Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUlVTiL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 2. ágúst 196' Rússneskir borgarar lesa fagnaðarboðskap „Pravda“ — án greinilegra gleðimerkja .... Skortur á lýsisgeymum BLAÐINU hefur borizt eftirfar- ondi grein frá Braga Eiríkssyni framkvæmdastj. Samlags Skreið- arframleiðenda: Komið hefur í ljós, að lýsis- tankar síldarverksmiðjanna á Norð-Austurlandi hafa fyllzt af lýsi og að móttöku síldar hefur orðið að fresta vegna þess að ekki er búið að afskipa. Víst er gott til þess að vita, að svo mikil síld hefur veiðzt, að lýsistankar verksmiðjanna hafa fyllzt, en illt er að frétta, að framleiðslan skuli þurfa að stöðv ast þó ekki sé nokkra daga vegna þess að lýsisgeymslur vantar. Mig minnir, að það hafi verið á síldarvertíðinni 1941, þegar Ás- geir heitinn Torfason frá Flat-um hólkum, t. d. frá olíusvæð- ,Allt ókeypis-nema frelsið6 Ein ummæli af mörgum hina nýju stefnuskrd russneskra kommunista EINS og kunnugt er, voru um helgina birt í Moskvu drög að nýrri stefnuskrá rúss neska kommúnistaflokksins, sem síðar mun koma til um- ræðn'a og staðfestingar á 22. þingi flokksins í október nk. — í stefnuskrá þessari, sem miðuð er við næstu 20 árin, er borgurum Sovétríkjanna m.a. lofað því, að um 1980 muni þeir búa í friu hús- næði og verða skattfrjálsir — einnig, að ferðalög verði ókeypis og máltíðir að miklu leyti — og loks, að vinnu- vikan verði ekki yfir 35 stundir, en kaup eigi að síð- ur hið hæsta, sem þekkist í heiminum. Auk þess er því lýst yfir, að á þéssu tímabili verði stefnt að hinum algera kommúnisma, þ.e. fullkomnu afnámi eignarréttarins og því, að á komist hin algera sameign og samstjórn fólks- ins. ★ ÞÖGN 1 KOMMÚN- ISTARÍKJUNUM ■Blöð og útvarp í öðrum kommúnfstalöndum hafa birt stefnuskrána að nokkru eða í heild, en ekki gert neinar sjálf- stæðar athugasemdir í því sam- bandi. Hins vegar hafa blöð á vesturlöndum skrifað allmikið um þetta plagg, og er þar flest í vantrúartón, en ummæli þó á ýmsan veg. — „Daily Mail“ í London hafði eftir „fyndnum Frakka“, að Krúsjeff hefði nú lofað Rússum því, að þeir fengju „allt frjálst og ókeypis — nema frelsið". *• EINKUM ÁRÓÐURSGILDI Segja má, að ummæli brezku blaðanna hafi falið í sér allt á milli þess að kalla hina nýju stefnuskrá „skýja- glópaímyndanir“, eins og eitt þeirra komst að orði — og hins, sem kemur fram hjá öðru, að það sé „ekki rétt að vísa henni á bug sem draumórum óraunveruleikans“. — Annars er megintónninn sá, að enda þótt varla sé unnt að taka þessa áætlun hátíðlega, sé þó ekki hægt að ganga fram hjá áróðurs gildi hennar, einkum gagnvart þeim rikjum, sem nú hafi ný- fengið sjálfstæði eða séu í þann veginn að fá það. — Þá benda blöð austanhafs og vestan á það, að möguleikinn til einhverr ar framkvæmdar þessarar stefnuskrár hljóti að byggjast á því að friður haldist. Ef Krús- jeff sé einhver alvara í þessu efni, sé því e.t.v. frekar von en áður um, að hann reyni að forðast að koma af stað styrj- öld — en ekki megi þó setja traust sitt um of á það, enda séu nægar „smugur" í stefnu- skrápni til þess að réttlæta, að styrjöld verði hafin gegn „auð- valdsríkjunum", þótt kenning- unni um friðsamlega sambúð sé