem gerist, dag frá degi. Júlia setti frá sér töskuna í forstofunni og spurði, hvort nokk ur bréf hefðu komið til sín. Það var helzt vonin um það sem hefði getað gert heimkomuna þolanlega. — Það eru fjögur bréf. Ég setti þau upp í herbergið þitt. — Og við skulum lofa þér að lesa þau í friði, sagði Sandra og tók töskuna, til þess að bera hana upp á loft. — Já, ef þú verður ekki of lengi að því, sagði frú Fairburn. Teið er að verða tilbúið. Gæsasteggurinn ungi sem er fyrsta sinn á leið suðureftir, slæst í för með fleiri gæsum eftir að hafa sloppið undan skotum veiðimaimsins. Og eftir nokkra Júlia leit kunnuglega kring um sig, þegar hún kom upp í herbergið, og hugsaði með sér, hve stutt væri síðan hún fór það an síðast. Og nú var hún komin í það aftur, og hamingjan mátti vita til hve langrar dvalar. Hún sá gráu flugbréfin frá Robin, sem stóðu upp við spegilinn á snyrtiborðinu, og það hressti hana ofurlítið. Sandra leit á hana með samúðarbrosi. — Dokaðu bara yfir þeim eins lengi og þú vilt, sagði hún um leið og hún gekk út. Júlía fleygði sér á rúmið sitt, leit á stimplana á bréfunum, til þess að geta opnað þau eftir réttri timaröð, og naut svo ham ingjunnar af orðum Robins. Því að bréfin voru svo lifandi, að það var alveg eins og hún heyrði hann sjálfan tala. Tárin komu fram í augu hennar. Elsku Robin Hvað hún saknaði hans og hve heitt hann elskaði hana! Hún ætti ekki að taka sér þennan daga hefur hann og félagar hans komið sér fyrir á malarhólma út af strönd Florida, þar sem þeir hafa í hyggju að dvelja um vet- urinn skilnað þeirra svona nærri, vissi hún. Það gat vel orðið aðeins um stundar sakir og svo yrðu þau saman aftur! Hún las þau hægt og hægt og kveið fyrir þegar hún hefði lokið \ ið þau Það var svo dásamlegt að frétta af honum. Og svo byrjaði hún að lesa þau í annað sinn, allt þang að til hún heyrði móður sína kalla að neðan. — Teið er komið, Júlia. Ætl- arðu aldrei að koma? Sandra, sem var byrjuð að drekka, svaraði henni hvasst: — Hún verður komin eftir andar- tak. Það er engin ástæða til að reka á eftir henni. — En ég er varla farin að sjá hana, Sandra. Þú getur um tal- að, sem fórst á móti henni á stöð ina. Ég vil heyra fréttirnar. — Það er nógur timi til þess. Þú verður að muna, að það er henni ekki óblandið gleðiefni að vera komin heim aftur. — Það get ég ekki skilið. Mér finnst hún mega prisa sig sæla að eiga heimili til að koma á. Sandra horfði á móður sína og spurði sjálfa sig, hvort hún væri svona gjörsneydd öllu ímyndun- arafl: að geta ekki skilið tilfinn ingar Júlíu í sambandi við það, sem gerzt hafði. En auðvitað vissi hún, að gamla konan var svo eigingjörn, að hún gat aldrei séð nokkurn hlut frá annarra sjónarmiði. — Einmitt núna, sagði hún — ætti Júlía að vera á brúðkaups- ferðinni sinni, í staðinn fyrir að vera heima hjá fjölskyldunni. — Það veit ég og gleymi því heldur ekki, sagði frú Fairburn, stuttaralega og sannleikanum ó- samkvæmt. — Ég er aðeins að reyna að segja, að úr því hún þurfti að koma heim, þá langar mig auðvitað að vita, hvernig þessi ferð hennar hefur gengið. Júlía kom inn í setofuna um leið og móðir hennar lauk ræðu sinni og heyrði síðustu orðin. — Fyrirgefðu, mamma, ég ætl aði ekki að vera svona lengi. En ég varð að lesa bréfin frá Robin. í>að eru þau fyrstu, sem ég fæ frá honum eftir að við skildum. — Eg veit það, væna mín. Settu þig nú niður. Ég bakaði uppá- haldskökuna þína. — Það var fallega gert af þér. Hvar er John? — Hann kemur á hverri stundu — Fannst þér það ekki spenn- andi, sagði Sandra, — að láta á- varpa þig sem frú Robin Carey? — Þú getur nú nærri. Það er varla að ég sé búin að venja mig á að skrifa nafnið mitt þannig. Fru Fairburn