Morgunblaðið - 07.07.1961, Side 16

Morgunblaðið - 07.07.1961, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. júlí 1961 Renée Shann: Skyndibrúökaup 19 að þau talist ekki við og vanti ekki spönn til að skilja, þá skyldi ég verða hissa. En vitanlega datt henni ekki í hug að segja þetta, og mundi líklega aldrei gera. En hinsvegar líkaði henni ekki alls kostar hvernig öll þessi mál stóðu hjá Söndru. Sjálf gat hún bara ekkert gert til þess að koma þeim í lag. Hún leit 1 úrið og fannst vera orðið framorðið, og sagðist því ætla að gera fjölskyldunni fyrsta greiðann með því að fara á fætur og hita te. Þannig hófst dagurinn eins og svo margir aðr ir dagar höfðu hafizt hjá henni, árum saman. Og þá tók Júlía ákvörðun, sem henni hefði aldrei dottið í hug, að hún mundi taka svo fljótt og einbeitlega. Hún skrifaði Robin um kvöldið og sagði honum blátt áfram, að nú aetlaði hún að fara að fá sér eitt hvað að gera. — Ég hélt, að ég mundi vilja vera heima í nokkra daga til að byrja með, og ég veit, að mamma hefur líka ætl- azt til þess, en ég held mér sé það bara ómögulegt. Ég er eitt- hvað svo óróleg, og verð að hafa eitthvað ákveðið fyrir stafni, til þess að hætta að einhverju leyti að hugsa um sjálfa mig og okkur. Þegar móðir hennar spurði hana að því við morgunverðinn, daginn eftir, hvað hún ætlaði að gera, kvaðst hún ætla inn í borgina. — Geturðu ekki beðið með það til morguns, elskan mín. í»á gæti ég komi með þér, en það get ég ekki í dag. Þá gætum við farið eitthvað í búðir og kannske skroppið í bíó. — Ég held ég verði að fara í dag, mamma. Það var ætlunin að borða hádegisverð með Ann og síðan ætíaði ég að líta inn í skrifstofuna og vita, hvernig þeim líður þar. — Gott og vel, ef þú vilt það heldur. Fru Fairburn andvarp- aði, en svo brosti hún til Júlíu og það var hálfgert þjáningar- og ásökunarbros. — Ég var að vona, að þú gætir verið eitthvað heima mér til samlætis og þyrft- ir sem gift kona ekki að leita þér atvinnu. — Þú færð víst að hafa mig nóg heima, mamma, en bara ekki í dag. Hún ætlaði ekki að segja móður sinni neitt um at- vinnuna fyrr en hún væri búin að £á hana, ög þá gæti hún kannske líka létt eitthvað udir á kostnað- inun. við heimilishaldið, og það gæti ef til vill orðið til að bæta fyrir það, að hún yrði að heiman daglega, eins og áður fyrr. Hitt var satt, að þetta var engin brýn nauðsyn, því sem kona Robins, hafði hún fastan lífeyri. En það var nú sama; það spillti engu að vinna sér eitthvað inn aukalega. Mamrna hennar var hvort sem var, síkvartandi um vaxandi dýr- tíð og erfiðleikana við að komast af. Hún hringdi til Ann„ sem var sárfegin að heyra til hennar. — Ég var að velta því fyrir mér, Júlía, hvort þú værir ein af þessum nýgiftu, sem voru send ar heim um hæl. Þú hlýtur að vera afskaplega leið yfir þvi. — Það er nú ekkert Orð yfir það, svaraði Júlía. — En, segðu mér Ann: getum við ekki hitzt og borðað hádegisverð saman? — Ágætt. Komdu og taktu mig með þér. Ég veit, að allir verða sárfegnir að sjá þig aftur. Þegar Júlía kom í skrifstofuna, hópaðsist allt starfsfólkið kring um hana. Allir, sem höfðu tekið þátt í skilnaðarhófinu, kepptust nú um að spyrja hana, hvað hún ætlaði að leggja fyrir sig, úr því að hún hefði orðið að fara svo fljótt heim aftur. — Ég hef ekkert að gera annað en biða eftir því, að ég komist út aftur, og vona, að sá dagur láti ekki bíða sín alltof lengi. — En leiðist Þér ekki, ef þú hefur ekkert að gera? spurði ung frú West. — Jú það veit hamingjan. En ég ætla nú alls ekki að fara að liggja í letinni, heldur ætla ég að reyna að ná mér í eitthvert bráða birgðastarf. í sama bili var hringt bjöll- unni