Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 ‘fpjjj ,f~ FYRIR skömmu kom hingað til landsins franskur prófessor Durant að nafni, en hann er formaður deildar þeirrar við háskólann í Caen, sem kennir Norðurlandamál og bókmennt ir. Prófessor Durant mun dvelja hér í mánuð, sem hann ætlar að nota til að ferðast um landið og reyna að komast eitthvað niður í málið, en forn-íslenzka hefur verið eitt kennslufaga hans og talar hann þegar nokkra íslenzku. * Borgin Caen er á vestur- strönd Frakklands 24 km frá Paris og er háskólinn þar einn af þremur háskólum á Frakk- landi, sem kenna forn íslenzk fræði. Hinir eru í París Og Lyon. Próf. Durant kom Skandin- avísku deildinni við Caen há- skóla á fót 1950 og kenndi þá sjálfur við hana dönsku, sænsku og norsku og var eini kennarinn. Durant hefur ver- ið búsettur um tíma bæði í Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi og talar mál allra land- anna auk þess talar hann norsku, ensku og þýzku. Síðan Skandinavíska deildin var stofnuð hefur íslenzka bætzt við námsgreinarnar, eða fyrir 4 árum og við kennaraliðið hefur bætzt einn franskur prófessor og 4 sendikennarar, sá fjórði er íslendingurinn Andri ísaksson og byrjar hann að kenna nútíma bóbmenntir Og íslenzku, en Durant mun áfram hafa með höndum kennslu í forn íslenzku og forn bókmenntum. Er fréttamaður blaðsins hitti Durant að máli fyrir helgina kvaðst hann vera mjög ánægður með að hafa fengið íslenzkan sendikennara. Við spyrjum han hve marg- ir nemendur hafi stundað nám í forníslenzku við skólann. — Þeir eru nú orðnir 40, tíu að meðaltali á vetri, en við Skandinavísku deildina stunda nú nám 135 nemendur, flestir í dönsku og sænsku. — Hvar lærðuð þér ís- lenzku? — Eg naut eitt ár tilsagnar Jolivets, prófessors í Farís, en las síðan upp á eigin spýtur. — Þér 'hafið eðlilega lesið fslendingasögurnar? — Já, margar þeirra hef ég lesið. Við kennsluna nota ég fyrst Grænlendingaþátt, því að ég hef mikinn áhuga á land námi íslendinga þar og fundi Vínlands. Eg hef ferðazt um Frakkland og haldið marga fyrirlestra um það efni. Ann- ars hef ég þýtt Njálu á frönsku í sambandi við kennsl una og notað hana undanfar- in 3 ár. Á næsta ári er ég svo að hugsa um að byrja að kenna Heimskringlu. — Hafa íslendingasögurnar verið þýddar á frönsku. — Já, rétt eftir aldamótin, en þær þýðingar eru ekki vís- indalegar og þar af leiðandi ekki góðar til notkunar við kennslu. En góðar þýðingar eru til á ensku og hef ég not- að þær. ★ — Eru sérstakir staðir hér á landi, sem þér hafið áhuga á að heimsækja. — Já, t.d. sögustaði Njálu og svo langar mig að komast á einhvern stað, þar sem verið er að salta síld og jafnvel út á miðin til að taka myndir. En mig langar eðlilega til að ferðast eins mikið um landið eins og bostur er á og ef til vill fara í nokkrar fjallgöng- ur, en ég hef gert mikið af því heima í Frakklandi. Byrj- aði að klifa fjöll með föreldr- um mínum fimm ára gamall. — Hvernig haldið þér að yður gangi að komast niður í málið? — Það er ómögulegt að segja nokkuð um það. Eg legg mig eðlilega allan fram, en hver árangurinn verður veit ég ekki, þetta er stuttur tími. Húsnæði Hjón með 9 ára telpu óska eftir 1—2ja herb. íbúð. — Helzt í Austurbænum. — Uppl. í síma 23340 til kl. 6,30 á kvöldin. Hásing með drifi og bremsuskálum í góðu lagi. Selst ódýrt. — Sími 