Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 1
24 slður 18. árgangur 171. tbl. — Miðvikudagur 2. ágúst 1961 Prentsmiðja Morgunblaðstas Gengisskráning i samræmi við breytt viðhorf KOMIÐ í VEG FYRIR ATVINNULEYSI GJALDEYRISSKORT Seðlabankinn skrái islenzkrar krónu Bráðabirgðalog, sem forseti Islands gaf út í gær FORSETI ÍSLANDS gaf í gærkvöldi út bráðabirgðalög samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar um þá breytingu á lög unum um Seðlabanka íslands, að bankinn skuli skrá gengi áslenzkrar krónu, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. í forsendum að bráðabirgðalögunum segir, að vegna hinna miklu kauphækkana, sem átt hafa sér stað að undanförnu séu fyrirsjáanlegir miklir erfiðleikar í efnahagsmálum, ef ekki sé að gert. Af þeim leiði almenna hækkun framleiðslu- kostnaðar og aukna eftirspurn eftir gjaldeyri. Það muni síðan hafa í för með sér versnandi afkomu útflutningsat- vinnuveganna og alvarlegan greiðsluhalla þjóðarbúsins út á við. — Til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og gjaldeyris- vandræði beri nauðsyn til þess að endurskoða gengisskrán- inguna í samræmi við breytt viðhorf og þyki þá eðlilegast að Seðlabankinn skrái gengi krónunnar, enda sé sú skipun algengust í nálægum löndum. í kjölfar þessarar ráðstöfunar má því gera ráð fyrir að Seðlabankinn skrái íslenzka krónu á nýju gengi næstu daga. Gjaldeyrissala bankanna verður stöðvuð þar til hið nýja gengi hefur verið skráð. Bráðabirgðalögin fara hér á eftir í heild: gengi » c % ' - Jomo Kenyatta, Ieiðtogi Mau Mau-manna í Kenya. Öhjákvæmileg öryggisráöstöfun Kemur engum á óvart RÍKISSTJÓRNIN hefur brugð ið skjótt við til þess að afstýra þeim voða, sem hin pólitísku verkföll hafa leitt yfir þjóðina. Eh engum þarf að kom á óvart, að hinar miklu kaup- hækkanir og stóraukni fram- leiðslukostnaður útflutningsat vinnuveganna hafa svo fljótt Jeitt til nýrrar skráningar á gengi íslenzkrar krónu. Þjóð- in var margsinnis aðvöruð um það, að hækkun framleiðslu- kostnaðar hlyti að valda nýj- um vandræðum, gjaldeyris- skorti og verðbólgu. Ólafur Thors forsætisráðherra komst t. d. að orði á þessa leið í útvarpsávarpi sínu á gamlárs- kvöld í vetur: „Það sem nú skiptir höfuðmáli er, að öll þjóðin skilji nauðsyn þess að varð veita það, sem áunnizt hef- ur, að forðast hækkanir á framleiðslukostnaði og nýja peningaþenslu, sem hlyti að steypa þjóðinni aft ur út í kviksyndi verðbólgu og gjaldeyrisskorts“. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra, hefur einnig hvað eftir annað lýst því yfir í ræðum undanfarna mánuði, að af verulegum kauphækkun um og auknum framleiðslu- kostnaði hlyti að leiða nýja gengisfellingu. Aðrir ráðherr- ar hafa gefið svipaðar yfirlýs- ingar og hver einasti vitibor- inn maður hefur vitað, að stór felldar kauphækkanir þýddu sama sem gengisfellingu. önn ur leið var ekki til ef koma átti í veg fyrir stöðvun fram- leiðslunna, atvinnuleysi og öngþveiti. Það eru þess vegna þeir, sem knúð hafa fram hina miklu hækkun framleiðslu- kostnaðarins, sem vitandi vits hafa gert nýja skráningu á gengi íslenzkrar krónu óhjá- kvæmilega. iíenyatta leystur úr haldi * ■ Ovíst, hvert hlutverk bíður hans í Kcnya „Forseti fslands hefur í dag samkvæmt tillögu viðskiptamála ráðherra sett bráðabirgðalög þau, sem hér fara á eftir um breyt- ing á lögum nr. 10 29. marz 1961, um Seðlabanka íslands: Forseti íslands gjörir kunnugt: Viðskiptamálaráðherra hefur tjáð mér, að vegna hinna miklu kaup- hækkana, sem átt hafa sér stað að undanförnu, séu fyrirsjáanleg- ir miklir erfiðleikar í efnahags- tnálum, ef