á borðinu hjá ungfrú West. Það var hr. Gore-Browne, sem hafði heyrt, að Júlía væri þarna komin í heimsókn. Hann sagði að sig langaði að tala hálft orð við hana, ef hún hefði tíma til þess. — Knanske hann ætli að bjóða þér gömlu stöðuna þína aftur? sagði Ann. Þessi nýja stúlka, sem hann fékk í staðinn fyrir þig, er gal-ómöguleg. Og hvor- ugt þeírra getur þolað hitt. Maður hefur heyrt, að hún geti farið hvenær sem er. Nýi einkaritarinn var ólundar leg, ljóshærð stúlka og var að snyrta á séf neglurnar, þegar. Júlía kom inn í skrifstofuna hjá JJfab * Ke" Austurstrati M — Ertn nú viss um aS þú hafir notað allar tegundir, Guð- ríður mín? hr. Gore-Browne. — Eruð þér ungfrú Fairburn? spurði hún og horfði á Júlíu með sýnilegri vanþóknun. — Farið þér beint inn. Hinn mikli hr. Gore-Brown bíður yðar með ó- þreyju. Júlía brosti, er hún gekk inn í skrifstofuna og tók í útrétta hönd húsbónda síns fyrrverandi. •— Það gleður mig að sjá yður Júlía, enda þótt ég sé jafnviss um, að það gleðji yður ekki eins að sjá mig. — Nei, ég verð nú að vera á sama máli, þó það sé ekki beint kurteislegt. — Bull og vitleysa. Ég vil fyrst og fremst, að fólk sé hrein skilið. Auðvitað líður yður fjanda lega að vera komin aftur. En það, sem mig langaði að vita, var það, hvað þér ætlið nú að gera af yð ur, úr því að þér eruð komin heim nauðug viljug. — Ég ætla að fá mér vinnu, svaraði Júlía hiklaust. — Ágætt! Það var einmitt það, sem ég var að vona, að þér segð uð. Jæja gamla staðan bíður eft ir yður, ef þér viljið. Allt óbreytt nema hvað kaupið verður eitt- hvað hærra. Hjartað í Júlíu tók stökk. Betra hefði hún ékki getað óskað sér. En frá sjónarmiði hr. Gore-Browns gat samt verið einn þröskuldur í veginum. — Ég er bara hrædd um, að þetta verði ekki nema til bráða- birgða. — Skiljanlega. Það er mér líka ljóst. Jafnskjótt sem kallið kem ur eruð þér þotin. Það geri ég mér auðvitað að góðu. En al- mennilegur einaritari, þó ekki vreii nema fyrir skamman tíma, væri alveg eins og af himnum sendur. Nýja stúlkan, sem kom í yðar stað, er . . . Hr. Gore- Browne fórnaði höndum í örvænt ingu. — Yður líkar ekki við hana? spurði Júlía sakleysislega. — Guð minn almáttugur! Þetta er hreinasti óviti. Getur ekki skrifað eitt bréf án þess að hafa 1 því fimmtíu villur Jafnvel þó að þér hefðuð alls ekki komið í dag, ætlaði ég að láta hana fara. Hvenær getið þér byrjað? Júlíu hálf-ofbauð hraðinn, sem á þessu öllu var. — Ja, mér þætti það ekki of- snemmt þó það yrði strax á morg un sagði hr. Gore-Browne með ákafa. — En þarf hin ekki að fá upp sagnarfrest? — Ég verð í engum vandræð- um með það. Ég borga henni bara mánaðar kaup og verð feg- inn að sleppa með það. Júlía sagði til að þreifa fyr- ir sér: — Þá gæti ég byrjað strax Að vísu er ég hrædd um, að mamma yrði ekkert sérlega hrif- in af því. Hún var víst að vona, að ég yrði eitthvað heima hjá henni. Én.... ég vildi bara miklu heldur hafa eitthvað að gera. — Vitanlega viljið þér það. Lát um okkur sjá.. hvað er í dag? Mánudagur. Ef þér byrjuðuð á miðvikudaginn? — Já, þá skal ég koma stundvís lega. Síðan kvaddi hún og hitti Ann aftur, sem hafði nú farið í yfir- höfnina og var tilbúin að fara út með henni. — Jæja, er allt í lagi? spurði Ann. — Já, allt komið í kring. Á mið vikudaginn verð ég komin að gamla borðinu mínu aftur. — Það þykir mér vænt um að heyra. Ég hef saknað þín síðan þú fórst. Og ég er viss um, að hús bóndinn hefur það líka. — Hann virtist að minnsta kosti bara feginn að fá mig aft- ur. — Það er bara, hvað lengi okk ur tekst að halda í þig. — Ég vona, að það verði ekkl nema nokkrar vikur. •— Það get ég silið. Þær fóru síðan í