Morgunblaðið - 18.07.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 18.07.1961, Síða 11
Þriðjudagur 18. júlí 1961 MORGVNBLAÐ IÐ 11 „Það er alveg magnað, hve vel þeir halda íslenzkunni" Rætt við Valdimar Björnsson, ráðherra iVALDIMAR Björnsson, fjár- málaráðherra í Minnesota, og fjölskylda hans eru kom- in í heimsókn til íslands. — Munu þau dveljast hér í tvær vikur og m. a. ferðast eitt- hvað um landið, en að því búnu halda vestur um haf aftur. Tíðindamaður Mbl. hitti Valdi mar Björnsson að máli sem 6nöggvast í-gærmorgun. Lét hann vel af því, að vera enn einu sinni kominn hingað til lands og ekki |>arf að fjölyrða um, að hann er Ihér aetíð hinn mesti auðfúsugest ur. Síðast kom Valdimar til ís- lands 1959 og flutti þá m.a. er- indi á vegum Stúdentafélags Keykjavíkur um stjórnmálaflokk onna í Bandaríkjunum, eins og margir munu minnast. Á íslandi árið 2000. Um heimsókn sína og fjölskyld unnar nú sagði Valdimar m.a.: — Við hjónin komum hingað 1950. í>á voru börnin þrjú öll með. Nú eru þau orðin fimm og enn öll með, það elzta Helga, 15 ára og það yngsta, Maja, verður 6 ára í haust. >að er gaman fyrir þau að koma hingað og skoða sig um. Þegar við komum hingað 1950, var Jón sem þá var yngstur, ekki farinn oð ganga. En svo meðan við vor um hérna tók hann fyrstu skref- in óstuddur við Leifs-styttuna á Skólavörðuhcltinu. Ég hef verið að grínast að því við hann, að líkast til reyni hann að bregða sér til íslands árið 2000 og vappa t>á nokkur skref við styttuna. Hann verður þá fimmtíuogeins. Og hver veit nema ég komi líka t-.. .orðinn 94 ára! Af íslendingum vestra. — Er ekki eitthvað til frásagn- ar úr hópi Vestur-íslendinga? —Ég get kannske rifjað upp, að fyrir réttum mánuði hitti ég allmargt fólk af íslenzkum aett- um norður í Árborg í Nýja-ís- landi; um 60 mílur fyrir norðan Winnipeg. Það var þar saman Ikomið í tilefni af þjóðhátíðardeg inum. Það er alveg magnað, hve vel þeir h alda íslenzkunni þarna, Ég flutti ræðu á samkomunni, sem var að kvöldi 16. júní. Svo var þarna kórsöngur, íslenzkir eöngvar sungnir, og upplestur. Þarna norðurfrá hitti ég athygl isverðan mann um fimmtugt, Gunnar Sæmundsson. Hann kom Ihingað til íslands ekki alls fyrir löngu. Og það, sem hann hafði ihelzt út á að setja var það, að fólkið kynni bara ekki almenni- lega ættfræði og kvæði. Ég fór fneð honum út á akur, þar sem ennar íslendingur var að dreifa óburði til að drepa niður illgresi Ihjá sér. Sá heitir Helgi Jakobs- son, og þarna sitjandi á vélinni fór hann að tala við okkur um rímsnilld og kvæði. Og svo þuldu þeir flóknustu ljóð á reip- rennandi íslenzku. Svo ótrúlega íslenzklr. Þetta eru nú kannske alveg einsdæmi. En ungir menn eru etoltir af að reyna að halda við því, sem þeir hafa lært á ís- lenzku. í Islendingabyggðinni á jþessum slóðum eru um 300 manns. Og þeir eru svo ótrúlega llslenzkir, jafnvel þótt þeir séu fæddir þar. „Ég hef nú aldrei komið til íslands", sagði einn þeirra t.d., skýr og ákveðinn í framburði, „en ég held samt, að ég gæti gjört mig skiljanlegan J>ar.“ — Hvernig gengur það til I Stjómmálalífinu um þessar mund ir? á bókstaflega öllum ríkisþingun- um staðið um skattamál, hver eigi að borga brúsann? Þetta hef ur verið leyst í bili með bráða- birgðaráðstöfunum. Menn eru rag ir við að taka upp söluskatt, en samt sem áður er hann þó kom inn á í 36 ríkjum Bandaríkjanna. Það hefur hjá okkur verið reynt að gera þetta að deilumáli milli flokka, en við republikanar höf um bent á, að skatturinn hafi í 29 ríkjum verið tekinn upp, með an demókratar voru við völd þar. Það verður því varla sagt, að þetta sé mál annars flokksins fremur en hins. Ég held að það sé ekki lengur spursmál, hvort við fáum sölu- skattinn — heldur bara hvenær. Framlög í ríkissjóð hafa hækkað, m.a. vegna skóla. Þessu