settist við tekönn una og sagðist vilja heyra allt, sem við hefði borið síðan Júlía fór f • landinu. — Það er nú til nokkuð mikils mælzt tautaði Sandra, og bætti svo við, dálítið snöggt: — Viltu ekki lofa Júlíu að vera svolítið í friði, mamma? Það er ekki víst að hún kæri sig neitt um að láta spyrja sig út í þaula Nokkru seinna, í skrifstofum náttúrufræðiritsins, sem Markús vinnur við.... — Mér finnst nú ekki nema eðlilegt þó að móðir vilji gjarnan frétta um giftinguna hennar dótt ur sinnar — Vitanlega, sagði Júlía, án þess að skipta skapi. — Vitanlega skal ég segja frá því öllu saman Síðan hlustuðu þær mæðgurn- ar með athygli — Mér finnst nú bara einkenni legt, sagði frú Fairburn, þegar sögunni var lokið, — að Robin skyldi vilja halda áfram með giftinguna, eins og á stóð Júlía leit upp og á móður sína og svipurinn var dálítið ögrandi — Hann stakk nú upp á því sjálf ur, að við frestuðum henni — Já, hefði það ekki verið skyn samlegra? — Nei, það hefði það ekki svar aði Júlía. — Til þess hefði ég ekki getað hugsað — Þar er ég á sama máli sagði Sandra. — Hæ, þarna kemur John, hélt hún áfram, er hún heyrði að dyrnar opnuðust. Mikið var hún fegin að bróðir hennar skyldi einmitt koma inn á þess- ari stundu. Henni fannst móðir sína hafa yfirgengið sjálfan sig í skorti á háttvísi John kyssti Júlíu og lét þess getið að það hryggði sig að sjá hana. — Þetta er einhver neyð- arlegasta ákoma sem ég get hugs að mér. Þú hefðir átt að sjá skap ið mitt, þegar við fengum bréfið frá Robin Júlía fann til þakklátsemi við bróður sinn, fyrir þennan skiln- ig hans á málinu. — Ég er nú að vona að þetta standi ekki lengi, sagði hún. Síðan leit hún á öll hin, sem nú sátu við borðið. — Guð minn góður, hvað það er skrítið að vera komin heim aft- ur! — Já, það er von, veslingur- inn, sagði frú Fairburn og bætti síðan við í öðrum tón við John: — Æ, í guðs bænum John, seztu ekki niður við borðið með svona skítugar hendur. John horfði á útataðar hendur sínar og stóð síðan letilega upp. — Afsakaðu, mamma, en ég heyrði í ykkur og kom þessvegna bein. inn. Þá birti yfir svip hans. — Hvert í veinandi, haldið þið ekki að fínu rjómakökurnar séu komnar á borðið! Þær höfum við ekki séð síðan þú fórst, Júlía. Þá sér maður hver er uppáhalds barnið hennar mömmu. Aldrei fáum við Sandra svona góðgæti! VIII. Júlía vaknaði næsta morgun og var stundarkorn að átta sig á öllu, sem gerzt hafði. Hvað var hún að gera hér í gamla herberg inu sínu með rúmið hennar Söndru við hinn vegginn? Og svo varð henni snögglega ljóst, hvern ig ástatt var. Hún stakk hendi undir koddann og tók fram bréf Robins. Hún hafði lesið þau áður en hún slökkti ljósið í gærkvöldi, og nú ætlaði hún að byrja dag- inn með því að lesa þau aftur. Eflaust kynni hún þau utanbók- ar, áður en langt um liði. Og hvað var athugavert við það? Þau voru eina sambandið, sem hún hafði við hann. Nú varð hún þess vör, að Sandra var að vakna og reis upp við olnboga. — Hæ sagði Sandra! Ertu al- veg búin að gleyma því, að þú varst komin heim aftur? — Já, rétt þegar ég var að vakna, mundi ég ekki eftir því. Hvaða dagur er í dag? — Hér er nýjasta heftið af náttúrufræðiritinu Markús..Og Birkibita auglýsingin er mjög ef tirtektar verð! — Sunnudagur. — Já, auðvitað. Og ef ég man rétt var það enginn uppáhalds- dagur hjá okkur, nema við hefð- um eitthvað skemmtilegt fyrir stafni. — Það höfum við víst ekki f dag. Nema þér hafi dottið eitt- hvað gott í hug. — Ég hélt kannske, að þú ætl aðir á stefnumót. — Nei ekki svona fyrsta dag- inn, sem þú ert heima. — Vildi Clive hitta þig? — Ekþert sérstaklega. Hann vissi, að ég yrði ekki laus. Skyldi Clive þá verða laus sjálf ur? hugsaði Júlía. Eða var