Morgunblaðið - 18.07.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 18.07.1961, Síða 13
Þriðjudagur 18. júlí 1961 MOKCTrivvL ÁÐIÐ 13 — Stikker Framlhald af bls. 1. Portúgal, Bandaríkjunum (og rætt við fulltrúa Kennedy-stjórn arinnar), ennfremur í Þýzka- landi, og talað lengi við dr. Adenauer, í Hollandi og síðan hafi hann komið hingað eftir heimsókn til Bretlands. Hann lagði áherzlu á að heimsóknin til íslands stæði ekki í sambandi við nein sérstök mál. Hann kæmi hingað í venjulegum erindagerð- um, eins og hann orðaði það, til viðræðna við stjórnarvöld og áhrifamenn og væri heimsóknin liður í áætlun hans um að heim- sækja öll bandalagsríkin. Hann ikvaðst * nokkrum sinnum hafa komið hingað, því hann hafi áður fyrr verið sendiherra Hollands á íslandi og væri því kunnugur landi og þjóð. Berlínarmálið Fyrst var framkvæmdastjórinn spurður um Berlínarmálið. Hann kvað Berlínardeiluna nú vera sérstaklega erfiða viðfangs, af þeim sökum að Krúsjeff hefði blandað sér svo mjög í málið undanfarið. Þegar Stikker var síðar spurður um, hvað hann ætti við með því, að Krúsjeff væri persónulega flæktur í málið, svar aði hann því til að hann hefði skipt sér svo mjög af málinu bæði í ræðu og riti, að álit hans gæti verið í veði, ef illa tækist til fyrir honum og stefnu hans. „En ég fullvissa yður um, herrar nu'nir, að NATO vill ekki stofna til neinna illdeilna eða erfiðleika út af Berlínarmálinu," sagði Stikker. Þá var hann spurður um horf- ur á viðræðum út af Berlínar- málinu. Hann sagði, að svar Vest- urveldanna við erindi því sem Krúsjeff afhenti Kennedy á Vín arfundinum, yrði birt á morgun (þ. e. í dag) og ef það væri lesið niður í kjölinn mætti sjá, að Vesturveldin telja ekki fráleitt að efna til viðræðna um Berlínar- deiluna. Að öðru leyti kvaðst Stikker ekki geta rætt um vænt- anlegar viðræður. „Ef ég tryði því ekki„ væri ég ekki . . .“ Þá var hann spurður um, hvOrt rétt væri að hernaðarstyrkur Sovétríkjanna væri orðinn meiri en Vesturveldanna, eins og sum- ir hafa ætlað, m. a. af sýningu rússneskra herflugvéla í Moskvu fyrir skemmstu. Hann sagðist ekki geta samþykkt, að þetta væri rétt skoðun þar sem báðir aðilar væru svo sterkir og svo vel búnir kjarnorkuvopnum, að ekki væri hægt að reikna út raunverulegan styrk með því einu að telja kjarnorkusprengjur í fórum deiluaðila hvors um sig. Þegar hann var að því spurður, Jivort hann héldi að Atlantshafs bandalagið gæti varið Vestur Evrópu, svaraði hann brosandi: „Ef ég tryði því ekki, væri ég ekki framkvæmdastjóri NATO' „Viff viljum friff“ „En teljið þér að þýðing ís- lands í varnarkerfi NATO-ríkj- anna hafi minnkað við tilkomu eldflauga“, var hann þá spurður Hann svaraði, að ísland hefði landfræðilega sérstöðu og væri mjög þýðingarmikið sem birgða- »töð og samgöngumiðstöð. Síðan lagði hann áherzlu á, að rangar væru þær fullyrðingar eins dag blaðsins hér, að róið væri að því öllum árum að koma á fót atóm »töð á íslandi, lagði síðan á iherzlu á að NATO-ríkin hefðu *tofnað með sér bandalag til að verjast árás: „Við viljum frið“, sagði Stikker með áherzlu, „trúið þvl. Við berjumst fyrir friði, lunfram allt fyrir friði.