annars haldið á loft. Moskvuútvarpið birti á mánu dag stefnuskrána í heild, öðru sinni — en flutningurinn tók 5 klst. og 48 mínútur. Þá birti Pravda öll helztu atriðin aftur sama dag — á 5 síðum af 6. Á sunnudag birti blaðið stefnu- skrána í heild — á 9 síðum af 10 (!) eyri var verksmiðjustjóri í Krossanesi, en sú verksmiðja var leigð Síldarverksmiðjum ríkisins, þá vildi það til, að lýsisgeymarn- ir fylltust Og því var úr vöndu að ráða, en Ásgeir átti ráð undir rifi hverju. Hann lét grafa all stóra laut eða keilulaga dæld á verksmiðjulóðinni og lét dæla þar út nokkur hundruð tonnum. Þar storknaði lýsið, og var því síðan mokað upp og flutt í verk- smiðjuna, hitað upp og skilið í skilvindum, þegar búið var að losa af lýsisgeymunum. Ekki mun lýsismagnið hafa rýrnað að neinu ráði, en verksmiðjan stöðv aðist ekki vegna skorts á lýsis- geymi. Tækninni hefir fleygt fram og nú er hægt að fá geymslutanka úr gerviefnum, t.d. frá Du Pont í Ameríku og sjálfsagt víðar. En þeir eru þannig gerðar, að þeir eru eins og langur hólkur mis- jafnlega víður. Inn í þennan hólk eru lagðar leiðslur úr sveigjan- legu gerviefni og er hægt að rúlla hólkunum upp og tekur hann lítið pláss í geymslu. Inn í þessa hólka má dæla lýsi eða olíu. Ýmist er því hægt að geyma hólkana á viðkomandi verk- smiðju eða láta skip eða báta draga þá í sjó til næstu verk- smiðju, sem hefði geymslurúm fyrir aukið lýsismagn, eða jafn- vel milli landa. Væri þarflegt, að viðkomandi síldarverksmiðjur, sem hafa of litla lýsistanka tækju til athug- unar þessar ábendingar. Ég hefi nefnt hér Du Pont verksmiðjuna vegna þess að ég hefi lesið um þetta atriði í frétta- bréfi þaðan. Sjálfsagt fást þó slík tæki annars staðar. Það hefir verið talað um það í rBetlandi að flytja hráolíu í stórum stíl í slík- unum í Austurlöndum. Þetta er hripað í flýti, en ég vænti þess, að nokkurt gagn geti orðið af þeSsum hugleiðingum. Með þökk fyrir birtinguna. Bragi Eiriksson. Fegurstu garðarn- ir verðlaunaðir FEGRUN ARFÉLAG Reykjavík- ur mun á þessu sumri, eins og að undanfömu, veita verðlaun fyrir fegurstan garð í Reykjavík og viðurkenningu fyrir nokkra garða aðra, sem að áliti dóm- nefndar þykja til fyrirmyndar um hirðingu, skipulag og fegurð að öðru leyti. Verður dómnefnd. in að þessu sinni skipuð þremur konum, þeim frú Guðrúnu Helga dóttur skólastjóra, frú Aðalheiði Knudsen og frú Kristínu Steffen- sen. Fer skoðun garða fram um þessar mundir, en úrslit verða að venju birt á aímælisdegi Reykjavíkur hinn 18. ágúst n.k, Þá verður það einnig tekið til at húgunar, hvort efni séu til þess að veita viðurkenningu fyrir snyrtilegustu götuna í bænum og jafnframt mun litið til þess, hversu ástatt er um frágang lóða og umhirðu við fjölbýlishús, iðn aðar og verzlunarhús. Fegrunarfélagið væntir þess, að baejarbúar allir kosti kappa um, að höfuðborgin beri allan ársins hring glögg merki snyrti- legra umgengni og hreinlætis, og færi vel á því að sá gæti orðið dómur manna nú á 175 ára af- mæli Reykjavíkur, að umgengnl borgarbúa væri betri en nokkri* sinni fyrr og hirðing garða og lóða almennt og útlit bygginga á þá lund, sem sæmir fagurri legu borgarinnar. (Frá Fegrunarfélagi Rvíkur) * Eldreykjarmóðan eða mæðraplága