Morgunblaðið - 07.07.1961, Side 13

Morgunblaðið - 07.07.1961, Side 13
Föstudagur 7. júlí 1961 MORGUNJtLAÐlÐ 13 G ER SAKLAUS Helander í biskupsskrúöa. ÉG ER SAKLAUS. Með þessum þrem orðum lauk Helander biskup máli sínu fyrir undirréttinum í Upp- sölum fyrir tæpum níu ár- um. Þetta voru einnig loka- orð hans fyrir Svea Hovrátt, yfirdómnum í Stokkhólmi og fyrir hæstarétti Svía. Nú hefur hæstiréttur leyft með 4 atkvæðum gegn þrem, endur upptöku málsins Og vísað því til yfirréttarins að nýju. Yfirréttur- inn mun því taka málið fyrir í haust að afloknum réttarhléum og er dóms því ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi einhver- tíma á næsta ári. „Gögn þau, sem nú eru lögð fram í málinu og að verulegu leiti miða að því að leiða fram ný viðhorf og sannanir, eru óvenju- lega umfangsmikil og snerta mjög höfuðatriði málsins. Þetta gerir endurupptöku nauðsynlega, hvað varðar næstum hvert ein- asta á'kæruatriði,“ segir í úr- skurði réttarins. Málskjölin í málinu eru alls 12000 vélritaðar síður, en Weid- enhijn yfirdómari hefur gert úr- drátt úr skjölunum, sem er „að- eins“ 1300 síður og var það lagt til grundvallar í endurupptöku- jnáiinu. Höfuðsannanirnar gegn Heland er voru í tíu atriðum. Voru það umsagnir sérfræðinga um: I. að níðbréfin hafa verið rituð á ritvélar, sem Helander hefði eðgang að, en hann reyndi síð- er að láta breyta leturborði einn- ar, en bar það fyrir réttinum, að það hefði hann gert, vegna þess að það hefði verið orðið slit- ið. II. að fingraförin á bréfun- um og ritvillur minntu mjög á annað, sem Helander hefði skrif- að. Sá sem rekið hefur endurupp- tökumálið fyrir Helander Og afl- að hefur gagnanna er Nils Malm- ström málafærzlumaður Og mun hann verða talsmaður hans í kom andi málarekstri. Helander sjálfur er staddur um þessar mundir á óþekktum stað í Evrópu og hefur ekkert látið frá sér fara um hin nýju réttar- höld, en sonur hans Einar dócent í TJppsölum hefur sagt, að úr- skurður hæstaréttar hafi gefið þeim, sem berjast fyrir máli Hel- anders nýja von. Eric Segelberg, sá sem kærði Helander í upphafi hefur sagt, að endurupptaka málsins eigi ekki að koma að sök, eins og hann orðar það. Ef svo fer, að Helander verður sýknaður af ákærunum, þá er víst, að hafið verði skaðabóta- mál af hálfu hans fyrir tekju- missi og álitshnekki. Aðdragandi málsins Forsaga þessa „mesta hneykslis máls sænsku kirkjunnar" er á þessa leið: Seinni hluta október- mánaðar árið 1952 var Dick Hel- ander kosinn biskup í Strangnas. Prestar stiftisins tilnefna biskup- inn, og skipar st j'rnin að jafnaði þann, sem fær flest atkvæði. Helander hafði hvað eftir annað sótt um biskupsembætti undan farin ár, m. a. biskupsembættið í Skarastifti, en aldrei fengið meirihluta fyrr en að þessu sinni. Annar umsækjandi um biskups- embættið í Strángnas var Hjalm- ar Lindroth, forstöðumaður guð- fræðideildarinnar í Uppsölum. Hafði lengi verið kalt milli hans og Helanders. í nóvembermánuði sama ár var Helander skipaður í biskupsem- bréf, en þar var Helander líka í kjöri, eins og áður er sagt. Séra Eric Segelberg, sem mest hafði verið níddur, fór til lög- reglunnar 6. desember og kærði níðbréfin, og síðast í aprílmán- uði 1953 tilkynnti erkibiskup Svíþjóðar Helander, að lögreglu- rannsókn mundi fara fram og lagði til, að hann sækti um lausn frá embætti, en Helander neit- aði að hafa skrifað bréfin og sækja um lausn. Skýrsla lögregl- unnar varð 600 vélritaðar blað- síður, auk 100 blaðsíðna með fylgiskjölum. Efni hennar var þess eðlis,* að hið opinbera höfð- aði mál gegn Helander biskupi fyrir að hafa sent frá sér róg- skrifin. Sækjandi í málinu gerði þá kröfu, að biskupnum yrði vik- ið frá embætti. Níðbréfin voru skrifuð með þrennskonar ritvélum, og þótti sannað, að Helander hefði haft aðgang að öllum þessum vélum, því þær voru notaðar á skrifstof- um háskólans í Uppsölum, en Helander var prófessor í guð- fræði við sama háskóla, áður en hann var kjörinn biskup. Eina þessara véla tók Helander með sér, þegar hann fór til Strángnás. Letrið á henni hafði verið eyði- legt, eftir