Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 20
FANCAHJÁLPIN Sjá bls. 8. rogfttttMðfrifr ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 18. 148. tbl. — Fimmtudagur 6. júlí 1961 Björgunarafrek á síldarmiðunum: Komst til meðvitundar eft- ir 4 klst. lífgunartilraunir RAUFARHÖFN — Sá at- burður gerðist á síldarmið- unum á Rifsbanka í fyrri- nótt, er vélbáturinn Hávarð- ur ÍS 160 var í þann veginn að kasta, að maður féll út- byrðis af bátnum. Skipstjór- inn, Sigurður Brynjólfsson frá Keflavík, varpaði sér þeg ar til sunds til að bjarga manninum, Haraldi Jóns- syni. Tókst honum að ná til Haraldar, sem þá var orðinn meðvitundarlítill og hafði drukkið mikinn sjó. Skipstjóra gekk björgunin erfiðlega, þar sem illt var að athafna sig og nokkur hluti af nótinni úti. Tókst að ná báðum Caronia hefur komið í 10 ár ■ rigningu og þoku í GÆR var hér í Reykjavík stóra enska skemmtiferðaskipið Caron- ia, sem hefur komið hér árlega 4., 5. eða 6. júlí með um 540 farþega sl. 10 ár. Það er einkenni legt, en engu að síður rétt, að þann dag sem Caronia hefur stanzað á íslandi, hefur alltaf verið einhver úrkoma, rigning eða skúrir, þokuveður og skyggni farið niður í ekki neitt. Veður- stofan gekk úr skugga um þetta fyrir nokkru. Skárst var veðrið 1959, en þó ekki þurrt. Það er leitt til þess *ð vita að allur þessi sægur af ferðafólki, á 6. þús und manns, skuli ekki hafa séð svo mikið sem Esjuna í sólskini. Með .skipinu í gær voru mest Bandaríkjamenn. Ferðaskrifstofa ríkisins sá um fyrirgreiðslu hér. Skipið kom snemma morguns og átti að fara kl. 11,30 í gærkvöldi. Fóru farþegar til Þingvalla og um Hveragerði eða skoðuðu bæ- inn, heimsóttu söfn og horfðu á glímu í Melaskólanum. Gripsholm í dag I dag er svo væntanlegt sænska stórskipið Gripsholm með 425 farþega, sem einnig eru mest Bandaríkjamenn. Ferðaskrifstofa Géirs Zoega sér um farþegana og mun áformað að þeir fari hring- inn til Þingvalla og Hveragerðis. Síldar- bræðslur Norðmanna f SKEMMTILEGRI grein, sem 'fyrir nokkrum dögum birtist í „Bergens Tidene“ og aðal- lega fjallar um síldveiðar' Norðmanna á miðum við ís- land, kemur fram, að í Noregi eru nú um 100 síldarbræðslur metnar á um 400 milljónir norskra króna. Geta þær unn- _ið úr 515.000 hektólítrum af ;síld á sólarhring. í meðalsíld- arári eru þessar verksmiðjur í gangi 22 sólarhringa. Alla aðra daga ársins standa þær óhreyfðar. í vetur veiddust 7—800.000 hektólítrar. Ef allar síldar bræðslur hefðu fengið þennan' afla til vinnslu og byrjað á sömu stundu, hefðu þær getað lokið bræðslunni á hálfum öðrum sólarhring. Sumaríerð Vorðor 23. )Ull HIN ÁRLEGA sumarferð ÍLandsmálafélagsins Varðar verður farin sunnudaginn 23. júlí n.k. — Nánar auglýst síðar r Islandsmynd fyrir ferðamenn KVIKMYNDATÖKUMENN frá erlendum sjónvarpsstöðvum hafa verið óvenju tíðir gestir hér í sumar. Þeir hafa komið frá Frakk landi, Bandaríkjunum og Bret- landi. Hingað er einnig von á sjónvarpsmönnum frá Belgíu og taka þeir myndir fyrir öll Bene- liux-löndin. Þá kemur hingað heimsfrægur þýzkur kvikmynda tökumaður, Alfred Erhard, og tekur „íslandsmynd" á vegum Ferðamálafélagsins