Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 3
MiðviKudagur 19. júlí 1961 MORGVTSBL AÐIÐ 3 Þjdö- búningar Það vakti mikla athygli nor rænu veitingahúseigandanna, eiginkvenna þeirra og annarra gesta, sem sátu kvöldboð í Þjóðleikhúskjallaranum mánu dagskvöldið 3. júlí s.l., þegar stúlkurnar fimm, sem eru ,á meðfylgjandi mynd, birtust í íslenzkum þjóðbúningum: Sig rún Gísladóttir (yzt til vinstri) var mætt í gömlum peysufötum með djúpu húf- una, og á sauðskinnsskóm. í hendinni hélt hún á kolu. Geir laug Þorvaldsdóttir var í gamla skautbúningnum með reisnarlegum kzókfaldinum, þær Ragna Ragnars og Bryn- dís Schram (í miðju) í skaut- búningnum með sprotahelti, Ragna í fallegum kyrtli og Bryndís í samfellu og Sigríð- ur Steinunn Lúðvíksdóttir í upphlut m-eð skotthúfu. og erlendir gestir Frumkvæði þessarar nýstár- legu sýningar áttu þær frú Ingibjörg Guðmundsdóttir og frú Kristjana Pétursdóttir. Hinir erlendu gestir sem hingað voru komnir á hið nor ræna veitingamannamót, höfðu aðeins skamma viðdvöl og gafst m.a. ekki tími til að skoða Þjóðminjasafnið. Því datt frúnum það. snjallræði í hug að kynna þeim þjóðbún- inganna í fyrrnefndu kvöld- boði. Þær fengu Rúnu Guð- mundsdóttur, verzlunarstjóra í Markaðnum í lið með sér og stjórnaði hún sýningunni. Sýn ingarstúlkurnar voru kven- stúdentarnir, sem sýndu tízkufatnað á skemmtun kven stúdentafélagsins í Lido fyrir skemmstu. Búningamir voru fengnir að láni víðsvegar að úr bænum. sumir komu frá Þjóðminjasafninu og aðrir eru í einkaeign. Einnig var sýndur nýtízkufatnaður. Vestrœn menning AÐALFUNDUR Samtaka u vestræna samvinnu var haldinn þriðjudaginn 4. þ.m. — Fram- kvæmdastjóri samtakanna, Knút- ur Hallsson, lögfræðingur, flutti ítarlega skýrslu um starfsemi samtakanna á liðnu starfstíma- bili. Hafði starfsemin verið all- fjölbreytt, og m. a. verið fólgin í því að annast um heimsóknir ýmissa erlendra fyrirlesara til landsins, svo sem þeirra Poul de Lieven, aðalblaðafulltrúa Atlants hafsbandalagsins, og Dagfinn Austad, æskulýðsfulltrúa banda- lagsins. Þá sáu samtökin um þátt- töku í nokkrum alþjóðlegum fundum og námskeiðum um menntamál og æskulýðsmál og efndu til ritgerðarsamkeppni meðal æskufólks. Unnið var að dreifingu fræðslurits um Atlants- hafsbandalagið og verið er að þýða á íslenzku bæklinginn „Hvers vegna Nato?“ eftir Paul Henri Spaak. í undirbúningi er hér í bænum stofnun æskulýðs- félags- eða deildar ungra áhuga- manna um Natomálefni, og sam- tökin munu væntanlega áður en langt líður opna sjálfstæða skrif- stofu til þess að vinna að aukinni kynningar- og upplýsingastarf- starfsemi um Atlantshafsbanda- lagið og vestræna samvinnu. f stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Pétur Benediktsson, bankastjóri, og meðstjórnendur þeir Ásgeir Pétursson, lögfræð- ingur, Kristján Benediktsson, kennari, dr. Magnús Z. Sigurðs- son, hagfræðingur, Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, Sig- valdi Hjálmarsson,. blaðamaður, og Tómas Árnason, lögfræðingur. f varastjórn: Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri, Sigurður Bjarnason, ritstjóri, og Lárus Guðmundsson, stud. theol. Fundarstjóri á aðalfundinum var Sigurður Bjarnason. Þurrkleysi tefur hirðingu heyja