Morgunblaðið - 14.07.1961, Side 3

Morgunblaðið - 14.07.1961, Side 3
Föstudagur 14. júlí 1961 MORGUNBL4Ð1Ð 3 r: Nautio NAUTAAT $r þjóðaríþrótt í flestum löndum hins spænsku mælandi heims. Þúsundir manna flykkjast að vígvöll- unum til að sjá þekkta nauta- bana leika listir sínar kring- um bóðþyrst nautin. ; Oftast endar þetta „vel“, það er að segja nautabaninn rekur sverð sitt í hnakka naútsins, sem hnígur andvana að fótum hans og áhorfendur tryllast af fögnuði. ★ En hitt kemur einnig fyrir að nautið nær undirtökunum í leiknum, og eru meðfylgjandi myndir teknar af einum slík- um viðburði. Mexikanski nautabaninn Jesus Cardoba vék aðeins of skammt úr vegi nautsins, sem náði að reka flugbeitt hornið gegnum læri hans. Cordoba losnaði af horninu og fleygði sér til jarð ar sem dauður væri áður en nautið gerði aðra árás á hann. Aðstoðarmenn á vígvellinum komu Cardoba til hjálpar og tókst að koma honum undan. Læknar sögðu eftir leikinn að Cordoba kæmist aftur til fullrar heilsu eftir „um það bil 15 daga“. Margir þekktir menn hafa haft mikinn áhuga á nautaati, þeirra á meðal listmálarinn Pablo Picasso og Nobelsskáld- ið Ernest Hemingway, sem lézt af slysaskoti 2. júlí sl. Hefur Hemingway m. a. skrif- að margar stórbrotnar lýsing- ar á nautaati og Picasso málað af því margar myndir. Þegar útför Hemingways var gerð hinn 5. þ. m. í Ketchum í Idahoríki, var til- kynnt að Picasso hefði gefið barnaskóla borgarinnar eina af nautaatsmyndum sínum til minningar um skáldið. Þjóðleikhúsflokkurinn bezti sumargesturinn HÚSAVÍK, 13. júlí. — Leik- flokkur Þjóðleikhússins, sem nú fer sigurför um landið, sýndi „Horfðu reiður um öxl“ á Húsa vík í gærkvöldi. Ákveðin hafði verið ein sýning á Húsavík, en r Neyðarástand GAUTEMALA CITY, 13. júlí. — Ríkisstjórnin hefur lýst yfir 30 daga neyðarástandi í landinu vegna þess að komizt hefur upp um samsæri til þess að steypa stjórn landsins. áður en miðasala hófst þar, höfðu myndazt langar biðraðir og á 10 mínútum var uppselt á þá einu sýningu sem ákveðin hafði verið. En þá beið um 50 manns, sem ekki höfðu fengið miða, svo að ákveðin var önn- ur sýning kl. 12 í gærkvöldi, þar sem ekki var hægt að sýna í kvöld af því búið var að á- kveða sýningu á Raufarhöfn. Á miðnætursýningunni var svo til fullt hús. Viðtökur voru mjög góðar og leikurinn hefur verið umræðuefni dagsins í dag. Leikdómarar hér, sem er allur Kortiayningu lokið í sumar á Hvítár- og Þjórsársvæðinu almenningur, lýkur einróma lofs orði á alla túlkun og listræna meðferð leikaranna. Mun eng- inn flokkur hér hafa hlotið jafn einróma lof og þökk, þótt skipt- ar skoðanir séu um boðskap þann, sem leikurinn flutti. Allar ferðir Þjóðleikhússins hingað norður hafa verið vel þakkaðar, en þessi ekki sízt, og þeir staðir sem flokkurinn á eftir að heimsækja ættu að athuga að af miklu er misst fyr ir þá sem sjá ekki þessa sýn- ingu. — S. P. B. Töouð síldarnót i fannst SL. þriðjudag fann síldarbát- urinn Ásgeir Torfason frá Flatey síldarnót á miðunum. Þessa nót hafði Vinur frá Hnífsdal misst sl. sunnudag og tapað. Var þetta mikið happ fyrir Vin að fá aftur nót sína, sem var 400 þús. kr. virði. Leitað 50 ára gam- allar kvikmyndar