verður að mæta með nýjum álögum. Deilt um kjördæmabreytingu. — Hvað er að segja um valda- hlutföllin milli republikana og demókrata í Minnesota? — Ríkisstjórinn er republik- ani, bar hærri hlut í kosningu á móti Orville Freeman, sem svo varð landbúnaðarráðherra demó- krata. Annars erum við ekki nema 3 repúblikanar, sem gegn- um embættum í ríkinu núna. Á þingi í Washington eru repú blikanar sex af 9; tveir demó- kratar, annar þeirra Hubert Humphrey — Nú er á döfinni að breyta þingmannafjöldanum í Fulltrúadeildinni. Þeir hafa ver- ið 435 og mikil tregða á að fjölga fram úr því. En meðan það er ekki gert, þarf kjördæmabreyt- ingu á 10 ára fresti, vegna þess hve fólksfjöldinn breytist í ein- stökum ríkjum. Á næsta ári mun t.d. California bæta við sig 9 þingmönnum og New York ein- hverju líka, en um leið fækkar hjá okkur úr 9 í átta. Pólitíkin alls staðar eins. Ágreiningurinn um kjördæma- breytinguna hefur verið svo mik- ill, að hjá okkur var ríkisþingi slitið og aukaþingi líka án þess að tækist að leysa málið. Svip- aða sögu er að segja frá Illinois og e.t.v. fleiri rikjum. Þetta er því talsvert erfitt mál. En fólk þekkir þetta héma á ís- landi. Þessi pólitík er eins um allan heim. ★ Valdimar Björnsson var þegar orðinn önnum kafinn við að heilsa upp á vini sína og kunn- ingja hér og samtalið varð því ekki mikið lengra. Hann sagðist Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra Minnesota, og fjöl- skylda hans í landgangi flugvélarinnar, sem flutti þau (talið frá ráðherranum): Kona hans, Guðrún Jónsdóttir, og bömin Maja, sem verður 6 ára í september, Valdimar verður 9 ára í ágúst, Jón 12 ára, Kristin 13 ára og Helga 15 ára. yrði kona sín væntanlega með í þeirri för, enda ættuð þaðan. Þá væri ákveðið að hann héldi ræðu á fundi Rotary-félaga í Keflavík nú fyrst ætla til ísafjarðar og föstudaginn 21. þ.m., hjá Rotary í Reykjavík miðvikudaginn 26. og þá um kvöldið yrði skemmtun hjá Íslenzk-Ameriska félaginu. Fleira væri í deiglunni -— en I ekki ákveðið. — ÓI. Eg. Eg sá í anda afa minn sitja hjá ánum á Svelgsá Söluskattur í aðsigf. , — Aðalágreiningurinn hefur Samtal við Wilhelm Eriksen forstjóra HEIMSÓKN mín að Svelgsá í Helgafellssveit sl. fimmtu- dagskvöld er einn eftirminni legasti viðburður ævi minn- ar. Ég sat fram á nótt og tal- aði við Guðbrand Sigurðsson, hreppstjóra, 89 ára gamlan öldung, sem mundi afa minn, Sigurð Eiríksson, og sagði mér ýmislegt af honum og ættfólki mínu, sem ég ekki vissi áður. Ég sá afa minn í anda sitja yfir ánum uppi í fjallinu fyrir ofan Svelgsá. Hann sat þar einn og smíð- aði flautur, hlustaði á radd- ir náttúrunnar og þarfnaðist einskis félagsskapar. Hann var eins og margir íslending- ar heldur einrænn og sjálf- um sér nægur. Þannig komst Wilhelm Erik- sen, framkvæmdastjóri danska stórfyrirtækisins Galochekomp- aniet í Kaupmannahöfn m.a. að orði, er Mbl. hitti hann snöggv- ast að máli í fyrrakvöld. Hann er af íslenzkum ættum og kom hingað heim fyrst og fremst til þess að heimsækja ættarslóðir sínar og ferðast um landið. ' Afkomandi Saura-Gísla — Afi minn, Sigurður Eiríks- son, var fæddur að Svelgsá í Helgafellssveit árið 1829, segir Wilhelm Eriksen. Hann var að- eins 6 ára, þegar faðir hans dó. Móðir hans, Salvör, var dóttir Saura-Gísla. Hún bjó í 37 ár á Svelgsá og var þrígift. Afi minn flutti til Danmerkur, þegar hann var um þrítugt. Hann hafði unnið hjá Clausen kaup- manni í Stykkishólmi og fór í hans þjónustu til Danmerkur. Wilhelm Eriksen forstjóri — Afi hans var íslenzkur þjóðhaga- smiður — langamma hans dóttir Saura-Gísla. Átti hann fyrst heima á Suður- Jótlandi en flutti síðan til Kaup mannahafnar. Hann giftist danskri konu og áttu þau fjög- ur börn, þrjá syni og eina dótt- ur. Var faðir minn yngsti son- urinn. Afi gerðist húsgagnasmiður í Kaupmannahöfn. Hann var ákaflega hagur maður. Heima í Stykkishólmi hafði hann verið kallaður „altmuligmand.