“ Hann sagði að kommúnistar ♦eldu nú sem stæði árangursrík- »st aff feoma fram áformum sín- *im með „friðsamlegri sambúð“, eins og þeir kölluðu það. „Það fcljómar fallega“, sagði hann, „og þeir telja að þeir geti náð heims- yfirráðum með því að fara l'eið Mynd þessi var tekin í Ráffherrabústaffnum í gær. Yzt til vinstri situr Óttar Þorgilsson, í miffju er affstoffarmaffur dr. Stikkers, Saint Mleux og til hægri er einkaritari dr. Stikkers. „friðsamlegrar sambúðar". Þó eru kommúnistaríkin ekki sam- mála um þessa leið, því við vit- um að í herbúðum kommúnista hefur verið deilt um, hvort þessi leið sé rétt, eða hvort ekki sé nauðsynlegt að efna til styrjald- ar. En við höfum alltaf neitað því að styrjöld sé óhjákvæmileg og við það stöndum við“. Síðan var hann spurður um, hvor stefnan yrði ofan á, stefna Rússa um „friðsamlega sambúð", eða styrjaldarstefna kínversku kommúnistanna. Hann svaraði: „Eg var ekki á ráðstefnunni, þeg- ar málið var rætt, og því get ég ekki svarað þessari spurningu!“ Nýlendustefnan Út af spurningu um Alslrmálið gat hann þess, að í NATO væri hægt að ræða öll þau mál, sem óskað væri eftir, Alsírmálið ekki síður en önnur. Og í umræðum um nýlendumálin sagði hann, að hann hefði ekki umboð til að tala fyrir hönd hinna einstöku ríkisstj órna Atlantshafsríkj anna. „Að NATO eiga 15 ríki aðild, sagði hann, „og ríkisstjórnir þess ara 15 ríkja verða sjálfar að taka ákvarðanir um stefnu hvers rík- is um sig í nýlendumálunum. Nú hnígur allt að því að veita ný- lendunum sjálfstæði,“ sagði Stikker ennfremur, og lagði á- herzlu á að engum þyrfti að blandast hugur um hvar hann sjálfur stæði í þeim efnum, þar sem hann hefði sem utanríkis- ráðherra Hollands eindregið fylgt þeirri stefnu, að Indónesar fengju sjálfstæði á sínum tíma og losnuðu undan yfirráðum Hol- lendinga. „Það er oft sagt að ný lendustefnan sé mjög slæm,“ sagði Stikker, „en ég er ekki al- veg sammála þeirri skoðun, því við verðum líka að gæta þess, að margar nýlendur hafa notið góðs af alls konar aðstoð nýlenduveld anna, og þau hafa oft og einatt hjólpað þeim til að koma undir sig fótunum, svo þau gætu náð þangað sem þau nú eru. En mín persónulega skoðun er sú, að ný lendustefnan sé dauðadæmd", bætti hann við. Atomveldin. Að lokum má geta þess, að framkvæmdastjórinn var spurð- ur um, hver ákveða mundi hvort kjarnorkuveldin innán Atlants- hafsbandalagsins beittu atóm- vopnum í stríði. Hann sagði, að það væru stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands, eða aðalkjarnorku veldanna innan NATO, sem hefðu ákvörðunarréttinn í sínum höndum. Rætt hefði verið um að breyta þessu og flytja ákvörð- unarréttinn inn fyrir veggi NA TO, en engin ákvörðun hefði ver ið tekin um það efni enn sem komið væri. Að blaðamannafundinum lokn- um drukku fréttamenn kaffi með dr Dirk Stikker og aðstoðarfólki hans. Hann var mjög alúðlegur og ræddi fram og aftur um á- stand í heiminum og innanríkis- mál íslands, en auðvitað í ör- uggri vissu þess að blaðamenn mundu