Tún spruttu seint vegna kuðda- BLAÐIÐ hafði í gær sam- band við nokkra fréttarrit- ara víðs vegar um landið og grennslaðist fyrir um hey- skap í sveitunum. Eftir upp- lýsingum fréttaritaranna að dæma, hafa tún sprottið seint, vegna kuldakasta í júnímánuði, þótt snemma grænkaði og vel voraði. Með júlímánuði fór sprettu alls staðar vel fram, og er slátt- ur síðast byrjaður vestan, norðan og austan lands og s*rms staðar vel á veg kom- inn. Sunnan lands er hey- skapur hafinn fyrir nokkru, en þurrkleysi hefur tafið fyr ir hirðingu. Annars er þetta nokkuð misjafnt, eins og sjá má á eftirfarandi: Grasspretta er yfirleitt rjokk- uð góð í héraðinu, en nokkuð misjöfn, sagði fréttaritari Mbl. í Borgarnesi. Lítið hefur þó verið hirt ennþá, en um síðustu heigi náðist talsvert upp í sæti. Síð- asta vika var því sæmileg að kalla. Enn er fremur gott hljóð í mönnum um útlitið, en beðið er eftir þurrki. Hér hefur verið kalt í sumar, einkum um næt- ur, og hefur það haft sín áhrif á sprettuna. Fréttaritari blaðsins við ísa- fjarðardjúp sagði, að heyskapúr sé þar almennt byrjaður nýlega. Spretta er yfirleitt í lakara Iagi og sums staðar mikið kal í tún- um. Þar sem tún eru harðlend, er léleg spretta, en annars staðar er hún sæmileg að kalla. Norður á Ströndum hafa nokkrir bæir orðið afleitlega úti. Annars er þetta anzi misjafnt. Hey hefur ekki náðst inn að heitið geti ennþá, en víða komið nokkuð á veg. Þurrkar hafa ver- ið afleitir undanfarið. Það er óhætt að segja, sagði Páll á PÚf- um að endingu, að sláttur hafi almennt byrjað um mánuði seinna núna en í fyrra og útlit sé fyrir minni heyskap. Heyskapur er víða að byrja hér um slóðir, sagði fréttaritari blaðsins á Höfðaströnd. Spretta hefur verið léleg fram tij þessa, en fer ort fram núna. Úndan- farna daga hafa verið góðir þurrk ar og hey náðst upp eftir hend- inni, þar sem búið er að slá eitt- hvað. Þó að byrjað sé seint eru hey fljóttekin, þar sem vélar eru nóg- ar, svo það kemur síður að sök, þótt sláttur hæfist nú um mán- uði seinna en í fyrra. í Fljótum og fram til dala er sprettan enn lélegri, og sláttur ekki hafinn, nema á stöku bæj- um. Kal er mikið í túnum og segja gamlir menn, að það hafx aldrei verið jafn mikið frá því 1918—19, enda snjóaði fram í júní. Spretta er betri til sjávar. Fréttaritari blaðsins á Grund- arhóli sagði, að sláttur sé yfir- leitt ekki hafinn á Fjöllum. Spretta hefur verið léleg. Það voraði vel og grænkaði snemma, en tíð var köld í júnímánuði og dró algjörlega úr sprettu, þar til í þessum mánuði. Tún, sem ekki voru beitt í vor, eru nú orðin slæg, en þurrkleysur hafa verið undanfarið. Fréttaritari blaðsins á Egils- stöðum sagði, að bændur þar um slóðir væru sumir búnir að ná inn miklu af heyjum, en þó er þetta serið misjafnt. Á Héraði er heyskapur t.d. hvergi byrjaður. Spretta var hagstæð framan af júnímánuði, en síðan komu kulda köst fram í júlí. Tún eru enn illa sprottin í Jökulsárhlíð, en á Eg- ilsstöðum t.d. hófst sláttur snemma í þessum mánuði. Þurrk leysur hafa tafið fyrir, þar sem búið er að slá fyrri slátt, þótt ekki hafi verið rigningartíð. Gera má róð fyrir, að heyfengur verði yfirleitt svipaður og í fyrra. Spretta byrjaði snemma 1 vor, sagði fréttaritari blaðsins