Karl sunnlendingur skrif- ar: Þú sem kannt með kurt og pí að leysa hvers manns vandræði, segðu mér nú, hvað móð-ur-harðindi eru, sem þið eruð svo oft að tala um í blöðunum. Stundum hefur mér nærri því skilizt, að þetta væri sam^ og eldreykjarmóð- an, sem lagðist yfir landið í Skaftáreldum 1783 og drap fólk og fé í þúsundatali. Hún amma mín sagði mér ýmis- legt af þeim ósköpum og hafði það eftir afa sínum, sem þá var að alast upp. — En þess á milli skilst mér, að Karl nokkur Þingeyingur hafi skrökvað þessari plágu upp og kalli hana móðurharðindi til aðgreiningar frá gömlu eld móðuplágunni — og þá þrýtur minn skilning með öllu. Sjálf sagt eiga margar mæður við harðindi að búa, en þá lægi verið talað um það í rBetlandi að ar mæðraplágu eða þess hátt- ar. Mér þy-kir ósennilegt, að blaðamenn rugli þessu saman í skrifum sínum og fráleitt að nokkur prentari, útlærður í sínu móðurmáli frá Sigurði Skúlasyni ljúgi því í sinn blý- hólk — eða prófarkalesari láti það óhaggað standa. Ég man, að Alþýðublaðið talar iðulega um þessi móð-ur-harðindi og Morgunblaðið stundum, en Tímann og Þjóðviljann les ég ekki, ekkert að marka þá félaga. Svo orðlengi ég þetta ekki meira, en treysti þér til að vaka yfir þessu vandamáli — eins og svo mörgu öðru í daglega lífinu. • Tillitsleysi við sjúkrabíla Og hér er bréf frá ,,Veg- faranda“: Ég vil skýra þér frá smá atviki er átti sér stað fyrir stuttu. Kvöld eitt í miðjum júlí s. 1., varð ég vitni að því hve margir bifreiðastjórar taka lítið tillit til ferða sjúkrabif- reiðanna um götur borgarinn ar. Ég beið eftir strætisvagni á Hringbrautinni (neðan við Kennaraskólann) Sjúkrabif- reið kom á nokkurri ferð nið ur Barónsstíginn, en varð að nema staðar við Hringbraut- ina, þar sem hver bíllinn aí öðrum (bæði leigu- og einka- bílar) runnu framhjá án þess að taka hið minnsta tillit til bílsins með Rauðakrossinum, sem sýnilega sætti færis að aka yfir Hringbrautina. Mér gramdist svo þetta skeytingarleysi bílstjóranna, að við lá ég tæki mér það vald að stöðva bílaum- ferðina, svo sjúkrabifreiðin kæmist óhindruð ferða sinna. Það var sem bifreiðastjórarn. ir hefðu enga hugmynd um þann óskoraða rétt sem lækna — og sjúkrabílar hafa, hvort heldur það er á götum bæj- arins eða á vegum úti. • Notaði ekki „réttinn** Loks kom þar lítill Wolks- vagen bíll, sem ekki notaði sér „aðalbrautarréttinn", held ur snarstansaði. Bifreiðarstjór inn kveikti á „parkljósunum'* og gaf sjúkrabílnum merki að aka af stað. Báðir mennimir í sjúkrabílnum lyftu hönd að húfuderinu, þeir höfðu skilið merkið. ,,Krossinn“ skaust yf« ir götuna og ég horfði á eftir honum aka hratt í áttina vest ur í bæ. Mig langaði til að þakka stjórnanda Wolksvagen bíls- ins — persónulega, en varð of seinn, hann var kominn svo langt frá mér. En skrásetn. ingarnúmer hans skrifaði ég í vasabók mína. Nú veit ég hver eigandinn er, hann heit- ir G......... J.......er vél. stjóri og býr vestur á ... .mel, hér í bæ. Það spillir ekki að geta þess sem gott er, sama á hvaða sviði sem það er, því skrifa ég þér þessar fáu línur, kæri „Velvakandi", ef það mætti verða til þess að greiða götur þeirra er að líknarstörfum vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.