ekki skýra frá persónuleg um viðræðum við hann, svo hér verður látið staðar numið. Þessi hvíthærði forystumaður Atlants- hafsbandalagsins er góður vinur íslands frá fornu fari, og engum, sem kynnist honum, blandast hug ur um, að hann vinnur af alhug að því að tryggja frið í heimin- um og leysa deilumálin hávaða- laust. Dr. Dirk Stikker hvorki æpir framan í fréttamenn né kreppir hnefana, en bak við orð hans og alúð leynir sér ekki festa og öryggi þess manns, sem trúir á málstað sinn. — Peter Dam Framihald af bls. 1. Færeyingar hafa frá fornum dög um unnið saman og verið frænd ur og bræður, bæði í orði og á borði, og úrslit þessara við- ræðna geta ráðið því, hvert framhald verður á samskiptum bræðraþjóðanna. Við þurfum að finna nýjan grundvöll til að byggja á ævagamla frændsemi okkar, og ég er sannfærður um að það muni takast. Engin þjóð skilur íslendinga eins vel og við Færeyingar. Engin þjóð tal- ar íslenzku eða les eins og við. Eins og þú sérð skil ég mæta- vel, hvað þú segir, en samt hef ég aldrei lært íslenzku. Ég á auðvelt með að lesa hana.“ „Og talar hana ágætlega," skaut ég inn í. ,,Ef ég yrði hér í 8 daga, gæti ég talað íslenzku nokkuð vel, það er ég viss um. Færeyingar og íslendingar eiga margt sam- eiginlegt. Þeir hafa lifað svip- uðu lífi, glímt við Ægi, sótt björg í bú með ærinni fyrir- höfn. Þeir skilja hvorir aðra. Við Færeyingar höfum ætíð bor- ið mikla virðingu fyrir Islend- ingum. Eg kom hingað til Reykja víkur 1942. Það er kraftaverk, hvað bærinn hefur stækkað síð- an, ekkert minna en kraftaverk. Við erum að byrja uppbygging- arstarf í Færeyjum, og það tekst. Við getum margt af ykk ur lært. Gamall maður úr Skála sagði mér endur fyrir löngu, að íslendingar hefðu komið í bæ inn, talað íslenzku og allir skilið þá. Við eigum að hýsa hver annan, því við erum bræður og frændur.“ „Hvaða Islendingar voru þetta?“ „Eg man það ekki.“ „Skilja Færeyingar verr ís- lenzku en áður gerðist?" „Já, heldur verr, nema fiski mennirnir. Þeir bæði skilja og lesa íslenzku. Flestir Færeying- ar geta lesið íslenzku. Við les- um íslenzkar bókmenntir, og okkur verður gott af. En sam- bandið er minna nú en áður var. Já, það er Drottningin, eins og hún nú er“. „Við þurfum að styrkja þetta samband.“ „Já, það þurfum við að gera. En ef Færeyingar fá ekki að veiða ó íslandsmiðum, slitnar sambandið að mestu milli þjóða sem eiga samleið og geta unnið saman báðum til mikils gagns. Ég átti föðurbróður. Hann var skáld. Hann hét Johan Dam. Hann orti mörg ljóð á íslenzku. Sum eru í tölu þess bezta, sem ort hefur verið í Færeyjum. Sein asta erindið í einu ljóða hans hljóðar svo: Ódn hefur limin av áskinum brotið ei batnar brestur því benið er rotið rotnað av rakstri í aldarflóð. Svona orti hann á gömlu máli. Hann talaði íslenzku stórvel. Hann bauð íslendingum að búa hjá sér, svo hann gæti lært mál- ið.“ „Odn sagðirðu, hvað þýðir það?“ I „Stormur eða óveður, brim. Við segjum havódn.“ ,,En áskinum?" „Það er askur Yggdrasils, þú hefur heyrt hans getið. Nú get ég farið að kenna þér íslenzku. Þarna sérðu hvort við eigum ekki að vinna saman, bæði inn- an landhelginnar og utan.