Morgunblaðið - 18.07.1961, Side 19

Morgunblaðið - 18.07.1961, Side 19
Þriðjudagur 18. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Utan úr heimi Frh. af bls. 10. hluti rússnesku herskipanna hef- ir verið búinn eldflaugavopn- um — og ekki er heldur gott að vita nema nokkur hinna nýj- ustu skipa rússneska flotans gangi nú fyrir kjarnorku. Hins vegar virðist ljóst, að Rússar eigi ekki enn kjarnorkuknúna kafbáta. Vitað er, að þeir eiga nokkra slíka í smíðum, en varla neina fullbúna enn sem komið er. Á því sviði virðast vestur- veldin hafa yfirburði, þar sem eru hinir bandarísku atómkaf- bátar, búnir Polaris-eldflaugum. ■jfc- Áherzla lögð á sjóherinn Auk fyrrgreinds, bera flota- aefingar Rússa vott um það, hve sovétstjórnin virðist nú leggja mikla áherzlu á að efla sjóhern- aðarmátt sinn, en allt fram til Bíðustu heimsstyrjaldar ogfyrstu árin að henni lokinni litu Rúss- ar á flotann sem einn litilvæg- asta þátt vama sinna. — Á síð- ustu árum hafa Sovétríkin hins vegar lagt sífellt ríkari áherzlu á að byggja upp hernaðarmátt sinn á höfunum — og hefir þar verið lagt meginkapp á smíði kafbáta og beitiskipa. Nú að undanfömu virðast þó stórir og hraðsigldir tundurspillar, sem geta verið lengi í hafi án þess að taka eldsneyti, hafa fengið „forgangsrétt" í skipasmíðaáætl- unum rússneska flotans. Öflug árásartæki Vestrænir sérfræðingar, sem reyna að gera sér grein fyrir flotastyrk Rússa nú, eru yfir- leitt þeirrar skoðunar, að sovét- flotinn hafi fengið æ meiri þýð- ingu sem árásartæki — og að meginhlutverk hans, ef til styrj- aldar kæmi, mundi verða það að „sníða sundur'* hinar mikilvægu samgönguleiðir vestrænna ríkja yfir höfin. — Mjög erfitt er að glöggva sig á því, hve rússneski flotinn er orðinn stór, en það mun varla fjarri lagi, að Rússar eigi nú um 500 kafbáta. Að vísu munu þeir vart allir vera full- búnir til notkunar eins og stend- ur — en hins vegar mun ekki þurfa nema skamman fyrirvara til þess að svo verði. Sömuleiðis mun verulegur hluti þeirra fyrst ©g fremst ætlaður til varðstöðu ©g hernaðaraðgerða nálægt ströndunum, en ekki geta hald- ið í lengri leiðangra út á hin víðu höf. Sovétríkin eiga ekki flugvélamóðurskip, eins og Bret land og Bandaríkin, en floti þeirra ræður þó yfir miklum flugvélakosti, sem hefir stöðvar sínar meðfram ströndum lands- ins. Mörg hinna rússnesku beiti- ekipa eru auk þess búin eld- flaugum, og sum þeirra munu geta skotið meðallangdrægum flugskeytum (flest munu hins vegar vera skammdræg). Aftur á móti er talið, að kafbátaflaug- er Rússar dragi aðeins mjög skammt enn sem komið er — a.m.k. standist þær engan sam- jöfnuð við bandarísku Polaris- 6keytin. — Ýmsar gerðir tund- urspilla virðast nú vera mikil- vægustu einingar rússneska flot- ans — sér í lagi eru hinir stærstu þeirra, sem eru um 3.000 lestir og hafa um 40 hnúta há- inarkssiglingahraða, mjög öflug vopn 1 árásarstríði á hinum stóru höfum og harðsnúnir „fylgissvein ar“ hinna stóru beitiskipa af Sverdlov-flokknum, sem nú telj- ast burðarás rússneska herskipa flotans, ásamt kafbátunum. (Sbr. mynd af Sverdlov-skipi hér í iblaðinu sl. laugardag.) — ★ — Grelnarhöfundur Dagens Ny- heder lýkur grein sinni með þvi aS slá því föstu, að rússneski herskipaflotinn muni nú vera álíka öflugur og flotar allra annarra ríkja til samans — að Bandaríkjunum fráskildum. En bandariski flotinn er enn stærri en sá rússncskL iLr uiij^w—©riTfV"ii*,‘i^r——- Síldarsaltendur tara tram á ríkisábyrgð til umframsöltunar BL.AÐIÐ fregnaði í gær