Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 3
Sunnu'dagur 16. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ Sr. Jón Auðuns dómprófastur Á landamærum lífs og dauða í 27. kap. Postulasögunnar er geymd sjóferðasaga Páls, hin fræga. Hrakningunum lauk með því, að í morgunsárið stendur hátt á 3. hundrað. manns á strönd inni, hefir bjargast með dásam- legum hætti og hórfir á skipið liðast sundur í brimgarðinum. Dág eftir dag hafði óveðrið geisað. í vonleysisskelfingu höfðu menn jafnvel varpað fyrir borð áhöldum skipsins. Það hrikti í rám og reiða. Máttar- viðir skipsins nötruðu. Kolgræn- ir, ógnandi boðar risu. Skelfing- in lamað vonlausa menn. f þrengingunni segir hjarta hetjunnar til sín. Einn fanginn — skipið var fangaskip — gengur fram. Hann talar kjark í hug- fallna menn, tekur alla tauma í sínar hendur, segir fyrir verk um, og menn hlýða. Og þreki hans og trú eiga þeir allir líf að launa. * Hvert sótti Páll þrek til þessa afreks? Um nóttina, meðan veðra'ham- urinn æddi og angistaróp dauða dæmdra manna blönduðust ískri og marri skips, sem var að lið- ast í sundur, leitaði Páll inn í heim, sem margsinnis áður hafði reynzt honum uppspretta friðar og orku: Hann knýr dyra í heimi bænarinnar. Hann þarf ekki friðaðan helgi Hagbarður litli Ólafsson gaf ljósmyndara I'Ibl. eina sekúndu til að mynda sig og hund- inn Lappa. (Ljósm. Mbl.: Markús) Dagur við Elliðavatn r'JOn,LlH lágu eins og góð- lynd dýr fram á lappir sín- ar í skugganum. Þeyrinn, sem bærði gróðurinn, var andardráttur þeirra. Hann gáraði vatnið, sem var eins og himinn á hvolfi, þar sem hvít seglskip svifu bláa vegu. Langt í austri huldist sól- in öðru hvoru gráum reyk- skýjum eins og eftir púður- skot. Kannski sigla Nelson og aðrir frægir sjóliðsforingj- ar skýjaskipum á himninumí og heyja endalausar orusturi —. um ekki neitt. * En það var ekkert stríð á jörðinni, þar sem við lágum í grasinu innan um hríslurn- ar eins og tveir ormar og önduðum í takt við nátt- úruna, sem gaf okkur sakramenti sitt: Hjalið í læknum, sem rennur í Elliða vatn, og þvoði okkur að inn- an, ilminn af gróðrinum, sem er eins og græðandi smyrsl á ósýnileg sár eftir hatur, öf- und, beizkju o.s.frv. — og söngur lóunnar: — Blíða, blíða, sem er trúarjátning sumarsins. Trén, grasið og mosinn í Heiðmork láta sér nægja að vera til, og við vorum nærri búnir að gleyma því, að við eri'm blaðamenn. En svo FRÉTTAMENN Mbl. fóru í „heimsókn“ að Elliða- vatni. Þeir hittu þar: Þrjár stúlkur í tjaldi — Stráka, sem veiddu slöngu í vatninu — Gamlan mann sem er á móti sumarbú- stöðum — Litlar stúlkur, sem tóku í nefið á frétta- mönnunum — Hundinn Lappa og Hagbarð, sem mátti ekki vera að því að tala. vaknaði samvizkan — þessi peysufatakerling — og við röltum inn á mörkina í leit að fólki. ★ — Þarna er tjald. — Já, hafðu ekki hátt, það getur staðið illa á. — Ef við hittum nú tvær, þú veizt. —■ Já, maður. En við hittum þær ekki. Tjaldið var eins og yfirgefið musteri, og við fórum aftur að hlusta á raddir guðs. — Ég vildi vera munkur í tjaldi. / —• Já, eða soldán. — Nei, blaðamaður í ó- byggðum. Síðan töluðumst við ekki við, fyrr en við komum nið- ur að Elliðavatni. Það var enginn bátur á vatninu og sumarbústaðirnir virtust auð- ir. — Þarna er tjald. — Hvar? — Þarna skammt frá vatn- inu. — Ef við hittum nú tvær,. þú veizt. — Þegiðu. Þær reyndust vera þrjár. Sú yngsta fimm