að bréfin voru skrifuð, og sannaðist að Helander hafði Nýju sönnunargögnin HVER eru hin nýju gögn tals manns Helanders? Hann hef- ur lýst því yfir, að vörnin muni hnekkja öllum sönnun- um ákæruvaldsins í sektar- dómnum yfir biskup. Vörnin hyggst sýna fram á, að Hel- ander hafi ekki getað ritað 500 bréf á skrifstofu háskólans í Uppsölum, án þess að eftir því yrði tekið. Auk þess er mótmæ lt skýrslum ritvélasérfræðing- anna. Lagt »verður fram álit frægasta fingrafarasérfræð- ings Noregs, sem heldur því fram, að fingrafarasönnunin gegn Helander sé með öllu ft óhæf sem sönnun í málinu. Lagt verður fram álit fimm bættið af Svíakonungi og fór setn ing hans fram með mikilli við- höfn. Þess var þó skammt að bíða að ljótar sögur færu að berast úr stiftinu og kom á daginn, að um það bil 90 prestum þar höfðu borizt nafnlaus bréf, áður en kosningin fór fram, og var efni þeirra flestra ærumeiðingar um Lindroth, prófessor og prestinn Eric Segelberg þó sérstaklega. Helander var aftur á móti hælt á hvert reipi í bréfunum. Að með altali hafði hver prestur fengið 5 bréf. Hver hafði skrifað þessi níð- bréf? Eða hafði hann gert það sjálfur? Fyrir biskupskosning- arnar í Skara, árið áður, höfðu prestarnir einnig fengið nafnlaus prófessora í Svíþjóð, sem halda því fram, að líkur bendi til, að höfundar bréfanna séu fleiri en einn, og þau ein- kenni, sem bendi til, að Hel- ander hafi samið bréfin, finn- ist hjá mörgum öðrum grun- uðum og fjölda guðfræðinga og sanni því hvorki eitt né annað. Að endingu mun vörnin reyna að Ieiða líkur að þvi, að bréfaskriftirnar hafi verið samsæri gegn Helander, sem hafi tekizt fullkomlega. Bréf- in hafi verið rituð í þeim til- gangi, að grunur félli á Hel- ander og hann síðan dæmdur frá kjól og kalli. gert tilraun til að fá nýja stafi í vélina. Hann gat ekki fengið þá, en reyndi þá að fá keypta aðra sams konar ritvél, sem væri með sem líkustu verksmiðjunúmeri og skemmda vélin. Einnig þótti grunsamlegt, að hann gaf upp rangt nafn í ritvélaverzluninni í sambandi við þessi viðskipti. Þegar Helander var yfirheyrð- ur, sagðist hann ekki vita, hvern- ig ritvélin hefði skemmzt. Guð- fræðideildin hefði skrifað sér og heimtað ritvélina aftur, Og hann hefði orðið að kaupa nýja vél, þegar hann sá að letrið var skadd að á hinni. Hann kvaðst hafa logið til nafns vegna þess, að fólk hagi hér stundum „irrationelt.“ Málfræðingar voru fengnir til að skera úr, hvort orðalagið á níðbréfunum benti til að Hel- ander hefði skrifað þau, Og tíndu þeir ýmislegt til, sem þótti benda til að hann hefði skrifað þau. En veigamesta sönnunin var sú, að fingraför Helanders fundust á þremur níðbréfum. Hinn 4. nóvember 1953 kom málið fyrir undirrétt í Uppsölum, og var ekki um meira talað um neitt mál á Norðurlöndum en Helandermálið. Sækjandinn í málinu, Börje Holmgren, las upp skýrsluna — 700 bls. — sem Folke Ohlsson, lögreglufulltrúi hafði samið, en hann stjórnaði einnig lögreglurannsókninni og naut við það aðstoðar færustu sérfræðinga, sem völ var á í Sví- þjóð. Holmgren var hvass í sókn- inni, en átti skæðum manni að mæta, þar sem var Hugo Lind- berg, verjandi Helander, en hann er talinn snjallasti og vígfim- asti málaflutningsmaður Svía. Lindberg tókst m. a. að fá Eric Segelberg til að játa fyrir rétt- inum, að hann hefði skrifað mjög óprestlegar og strákslegar grein- ar um kirkjumál. Ennfremur sýndi hann fram á, að Folke Ohlsson. hefði hlaupið á sig við rannsókn málsins, m. a. með því að saka einn Uppsalaprófessor inn, Sigfrid von Engeström, um að hafa verið í ráðum með Hel- ander, en það leiddi til þess, að séra Engeström höfðaði meiðyrða mál gegn Folke Ohlsson. En allt kom fyrir ekki. Lind- berg tókst ekki að ónýta sönn- unargögnin fyrir réttinum, og 22. desember var kveðinn upp í und- irréttinum í Uppsölum dómur yf- ir Helander biskupi. Dómsniður- staðan var sú, að hann væri sek- ur um að skrifa rógbréf um keppinauta sína í biskupskosn- ingunum og senda þau til þeirra — ÞaS er ótrúlegt, að nokkur óviðkomandi maður hafi getað skrifað 500 bréf á ritvél Helanders í herbergi