um Jóhannes glimukappa t SUMAR vinna landmælinga- flokkar eins og undanfarin ir að kortlagningu á vegum Raforku- málaskrifstofunnar kringum árn- ar, sem helzt koma til greina til stórvirkjunar í framtíðinni. t sumar verður mælt það sem eftir er af Hvítársvæðinu, frá Bláfelli og niður í byggð, og seinna í sumar sennilega það sem eftir er af Þjórsársvæðinu. Er hér um að ræða yfirlitslandmælingar, sem síðan eru unnar nákvæmar á þeim stöðum, sem þurfa þykir. I fyrra var kortlagt svæðið við Hestfjall. en rannsóknir þar munu liggja niðri í sumar og einnig er búið að kortleggja fleiri staði við Hvítá, eins og t. d. Skipstapar á Biskayaflóa BREST, 13. júlí. — Ofsaveður var á Biskayaflóa í dag og sukku a. m. k. þrír spænskir fiskibátar. Allmörgum mönnum var bjarg- að, en óttazt er, að 16 hafi farizt, m.a. þrír af bátum „Nuestro Padre Jesus Nazaredo“. við Bláfell og Brúará. Svæðið kringum Gullfoss er á því svæði, sem nú er verið að kortleggja. Þar er nú uppfrá jarðfræðingur á vegum Raforku- málaskrifstofunnar að athuga m. a. jarðlögin í gljúfrinu fyrir neðan Gullfoss, en með slíkri rannsókn má spara mikla borun, sem er dýr. Borflokkur Raforku- málas'kriistofunnar hefur aðal- lega verið við Búrfell í sumar, eins og áður hefur verið frá skýrt. FYRIR um það bil 50 árum var gerð í Kaupmannahöfn kvik- mynd um hinn þekkta íslenzka glímukappa Jóhannes Jósefsson. En nú finnst ekki þessi mynd. Frá þessu skýrir danska blaðið B. T. Blaðið segir ennfremur: Aðalræðismaður íslands í Leith í Skotlandi, Sigursteinn Magnússon, hefur skrifað Arn0 kvikmyndafélaginu í Kaup- mannahöfn og beðið um aðstoð, þar eð áhugi er fyrir því að senda kvikmyndina um glímu- kappann á væntanlega kvik- myndahátíð í Edinborg. En Arn0 kvikmyndafélagið hefur nýlega unnið að mynd fyrir íslenzka ut- anríkisráðuneytið. Ekki hefur verið hægt að hafa upp á þessari gömlu kvikmynd. Hvorki Kvikmyndasafnið né 'skjalasafn Þjóðminjasafnsins, er geymir raddir og kvikmyndir, kannast við þessa upptöku. A síðarnefnda staðnum er búið að fara í gegnum Norðurlanda kvikmyndir og hinar mörgu sýn- ingarmyndir Elfelts frá þessum tíma. En ekkert finnst um glímu- kappann. íslenzki aðalræðismaðurinn heldur, að einhver einstaklingur muni eiga myndina. Og ef svo er, er áhugi fyrir að fá hana keypta eða að láni. ★ Mbl. tókst ekki í gær að ná sambandi við Jóhannes Jóseps- son, sem ekki er í bænum. Kvik- myndin fyrir utanríkisráðuneytið mun vera landkynningarmynd Kjartans Ó. Bjarnasonar sem Arn0 film hefur unnið. Minni fiskafli fyrstu 4 mán ársins en í fyrra BLAÐINU hefur borizt skýrsla frá Fiskifélaginu um fiskaflann fyrstu 4 mánuði ársins. Var heild araflinn fram til aprílloka sam- tals 185.943 lestir, en í fyrra á sama tíma 202.002 lestir. Af þess- um afla eru 157 þús. lestir báta- fiskur, en 28 þús. lestir togara- fiskur. í ár veiddust 430 lestir af rækju, en engin rækja á sama tíma í fyrra. Af þorskaflanum fóru rúmar 66 þúslestir í frystingu, 45 þús. í söltun, 32 þús. í herzlu, 11 þús. í ís, 2 þús. lestir í innanlands neyzlu og rúm þús. lestir í mjöl- vinnslu. Af síldaraflanum var mest brætt eða 11 þús. lestir, rúmar 6 þús. lestir saltaðar, nærri 7 