og flugfélag anna. Þessi mynd verður notuð til landkynningar erlehdis. Það er sagt um Erhard, að hann hafi með einni kvikmynd gert Portú gal að ferðamannalandi. Þvílík sé snilld hans á þessu sviði. mönnunum frá bátnum, og var þá sá, sem fallið hafði útbyrðis, meðvitundarlaus, og skipstjóri missti meðvitund í sama mund. Til meðvitundar eftir 4 kist. Lífgunartilraunir voru þegar hafnar á báðum mönnunum, og jafnaði skipstjóri sig brátt. Lífg unartilraunum var haldið áfram á hinum manninum, og sást fyrst lífsmark með honum eftir klukkutíma, en til meðvitundar komst hann ekki fyrr en eftir fjögurra klukkutíma lífgunartil- raunir. Hafði báturinn á meðan siglt með fullri ferð til lands. Er í land kom tók læknir á móti bátnum, og dældi hann sjó upp úr Haraldi, sem nú er í landi, og líður eftir atvikum eftir volkið. Sigurður skipstjóri hélt hins vegar þegar af stað aftur á miðin, og þykir hér karlmann- lega að verið. — E. Engor tnl- stöðvaviðgeiðiij Raufarhöfn, 5. júlí MIKIL óánægja rikir nú með al sjómanna hér vegna þjón- ; ustu Landssímans varðandi ;ialstöðvar síldarbátanna. Svo sem kunnugt er eru talsstöðv arnar í eigu Landssímans, en svo virðist sem Landssíminn hugsi ekkert um viðhald stöðv ianna. Á Raufarhöfn er nú eng inn viðgerðarmaður, né held- ur nokkrar varahlutabirgðir, og virðist sem Landssíminn' hafi daufheyrzt við öllum 'kvörtunum sjómanna í þess-, um efnum. — E. Dr. Dirk U. Stikker. Stikker kemur í heimsókn FRAMKVÆMDASTJÓRI Atlants hafsbandalagsins, Dr. Dirk U. Stikker dvelur hér á landi dag ana 17. og 18. júlí. Er þetta fyrsta opinbera heimsókn hans til íslands frá því er hann tók við framkvæmdastjórn, en áður hefur Dr. Stikker komið hingað nokkrum sinnum sem sendiherra Hollands. Dr. Stikker mun ræða við forseta íslands og ríkisstjórn. Búizt var við góðri veiði í nótt en færri skip eru a miðunum vegna löndunarerfiðleika — sleitulaus söltun GÓÐ VEIÐI var á síldarmið- unum í fyrrinótt og sæmileg í gærdag og komu alls 20 skip til lands með samtals 13.500 tunnur síldar frá kl. 8 í gærmorgun til kl. 11 í gær- kvöldi. Veður var gott á mið unum í gærkvöldi, lyngt en þoka. Er blaðið fór í prentun Landhelgisbrot tafði ferðafólkið SKAGASTRÖND, 5. júlí. Síðan í fyrrakvöld hefur beðið hér hópur af ferðafólki frá Ströndum eftir því að komast heim. Það hafði verið á landsmóti UMSÍ að Laug um um síðustu helgi. Varðskipið Þór var á leiðinni til Skaga- strandar til að flytja fólkið vest- ur, þegar hann hitti brezka land helgisbrjótinn á Skagagrunni, og olli það töfinni. Þór kom svo hingað í morgun og flutti ferða- fólkið heim. — Þ. J. skömmu eftir miðnætti höfðu allmörg skip kastað á síld, og sum fengið góð köst. Guð- björg frá Sandgerði hafði þá fengið geysigott kast við Kol- beinsey, og var að biðja um hjálp til að ná upp síldinni. Bjuggust menn við góðri veiði í nótt, en færri skip eru nú á miðunum en í fyrrinótt sök um erfiðleika við löndun. Á Siglufirði og Raufarhöfn var saltað sleitulaust í gær og nótt, en frá því kl. átta á þriðjudags morgun til átta í gærmorgun lönd uðu 72 skip samtals 53.700 tunn um. Þar af fóru til Raufarhafnar 20 skip