Morgunblaðið - 13.07.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 13.07.1961, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. júlí 1961 BLAÐIÐ frétti að Jóhannes Bjarnason verkfr. væri ný- kominn heim úr Amerikuf-erð og væri með merkilegar tækni' legar nýjungar á prjónunum. Blaðið hitti hann því að máli og spurði hann frétta. — Hvert var erindið vest- ur? — Aðalerindið var að velja vélar til endurbóta á áburðar- Stórfelldar endurbætur á Áburð- arverksmiðjunni undirbdnar Jóhannes Bjamason framleiðslunni, einkurn í þeim tilgangi að stækka kom köfn- unaráburðarins „Kjamans“. Það hefur verið mikil ó- ánægja meðal bænda yegna þess hve áburðurinn hefur verið fíngerður. Við Runólfur Þórðarson verkfræðingur fór- um saman til Bandaríkjanna til þess að athuga hvaða leið helzt kæmi til greina til úr- bóta, og velja þær vélar, sem bezt em taldár henta. Við höfum nú gert tillög- ur til verksmiðjustjórnarinnar um kaup á vélum, sem myndu hafa stórkostlega þýðingu fyrir verksmiðjuna. Myndu þær gjörbreyta framleiðsJu hennar þannig að bomastærð in yrði eins og menn óska. Hugsanlegt er að með þess- um nýju vélum verði jafn- framt hægt að losna við að nota húðunarleir á áburðinri, en nú er fluttur inn erlendur húðunarleir fyrir meira en eina milljón króna árlega. Þá myndi sparast svo til eina er- lenda efnið, sem nú er notað í áburðarframleiðsluna. En úr því verður þó reynslan að skera. Þessar vélar, sem hér um •æðir eru notaðar til korna- stækkunar fíngerðra efna, bæði í áburðariðnaðinum og •msurn skyldum iðngreinum. leimsóttum við nokkrar slík- ar verksmiðjur og sáum vél- arnar í notkun og kynntum okkur þá reynslu, sem fengizt ■hefur af þeim. Þá höfum við einnig gert til lögur ti'l verksmiðjustjómar- innar um að jafnframt verði nú keyptar vélar til þess að geta blandað kalki í áburðinn, og blandað saman ýmsum á- burðartegundum þannig að Áburðarverksmiðjan g æ t i framleitt eftir vild ýmsar blöndur af al'hliða áburði. Með því að blanda skelja- sandi í „Kjarna“-áburðinn og senda blönduna í gegnum vissar vélar má framleiða kalk-ammon áburð, sem mjög mikið er notaður í Evrópu, og hér var mikið notaður fyrir stríð. Á Búnaðarþingi hafa komið fram óskir um að Áburðarverksmiðjan hafi á boðstólum köfnunarefnisáburð sem innihaldi kalk, og með þessu móti yrði komið á móts við þá ósk. Með því að blanda fosfór og kalí saman við Kjarnann í þessum blöndunarvélum má framleiða tvígildan og alhliða þrígildan áburð köfriunarefn- is, fosfórs og kalís í þeim hlut föllum, sem óskað er. En bændur hafa einmitt mjög látið í ljós óskir um fram- leiðslu siíks áburðar, bæði á Búnaðarþingi og víðar. Bænd- ur geta sparað sér allmikla vinnu með því að geta í einni yfirferð borið á al'lar áburðar- tegundimar, sem þeir þurfa. Þessar blöndunarvélar, sem hér um ræðir, eru tiltölulega einfaldar og því ódýrar, og yrði því lítill viðbótarkostnað ur við að framleiða þessar á- burðarblöndur. Myndi svo