Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVTSBL AÐIÐ Sunnudagur 16. júlí 1967 Birna og Auður Einarsdætur íóru í smásiglingu með Þorkatli Ólafssyni. — Báturinn lekur, hrópuðu þær. — Við Elliðavafn Framh. af bls. 3 — Nei. — Það hlaut að vera. — Hann er góður þessi. — Já, góður eiginmaður. — Hvað vitum við um það. — Hvemær farið þið að sofa? — Snemma og seint á fæt- ur. Maður nennir varla að borða hvað þá meira. Liggur bara og lætur sér líða vel. Það hefur bara ekki verið nóg sólskin. Við vorum hérna í fyrra í hálfan mánuð og það rigndi alla dagana nema einn. Það rigndi í gær. Var ekki rigning í Reykjavík? Það rigndi alveg eins og hellt væri úr fötu, en við blotnuð- um ekki inni í tjaldinu. Bara hlustuðum á regnið. Það var draumur. — Hvað talið þið um? — Hitt og þetta, og stund- um ekki neitt. i — Sú litla segir ekki orð. — Hún er feimin og orðin óvön karlmönnum. Nei, afi hennar kom í gær. Við lágum í tjaldinu og heyrðum hann koma og héldum að einhver' róni væri á leiðinni. En hún sagði að það væh afi. Hún hefur svo góða sjón. Við sá-' um það ekki þegar við gægð- umst út. — Hvað hélduð þið þegar við komum? — Okkur datt ekki í hug að þið væruð blaðamenn. Við vorum búnar að gleyma að til eru blöð. Það er gott að vera laus við þau. — Líka blaðamenn? —■ Nei, það var ekki mein- ingin. — Lesið þið ekkert? — Jú, þetta: BLÓÐHEFND KONUNN- AR. — Það er þá bezt að við forðujn okkur. — Nei, það er alveg óþarfi. — Hafið þið kannski biblí- una líka? — Nei, við erum ekki orðn ar nógu gamlar til þess. — Ekki komnar af freist- ingaaldrinum? — Já, einmitt. Þá förum við að lesa biblíuna. — Hvað er sú litla að borða? — Poppkorn. — Viltu gefa okkur popp- korn? Ekkert svar. — Hvort finnst þér betra poppkorn eða ber? — Það eru engin ber kom- . ► m. — Sko, hún kann þá manna mál. — Ég heiti Áslaug. — Já, Áslaug poppkorn. Þá gaf hún okkur líka poppkorn. — Þarna kemúr afi henn- ar. Hann er að sækja okk- ur. Það væri gaman að vera mikiu lengur. Engar áhyggj- ur, ekkert nema leti .... — Notaðu fallegra orð. — Hvað? — Friður. — Já, við erum búnor að vera hér síðan um helgi (nú var miðvikudagur) en svo förum við upp í Borgarfjörð, því sumarfríið er ekki enn búið. Þar verður líka friður. Meira að segja fyrir blaða- mönnum. — Það er óvíst .... Við sáum ekki fleira fólk fyrr en við komum að Þing- nesi. Þar er fallegur sumar- bústaður niður við vatnið. Seglbátur flaut skammt frá Jandi. Þrjár litlar stúlkur sveifluðu sér í rólum eins og þær væru að reyna að komast upp í sólina. — Er gaman að róla? — Já, það er svo skrítið í magann. — Þarna er lík-a vegasalt. — Hvað er mest gaman? — Það er mest gaman í mömmuleik. — Hafið þið nokkurn pabba? — Pabbi okkar er heild- sali. — En hver er pabbinn í mömmuleik? —• Enginn, þeir borða svo mikið. — Drullukökur? — Nei, alvörukökur. — Úr hverju eru þær? — Kókó, hveiti, smjör — allt nema neftóbak. — Jú, líka neftóbak. — Tekur þú í nefið? — Nei. — Já, í nefið á mér. — Ér það þess vegna svona stórt? Maður og kona komu út á svalirnar fyrir framan sum arbústaðinn, og við gengum til þeirra og kynntum okk- ur. Maðurinn kveðst heita Þorkell