að síldarsaltendur fyrir austan og norðan hafi farið fram á ríkisábyrgð til áframhaldandi söltunar. Sneri blaðið sér til Emils Jónssonar, sjávarútvegs- málaráðherra, og spurðist fyrir um þetta. Sagði ráðherra, að ríkisstjórninni hefði í gær borizt skeyti frá félagi síld- arsaltenda á Austfjörðum og á Norðurlandi, þar sem þeir Ieita eftir því hjá ríkisstjóminni, að hún ábyrgist Ián, sem þeir kunni að fá hjá bönkum til áframhaldandi sölt- unar, 60 þúsund tunnur umfram samninga. — Málið var rætt á fundi ríkisstjómarinnar í dag, sagði sjávarútvegs- málaráðherra, en engin ákvörðun tekin í því. -**■ — Héraðsmót Framh. af bls. 2 Af þessu er sýnt, að ekki þurfa Austfirðingar að svelta gest og gangandi né eru þeir að þvl komnir að deyja ráðalausir. >ví fer augljóslega fjarri, að þar gangi þau móðuharðindi, að við landauðn liggi. Úrtölurnar em þó ekki alveg úr sögunni, því að skyndilega bregður Eysteinn við og fullyrð- ir: — „En nú horfir til samdráttar _(í ■Af því má marka, að hann viðurkenni, að hingað til hafi ólikt betur gengið þessi síðustu 2% ár en hin næstu 2% á undan. Hitt má til sanns vegar færa, að nú kunni að verða þáttarskil, ef verðbólgu-áform þeirra félaga ná að rætast. Á mótinu á Vopnafirði ræddi Jónas Pétursson auk efnahags- málanna einkum um landhelgis- málið og varnarmálin. Hann — Súlan Frh. af bls. 2 síðustu ferðinni gerði storm og rigningu með þeim afleiðingum, að þeir urðu að skilja eftir miknn hluta veiðinnar og flýta för sinni niður í báta og vaða streymandi gúanó upp í hné. Árið 1940 var Eldey friðuð eftir tillögu Magnús ar Björnssonar. fuglafræðings og hefur súlnabyggðin aukizt mikið síðan. Við fyrstu talningu reynd ist fjöldi hreiðra vera rúmlega 9000, tíu árum síðar 11000 og við siðustu talningu, sem fram hefur farið 1959—''61, 15000. Teknar voru loftmyndir eftir stríðið af eynni og talið eftir þeim, en hreiðrin utan á eynni eru talin úr bátum. Má segja að ekki sé rúm fyrir fleiri hreiður á eynni og þess vegna hefur fuglinn leit- að til annarra staða og fer hreiðr um fjölgandi i öðrum súlubyggð- um landsins. Margar súlubyggðir hafa liðið undir lok vegna rányrkju, t.d. var ein slík fram á 18. öld á Stapa undir Hælavikarbjargi á Strönd um, en í öðrum byggðum hefur ungatekja farið fram aðeins einu sinni á ári, og unginn þá tekinn nokkuð stálpaður. en súlan verp ir á nokkuð misjöfnum tíma þann ig að ungi hefur ekki verið tekin nema úr u.þ.b. þriðjungi hreiðr- anna. Súlan etur eingöngu fisk, og sagði dr. Finnur fuglafræðing u , að dagleg fiskneyzla í Eldey væri álíka mikil og í Reykjavík, án þess að það hefði nokkur telj andi áhrif á fiskistofnana. kvað það hafa rætzt, sem hann hefði sagt á samkomu Sjálfstæð- ismanna eystra í fyrrahaust, að ríkisstjórnin mundi leysa land- helgismálið með sæmd Og prýði. Hann kvað engan íslending mega né geta verið hlutlausan í bar- áttunni um frelsi og mannrétt- indi. Þar giltu þessi orð: Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér. Bjarni Benediktsson ræddi m.a. um það af hverju núverandi stjórnarsamstarf hefði tekizt miklu betur en menn ættu að venjast um flokkasamstarf hér á landi. Það væri vegna þess, að þótt núverandi stjórnarflokkar væru ósammála um margt, þá væru þeir sammála um, hvernig bregðast bæri við þeim helztu vandamálum, sem nú steðjuðu að, og leituðust við að leysa þau án þess að reyna að gera hvor öðrum alla þá bölvun, sem þeir gætu í leiðinni. Þetta væri mjög ólíkt því, sem oft hefði áður tíðkazt, ekki sízt í V-stjórninni. Þar