Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 2. ágúst 1961 MORGUISVLAÐIÐ 17 Fimmtugur i dag: Baldur Ólafsson, bankast’jóri ! r Á undanförnum áratugum hef- ur mikið af góðu fólki flutzt hingað til Eyja, setzt hér að, og tekið þátt í uppbyggingu Eyja og lagt sitt til þeirra framfara er hér hafa orðið. Einn þessara góðu manna er Baldur Ólafsson, ibankastjóri, sem ég dag er fimm- tugur. 1 Baldur er fæddur á Hofsósi 2. ágúst 1911, en hingað fluttist ihann 1927 með foreldrum sínum Ólafi heitnum Jenssyni, póst- meistara, og konu hans, Lilju 'Haraldsdóttur, sem einnig er látin. Ólafur faðir Baldurs tók hér við póstmeistarastörfum eftir komuna hingað. Hjá honum vann Baldur fyrstu árin hér við póstafgreiðslustörf, en 1930 ræðst íhann til starfa við útibú Útvegs bankans hér og hefur starfað við J>á stofnun óslitið síðan. I Fyrstu bankastörf Baldurs voru sem að likum lætur þau vanda- og ábyrgðarminni, en meðfædd eðlisgreind og ihyggli gerði það að verkum að þrátt fyrir enga ^skólagöngu utan ibarnaskóla, voru honum fljótlega falin ábyrrgðarmeirj störf í bank anum og er árin líða verður hann gjaldkeri, aðalbókari, skrifstofu- stjóri og við forstöðu útibúsins !hér tekur hann 1953, sem banka- stjóri. í>essi háttur á starfsferli Bald urs sem bankamanns varð til •þess að gegnum hin ýmsu banka störf öðlaðist hann haldgóða •þekkingu á bankastarfsemi frá TÓtum, og hefur sú reynsla er Ihann á þennan hátt öðlaðist kom jð honum að hvað bestum not- lum í því farsæia starfi er hann Ihefur innt af hendi sem banka- stjóri. Hin síðari ár hafa orðið hér í Eyjum mikil framfara- og upp- ibyggingar ár, fiskiflotinn hefur stækkað og batnað að miklum mun, hér hafa risið upp stærstu fiskvinnslustöðvar á landinu, iðnaður eflst og húsakostur al- mennings er með því besta er gerist á landi hér. Allar þessar framkvæmdir hafa að sjálfsögðu ■kostað mikið fé, og þótt afkoma fólks og fyrirtækja hafi alia jafnan verið allgóð, er einsýnt að eigið afl hefur ekki dugað til og þá orðið að leita aðstoðar lánastofnana um fyrirgreiðslu til að komast yfir örðugasta hjallann. , Nú er þannig varið málum að Útvegsbankinn er eini bankinn hér í Eyjum. Á honum hefur því mætt nær eingöngu það hlutverk að útvega og lána fé til allra þessara framkvæmda. Með þetta í huga er auðsætt að bankastjóra Útvegsbankans hér, hefur verið og er, nokkur vandi á höndum, fyrst og fremst í því að sjá þeirri miklu útflutningsframleiðslu er hér er unnið að fyrir rekstursfé og þá ekki síður því að leggja til fé til nýrra framkvæmda. Vand- inn hefur að sjálfsögðu ekki verið minni er tillit er tekið til þess að eftirspurn eftir lánsfé hefur verið gífurleg hin síðari ár, en fé til úthlutunar mjög af skorn- um skammti og oft á tíðum deilu atriði hvað bæri að meta mest. Vanda þennan hefur Baldur sem bankastjóri leyst af hendi með mestu prýði. Starfi bankastjóra er þann veg farið að ákvarðanir hans kunna oft á tíðum að valda ágreiningi og þær á stundum á þann veg að viðskiptamennirnir séu ekki sem ánægðastir a.m.k. í svipinn — og komast þeir menn er í þenn- an starfa veljast misjafnlega frá. Þrátt fyrir þetta er mér óhætt að fullyrða að í starfi sínu hefur Baldur öðlazt virðingu og vel- vild samborgara sinna í heild, sem réttsýnn og velviljaður mað- ur er flestra vildi vandkvæði leysa innan þeirra takmarka er geta þeirrar lánstofnunnar er hann veitir forstöðu leyfir á hverjum tíma. Mál manna hefur hann leyst af sanngirni og góð- hug og hefur þá einu gilt hvort í hlut hafa átt félitlir dugnaðar- menn er vildu eignast bát, sjó- menn er stóðu í húsbyggingu. Ferðaskrifstofan SAGA skipuleggur ferðir FERÐASKRIFSTOFAN SAGA Ihefur skipulagt svonefnda- ,,IT“- ferðir (Inclusive Tours) víða um Iheim, í samvinnu við helztu flug ffélög, skipafélög, járnbrautarfé- lög, ferðaskrifstofur, gistihús og eðra slíka aðila. Þessar ferðir eru mun hagkvsemari og ódýrari fflestum öðrum — ferðalagið er skipulagt fyrirfram og allur ferða feostnaður greiðist áður en far- iþeginn leggur af stað. Ekki þarf hann að ferðast í hópi með öðrum eða í fylgd með leiðsögumanni Érekar en hann sjálfur kýs. Meðal þess, sem er innifalið í verðj farmiðaanna, auk sjálfrar fferðarinnar fram og til baka, má nefna gistingu og morgunverð, þar sem dvalizt er, og allar ferðir milli fyrirfram ákveðinna ákvörð unar.staða. ‘ Frá þessu er nánar skýrt í ný- útkomnum bæklingi, er Ferða- Bkrifstofan SAGA gefur út. Þar er að finna r.ákvæmar áætlanir ffyrir þessi „IT“-ferðalög ásamt Ikostnaði við hverja sérstaka ferð »g öðrum upplýsingum, t.d. hve marga daga hver ferð tekur. i í hinum nýútgefna bæklingi Ferðaskrifstofunnar SÖGU geta menn kynnt sér hluta af starf- semi skrifstofunnar og starfs- menn hennar veita fúslega allar frekari upplýsingar. Bæklingurinn er ókeypis af- hentur og sendur þeim, er þess óska. Hann mun liggja frammi hjá öllum umboðsmönnum og skrifstofum Flugfélags íslands, Loftleiða og Pan American. Bækl ingur þessi gildir til 1. júní 1962. LaxveiSi í Laxá AKRANESI, 1. ágúst. — Þrjár laxveiðistengur „voru í gangi“ í Laxá í Leirársveit allan dag- inn í gær. — Tveir voru með hverja af tveim þeim fyrstu. Á fyrstu stöngina veiddust 16 laxar og 6 silungar. Á aðra stönd veiddust 8 laxar. — Sá þyngsti 9 pund. Og á þriðju stöngina veiddust 5 laxar. — Oddur. eða fjárþörf, stærri fyrirtækja. í stærstu verstöð landsins er daglegu lífi manna á þann veg farið að aflabrögð og sjósókn eru alltaf ofarlega í huga, eðli- lega er þetta þó misjafnt, og þá einna helzt eftir því í hve ná- inni snertingu menn eru við þetta líf hverju sinni, en fáir eru þeir í Eyjum er eins heilt hugar fylgj ast með þessum málum og Bald- ur bankastjóri. Fáir dagar líða svo á annatímanum að hann fari ekki á bryggjurnar, hafi spurn- ir af aflabrögðum og leiti upp- lýsinga um hvernig hverjum og einum hafi gengið. Á þennan hátt hefur Baldur öðlazt þá þekkingu á útgerðarmálum og honum þýð- ir ekki „að segja“ hlutina. Hann veit þá. Útvegsmenn eiga hauk í horni þar sem Baldur er, hann þekkir erfiðleika þeirra og þarfir, veit um þýðingu þessa atvinnu- vegar fyrir bæjarfélagið, er þess hverju sinni vel minnugur að j tímabundna erfiðleika verður að j leysa, og má fullyrða að margur útgerðarmaðurinn hefði orðið að gefast upp jafnvel á miðri vertíð | ef hans skilnings og velvilja hefði ekki notið við. Þótt aðalstarf Baldurs hafi ver- ið í bankanum, hefur almenn fé- lagsmálastarfsemi í bænum notið hans að nokkru. Hann hefur starf að mikið í Oddfellowreglunni og veitt henni forstöðu á tímabili, verið vel liðtækur í ýmsum öðr- um félögum svo Akogesfélaginu og Rotaryklúbbnum og ræðis- maður Norðmanna hefur hann verið frá árinu 1954. — Baldur Ólafsson hefur verið gæfumað* ur, farsæll í starfi, eignazt góða konu, Jóhönnu Ágústsdóttur, er hann gekk að ðiga 1931. Þau hjónin hafa eignazt þrjú mann- vænleg börn, komið upp mynd- arheimili, einu af þessum góðu heimilum sem alltaf er gam- an að koma á, þar glaðværð og gestrisni svífur yfir vötnum og hver og einn er að garði ber finnur sig velkominn. Ég vil svo á þessum tímamót- um í ævi þinni óska þér kæri vinur allra farsældar og bera fram hamingjuóskir þér og þín* um til handa frá mér og fjöl* skyldu minni, þakka ánægjuleg* ar samverustundir heima og heiman og vona að starfkrafta þinna njóti sem lengst við þá stofnun er Vestmannaeyingar eiga svo mikið undir að stjórn- að