“ „Þú ert skáld, Dam lögmaður “ „Það er svo langt síðan.“ „Þú hefur ort?“ ,,Já, ég orti ungur í blöð, en nú er ég hættur því. Skáldskapur- inn er of góður fyrir blöðin. Nú yrki ég aðeins ’fyrir sjálfan mig °g geymi handritin þangað til ég er dauður. Þá geta synir mínir gefið ljóðin út ef þeir vilja. Og ég losna við óþægindin.“ Áttu mikið af óprentuðum ljóðum?“ „Já nóg handa hverjum sem er. Og svo á ég líka nokkrar smásögur.“ „Finnst þéx lögmaðurinn og skáldið eiga illa saman?“ „Nei, síður en svo. Enginn er góður stjórnmálamaður, nema hann sé sæmilegt skáld, kunni að hugsa og hafi fantasí." „Þú þekkir Erlend Paturson?" ,, J a. „Er hann skáld?“ „Ekki veit ég til þess, en faðir hans Joannes Paturson var mik- ið skáld.“ „Þið eruð andstæðingar í póli tík?“ „Já.“ „En líkar þér vel við hann?“ „Mér líkar prýðilega við hann sem mann.“ „Þú ert sósíaldemókrat“. „Já, það er ég sem betur fer.“ „Er hægt að vera skáld og sós- íaldemókrat?“ „Já, mjög auðvelt. Skáldin hlúa að veikum gróðri. Þess vegna má segja að allir sósíal- demókratar séu skáld.“ „Og eru þeir þá allir góðir stjórnmálamenn?“ Lögmaðurinn brosir, segir svo: „Kannski ekki allir!“ „Eg þekki Erlend vel“. „Jæja, og hefur þá hitt hann nýlega“. „Nei, hann hefur ekki verið á íslandi". „Jú, hann er nýfarinn heim“. „Nú, og ég sem hélt hann mundi koma með nefndinni, er hann ekki í henni?“ „Jú, hann átti að vera í nefnd- inni, en ég veit ekki hvers vegna hann fór heim, kannski kemur hann aftur“. „Þið sósíaldemókratar unnuð á í síðustu kosningum til Lögþings ins, hvaða skýring er á þeim ósköpum?“ „Skýringin er mjög einföld: við viljum uppbyggingu, við viljum bræðralag þjóða“. „Þið eruð hlynntir Atlantshafs- bandalaginu". „Já, við fylgjum Vestanmönn- um“. „Þið Færeyíngar hafið verið að rífast um radarstöð undanfarið". „Já, það hefur verið mikill dráttur í Færeyjum. „Dráttur?“ „Já, skilurðu ekki íslenzku, dráttur merkir stríð, átök. En það stríð er að kyrrast. Menn stríð- ast í þrjá daga og svo er þetta búið. Við byggjum eina radar- stöð, og svo þarf ekki að hugsa um það meir. Það er óþarfi að vera að eyða tímanum í svoleið- is vitleysu, þegar okkur vantar skip og eigum eftir að byggja upp landið. „Early warning", það er allt og sumt.“ „Skemmtilegt að heyra Fær- eying tala ensku“. „Jæja, finnst þér það. Do you speak English?" „Eg hef alltaf haldið að Fær- eyingar gætu ekki talað ensku“. „Hvers vegna ekki?“ „Eg veit það ekki“. „Þarna sérðu, þú ert ekki alveg með á nótunum. Enska er nefni- lega bráðnauðsynleg, og hún fer mjög vel við derhúfu og duggara- peysu!