Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 6
e MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 18. júlí 1961 íslenzkir listamenn eru sjálfstœðir í list sinni Samtal við frú Dorothy Miller aðstoð- arframkvæmdarstjóra Museum of Modern Art i Nev/ York •— M É R virðast íslenzkir Iistamenn ekki vera eins mik Ið undir áhrifum alþjóðlegra listastefna og listamenn margra annarra landa. Þeir eru meiri einstaklingshyggju menn og standa nær náttúr- unni en til dæmis listamenn okkar í Bandaríkjunum. Ef til vill er þetta vegna þess, hve ísland er sérstætt. Það er ekki líkt neinu öðru landi, sem ég hef séð. Maður er hér í nánari tengslum við náttúr- una en nokkurs staðar ann- ars staðar. Þannig komst frú Dorothy Miller aðstoðarframkvæmda- stjóri Museum Of Modern Art, listasafnsins í New York m. a. að orði, er Mbl. hitti hana að máli sl. sunnudag. En frúin hefur ver ið hér á ferðalagi undanfarið ásamt Alfred Barr aðalfram- kvæmdastjóra safnsins og konu hans í boði Kynningar. — Hvað viljið þér segja um ís- lenzka list? — Ég hef haft aðeins fáa daga til þess að skoða mig um hér og kynnast íslenzkum listamönnum Og verkum þeirra. En ég hefi hitt hér marga gáfaða og merkilega listamenn, séð hér margt og mér virðist mikill gróandi rí'kja í ís- lenzku listalífi. Ég held að xnargra góðra hluta megi vænta af íslenzkum listamönnum í fram tíðinni. — Hvaða stefna virðist yður ríkjandi í myndlistinní um þess- ar mundir? — Ég held að abstrakt-málverk ið sé ekki eins ríkjandi hér og hjá okkur í Bandaríkjunum. Ég hefi þó séð hér ágæt verk eftir íslenzka málara, sem mála ab- strakt. En mér virðist íslenzkir listamenn yfirleitt mjög sjálf- stæðir í list sinni. Annars er stefn an í listum sem betur fer stöð- ugum breytingum háð. Hjá okkur í Bandaríkjunum hefur abstrakt- listin lengi verið mjög sterk. En nú stefnir ef til vill meira í hina áttina, til naturalismans. En það garir það aldrei lengi. Við verð- um alltaf að búast við breyting- um. Það er eðlilegt og hollt, það er lífið sjálft. — Þér voruð giftar manni af íslenzkum ættum? — Já, maðurinn minn var fs- lendingur. Hið íslenzka nafn hans var Sveinn Kristján Björnsson. En ameríska nafn hans var Hol- ger Cahill. Foreldrar hans voru Björn Jónsson Og Vigdís Bjarna- dóttir, sem áttu heima á Skóg- arströnd í Snæfellsnessýslu. Um árið 1890 fluttu þau til Kanada. Þau áttu þrjú börn og var mað- urinn minn elztur þeirra. Vigdís missti mann sinn en giftist aftur og átti eina dóttur með seinni manni sínum. Hún dó 102 ára gömul í Winnipeg árið 1957. 1 sunnudagsblaðið ritaði myndin af Guttormi ög konu Sveinn Skorri Höskuldsson hans Jensínu Danielsdóttur, grein um heimsókn sína til viðskila við greinina. En hér Guttorms J. Guttormssonar, er myndin af hjónunum. skálds, á Víðivöllum. Varð þá Foreldrar mannsins míns áttu við mikla erfiðleika að etja fyrst eftir að þau fluttust vestur. Hann varð að sjá fyrir sjálfum sér al- gerlega frá því hann var 12 ára gamall. En af miklum dugnaði brauzt hann áfram og varð efna- lega sjálfstæður Og menntaður maður. Hneigðist hugur hans snemma að listum. Hann gerðist ungur rithöfundur og skrifaði m. a, þrjár skáldsögur. Einnig rit- aði hann ævisögur ög margar bækur um listir. Þegar Roosevelt förseti hófst handa um viðreisn- arstarf sitt á kreppuárunum, þá gleymdi hann ekki listamönnun- um. Hann lét gera stórkostlega framkvæmdaáætlun, sem fékk myndlistarmönnum, rithöfund- um, hljómlistar- og leikhúsmönn- um fjölþætt verkefni. Manninum mínum var falið að annast fram- kvæmd þessarar áætlunar að því er snerti myndlistarmennina. Þeim voru fengin margvísleg verkefni, svo sem skreyting skóla og annarra opinberra bygginga. Átti þetta ríkan þátt í eflingu og þroska amerískrar lista. Maðurinn minn var sérfræð- ingur í amerískri alþýðulist. Hann ferðaðist m. a. um landið og kynnti sér þessi mál. Hann ritaði einnig mikið fyrir Modern Art listasafnið. Hann lézt á sl. ári. — Hafið þér starfað lengi við Modern Art safnið? — Já, frá því á árinu 1934. En safnið var stofnað