sé af skilningi á þörfum fólks- ins og bæjarfélagsins í heild. ■*• Bj. Guðm- Athyglisverö bók ÚR því mikla bókaflóði, sem hér var á Jólamarkaðinum valdi undirritaður þær bækur, er hann helst óskaði að kynnast. Þar á meðal „Herleiddu stúlk- una“, eftir Sigfús M. Johasen fyrrv. bæjarfógeta, er út kom á forlagi ísafoldarprentsmiðju h.f. Þarna var stórfenglegt efni, kunnugt úr sögu vorri, sem eng- inn skáldsagnahöfundur, þó furðulegt sé, hafði tekið til með ferðar áður, sennilega vegna þess, að mönnum hefir vaxið í augum það mikla erfiði, er könn- un heimilda og rannsókna, ef vel átti að takast um uppistöðuna, lagði á höfundinn, eins og gan- rýnandi í dagblaðinu „Vísi“, er miklu lofsorði lauk á bókina, komst að orði. Bókin hlaut að hafa mikinn fróðleik að geyma og efniviður- inn unninn af mikilli vandvirkni. Það hafði höfundur sýnt áður, og að hann var vel ritfær mað- ur. Nokkrar skemmtilegar ferða- sögur höfðu áður birzt eftir hann, landslagslýsingar og þættir um þjóðleg efni o. fl. o. fl., og var þetta mörgum kært lestrar- efni. Og að mínum dómi og margra annarra vann Sigfús með Eyjasögu sinni, er út kom einnig hjá ísafoldarprentsmiðju h.f., bók menntalegt afrek. Hún er í 2 stórum bindum, ítarleg byggða- saga og efnahagssaga, stórvirki þegar litið er til þess, að höf- undur vann að henni í frítím- um, sem voru þó knappir Og helst engir, fyrir mann eins og hann, sem stundaði af hinni mestu kostgæfni og önnum hlað- inn umfangsmikil embætti sín. Æskilegt væri að Sigfús skrif- aði æviminningar sínar frá löng- um og starfssömum embættis- ferli, bæði í stjórnarráðinu frá því um eða nokkru áður en Sam- bandslögin tóku gildi, sem hæsta réttarritari og sýslumaður, ugg- laust mundu þær hafa geysimik- inn fróðleik að geyma. Saga Vestmannaeyja, er út kom hlaut mjög lofsverða dóma hinna lærðustu og sögufróðustu manna hér á landi. Kom þeim saman um, að mikill fengur væri að þeirri bók. Því það væri veiga- mikið rit til skýringar sögu vorri yfirleitt og að hún sem sögulegt rit: „bætti úr brýnni þörf“, þannig komust háskólaprófessor- arnir, Árni Pálsson og Þorkell Jóhannesson að orði í skrifleg- um umsögnum sínum um bókina óg í ritdómi um bókina í Nýjum Kvöldvökum 1946, eftir Mag. Steindór Steindórsson, segir sami ritdómari, að góður fengur sé að bókinni og þar margt að finna, er frábrugðið sé svipuðum rit- um, er út hafi komið. Persónu- sagan lítil en hagsaga Eyjanna rakin nákvæmlega og mörgu lýst bæði í búnaðar- og lífsháttum, sem ókunnir voru annarsstaðar í landinu og stóð í sambandi við hin sérstæðu lífsskilyrði þar. Tel ur hann merkilegt að lesa um samvinnu eyjabænda Og ekki síð- ur um varnarlið þeirra og fróð- legt að fylgjast með þróun þeirri, er þarna hefir orðið frá því Vest- mannaeyjar vöru fámennt og fá- tækt sveitarfélag hálfánauðugra leiguliða og þar til nú, er þær eru orðnar einn af fjölmennustu kaupstöðum landsins og athafna- líf óvíða eða hvergi meira en þar. Mag. Steindór Steindórsson segir ennfremur, að Eyjasaga Sigfúsar M. Johnsen mætti verða til fyrir- myndar um ritun héraðssagna. Þannig féllu dómar þessara merku manna, en eigi veit ég •hvort Sigfús kann mér neinar þakkir fyrir að draga þetta fram hér, því hann er maður hlédræg- ur, og eigi gefinn fyrir að láta hrósa sér. í skáldsögunni „Herleidda stúlkan", er með skáldlegum blæ og af miklu hugmyndaflugi, brugðið upp myndum úr daglega lífinu og lýsingum af sérkenni- legu fólki og stórbrotnu, mann- lífslýsingarnar eru glöggar og sannar. Óvíst er að annarsstaðar sé að finna betri og skýrari lýs- ingu á öldnum sægarpi, en lýsing una af Sölmundi gamla á Við- borgarstöðum sem kominn er í sína „Hrafnistu“, eftir að hafa marga