voru stjórnarflokkarnir aldrei sammála um neitt, er máli skipti, enda sumum þeirra þau ósköp meðfædd að geta aldrei unnið í einlægni með neinum, heldur ætíð að reyna að gera samstarfsmönnum sem allra mest an miska. Þess má geta, að ræðumönn- um var prýðilega tekið og mjög góður rómur gerður að máli þeirra. Óperan Rita flutt Eins og fyrr var að vikið, var sýnd ópera á báðum mótunum. Var það óperan Rita eftir Donni- zetti, flutt af þeim óperusöngv- urunum Þuríði Pálsdóttur, Guð- mundi Guðjónssyni og Borgari Garðarssyni við undirleik Fritz Weisshappel. Þótti þetta hið bezta skemmtiatriði. — Að lokum var svo stiginn dans fram á nótt. Mótin fóru ágætlega fram og ríkti mikil ánægja með tilhögun þeirra. 1 Deila verk- fræðinga til sáttasemjara SAMNINGANEFNDIR verkfræðinga og vinnu- veitenda þeirra urðu á- sáttar um það í gær að vísa deilu þeirra til sátta- semjara ríkisins. Ekki er vitað, hvenær fyrstu sátta fundir verða með þessum aðilum. Hjartans þakkir sendum við Kvennadeild Slysavarna- félags íslands Reykjavík, stjórn og starfsfólki Slysavarna félagsins, Kvennadeildinni í Keflavík og öllum öðrum, sem gerðu för okkar til Suðurlands ógleymanlega með hlýjum og elskulegum móttökum. Hópferð Kvennadeildar Slysavarnafélagsins Akureyri. Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna nær og fjær, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 9. júlí sl. Guð blessi ykkur öll. " Jóhanna Jónsdóttir, Ránargötu 25, Akureyri. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér vin- áttu og hlýhug á sextugsafmæli mínu þann 11. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Ósk Þórðardóttir frá Uppsölum. Þakka fjölda skeyta árnaðaróska, blóma og gjafa á 70 ára afmæli mínu 5. júlí. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Jóhannes Laxdal Tungu. Mínar beztu þakkir til ykkar allra fyrir skeyti, gjafir og heimsóknir á sextíu ára afmæli mínu 12. júlí sl. Sigurjón Sigurjónsson, Langholtsvegi 194. Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum á 60 ára afmælinu 12. júlí sl. — Guð blessi ykkur öll. Gunnar Jónatansson, Stykkishólmi. Alúðarfyllstu þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára af- mælisdegi mínum þann 1L júlí sl. Jón Ölafsson, Hringbraut 111. Móðir okkar HALLDÓRA GUÐNADÓTTIR sem andaðist 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 19. þ.m. kl. 10 f.h. Athöfninni verð- ur útvarpað. ' Böm hinnar látnu. Jarðarför SIGURBJARGAR ÁRNADÓTTUR sem andaðist á Elliheimilinu Grund 9. júlí sl. fer fram miðvikudaginn 19. júlí kL 1,30 e.h. í Fossvogskirkju. Vandamenn. Móðir mín GUÐRHIUR GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Rauðarárstíg 30, laugardaginn 15. júli. Fyrir mína hönd, systkina minna og annarra vandamanna. Þorsteinn Einarsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ömmu minnar CUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Langagerði. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Hulda Sigurlásdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför KETILRÍÐAR EINARSDÓTTUR frá, Tannstaðaakka. Aðstandendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ELlNBORGAR PALSDÓTTUR frá Unnarholti. Vandainenn. Maðurinn minn JÓN VALDIMAR JÓNSSON Hamarsgerði, Brekkustíg 15, andaðist 16. júlí í Landakotsspitala. Jarðarförin aug- lýst síðar. Þórdís Ágústa Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför KRISTJÖNS JÓNSSONAR húsasmíðameistara. Jón Magnússon, börnin og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.