“ Dam lögmaður er skemmtileg- ur og snaggaralegur í tilsvörum, hugsaði ég, en sagði: „Mér skilst að þið sósíaldemó- kratar viljið ekki losna undan Dönum". „Við þurfum ekki að losna und an neinum, við höfum það frelsi, sem við viljum og getum fengið það sjálfstæði, sem við sækjumst eftir. Við Færeyingar teljum, að bezt fari á því, að Danir og Fær- eyingar standi saman. En þetta er löng saga. Norðurlönd eiga margt sameiginlegt. Þau eiga að standa saman. Við eigum að leið- ast saman og vera norbyggvar. Við eigum að stofna Félagsmála- ráð Norðurlanda og bæta félags- málin með sameiginlegu átaki án dráttar. Já Norðurlöndin eiga að sameinast um sem flest mál, ekki sízt félagsmál. Við færeyskir sósíaldemókratar teljum, að það sé að fara yfir ána að sækja vatn að skilja við Dani til þess eins, að sameinast þeim aftur undir merki skandinavismans. Hann er kjarninn í okkar hug- sjón. Félagsmálaráð norbyggva, það er vígorð ökkar“. „En utanríkismálin? “ „Ef okkur Færeyingum þykir hentugra að fara sjálfir með þau, er ég sannfærður um að við get- um það. En við teljum okkur hag stæðara að Danir fari með utan- ríkismálin, því vínið er dýrt og sjáðu allar þessar fínu mublur, sem eru í kringum okkur. Þetta kostar peninga. Okkur vantar annað en mublur, okkur vantar fiskiskip. Fyrir kosningarnar gáf- um við sósíaldemókratar út „Vin ar- og frelsisbréf Dana og Fær- eyinga millum“, það er algert ný- mæli í samskiptum þjóða. Höf- uðtemað er: að aðskilja ekki norrænar þjóðir, heldur binda þær saman með enn sterkari vináttuböndum, það er okkur fyr- ir beztu. Bandaríki Norður- Ameríku eru fordæmið, en við þurfum að hafa lausari tengsl milli þjóða okkar en nú er milli einstakra fylkja í Bandarí'kjun- um. Þessi stefna okkar nýtur mik ils stuðnings í Færeyjum og með gunnfána skandinavismans við hún munum við vinna stórsigur í næstu kosningum“. „Þú ert harður pólitíkus, Dam lögmaður.“ „Við Færeyingar eru ekki harð ir, en getum verið ákveðnir.“ „Þú ert þá viss í þinni sök.“ „Já“. „Þú talar um að byggja skip.** ,JTá, við stefnum að því að fólkið í Færeyjum geti haft nóg að starfa, en til þess þurfum við skip og aftur skip. Sem stendur erum við að endurbyggja fiski- flotann, höfum látið byggja marga nýja togara og fáum yfir 20 línubáta á þessu ári. Síðan 40 í viðbót á næstu fimm árum.“ „Og hvaðan fáið þið pening- ana?“ „Dönsk lán, og svo eru Fær- eyingar góðir sjómenn og vinnu- samir. Okkur hefur skort fiski- skip og þess vegna hafa Færey- ingar leitað hingað, en stefnan er sú, að færeyskir sjómenn komi til íslands á eigin skipum. Það hljót ið þið að skilja með ykkar stór- hug.“ „Við töluðum um bókmenntir áðan, þú þekkir William Heine- sen“. „Já.“ „Er hann vinur þinn?“ „Já.“ „Er hann andstæðingur þinn í pólitík?“ „Það veit ég ekki, ég veit ekki hvar hann flýtur í pólitík, eins og við segjum í Færeyjum. Ég held helzt hann sé flokkslaus, en sósíalisti í hugsun. Hann er stórskáld. Danir segja hann sé eitt mesta skáld, sem nú skrifar á danska tungu. Og hann er x framboði til Nóbelsverðlauna." „Já, einmitt það. Hér var fyrir skömmu sýnd kvikmynd, sem hét „Tro og Tróldom". „Já, hún átti að vera í anda Heinesens, en var það bara ekki“. „Nú“. „Nei, hún var vanskipuleg." „Hvað áttu við með því?“ „Að hún hafi verið slæm.“ „En það voru fallegar senur I henni. Ég hef aldrei komið til Færeyja, en ég sá að eyjarnar eru fallegar og grænar.“ „Já, og fólkið er sterkt og grænt,“ sagði Dam lögmaður að lokum. M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.