32995. Til sölu lítið timburhú til burt- flutnings hentugt sem sum arhústaður. Uppl. Réttar- holtsvegi 65 eftir 8 á kvöld in. Reiðhestur til sölu. 8 vetra hálftaminn af ætt Borgafj. Skugga Uppl. í síma 19194. Æskufólk Dansað í Skátaheimilinu í kvöld kl. 8,30. Sextett Berta Möller leikur og syngur. Skátafélögin í Reykjavík. Lokað vegna sumarleyfa 24. júlí til 6. ágúst. Ath.: Tæknibókasafnið verður opið eins og venju- lega kl. 13—19 mánud. — föstud. IÐNAÐARMÁLASTOFNtJN ISLANDS. Múrarar Tilboð óskast í múrun utanhúss á tvíbýlishúsi við Hvassaleiti. Upplýsingar í síma 15374 kl. 12—13 og 19—20 næstu daga. T I L som Söfnin Bæjarbókasafn Reykjavíkur lokað Vegna sumarleyfa. Opnað aftur 8. ág. Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið dag’ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. JListasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað laug- ardaga og sunud^ga. BLÖÐ OG TÍMARIT Sumarhefti tímaritsins „The Ameri- can Scandinavian Reviue“ er nýlega komiö út. Smásagan í heftinu er að jþessu sinni eftir Friðjón Stefánsson „Insight" í enski þýðingu Magnúsar Magússonar. Einnig birtist þar grein um íslenzka leiklist 1956—1960 eftir Hallberg Hallmundsson, MENN 06 = AMLEFN/= ANNAR maðurinn, sem Banda ríkjamenn senda út í geiminn verður Virgii I. Grissom, höf- uðsmaður í flug'hernum. Var þetta endanlega ákveðið 17. þ.m. Gert var rá«ð fyrir að ferð hans yrði í gær, en henni var frestað til dagsins í dag. Grissom er einn af 7 þotuflug- mönnum, sem Bandaríkja- menn völdu til þjálfunar fyr- ir geimferðir. Hann er 35 ára, kvæntur og á tvo syni. Hann hóf þjálfun undir geimflug fyrir rúmum tveimur árum og er einn af þremur, sem valdir voru til fyrstu geimferðanna. Hinir eru Alan Shepard og John H. Glenn, aðstoðarofursti — Heldurðu kannskl að það sé eitthvað skemmtilega fyrir unga konu að sitja hér kvöld eftir kvöld meðan þú ert að dútla við að þvo upp? í sjóhermim og ef Grissom forfallast á síðustu stundu mun Glenn verða sendur í hans stað. Sl. viku hefur Gris- som æft sig fyrir ferðina i geimfarinu, sem heitir Liberty Bell, en það er mjög svipað geimfari Shephards Freedom Seven, vegur það um tvö tonn og helmingur þyngdarinnar er sérstakur öryggisbúnaður, sem lendir geimfarinu heilu og liöldnu á sjóinn, ef eitthvað óhapp kemur fyrir þegar eld- flauginni er skotið upp. För Grissoms verður alveg sama eðlis og för Shephards og er farin til að endurtaka og stað festa fyrri árangur og veita öðrum manni reynslu í geim- flugi. 3/o herb. fokheld hœð með hitalögn rétt við Hafnarfjarðarveg. Verð 170 þús. Útb. aðeins 50 þús. Eftirstöðvarnar greiðast á 5—6 árum með 7% vöxtum. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. 5 herb. íbúð er til sölu í Álfheimum, laus til íbúðar 1. okt. n.K. Lítil útborgun og þægilegir greiðsluskilmálar. ÖLAFUR ÞORGRlMSSON, HRL. Austurstræti 14. Seljum tveggja manna SVEFNSOFA, eins manns SVEFNSÓFA, SVEFNSTÓLA, SÓFASETT, SÓFA- BORÐ, SlMAHILLUR, BLÓMAKISTUR. Klæðum og gerum við húsgögn. Tökum fimm ára ábyrgð á öll húsgögn er við framleiðum. HÚSGAGNAVERZLUN og VINNUSTOFA Þórsgötu 15 Baldurgötumegin Sími 12131. Múrarar Tilboð óskast í járnalögn og steypuvinnu í aðra hæð hússins Bolholt 4, Reykjavík. Upplýsingar gefur ísleifur Jónsson Höfðatúni 2 sími 14280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.