reynslan sikera úr, að hve miklu leyti bændur vildu fá áburðarblöndur í stað eingildra áburðartegunda. — Er langur afgreiðslufrest ur á þessum vélum? Með góðu áframlhaldi ættu þessar vélar að geta verið farnar að framleiða áburð í Gufunesi um áramót. Með þessum nýju vélum myndi framleiðsluafkastageta Áburðarverksmiðjunnar a-uk ast allveru'lega. Einnig væri þá Áburðax’- verksmiðjan farin að gegná hlutverki sínu fyrir íslenzikan landbúnað í miklu fyllri mæli með því að hafa á boðstólum allar þessar tegundir eða blöndur. — Geturðu sagt okkur ‘af fleiri tæknilegum nýjungum eða athugunum? — Ég notaði tækifærið í leiðinni og kynnti mér fram- leiðslu á magnesíum, málm- samböndum og málmi úr sjó, og skoðaði slíka verksmiðju í Texas við Mexikó-flóann. Magnesíum er léttur málm- ur, sem farið er að nota í sí- auknum mæli, og er hann á ýmsum stöðum unninn úr sjávarvatni. Mér virðist við íslendingar hafa mjög mikla möguleika á að koma okkur upp slíkum samkeppnisfær- um iðnaði. Til vinnsilu á sumum magn- esíum samböndum er eitt aðalefnið sem þarf, auk sjáv- arvatnsins, kalk, eða skelja- sandur. Svo þarf raforku og olíu til brennslu. Verksmiðjan, sem ég heim- sótti í Texas notar til vinnsl- unnar ostruskeljar, sem grafn ar eru upp af botni Mexikó flóans, og er vafalítið dýrara að afla þeirra, en að dæla upp skeljasandinum okkar í Faxa- flóa. Þess má g-eta að hitastig sjávarins hefur hér ekkert að segja, en okkar sjávarvatn er miklu hreinna en gerist þar suðurfrá, og þarf því engrar hreinsunar við. Magnesíum innilhald sjávarins við strend- ur íslands er bað svipað og þar í Mexikó-flóanum að elcki er talið skipta neinu máli við vinnsluna. Við fram- leiðsluna eru skeljar fyrst brenndar, og rýkur þá úr þeim koltvísýringur, en eins og ég hef áður bent á, má úr koltvísýringi skeljanna og ammoníaki, sem framleitt er í Áburðarverksmiðjunni fram l'eiða efnið urea, sem er eitt af undirstöðuefnum plastiðn- aðar. Þannig gætum við tengt saman auikningu áburðariðn- aðar okkar og vinnslu magn- esíum úr sjó og skeljasandi, og framleiðslu á urea til plast vinnslu. Væri þannig myndað- ur kjarni að efnaiðnaði, sem byggði tilveru sína á innlend- um hráefnum og orku, og að töluverðu leyti á útflutningi framleiðslunnar. Þetta tel ég mjög athyglis- t vert mál, en vil ekki ræða meira um það að svo stöddu, sagði Jóhannes að lokum. SKAK Að undanförnu hefur hvert stórmótið rekið annað erlendis og hefur Friðrik Ólafsson dvalizt í Moskvu, sem þátttakandi í minningarmótj Tschigerins, og tókst honum að ná þar 3. sæti í talsvert vel setnu móti, og vill þátturinn óska honum til ham- ingju með prýðilegt afrek. Madrid: * Á ailþjóðamóti urðu efstir 1—2. Milic og Rebatsch 8V2 3. O’Kelly 7% 4. Pirc 7. Þátttakendur 12. Paris. Skákmeistari borgarinnar varð Beutteville 10 V2 af 11. 2. Teuer- stein (U. S. A.) 8V2 3. Linais 7V2. Sveitakeppni í skák er haldin dagana 21 júní—2. júlí í Ober- housen í Þýzkalandi. Ziirich: P. Keres sigraði á stórmóti með 9 vinninga af 12. 