litla ódýra veitingahúsið, þar sem þær höfðu svo oft borðað saman áður, og þjónustustúlkan, sem var búin að vera þar lengi, horfði á Júlíu, steinhissa. — Ég hélt, að þér hefðuð farið til útlanda, fröken? — Það gerði ég líka en ég er bara komin aftur. — Nú er það bara ekki .fröken' lengur, sagði Ann, ’ um leið og hún tók matseðilinn. — Hvað æti arðu að fá að borða, Júlía? Þa8 er víst að mestu leyti það sam* og áður fyrr. Og það var rétt eins og áðui fyrr að vera farin að borða þarna með Ann og hlusta á slúðrið úi skrifstofunni og það, sem gerzi hafði síðan hún fór. Annars vai það nú ekki svo langur tími, en Júlíu fannst það heill mansaldur. Svo margt hafði borið til tíðinda Hún gat varla trúað því, að hún væri komin heim aftur. Þegar máltíðinni var lokið, fól hún beint heim út í Hendon. Úl því að hún færi svona fljótt að vinna aftur var líklega réttast að vera sem mest heima þangað til, hjá móður sinni. Frú Fair- burn heyrði þegar hún kom og kallaði með ákafa. — Ert þú þama Júlía? — Já, mamma. Ég kom fljótt heim. Ég sá að það er góð mynd íí bíóinu okkar hérna. Ættum við ekki að skreppa þangað? sHUtvarpiö Föstudagur 7. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 T6n leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:33 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:23 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0! Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. — 16:05 Tónleikar, 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Ballettónlist úr ópei unni „Hedy“ eftir Fibich. — Hljómsveit Þjóðleikhússins j Prag leikur. Frantisek Skvox stjórnar. 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:45 Tónleikar: Lög úr óperettunni „Brosandi land“ eftir Lehár. — Elisabeth Schwarzkopf, Emmy Loose, Nicolai Gedda og Ericta Kunz syngja. Hljómsveitin Phil- harmonia leikur með. Ottó Ackermann stjórnar. 21:00 Upplestur: Olafía Arnadóttir les frumsamin ljóð. 21:0 Islenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts; XV. Guðrún Krist insdóttir leikur aónötu i F-dúr K533. 21:30 Utvarpssagan: MVítahringur“ eft er Sigurd Hoel; XVII. lestur — (Arnheiður Sigurðardóttir), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ölokna bréfið" eft er Valeri Osipov; III. og síðasti lestur (Pétur Sumarliðason kenn ari). 22:30 Islenzk dans- og dægurlög. 23:00 Dagskrárlok. w a r Á ú ð — Heyrðu Bill, þessi Birkibita euiglýsing er ágæt... .Ég vona að hún verði til þess að sælgætið eeljist! — Hún verður það. Markús, mig langar til þess að þú akrifir fyrir tímaritið um gæsaveiðar í Florida... .Hvenær getur þú far- ið? — Ég vildi helzt bíða þar til ég fæ að vita hvernig þetlia nýja sælgæti selzt, — AUt í lagi... .Og meðal ann arra orða, mig langar til að fá öðruvísi gæsafráisögn í þetta sinn....á einihvern hátt frá- brugðna þessum venjulegu! — Éig skal reyna Bill! taugardagur 8. Júlí. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:Í0 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.), 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 í umferðinni (Gestur Þorgríms- son). 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tónleikar. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Það stendur hvergi í bókinni'', gamanleikur eftir Arthur Watkyn. Þýðandi: María Thorsteinsson. Leikstjóri: Indriði Waage. Leikendur: Anna Guð- mundsdóttir, Jóhann Pálsson, Er- lingur Gíslason, Þorsteinn Ö, Stephensen, Valur Gíslason, Rúr ik Haraldsson, Jón Aðils og Gest ur Pálsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. * 31 >16 Tion clöö —— OA-íitl Uu ackrá rl nh.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.