hildi háð um dagana, gef- ið guði sem guði bar og kóng- inum sitt, en staðið upp í hárinu áT þjónum einokunarinnar og storkað kaupmannsvaldinum eft- ir mætti. Þessi hetja, sem lifði orðið í sínum heimi með köppum um fornaldarinnar, var sá eini sem ekki óttaðist Tyrkjann og í þrákeldni sinni, vildi hvergi hopa eða flýja fyrir honum. Gaman er að lýsingunni af gömlu hjónunum í Hjalli, Þorkötlu, er vissi jafnlangt nefi sínu og notaði sér það, og Geirmundi grobbn- um karli, sem hafði mikið konu- ríki, Krabba Dísa, er og ein af þessum einkennilegu persónum þeirra tíma. Fáorð en gagnorð er lýsingin af þeim grannkonun- um, Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu) Og Önnu Jasp- arsdóttur, dróttningunni í Algeirs borg, með sérkennum þeirra. Er sem fólk þetta, og aðrar per- sónur, er fyrir koma í sögunni og lifðu fyrir rúmum þrem hundr- uðum ára, standi ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum lesandans. Áhrifamikil er lýsingin af eyja prestunum og konum þeirra, þó stuttorð sé. Hátíðleg Og hrífandi er messu- gjörðin í bænhúsinu á Kirkju- bæ og ræðuna með sínum strang- trúarlega alvöruþunga, sem séra Jón Þorsteinsson píslarvottur er látinn flytja, hefir höfundi tekizt ágætlega að samræma við hæfi þeirra tíma að stíl og efni og í anda hins heittrúaða kennimanns og var það þó eigi vandalítið verk. í bókinni eru skýrar og afburða snjallar aldarfarslýsingar sem ætíð munu hafa sitt gildi og hin- ar dramatísku myndir af hörm- ungum fólksins, sem þar er brugð ið upp, og eru átakanlegar. Höfundur fylgir fólkinu suður um höf til Algier og lesandinn kynnist ýmsu er fyrir kom á ferð- inni og glögg mynd er dregin upp af Algier, þar hreppti her- leidda fólkið misjöfn hlutskipti eins og lesandinn kemst að raun um. Það er eins og bókarhöfund- ur þekki hvern krók og kima í Algier Og landslagslýsingar hans eru fagrar Og mikinn fróð- leik er þarna að fá um þjóðháttu Og trúarsiði Múhammedstrúar- manna. ítarlega er rakinn ferill ungu herleiddu stúlkunnar og víða mikil spenna í frásögninni um það hvernig samtvinnast örlög hennar og hins unga Englendings og mjög hugþekkur blær yfir því hvernig hinir ungu unnend- ur ná saman eftir að hafa sigrazt á ótal hættum, sem á vegi þeirra urðu. Hin mikla staðfesta er unga stúlkan sýnir er ,í fullu samræmi við þau sterku trúarlegu áhrif samfara strönguín aga, er hún hafði hlotið hjá fóstra sínum. Þessi einarða og hugrakka unga stúlka og trúarhetja er sannar- lega eftirtektarverð persóna, er við mættum vera stoltir af og frásögnin holl hugvekja fyrir margan. Þessa sögulegu skáldsögu sem hefir að geyma svo stórfengilegt efni og mikinn fróðleik Og jafn- framt ítarlegar mannlýsingar og fagrar náttúrulýsingar, ætti að kvikmynda. Að lökum. í ritdómi sinum um bókina „Herleidda stúlkan", segir hinn gáfaði skáldsagnaþýðandi Og ritstjóri Vísis meðal annars: „Á einskis höfundar hluta er gert, þótt sagt sé, að þessi skáld- saga hafi að geyma meiri fróð- leik á högum hluta landsmanna á fyrri öldum, en margar, sem út hafa komið um langt árabil“. I ágætum ritdómi um bókina í dagblaðinu „Tíminn‘‘, skömmu fyrir jól, segir hinn kunni bókmenntafrömuður, Freysteinn Gunnarsson skólastjóri, m. a. „Ég las þessa bók mér til ánægju og hafi höfundur þakkir fyrir hana“. Veit ég fyrir víst að undir þetta hefir margur getað tekið. Nú er þetta er tekið til prent- unar hefir birzt afbragðsgóöur ritdómur, eftir Þorstein Þ. Víg- lundsson, skólastjóra í Vest- mannaeyjum um bókina, er hann með réttu kallar markverða, í dagbl. „Tíminn“, 30. f. m., en því miður er ekki tækifæri til að geta hans nánar hér. Sigurður J. Árness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.