2. Petrosj- an 8V2. 3. S. Gligoric 7. 4.—5. Lombardy og Schmid 6 V2 6.—7. Larsen og Matulovic 6. Eftirfarandi skák er frá mót- inu í Zúrich og sýnir Keres að verki. Hvítt: P. Keres. Svart: L. Schmid. Aljechin-vörn. 1. e4 Rf6 Hugmyndarí'ki A'ljechin! hefur mörgum meistaranum orðið að orði, þegar hann hefur verið beittur Aljechin vörninni. Raun verulega má segja, að með til- komu þess varnarkerfis, hafi blómaskeið hinna svonefnda „hypermoderne”, skáks'kóla, haf- ið göngu sína. Hugmyndin með 1. — Rf6 er fyrst og fremst að lokka fram miðborðspeð hvíts, og sprengja síðan skarð í hvíta miðborðið með d6, c5, eða f6 al'lt eftir því hvernig hvítur byggir upp stöðu sína. (Sambæri leg byrjun er Reti byrjun 1. Rf3, d'5. 2. c4. í seinni tíð hefur vörnin misst nokkuð af áhang- endum sínum, þar sem í ljós hef ur komið, að hvítur getur haldið að mestu leyti því frjálsræði, sem hann skapar sér, með 2. e5, Rd5. 3. d4, d6. 4. Rf3. Bg4. 5. Bc2. Þjóðverjinn, Lothar Schmid er einn fremsti sérfræðingur Aljeohin varnarinnar, ög hefur komið fram með nokkrar athygl- isverðar endurbætur á sumura kerfum varnarinnar. Þótt honum takist ekki að sýna þau í þess- ari skák. 2. e5 Rd5 3. Rc3 Eins og að framan greinir, er 3. d4, d6 og 4. Rf3. álitin gefa hvað mestar vonir um frum- kvæðið, fyrir hvít. Eftir 3. c4, Rb6. 4. d4, d6. 5. f4 (Fjögura- peðasókn.) 5. — dxe5. 6. fxe5, Rc6. 7. Be3, Bf5. 8. Rf3, e6. 9. Bc3, Bc7. 10. Be2 0-0. 11. 0-0, f6. Hefur svarti tekist að skapa sér sómasamlega gagnsóknar- möguleika. 3. — Rxc3 4. dxc3 Leikið til að koma andstæð' ingnum á óvart. Réttara er talið 4. bxc3, en það er samt engan veginn fullreynt. 4. — d6. 5. Rf3 Rc6(?) Nákvæmari og nauðsynlegri leikur var 5. — Bg4! T. d. 1) 6. Dd5, c6. 7. De4, Bxf3! 2) 6. h3, Bh5. 7. g4, Bg6. 8. Bf4, Rd7. 3) 6. Bc4, e6 (6. — dxe5? 7. Bxf7f). 6. Bb5 Bd7 7. De2 Rxe5 8. Rxe5 dxe5 9. Dxe5 c6 10. Bc4. Db8(!) Bezt. 11. De4! Eftir 11. Dxb8, Hxb8. 12. Bf4, Hd8. 13. 0-0-0, e6 ásamt Bc8 eða c5, og Bc6. 11. — e6 Eftir textaleikinn fær svartur þrönga og erfiða varnarstöðu. Betra hefði verið 11. — Dd6! T. d. 1) 12. Bf4, Dg6. 13. Df3, f6! 14. 0-0-0, e5. 15. Hhel, 0-0-0 2) 12. 0-0, Dg6. 13. Df3 (Ef 13. Dd4. Þá Bh 3.) 13. — Df5 og erfitt er fyrir hvít að halda stöðuyfir- burðum sínum til lengdar. 12. Bg5(!) h6 Eftir 12. — c5. 13. 0-0-0, Bc6. 14. Dg4! hefur fallega stöðu. 13. Bh4 Bd6 14. 0-0-0 Dc7 15. Dd4! Be5 16. Dc5 Með einfaldri, en sterkri tafl- mennsku ,,a la Capablanca", hef- ur Keres náð vinningsstöðu. 16. — Bf6 17. Bxf6 Df4t 18. Hd2 gxf6 Þvingað, vegna hótunarinnar Hhdl. 19. Hhdl h6 20. Dh5 0-0-0 21. Ba6t Kc7 22. g3 Df5 23. Dxf7 e5 24. Hd6 Hh7 ABCDEFGH A B C D E F G 25. Hxc6t! Kb8 Ekki 25. — Kxc6. 26. Dd5 7. 27. Dd6 mát. 26. Dd5 Dxf2 27. Dd6t Ka8 28. Bb7t! Kxb7 29. Hc7t gefiS. Hvítur mátar eftir29. — Ka6. 30. Da 3, Kb5. 31. c4. IRJóh.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.