hans í deildarhúsi guðfræðideildarinnar i háskólanum í Uppsölum, segir í dómi nndirréttar í Helandersmálinu árið 1953. — Myndin sýnir 3 ritvélar, sem komu við sögu málsina. — Spánarför Framh. af bls. 8 í borginni, svo einfaldur Portú- gals, dr. Salazar, sem Portúgal- ar nefna sjálfir forseta, er varla mjög afturhaldssamur, nema í nýlendumálum. Portúgalar eru mjög stoltir af fortíð sinni, eink um sægörpum sínum og land- funda- og landvinningamönnum. Kona nokkur, sem sýndi ferða mönnum frægt vagnasafn í Lissa bon, sagði, er augu manna beind ust að bandarískum jeppum, trukkum og fallbyssuvögnum, sem stóðu skammt frá safninu: — Þetta á að fara til Angóla, We are almost having war there (það liggur við, að við eigum í stríði þar). — Kannski verða þessir vagnar einhvem tíma safngripir líka, sagði ég, en hún horfði stórum augum á mig og svaraði ekki. Gaman væri að kynnast þessu landi og þjóð nánar, sem virðist svo ólík nágrönnum sínum, Spánverjum, í hátterni og lifnaði. Vigo á Spáni er Ijót borg en borgarstæðið aftur á móti sér- kennilega fagurt, svo borgin er eins og ljótur blettur á um- hverfinu. Fátækt og óhreinlæti einkenndu borgina, svo manni varð á að spyrja: Er þetta mun- urinn á Franco og dr. Salazar? Vart fermdir drengir hvísluðu hvað eftir annað í eyru mín út á götu, leyndardómsfullir í svip: — Do you like girls? — Yes I do, svaraði ég og hélt áfram göngu minni um þessa borg öskuhauganna. En mikið eru spánskar stúlkur annars falleg- ar. Þessum skrifum er lokið. — Þetta var aðeins stutt ferð. Samt fundu flestir, hve gott er að koma heim aftur, því í brjósti hvers íslendings er lítil eyja, sem er í senn hjarta hans og land. i.e.s. Nils Malmström verður verjandl Helanders við upptöku málsins. Það er ærinn starfi að lesa og læra 12000 vélritaðar síður. presta, sem atkvæðisrétt höfðu. Skuli biskup því missa embætti sitt og sitja í gæzluvarðhaldi i rúmt ár. Dómsniðurstaðan var í 10 at- riðum: Er það m. a. sagt, að stíllinn á bréfunum sé auðþekkt- ur og enginn annar en Helander hafi haft ávinning af að dreifa þeim. Þrjár ritvélar voru not- aðar til að skrifa bréfin með, og hafði biskup aðgang að þeim öll- um. Þær voru þó látnar hverfa síðar. Þá hafi fingraför biskups fundizt á 3 bréfum, og uppkast að samskonar níðbréfi og sent voru út hefði fundizt í fórum biskups. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10. íraks. En má þó ekki gera ráð fyrir, að hafinn verði harður áróður gegn „nýlendustefnu“ Breta gagnvart Kuwait — og þannig raunverulega tekið und- ir við Kassem, sem varla mun draga af sér við áróðurinn, þótt hann telji kannski ekki fært að leggja út í það innrásar-ævin- týri, sem hann virðist hafa haft í huga? — Byltingarljóminn er löngu horfinn af Karim Kassem hers- höfðingja, og margt bendir til þess, að hann og stjórn hans hafi ekki notið neinna sérstakra vinsælda meðal þegnanna nú um skeið. Kröfurnar til Kuwait munu hins vegar hafa vakið nýj an áhuga þjóðarinnar á stjórn sinni — og væntanlega reynir Kassem að halda við þeim glæð- um, þótt hann treysti sér e. t. v. ekki til að framfylgja kröfúnum af hörku að sinni. — Því eru allar líkur til þess, að vamir Kuwaits verði langvinnt vanda- mál — og það kynni að verða Bretum að ýmsu leyti óhagstætt að þurfa að gegna hlutverki „verndarans“ um ófyrirsjáanlega framtíð — binda allmikið lið og herbúnað á þessum litla land- skika, og verða um leið skot- spónn áróðurs Arabaleiðtoganna. — Sameinuðu þjóðirnar fjalla nú um Kuwaitmálið, eins og kunnugt er af fréttum. Ekki er ljóst hvaða stefnu málið tekur þar að lokum, en mörgum virð- ist eðlilegast, að samtökin taki að sér að tryggja varnir fursta- dæmisins. Hver sem framvindan verður, hafa kröfur Kassems til Kuwaits valdið ótryggu ástandi í Mið- Austurlöndum, en segja má, að þar hafi verið fremur friðsam- legt að undanfömu. Og ekki ber að loka augunum fyrir þeim möguleika, að Kuwaitmálið verði e.t.v. enn eitt grýlukerti kalda stríðsins milli Austurs og Vest- urs. Að því vinna áreiðanlega viss öfl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.