Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 13
MiðviKudagur 19. júlí 1961 MORGVKVLAÐIÐ 13 skrifar um KVIKMYNDIR Tripolibíó: UNGLINGAR Á GLAPSTIGUM í efnisskrá kvikmyndahússins um þessa áhrifamiklu frönsku mynd er á það bent að áhorfand inn verði að hafa það hugfast í sambandi við umhverfi og efnis jþráð myndarinnar hversu mikil á- hrif kaffihúsalífið í París hafi haft til þessa á menningu og hugar- far þjóðarinnar. Kaffihúsin séu einskonar andleg miðstöð þar sem forustumen sem eitthvað kveði að myndi um sig klíku lærisveina og boði þeim nýjar stefnur í listum, bókmenntum og heimspeki og hafi þannig sterk áhrif á lífsviðhorf fjölda manna, ekki sízt unglinganna. Franska þjóðin hafi eftir síðari heimsstyrjöld átt í miklu öng- iþveiti. Hún hafi verið vonsvik- in, talið forystumenn sína hafa brugðizt og í kjölfarið hafi fylgt sundurlyndi, valdastreita, stjórn málaspilling og hverskonar glæp ir. Og þatr segir enn: „Unga kynslóðin stóð uppi átta- og vega vilt, rofin úr tengslum við for- tíðina, hafði glatað allri virð- ingu fyrir eldri kynslóðinni og trúnni á framtíðina, vissi sér ekkert hlutverk, enga köllun. iÆlska Frakklands var að vísu ekki ein um þetta; þannig var það í flestum menningarlönd- um Þetta er sá hugarheimur ung- linganna, sem blasir við áhorf- endunum í þessari mynd. — A1 ain, gáfaður unglingur, hefur að setur í einu af kaffihúsum borg- arinnar og boðar þar söfnuði sín um, ungum piltum og stúlkum, kenningar sínar, sem allar eru mótaðar beizkri örvæntingu, kaldhæðni og uppreisnaranda og er æðsta boðorð þeirra tryllt og taumlaust nautnalíf, enda hefur Alain alizt upp á hrakhólum og foreldrar hans brugðizt honum. — Annar ungur maður, Bob, kemst af tilviljun í félagsskap Alains og kynnist „lærisveinum“ hans. Bob er alinn upp á góðu efnaheimili og stundar háskóla- nám, enda ber hann það með sér að hann er ekki af sama sauðahúsi og Alain og félagar hans. Hér verður að fara fljótt yfir sögu. Meðal „lærisveina" Alains eru meðal annara margar ungar stúlkur og koma einkum tvær þeirra mjög við sögu, Clo, stúlka af aðalsættum og Mic, ung og fríð stúlka. Með Clo og Bob takast náin kynni um stund, og heima hjá henni, «— í fjarveru foreldra hennar, — Kemur þetta unga fólk sam- an og gefur sér gjörsamlega lausan tauminn í trylltu nautna lifi og algeru kynferðislegu sið- leysi. En nú gerist það, þrátt fyrir alla kaldhæðnina og þvert ofan í allar kenningar Alains, að Mic verður ástfangin af Bob og hann fellir einnig ástarhug til hennar. Margskonar misskiln- ingur og afbrýðisemi veldur ör- lagaríkum átökum á milli þeirra, er lýkur á þann veg er ef til vill var báðum fyrir beztu .... t>að sem hér hefur verið sagt er aðeins örfáir drættir úr þessari efnismiklu mynd, sem er hvort tveggja í senn, afburðavel gerð ©g ágætlega leikin. Leikstjóri er Marcel Came’s, en með aðalhlut verkin fara þau Pascale Petit (Mic), Andrea Perisy (Clo), Jac- ques Charrier (Bob) og Laurent Ferzieff (Alain). Er leikur þeirra allra frábær. — Myndinni fylgir danskur skýringartexti. — I>ó að myndin sé í alla staði prýðilega gerð tel ég vafasamt að ungling ar hafi gott af að sjá hana. — Hafnarfjarðarbíó: ÞEGAR KONUR ELSKA Þetta er frönsk mynd er gerist í nágrenni La Rochelle. Segir þar frá ungri stúlku, Ludvine, sem hefur misst fósturföður sinn og stendur uppi einmana og yfir gefin. Tvær frænkur hennar, sem reka smáverzlun í þorpi í nágrenninu taka Ludvine að sér. Karlmennirnir í þorpinu líta Ludvine girndarauga, og er einn af drykkjurútum þorpsins ræðst á hana, ber þar að Jean-Pierre, ráðsmann ekkjunnar