ekkert sé að gert. Áhrif kauphækkanana muni á skömmum tíma breiðast um allt hagkerfið og valda almennri hækkun framleiðslukostnaðar og aukinni eftirspurn eftir gjald- eyri, en þetta muni svo á hinn bóginn hafa í för með sér versn- andi afkomu útflutningsatvinnu- veganna og alvarlegan greiðslu- halla þjóðarbúsins út á við. Til Irar í Efna- hagsbanda- lagið ? DUBLIN, 1. ágúst. (Reuter). — Forsætisráðherra írska lýð- veldisins, Sean Uemass, lýsti því yfir á þingi í dag, að rík- isstjórnin mundi fara að dæmi brezku stjórnarinnar og sækja um inngöngu i Efnahagsbanda lag sexveldanna. Sagði for- sætisrátðherrann, að stjórnin styddi eindregið þær hugsjón- ir, sem lægju til grundvallar Rómarsamningnum. þess að koma í veg fyrir þessa þróun og atvinnuleysi og gjald- eyrisskort, sem henni mundi fylgja, beri nauðsyn til að end- urskoða gegnisskráninguna í sam ræmi við breytt viðhorf, og þyki eðlilegast að Seðlabanki íslands, sem komið hafi verið á fót nú á þessu ári, skrái gengi íslenzkrar krónu, að fengnu samþykki rik- isstjórnarinnar, enda sé sú skipan algengust í nálægium löndum. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: Framh. á bls. 2. Berlín, 1. ágúst — (Reuter) KOMMÚNISTASTJÓRN A- Þýzkalands tilkynnti í dag, að hún hefði nú til athugun- ar að setja vissar skorður við ferðalögum fólks til Vestur- Þýzkalands — og var borið við, að nú virtist vera kom- inn upp lömunarveikifarald- ur í vesturhlutanum. Heim- ildum bar þó ekki saman um „faraldur“ þennan, sem í það London, 1. ágúst — (Reuter) HANN hefur gengið undir mörgum nöfnum: „Faðir afr- ískrar þjóðernisstefnu“, „Gáf aðasti stjórnmálamaður Afr- íku“, „Logaspjótið“ o. fl. — en hann er heimskunnur sem |Jomo Kenyatta, hin þel- minnsta virðist ekki ná mjög víða. Tilkynning a-þýzku stjórnarinnar birtist um svip að leyti og talsmaður Bonn- stjórnarinnar tilkynnti, að nokkuð yfir 30 þúsund flótta menn frá Austur-Þýzkalandi hefðu komizt vestur yfir landamærin í júlímánuði — en slíkur hefur flóttamanna- straumurinn ekki veríð dökka kempa, sem setið hef- ur í fangelsi rúm sjö ár, dæmdur sem aðalforingi hermdarverkahreyfingarinn- ar „Mau Mau“ í Kenya. Þrátt fyrir hina löngu fangavist, má segja, að hann hafi ávallt verið áhrifamesti stjórnmála an í október 1955. Og í dag héldu flóttamenn frá Austur- Þýzkalandi áfram að flykkj- ast til Vestur-Berlínar. ★ Tylliástæður. Það var talsmaður innanríkis- ráðuneytis a.-þýzku stjórnarinn- ar, sem í dag tilkynnti fyrirhug- aðar „skorður“ við ferðalögum fólks til V.-Þýzkalands. Sagði 'hann, að einkum yrði reynt að sjá til þess, að ungt fól'k, á aldr- Frh. á bls. 23 maður Kenya, úr hópi ínn- fæddra. Og nú velta menn því fyrir sér, hvað gerast muni, er hann verður látinn laus — en brezki nýlendu- málaráðherrann, Macleod, tM kynnti á þingi í dag, að Ken yatta yrði sleppt úr haldi i þessum mánuði, að líkindum um miðjan mánuðinn. — Er þetta gert að tillögu brezka lapdstjórans í Kenya, Sir Patrick Renison, — er eitt sinn lýsti Kenyatta sem „leið toga, er vísaði veginn til dimmu og dauða“. Macleod kvað stjórnina hafa velt þessu máli ýtarlega fyrir sér, og hefði' vissulega verið örðugt að taká ákvörðun í því, en hún teldi þó, að vandlega íhuguðu máli, að það væri „í þágu allra íbúa Kenya og þeim fyrir beztu“, að Kenyatta yrði leystur úr haldi — og að það yrði „gert nú“. ★ „Legg allt á vald þjóðar minnar“ Eins og fyrr segir, hefur Kenyatta haft mikil stjórnmála- áhrif í Kenya öll árin, sem Framhald á bls. 23. A.-Þjóðverjum bannað að ferðast til V.-Þýzkalands?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.