árið 1929. Ég stundaði nám í Smith College í Massashusett ög kynnti mér bæði eldri list og nútímalist. Frú Dorothy Miller. — Myndina tók Nína Tryggvadóttir við Gullfoss fyrir nokkrum dögum. Þegar ég réðst til starfa hjá Modern Art unnu 6 manneskjur í safninu, en nú vinna þar 250. Árið 1934 átti safnið aðeins um 10 listaverk. Það voru erfiðir tím ar Og lítið um peninga. En þróun- in hefur gengið öruggum skrefum í rétta átt. Nú á safnið 12—1400 málverk og höggmyndir, 500 teikningar og 5000 svartlistar- myndir. Það á einnig kvikmynda- safn, sem geymir þróunarsögu kvikmyndanna og á hverjum degi eru kvikmyndasýningar í safn- inu. Mér þótti ákaflega gaman af að koma hingað til íslands og kynn- ast landi og þjóð. Mér finnst fólkið hreinskilið og einlægt, og það heldur í heiðri ýmsum göml- um siðum. Ég vona að ég eigi eftir að koma hingað fljótlega aft ur, segir þessi merka og mikil- hæfa kona, sem gegnir ábyrgðar- miklu listarstarfi við eitt af merkustu listasöfnum Bandaríkj- anna. Frú Dorothy Miller mun fara heim til New York eftir tvo daga. Munu margir íslendingar verða til þess að þakka henni og Alfred Barr fyrir komuna til ís- lands. Velvakandi hafði nú ætlað sér að vera hress eftir helg- ina Og nota því góða veðrið til þess að hvílá sig frá önn- um blaðsins. Það fór þó ekki eins og til var stoftiað. Hann fór í útreiðartúr á laugardag og má sig nú vart hræra fyrir strengjum og harðsperrum, auk þess, að hann verður að standa við ritvélina, en hún stendur á 80 cm. háu borði. Lesendur Velvakanda verða því að bíða speki hans eitt- hvað fram í vikuna, en hér verða birt tvö bréf frá les- endum. • „Aftar, gjörið svo ver‘! Þegar fjölmennt er í strætis- vögnunum, ríður á miklu, að farþegarnir reyni að nota rým ið sem best. Alltof oft safn- ast fólk saman í einn hnapp framarlega í vagninum og mjakast helzt ekki úr stað, fyrr en hver er kominn á sinn leiðarenda. Þetta veldur vagnstjórunum og þeim far- þegum, sem síðar ætla að kom ast inn í vagninn, oft miklum erfiðleikum, eins og flestir raunar þekkja af eigin reynd. Og ekki hvað sízt getur þetta tafið ferðir vagnanna, þegar sí og æ þarf að bíða eftir því, að farþegar láti undan hvatn- ingarorðum vagnstjóra um að „gjöra svo vel að færa sig aft- ar í vagninn“. • Ekki til einskis barist Af því að allir farþegar strætisvagnanna kjósa yfir- leitt, að ferðinni ljúki á sem skemmstum tíma, ættu þeir hinir sömu vissulega að gera sitt til þess að svo megi verða. Og það geta þeir m. a. gert með því að ganga strax eftir að þeir eru komnir inn og bún ir að greiða aftur í vagninn, eins langt Og komist verður. Ekki ætti að letja þá þeirrar „göngu“ sú vitneskja, að ein- mitt þar afturfrá — aldrel framar en um miðjan vagn — eru útgöngudyrnar, og koma sporin því til góðs ekki síðar en um leið og ferð lýkur. Seltirningur. • Tölusett sæti & FERDI ' t!,////ýA\ \\ z^'l • ■ '//\\ \\ V \ L'U. Þú ert nú vís til að koma fyrir mig orðsendingu, til þeirra skemmtikrafta, sem heimsækja okkur hér í Kefla- vík. Ég vil taka það fram, að þeir eru kærkomnir gestir sem mættu gjarna koma oftar, en þeir gera, bæði söngfólk og leikflokkar. En það er eitt sem verður að lagfæra áður en þeir koma næst, það er að koma með tölusetta að- göngumiða að skemmtunum sínum. Það er algjörlega óþol- andi að lenda í lífshættuleg- um troðningum, eins Og við höfum mátt gera hér, til að ná í sæti, eða sitja klukku- tíma áður en skemmtun hefst, aðeins vegna þess að miðarnir eru ótölusettir. Þetta er alger óþarfi, því flestar skemmtanir eru haldnar í Félagsbíó í Kefla vík og þar eru öll sæti tölu- sett. Vonum við að viðkom- andi aðilar sjái sér fært að lagfæra þetta. Keflvíkingur. • Leiðréttinff Á laugardag hafði prent- villupúkinn sig í frammi i millifyrirsögn Velvakanda. Þar stóð: — ekki andlegt sól- skin, í stað — ekki endilega sólskin. Þetta leiðréttist hér með, svo og það, að Velvak- andi er ekki endilega á móti andlegu sólskini, nema síður sé, hvað þá „gamalla blóma angan“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.