Mariotte Bordesét, sem býr á stórri jörð þarna skamint frá. Jean-Pierre bjargar Ludvine úr klóm drykkju rútsins. Verða þau ástfangin hvort af öðru. En Mariotte, sem einnig elskar Jean-Pierre breið- ir út óhróðursögu um Lud- vine, og verður það til þess að frænkur hennar ráða hana til fiskkaupmannsins Vignands sem býr á lítilli eyju, sem er tegnd þorpinu með vegi sem er aðeins fær á fjöru. Ludvine skrif ar Jean-Pierre eftir að hún er komin til Vignands, en Mar- iot.te stingur bréfunum undir stól. Heldur Jean-Pierre því að Ludvine sé orðin sér afhuga og hið sama heldur hún um hann. Jean-Pierre leitar því huggunn- ar um stund hjá glæsilegri París- arkonu, sem þarna er í skemmti- dvöl. En brátt kemst hann að því sanna um hvarf bréfanna til hans frá Ludvine, og þegar hún flýr frá Vignand vegna áleitni hans, kemur Jean-Pierre enn einu sinni henni til bjargar. Fellur þá allt í Ijúfa löð með hinum ungu elskendum. Mynd þessi er í lakara lagi miðað við aðrar franskar myndir, sem hér hafa verið sýndar að undanförnu, hvorki vel gerð né sérstaklega vel leikin. Myndin er tekin í litum. SKULTUNA aluminium-búsáhöld eru sænskar gæðavörur sem skara fram úr flestum öðrum í þeirri grein. Málmpappír til heimilis- notkunar. SKULTUNA er heimsþekkt vörumerki á vönduðustu alumininum- vörum frá SKULTUNAVERKEN - AB SVENSKA METALLVERKEN UmboB: Þórður Sveinsson & Co. h.f. sem vmiium MM% ■ ; — Hvaða mat á ég eiginlega að hafa á sunnudaginn, spyrja margar húsmæður, þegar líða tekur á vikiuna. Kvennasíða Morgunbliaðsins birtir að þessu sinni nokkrar uppskrift ir, ekki alltof dýrar, sem heppilegar væru í sunnudags- máltíð. Spönsk lauksúpa ★ ítalskar kjötrúllur ★ Bananar meö sykri og rjóma ★ Kaffi Spönsk laukasúpa (handa 6) 3 stórir laukar, 60 gr. smjörl. 60 g hveiti, 2% Itr. kjötsoð (eða vatn og súputen- ingar), 2 eggjanauður, 1% desil. rjómi. hann brúnist ekki mikið; hveit iniu er síðan hrært saman við og smáþynnt út með kjötsoð- iniu. Eggjaraiuðurniar eru hrærðar vel með ögn af saliti og rjómanum og síðan hellt út í súpuna. Tvíbaikað hveitibrauð (rist- að brauð) borðað með. ftalskar kjötrúllur Kjöt er sikorið í nokkuð stór ar sneiðar, sem eru barðar dálítið og spikþræddar. Á hverja sneið er látin I mat- skeið af hráu kjötfarsi, kjöt- sneiðunum vafið saman og spotti bundinn um. Rúllunum er velt upp úr hveiti, brúnað ar í matarolíu (eða smjöri), hæfilega miklu vatni hellt yfir ásamt lit og soðið í ca. 20 mínútur. Sósan krydduð eftir sunnudagsins Smjörlíkið er brúnað í potti, laukurinn sneiddiur niður og látinn sjóða í smjörinú dálitla stund, en gæta verður þess að smekk með salti, pipar, rifn- um lauk, söxuðu persille, rjóma og otfurlitlu af sítrónu- safa og sykri. Kartöflur með, ammaðhvort soðnar eða steiktar í feiti (franskar kartöflur). Græn- meti eftir vild. Ábætisrétturiim. Bananar eru skornir niður í Vz—1 cm þykkar sneiðar, þversum. Borið fram í gler- skái og borðað af litlum djúp um ábsetisdiskum með sykur og rjóma út á. 2 bananar ætlaðir hverjum manhi. * * * * Franskar kartöfiur og snittu baunir eru mjög ljúffengar með hverskyns kjöt- og fisk- réttum. Kartöflurnar og baun- irnar má fá í hæfilega stórum sellófanp>okum og fylgja þeim meðfylgjandi uppskriftir: Snittubaunir: Leggið baun- irnar í bleyti í nokkrar klst. 1 Sjóðið þær í saltvatni í 12—15 mín. Berið þær fram ásamt öðru grænmeti með kjöt- og fiskréttum. Notið þær ásamit gulrótum, blómkáli, tómötum o. fl. í bakaða grænmetisrétti. Notið snittubaiunir ásamt öðru grænmeti í hlaup og fleiri kalda rétti. Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.