Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik’udagur 19. júlí 1961 ísland er vel ræktanlegt upp fyrir 600 m. hæðarlínu STURLA Friðriksson, erfðafræff ing'ur, sem á undanförnum ár- um hefur starfað á Atvinnudeild Háskólans og gert þar ýmsar kynbóta- og ræktunartilraunir á grasi og matjurtum, varði ný- lega doktorsritgerð við Sakatch- ewan háskóla í Kanada og fjall- aði doktorsritgerð hans um víxl- frjóvgun og kynbætur á refa- smára, öðru nafni alfaaifa. Af refassmáranum er mikill fjöldi stofna ræktaður um allan heim. tykir hann eitt hið allra bezta fóður og er áherzla lögð á rækt- un hans. En hér á landj hefur hann ekki þótt nógu þolinn til ræktunar, eða ekki fengizt nógu harðgerðir stofnar af honum en sem komið er. — Tilgangurinn með víxlun- «m, eins og þeim sem ég leitað- ist við að gera, er að innleiða í hinar ræktuðu jurtir nýja eig- inleika, sem séu bætandi fyrir heildarstofninn, geri hann upp- Skerumeiri, þolnarj gegn sjúk- dómurn, frostþolnari eða gædd- an öðrum eiginleikum, sagði Sturla m. a., er við inntum hann nánar eftir þessu ritgerðarefni og tilraunum hans í því sanubandi. Ýmsar tegundir af refasmára, sem er af Medicagoættinni, eru þýðingarmiklar til framleiðslu á fóðri í sláttuvöllum og beitilönd um og eru því ræktaðar viða um heim. Fram að þessu hefur þeim, sem fást við jurtakynbæt- ur, þótt erfðastofn hins ræktaða aifaalfa nægilegur til að kyn- bæta og rækta af ný afbrigði, sem gefa aukna uppskeru og hafa betri eiginleika. Tilgangur rann- sóiknanna, sem ritgerð mín fjall- ar um, var að athuga hvort auka mætti erfðastofninn með víxlfrjóvgunum milli einstakra Medicagotegunda og 3ja skildra ætta, Melilotus, Lotus og Tri- folium. Ég rannsakaði hvaða víxlanir væru mögulegar. Og í því tilfelli að kynblendingurinn næði ekki fullum þrozka, reyndi ég að nema kímið burt úr fræv- unni og rækta það í næringar- vökva fram að því þrozkastigi að hægt væri að planta því í jarðveg. Loks leitaðist ég við að finiía ástæðu fytrir því hvers vegna kynblöndunin brást í einstökum tilfellum. Eftir þúsundir tilrauna fékk ég fram allmarga blendinga, sem verða teknir til frekari rækt unar. Má þar nefna alfaalfa kyn- blending, sem hefur erft styrk- leika frá öðru trékendara for- Dr. Sturla Friffriksson eldri, og tvílita, hvítblóma teg- und, sem væntanlega mun reyn- eist þýðingarmikil til rannsókna á arfgengi blómalita. Einnig þótti erfðafræðingunum í Saska- toon fengur í þrílitna einstakl- ingi, sem mér tókst að rækta. Þessir kynblendingar kunna að hafa hagnýta þýðingu í kynbót- um á hinum ræktaða refasmára í framtíðinni. Fengur aff refasmára hér — En hvað um hugsanlega ræktun refasmára hér? — í>að væri mjög mikilvægt, ef hægt væri að rækta refasmára á fslandi, þar sem hann gefur eggjahvíturikt fóður og er að auki bætandi fyrir jarðveginn og annan gróður. En fátt belgjurta er nú í íslenzkum ræktunarlönd- um. Hér á landi hefur refasmára lítill sómi verið sýndur, en ætla mætti að unnt væri að finna hreinar tegundir eða kynblend- inga þeirra, sem þyldu íslenzkt veðurfar og aðstæður. Má geta þess að erfitt var að innleiða refasmára til ræktunar í norð- urhéruð Bandaríkjanna og Kanada, en með úrvali hefur tekizt að fá fram nógu harðgerða stofna, til þess að þola veðurfar þar. Nú er hann jafnvel ræktað- ur í Alaska, og mætti því álíta að með tímanum takist okkur einnig að innleiða þessa tegund hér. Efniviður til kynbóta á hinu ræktaða alfaalfa er mestmegnis fenginn frá löndum við botn Miðjarðarhafsins og Rússlandi. í Síberíu og á háfjöllum Kákasus eru ýmsar harðgerðar tegundir, sem mættu koma okkur að not-. um. Mesta fjölbreytni í ræktuð- um stofnum er þó að fá í Kanada og Bandaríkjunum. Ræktunartilraumr á öræfum — Þú ert búinn að starfa lengi Islandskort, sem sýnir legu lands milli 300 og 600 m. hæffar. Undir 300 m. hæff er kortiff hvítt, 300—600 m. hæff er grá- litaff og yfir 666 m svart. — Flatarmál lands í 300—600 m. hæff er mælt milli eftirgreindra marka: Skjálf- andafljót — Skriðdalur 9,3 þús. km.2, Hvítá í Borg — Laxár- heiffi — Héraffsvötn 5,6 þús. km.2, Vestfirffir aff Laxárdalsheiffi 5,3 þús. km.2, Mýrdalsjökull — Skeiðarárjökull 1,3 þús. km.a við landbúnaðardeildina á At- vinnudeildinni, Sturla. Hvað hef urðu aðallega fengizt við? — Dr. Áskell Löve var braut ryðjandi í þessari fræðigrein hér á landi, en síðan