á Kirkjubæjarklaustri, en með júní brá til kaldrar veðráttu, svo gras sprettu fór lítið fram þann mán- uð. Með júlímánuði batnaði tíð- in, svo nú er komið allgott gras víðast hvar, og sláttur almennt hafinn. Hins vegar hefur hey- skapartíð verið frekar erfið, þó komu tveir ágætir dagar í síð- ustuustu viku. Þeir sem hafa súg þurrkun náðu þó inn talsvert miklu heyi. STAKSTEIWAR Vöxtur þjóðarframleiðslunnar Upplýsixigar Morgunblaðsins um vöxt þjóðarframleiðslunnar, sem byggðar eru á nýjustu töl- um Framkvæmdabanka íslands, hafa komið framsóknarmönnum í mikinn vanda. Um nokkurt skeið höfðu þeir notað gamlar og ófullkomnar tölur frá bank- anum til að sanna, að atvinnu- vegirnir gætu hæglega risið undir kauphækkununum á eigin spýtur. Sl. sumiudag ritar Helgi Bergs verkfræðingur, einn af varaþingmönnum Framsókirar- fiokksins, svo grein í Tímann, þar sem hann fjallar nokkuð um upplýsingar Framkvæmda- bairkans. Þó að Tíminn hafi leyft sér að kalla þessar tölur „þvætting“ Morgunblaðsins, er það athyglisvert, að Helgi treystir sér ekki til að rengja þær og er helzt á honum að skilja, að hið eina, sem rýri gildi þeirra í hans augum, sé það, að þær hafi birzt í „rammaklausum í tveim dagblöðum“. Það er auðvitað von, að Fram sóknarmöimum sé illa við þess- ar nýjusfcu upplýsingar Fiiim- kvæmdabankans, því að þær kippa stoðunum algerlega und- an einni höfuðröksemd þeirra fyrir kauphækkunum. En þær hljóta að halda gildi sínu óskertu þrátt fyrir stóryrði Tímans og vandræðalegt nart Helga Bergs. „Leitað í kviksyndið“ íslendingur á Akureyri ritar nýlega um kauphækkunarbaráttu framsóknarmanna og kommún- ista og kemst m. a. svo að orði: „Tilgangur forustumanna þess- ara irýju hækkana er öllum ljós. Hann er ekki sá að bæta kjör vinnandi fólks, heldur að reyna að kollvarpa því efnahagskerfi, sem núverandi ríkisstjórn hafði byggt upp, og var að sanna yfir- burði sína. Greiðslujöfnuður hafði færzt i mun betra horf, sparifjármyndun var vaxandi, al- menn atvinrna aldrei meiri, svo sem skattskýrslur í vetur sem leið sýna, tekjur almennt hækk- andi, afurðaverð (svo sem mjólk ur á sölusvæði Mjólkursamlags Eyfirðinga) mjög hækkandi, veruleg aukning innstæðna fé- lagsmanna í samvinufélögum og hagur bænda aldrei i meiri vexti. Þannig reyndist hið nýja efnra- hagskerfi, sem barlómsgreifar og óheillakrákur Framsóknarflokks ins töldu stefna til landauðnar.*1 Brosa við „óðaverðbólgu“ Og fslendingur heldur áfram: „En Framsókn hefur fengið viljann sinn. Kaup hefur verið hækkað verulega fyrir ötula að- stoð hennar eigin manna. Flokk urinn býður nú brosandi þeirri „óaðverðbólgu“ heim, sem Her- mann Jónasson var einu sinnr hræddur við að sjálfs hans sögn. Eftirvinna hefur verið hækkuð meira en nokkru sinni, en það þýðir samdrátt atvinnu við út- flutningsframleiðsluna, færri vinnustundir. Mjólkurlítrinn hef- ur hækkað um 12 aura vegna dreifingarkostnaðar. Eftir er hækkun til framleiðenrda með haustinu samkvæmt lögum. Kjöt og garðávextir fylgja í kjölfarið. Hækkun á launum verzlunarfólks krefst hærri álagningarprósentu, en hún hefur um skeið verið of lítil, að því er kaupfélagsstjórar upplýsa.“ ekku m cmfæ vbg vbg vb cmff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.