þús. lestir frystar og 3 þús. lestir ísaðar. Og krabba- dýraaflinn var frystur 304 lestir og soðinn niður -25 lestir. STAKSTEIKAR Erlent fjármagn Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra, ritar grein í Vísi í fyrra dag, þar sem hann ræðir áhrif viðreisnarráðstafananna á sl. ári á lánstraust þjóðarinnar erlendis og þá möguleika, sem skapazt hafa við þær til að afla f jármagns erlendis til framkvæmda hér á landi. Hann segir þar m. a.: „En þótt sparifé aukist ár frá ári þarf þriðja leiðin að koma til, en það er erlent fjármagn í stór- um stil. Hið erlenda fjármagn getur ýmist komið að gagni sem iáns- fé, eða sem áhættufé, hlutafé, eignarframlag til viðkomandi fyr irtækis. Það er rétt, að islendingar taki við erlendu fé, sem menn vilja leggja í fyrirtæki hér, og örvi til slíkrar þátttöku, eins og gert hafa Norðmenn frændur vorir, undir forustu Trygve Lie. En þá þarf um leið, einkum fyrir fámenna þjóð með miklar ónýttar auðlind- ir og framtíðarmöguleika, að setja traustar skorður við, þannig að íslenzku þjóðerni, sjálfsfor- ræði og umráðum yfir landi og lindum auðs, sé ekki í háska stefnt. Varðandi lánsfé þarf að stefna að því, að f jármagn fáist til langs tíma, 15, 20, 30, 40 ára, með lág- um vöxtum“. Kauphækkanirnar til ills eða góðs? Það virðist vera dálítið á reiki, hvort Tíminn telur kauphækk- anirnar að undanförnu til ills eða góðs. Þegar fagna þarf hinu „ár- angursríka samstarfi samvinnu- hreyfingarinnar og verkalýðs- hreyfingarinanr“ er ekki annað á blaðinu að sjá en að það telji þær „raunhæfar kjarabætur“. En þá sjaldan það kemur fyrir, að Tímin gerir sér grein fyrir því, að kauphækkanirnar hljóti að draga einhvern dilk á eftir sér, er minna lagt upp úr því að vekja athygli á „samstarfi þessara tveggja voldugustu félagsmála- hreyfinga á íslandi" og sagt, að „ríkisstjórnin hafi valið kaup- hækkunarleiðina“! » Landsprófið Benedikt Tómasson skólayfir- Iæknir, ritaði grein um skóla- mál hér í blaðið í gær, þar sem hann ræðir nokkuð hugsanlegar breytingar á hinu svokallaða landsprófi. f lok greinar sinnar segir Benedikt: „Landsprófið má gera umfangs minna og óhátíðlegra en nú er og reyna þó á kunnáttu og hæfi leika nemenda til nægilegrar hlít ar. Og varla væri menntaskólun- um hnekkir að því — og það kostaði ekki neitt — að brautskrá með gagnfræðaprófi alla þriðju- bekkinga, sem hlytu tilskilda lág- markseinkunn, en setja hærra mark til inngöngu í fjórða bekk. Fallnemendum þriðja bekkjar væri þá ekki fleygt algerlega út á gaddinn, eins og nú er. Allir hafa þeir þó setið einn vetur í skóla, flestir væntanlega lesið eitthvað og sumir vafalaust vel. Jafnaldrar þeirra, sem fara í fjórða bekk gagnfræðaskóla í miklu léttara nám, fá gagnfræða- próf eftir veturinn, og hvers eiga hinir að gjalda? Margt fleira gæti komið hér að liði, þótt ekki verði nefnt, til dæmis meiri f jöl- breytni í námi eftir unglingapróf. Það er sannfæring mín, að ung- lingar séu nú beittir nokkurn veg inn eins harkalegri meðferð og unnt er að hugsa sér við val til menntaskólanáms. Þetta er að leika sér að andlegri heilsu þeirra. Hefur þjóðin efni á bví?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.