“ Það sagði Guðbrandur hreppstjóri á Svelgsá mér á fimmtudagskvöld ið. Afi dó árið 1908, 79 ára gamall. En ég man eftir honum eins og ég hefði séð hann í gær. Þegar ég var smádrengur hlakk aði ég alltaf ákaflega til að hitta hann. — Hvernig fannst yður að koma á ættarslóðir yðar á Snæ- fellsnesi? Líkast ævintýri — Ég hafði gert mér ýmsar hugmyndir um ísland. En mér finnst náttúrufegurð þess ennþá stórbrotnari og sérstæðari en ég hafði haldið. Hér er líka hlýrra og landið frjósamara en marg- ir ætla. Mér fannst það líkast ævin- týri að koma að Svelgsá og njóta þar einstakrar gestrisni Guðbrands Sigurðssonar, hrepp- stjóra. Við sátum og ræddumst við fram á nótt í húsi, sem var byggt á rústum gamla hússins, sem afi var fæddur í. Minni Guðbrands hreppstjóra var frá- bært. Hann vissi margt um afa minn, sem ég ekki vissi, enda þótt afi hefði ritað ævisögu sína. Hjá Guðbrandi hreppstjóra sá ég líka skrá yfir það sem Sal- vör langamma mín hafði látið eftir sig. Hún átti kindur og kýr, hesta og verkfæri. Sagðist Guðbrandur hreppstjóri hafa fundið ýmsa muni, sem afi minn hafði smíðað, í rústum gamla bæjarins á Svelgsá. Þessir mun- ir hafa nú verið gefnir á Þjóðminjasafnið í Reykjavík, sagði hann mér. Ég var ákaflega hrifinn yfir hinum hjartanlegu móttökum, sem ég fékk á Svelgsá. Þar var uppbúið kaffi- borð þegar við komum þangað og við sátum fram yfir mið- nætti og röbbuðum saman. — Var erindi yðar til íslands eingöngu að heimsækja ættar- slóðirnar? — Nei, ég ætlaði líka að nota tækifærið til þess að hitta við- skiptavini mína. Fyrirtæki mitt, sem er eitt af dótturfyrirtækjum Codan-verksmiðjunar á íslandi stærsta gúmimíverksmiðja í Dan- mörku, hefur um langt skeið haft mikil viðskipti við íslendinga. Firma Páls Ólafssonar, fyrrv. ræðismanns fslands í Færeyjum, hefur um árabil haft einkaumboð Codan-verksmiðjurnar á íslandi og hefur það enn. Eg hef haft ákaflega gaman af að ferð- ast með honum um landið og njóta leiðsagnar hans og kunnug- leika. Gaman þótti mér að því að sjá Codan-vaðstígvél hjá Guðbrandi hreppstjóra á Svelgsá. Eg hef líka haft mikið gagn af því að kynnast hér öllum aðstæðum. Margt er ólíkt hér og í Dan- mörku og menn gera aðrar kröf- ur til vörunnar. Til dæmis þarf skótauið, sem fslendingar nota, að vera töluvert sterkara. En ég er feginn því að okkar is- lenzku viðskiptavinir eru ánægð ir með vöru okkar. — Hafið þér farið víða um landið? — Já, ég hefi farið til Norður- landsins, komið til Akureyrar og Húsavíkur og farið upp til Mý- vatns. Einnig höfum við farið um Vesturland, heimsótt Borgarnes og Stykkishólm, og svo er mein- ingin að fara um helgina austur um sveitir, heimsækja Þingvelli, Gullfoss og Geysi og ef til vill fleiri fræga og merka staði. Veröldin er fhill af ófriði — Hafið þér veitt lax eða sil- ung hér á landi? — Nei, ég gaf Guðbrandi hrepp stjóra á Svelgsá veiðistígvélin mín. Hann var svo elskulegur og gestrisinn. Það var mikill feng ur í því að kynnast þessum aldr- aða íslenzka bónda, sem svo margt vissi um fortíð forfeðra minna, lífsskilyrði þeirra og ætt- arslóðir. Eg vona að Sigurður, sonur minn, og Helga, kona mín, eigi eftir að koma hingað til fslánds og að tengslin milli Danmerkur og Lslands haldi áfram að styrkj ast og treystast. Veröldin er full af ófriði. En það er ánægjulegt að við, þessar litlu og náskyldu þjóðir, getum lifað saman í friði og einingu. Eg þakka hinar hjart anlegu og ágætu móttökur, sem ég hef fengið hér á íslandi og fer héðan með bjartar endurminn ingar um hið fagra land forfeðra minna og gott og gestrisið fólk, segir Wilhelm Eriksen, fram- kvæmdastjóri, að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.