ára, en sú elzta .... Þær voru að fara til Reykja víkur og voru búnar að taka eldhúsið niður. — Verst að geta ekki boðið ykkur upp á neitt. — Það gerir ekkert til. — Það er lítið um mublur hér. — Hvernig er að búa í tjaldi? — Óskaplega gott, maður er bæði nærri jörðinni og himninum en í venjulegu húsi. — Eruð þið giftar? Framh. á bls. 22 Þrenningin í tjaldinu: Áslaug Grétarsdóttir (5 ára), Sig- rún Guðmundsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. dóm, til þess að geta beðið, og ekki lokaðan bænaklefa, til þess að finna guðsnálægðina. Mitt á meðal glæpamanna og lausung- arlýðs er postuli Drottins á bæn. Nú heyrir hann ekki lengur veinið í vetrarstorminum. Nú sér hann ekki lengur æðandi öldu- rótið. Friður bænarinnar fyllir sálu hans og bæn hans er svar- að, svo skýlaust varað, að hjá honum stendur engill Drottins, talar til hans og heitir honum því, að allir sem innanborðs með honum eru, muni bjargast. en skipið farast. Það er vinur Páls og samferða maður, læknirinn Lúkas, sem frásöguna færði í letur, og hann lýkur henni með þessum orðum: „Og þannig tókst bað til, að allir komust heilir til lands.“ Hin marglita hjörð, sem i skipinu var óveðursnóttina voða- legu, hlustaði og hlustaði fast, þegar Páll sagði frá vitrun sinni. Sennilegt er, að ef hann hefði hitt þessa menn á förnum vegi og farið að segja þeim frá vitr- unum sínum þar, hefðu þeir skellt skollaeyrum við öllu sam- an og spottað hann. En alvaran andspænis dauðanum knýr þá til að hlusta. Þegar sægarpurinn i Hergilsey heyrði ungan ofláta spotta, sagði hann: Ég hef reynt í éljum nauða jafnvel meira en þér. Á landamærum lífs og dauða leikur enginn sér. Sú raun, eða önnur henni lík, knýr mennina oft til að hlusta á ; það, sem þeir daufheyrðust við áður, og kennir þeim að skilja | sumt, sem þeir skildu ekki fyrr. Sumum kennir hún lexíu guðs- traustsins, lærdóminn um hann, | sem með einhver jum hætti vakir | yfir öllum mönnum í mannraun | þeirra, og stundum velur þá leið, i að láta sendiboða sinn koma til mabnsins og flytja honum fagn- i aðarboðskapinn um föðuraugað, i sem ævinlega vakir, föðurhönd- ina, sem ævinlega styður, föður- hjartað, sem engu barnanna sinna gleymir. — — — # Fæstir þeirra, sem þessar lín- ur lesa, munu nokkuð hafa af lífsháska á sjó að segja. Og samt erum vér að sigla og sigl- um öil hið sama haf. Einnig þar rísa boðar og stormar æða, svo að stundum brakar og brestur í súðinni veiku, sem ber oss. Fer oss þá ekki stundúm líkt og mönnunum á fangaskipinu, sem flutti Pál, að vér gefum upp von og berumst vonlausir að bana- boðanum sjálfum? Hvar leitum vér bá hjálpar? Postúlinn þurfti ekki hljóðan, vígðan helgidóm til að geta beð- ið og fengið bænheyrzlu. f ógn- um hamslauss veðurofsans, með sjóðandi dyn af angistarópum dauðákelfdna manna í eyrum, fann sál hans leið inn í helgi- dóma guðsumgengninnar, og andspænis ógnum dauðans fann hann frið. Finnum vér bennan frið, þeg- ar öldurnar rísa sem hæst og ógna fleyinu veika, sem oss flyt- ur? Pastulinn fann þennan frið i. vetrarstorminum, en finnur þú hann nú á sólbjörtum sumar- dögum? Postuli Drottins nam þennan mikla boðskap á koldimmri, ægilegri vetrarnótt á opnu hafi með ógnir dauðans á alla vegu. Ættir þú að geta numið hann síður, meðan Guð er að tala trl þín í hverjum geisla, sem skín, í hverju grasi, sem grær?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.