með 13.400 tunnur. __ Heildarsöltunin rúmlega Á miðnætti í fyrrakvöld nam heldarsöltunin á öllu landinu 150.546 tunnum og höfðu þar af verið saltaðar á Siglufirði 92.898 tunnur. Á sama tíma í fyrra nam heildarsöltunin fyrir norðan að- eins 6.448 tunnum. „Domus Medica64 verður við Egilsgötu BÆJARRÁÐ samþykkti fyrir skömmu tillögu samvinnunefnd- ar um skipulagsmál um staðsetn- ingu á læknahúsi, Domus medica, við Egilsgötu. f . samtali við Mbl. skýrði Bjarni Bjarnason læknir, formað- ur stjórnar Domus medica, að í 1. áfanga hússins yrði m. a. fé- lagsheimili með samkomusal, bókasafn, skrifstofur og lækn- ingastofur fyrir 10—20 lækna. Þá sagði Bjarni, að bygging læknahúss væri mjög þýðingar- mikið mál fyrir læknasamtökin í heild og ekki síður fyrir góða læknisþjónustu við almenning. Kvaðst hann telja, að með þess- ari staðsetningu hefði fengizt góð lausn á málinu. Fyrir nokkrum árum var gerð frumteikning að læknahúsi við Miklatorg, en vegna mikillar um- ferðai á þeim slóðum þótti ekki fært að leyfa byggingu hússins þar, þegar til kom. Sú lóð, sem nú hefur fengizt er, eins og fyrr segir, við Egilsgötu, á bak við Skátaheimilið og nær að lóða- mörkum heilsuverndarstöðvarinn ar að vestan, en að norðan eru mörkin enn óákveðin. Teikningu hússins, sem þegar er hafin, ann- ast arkitektarnir Gunnar Hans- son og Halldór Jónsson. Á sínum tíma stofnuðu Lækna- félag íslands og Læknafélag Reykjavíkur sjálfseignarfélag um byggingu læknahússins, og var sérstök stjórn skipuð til þess að sjá um byggingu þess og málefni. Stjórnina skipa nú auk formanns hennar, Bjarna Bjarnasonar, þeir Kristinn Stefánsson prófessor, Jón Sigurðsson borgarlæknir, Eggert Steinþórsson læknir Og Bergsveinn Ólafsson augnlæknir. Bráðlega saltað upp í samninga Búið er að semja um sölu á 230 þúsund tunnum af síld, að mestu til Svíþjóðar og iFnn- lands, svo og nokkru til Dan- merkur og Noregs. Er því langt komið að salta upp í gerða samn inga. Samningar standa nú yfir við Rússa um kaup á síld, en ekkert er hægt að segja um þá að svo komnu máli. Rússar sömdu um kaup á 60 þús. tunnum Norðurlandssíld ar í fyrra, en ekki reyndist unnt að uppfylla þann samn- ing. Á Siglufirði var saltað sleitu- Iaust í gær og nótt, og var bú- izt við að í nótt mundi heildar- söltunin þar fara yfir 100 þús. tunnur. Ekki hefur gefizt tími til að hreinsa þar til á plönum, Framh. á bls. 19. Flotinn gæti annað 200 þús. tunnum AÐ ÖLLU jöfnu hafa síldvelði* skipin fyrir Norðurlandi verið 220—260 talsins, en útlit er fyrir að þau verði nokkru [færri í ár, eða um 200. Franr til ársins 1958 var síldveiði- skipunum gert að skrá sig hjá. atvinnumálaráðuneytinu, og eftir að síldveiðarnar voru gefnar frjálsar, hefur verið' erfitt að hafa nákvæma tölu á fjölda skipanna fyrir norðan. Fiskifélag íslands hefur skrá yfir þau skip, sem fengið hafa' 'afla, en önnur ekki. Um tvö hundruð skip eru nú á miðun um, og mundu þau geta borið um 1000 tunnur síldar til jafn aðar, þannig að flotinn allur ’ gæti komið til hafnar með a. m.k. 200 þús. tainnur í einu, ef nægileg síld væri fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.