ég tók við starfi hans við deildina, befi ég látið mig varða ýms mál er lúta að ræktun nytjajurta og hagnýt- ingu þeirra. Þó hefur áhugi minn löngum beinzt að grasrækt, enda snérist nám mitt einkum um það efni og magistersritgerð in við Cornell háskóla fjallaði um fóðurfax. Grasræktin er líka þýðingarmest fyrir okkur íslend inga, því heita má að afkoma landbúnaðarins byggist nær ein vörðungu á grasi. — Þið hafið verið með rækt- unartilraunir á hálendinu. — Já, starfsmehn Atvinnudeild ar hafa í samvinnu við Sand- græðslu ríkisins unnið að áfram- haldandi tilTaunum með upp- græðslu lands. Tilraunir sem þessar hafa gefið mikilvægar upplýsingar um hvernig unnt er að græða upp örfoka land. Það er vitanlega þýðingarmikið að hefta sandfok og sporna við frek ari uppblæstri í því gróðurlendi sem til er í dag, en hitt er eins nauðsynlegt að vitneskja sé feng- in fyrir því hvernig græða megi upp þær auðnir sem blásið hafa. Þetta er ekki sízt þýðingarmikið fyrr þá sök að nú er álag meira á afréttarlönd en hefur nokk- urn tíma verið áður. Fjölgun búsmala samfara auknum heyfeng krefst þess að næg sumarbeit sé fyrir hendi. Nú er svo komið að kúm er mik- ið beitt á ræktað land og víða er fé bæði haust og vor haft á ræktuðu landi. Samt ganga æ fleiri gripir í úthaga og í afréttar löndum. Með aukinni tölu gripa verður að auka gróðursvæðin eða auka afrakstur þess gróðurs sem fyrir er og auka hlutdeild arð- bærustu jurtanna í gróðurlend- inu. — Hvaða árangri hafið þið náð með tilraunum uppi á öræfum? — Það hefur orðið undraverð- ur árangur af tilraunum með ræktun á hálendinu. í fyrra var t. d. gerð ræktunartilraun inni á Holtamannaafrétti, en þar er víða brunasandur. Fyrir nokkr- Framh. á bls. 19 • Óþverri meðfram veginum Nú þegar sumarleyfin standa sem hæst og bílarnir streyma eftir öllum þjóðveg- um, fer að bera á úti í náttúr unni þessum leiðinlega ó- þverra — sem virðist þurfa að fylgja ferðafólki. Fólk, sem aldrei mundi láta það henda sig að henda drasli á gólf sitt eða hjá kunningjun- um, opnar hiklaust bílrúðuna og dreifa dósum, pappírsum- búðum, ávaxtaberki og þess- háttar á vegina. Verstar eru þó mjólkurhym urnar og litfögru, vaxbornu brauðkassarnir, sem skilið er eftir í rjóðrum og með veg- um, því það grotnar ekki nið- ur fyrr en seint og síðar meir og liturinn gerir það að verk- um að það blasir við langt að. Það er í rauninni furðulegt að fólk, sem er svo þrifið að það vill ekki hafa slíkt drasl inni í bílnum sínum spotta- korn, skuli ekki átta sig á að það er ekkert augnayndi fyr ir aðra vegfarendur. Ég kom að Laugarvatni um síðustu helgi. Alltaf er jafn yndislegt að koma þar ,í góðu veðri. Enda er þar mikið um ferðafólk á þessum tíma árs. Hótelið er venjulega fullsetið og úti í Menntaskólanum hef- ur Ferðaskrifstofan ferða- mannahúsnæði til umráða og á tjaldstæðinu eru jafnan ótal tjöld. • Tjaldbúar undu sér vel Það var margt um mann- inn þessa helgi á tjaldstæð- inu og uppi í skóginum, þar sem leyft er að tjalda. Tjald- búar virðast vera jafnt full- orðið fólk sem unglingar og falsvert af ungum hjónum með litla krakka. Það er ofur auðvelt að taka krakka með sér í tjald í sæmilegu veðri, ef legið er á vindsængum og góður sængurfatnaður með. Þarna í Laugarvatnsskóginum sá ég stóran sendiferðabíl, og í honum þrenn hjón með urm- ul af krökkum, sem veltust um í grasinu og undu sér hið bezta, og sváfu í tjöldum. Önnur fjölskylda var svo vel undir ferðalag búin, að hún hafðj lítinn vagn aftan í bíln- um sínum og þar voru sýni- lega kojur fyrir krakkíana, geymslupláss og skot til að elda í. Það veitir að sjálf- sögðu meira öryggi, ef veður versnar. • Samkvæmislíf FERDINAIMP eða rólegheit Á tjlaldstæðinu var sýni- lega nokkuð samkvæmislíf. Síðdegis á laugardag var leik ið á harmoniku og nokk- ur pör dönsuðu, fullorðnir fengu sér snúning með ung- lingunum. En þeir sem vildu vera meira út af fyrir sig, fóru lengra út með vegi-num og upp í kjarrið. Ekkj var það þó einhlýtt til að losna við hávaða. fbúarnir í næsta lundi við Velvakanda ruku t. d. upp kl. 8 á sunnudags- morguninn skrúfuðu frá út- varpinu á bílnum sínum og höfðu opna bílhurðina, svo fréttir og músik glumdi við og vakti alla á löngu svæði. Það eru ekki alltaf ungling- arnir, sem eru tillitslausastir í umgengni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.