Ólafsson og konan Þorbjörg Bjarnadóttir, kona Einars Kristjánssonar, heild- sala, sem er eigandi bústað- arins. — Þeir eru yfirleitt alltaf tómir þessir smábústaðir, sagði Þorkell, börnin vilja ekki fara í þá, þegar þau fullorðnast. — Þetta er þá eins og flótt inn úr sveitunum? — Já, það má segja það. Ég var hérna um aldamót- in. Það er mikið breytt síð- an. Þá voru engir sumarbú- staðir. Bara kindur, því Elliðavatn og, Vatnsendi voru miklar fjárjarðir. En þeir græða kannski jafn mikið á að leigja landið undir sumar- bústaði. Ég veit það ekki. —• Ertu á móti sumarbú- stöðum? — Já, mér finnst lítill feg- urðarauki að þeim. Svo er þetta ekki notað almenni- Iega. — Hefurðu veitt í vatninu? -— Já, í gamla daga. Þá var miklu meiri silúngur í því. Nú fæst hann varla nema í net. Kannski hefur hann of mikið æti. — Var Kjalarnesþing hérna einhvers staðar? — Já, það er sagt svo, sagði Þorbjörg, það eru tóft- ir þarna á bak við suraar- bústaðinn, en það er víst bú- ið að slétta .yfir hluta af þeim. — Una börnin sér vel hérna? — Jú, en það verður helzt alltaf einhver að koma. Þau eru svona þessi borgarbörn. Annars finnst þeim þetta ekki nógu spennandi. — Mig langar í bíó, kall- aði éin þeirra. — Farið þið heldur út í bátinn, ég ætla að taka mynd af ykkur, sagði Ijósmyndar- inn. ★ — Þarna eru tveir strákar að veiða. Við v.orum komnir að Vatnsenda og höfðum ekki séð hræðu á leiðinni. Sumar- bústaðirnir voru ósköp ein- manalegir, og vatnið líka, en .... — Eruð þið að fá hann, strákar? — Við erum með slöngu, en annar öngullinn er fast- ur. — Slöngu? — Já. — Kyrkislöngu? — Nei, þær eru bara í heitu löndunum. — Það er heitt í dag. — Ekki eins og í Afríku. — Hafið þið komið þang- að? — Nei, við höfum séð Tarzanmyndir. •— Hvernig slanga er þetta? —- Vatnsslanga. — Er það öll yeruin? — Já, það er enginn sil- ungur hér upp við land. Við urðum að gefast upp við að losa öngulinn fyrir þá, en ráðlögðum þeim að vaða út og kyrkja slönguna —- eins og í Tarzanmyndunum. ★ Að síðustu hittum við Hag barð litla Ólafsson. Hann var að setja lamir á hurð á litl- um skúr. Hundurinn Lappi veltist við fætur hans. Hvor- ugur leit upp. — Þú ert að smíða. —• Já, það er erfiðara en ekki neitt. — Þú ert bara spekingur. Hann anzaði ekki. —• Þetta er fallegur hund- ur. — Hann hefur aldrei litið í spegil. — Hvað ertu gamall? —• Hundrað ára. —• En hundurinn. — Hann er ekki fæddur. —• Þú ert skrítinn. — Ég má ekki vera að þvi að tala við ykkur. —• En hundurinn? — Spurðu hann sjálfur. — Lappi, Lappi kallinn Hundurinn reis upp og dill aði rófunni. — Sko, hann er kurteis. — Hann er óþekkur. — Ert þú ekkert óþekkur? — Að minnsta kosti ekki eins og hann. — Finnst þér gaman hérna? — Það er ágætt. — Eru nokkrir leikfélagar hérna? — Já, hundurinn. — Engir aðrir?. — Þeir eru ekki komnir ennþá, ef þeir þá koma. — Ætlarðu að bíða eftii þeim? — Ég ætla að negla þess- ar lamir. ★ Þeyrinn var orðin að gusti. Ljósið að skuggum. Allt hafði breytt um svip. Nema sum- arbústaðirnar, sem enn biðu mannamáls. Púðrið hans Nel- sons virtist að því komið að blotna. i.e.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.