hann •kannske sjálfur önnum kafinn, af því að þetta var fyrsti dagur konunnar hans heima, eftir þetta langa leyfi hennar. Júlía leit á myndina af honum á borðinu við rúm Söndru. Já, þetta hafði ver- ið Clive Brasted, sem hún sá í gær vera að heilsa sinni fögru konu og að því er virtist með miklum feginleik og hrifningu. — Vissi Clive, a" ég var að ■koma með Staffordshire? — Ég býst við því. Þó man ég nú ekki, hvort ég nefndi beinlín- is nafnið á skipinu, og þó hef ég líklega gert það. En hversvegna spyrðu að því? — Af engu sérstöku, sagði Júl- ía og hugsaði með sér, hvaða á- hrif það myndi hafa ef hún segði: — Af því að konan hans var á sama skipi, og ef hann er að reyna að telja þér trú um. SHlltvarpiö Fimmtudagur 6. júlí 8:00 Mongunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. —• 8:35 Tónleikar — 10:10 Ve5ur- fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar).! 12:55 ,,A frívaktinni**, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. -- 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tón- leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi: A þingi leikhúsmanna I Vínarborg (Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjóri). 20:20 Tónleikar: Tríó nr. 5 í D-dúr op, 70 nr. 1 (Geister“-tríóið) eftir Beethoven. — Adolf Busch leik ur á fiðlu, Hermann Busch á selló og Rudolf Serkin á píanó, 20:45 Frásöguþáttur: Sólbráð á Siglu- firði (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur). 21:10 Tónleikar: Fjórar konsertaríur eftir Mozart. Maria Stader og Kim Borg syngja 21:40 Erlend rödd: Halvard Lange ræ3 ir um friðsamlega sambúð þjóða (Sigurður A. Magnússon blaðam) 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ölokna bréfið" eft ir Valeri Osipov; II. (Pétur Sum arliðason kennari), 22:30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 3 op. 27 („Sinfónía Espansiva") eftir Carl Nielsen, Sinfóníuhljðsveit danska útvarpa ins leikur. Einsöngvarar: Inger Lis Hassing og Erik Sjöberg. — Stjórn.: Erik Tuxen. 23:05 Dagskrárlok. Föstudagur 7. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr ). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl, — 12:23 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:03 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. — 16:05 Tónleikar, 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Ballettónlist *,úr óper unni „Hedy“ eftir Fibich. — Hljómsveit Þjóðleikhússins I Prag leikur. Frantisek Skvor stjórnar. 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmundt son og Tómas Karlsson). 20:45 Tónleikar: Lög úr óperettunnt „Brosandi land'* eftir Lehár. — Elisabeth Schwarzkopf, Emmy Loose, Nicolai Gedda og Ericli Kunz syngja. Hljómsveitin Phil- harmonia leikur með. Ottó Ackermann stjórnar. 21:00 Upplestur: Ölafía Arnadóttir lea frumsamin ljóð. 21:0 Islenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts; XV. Guðrún Krist insdóttir leikur sónötu í F-dúr K533. 21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eft er Sigurd Hoel; XVII. lestur — (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ólokna bréfið" eft er Valeri Osipov; III. og síðasti lestur (Pétur Sumarliðason kenn ari). 22:30 Islenzk dans- og dægurlög, 23:00 Dagskrárlok. mmr *kæíiskápsins I L . .■ -Hversu o]l wffiíplmm j <etli& þér aPfaupa fcliskápM * m - Jaab Ur vanáa val í|af)s.| ^ . Austurs Kelvinator Kæjiskáourinn e^r áran^ryem, .ýXi — Hann er með nasakvef. a r í ú á ÖOME TIME LATER, IN THE OFFICES OF THE OUTDOOR MAGAZINE WHICH EMPL0Y5 MARK TRAIL . AS A ROVING PHOTOGRAPHER AND Y/RITER... HERE'S THE NEW COPY OF "WOOOSS W/LPL/FE* MARK...AND THE CHERRV BIR«H BAR AD IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.