Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUP/BLAÐ1Ð Miðviku'dagur 2. ágúst 1961 ( Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Áxni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Áðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVER VILL ÞÁ U’nginn íslendingur skyldi ^ halda að vinstri stjórnin hafi gefizt upp og sagt af sér að gamni sínu haustið 1958. Forustumenn hennar höfðu lýst því yfir, og þá fyrst og fremst forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, að vinstra samstarfið mundi standa ára- tugum saman. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði verið ein- angraður og mundi verða það áfram um langa fram- tíð. — Hvernig stóð þá á þvi að vinstra samstarfið rofnaði svo skyndilega sem raun bar vitni? Ástæða þess var engin önnur en sú, að flokkar vinstri stjórnarinnar gátu ekki komið sér saman um nein raunhæf úrræði til lausnar höfuðvandámálum þjóðfélagsins. Þetta ósam- komulag þeirra hafði leitt til stórfelldra vandræða. — Við blasti óðaverðbólga og algert þjóðargjaldþrot. Af því hefði leitt stórfellt atvinnuleysi og innreið fátæktar og bág- inda á íslandi að nýju. Þessa hættu hafði vinstra samstarf leitt yfir íslenzku þjóðina á aðeins rúmlega tveimur árum. Núverandi ríkisstjórn og flokkum henn- ar tókst hinsvegar með mann dómi og festu aS bægja þess- ari hættu frá. Bráðabirgða- ráðstafanir voru gerðar strax árið 1959 og árið 1960 var hafizt handa um víðtækar viðreisnarráðstafanir. ★ Það er margsögð saga, sem öll þjóðin þekkir, að þær ráðstafanir höfðu borið mik- inn og heilladrjúgan árang- »r þegar kommúnistar og Framsóknarmenn, flokkarnir sem mynduðu kjarna vinstri stjórnarinnar, er gafst upp, mynduðu niðurrifsbandalag- ið og hófust handa um víð- tæk pólitísk verkföll, sem mú hafa leitt til svo stór- felldrar aukningar fram- leiðslukostnaðar, að auðsætt er að atvinnuvegir lands- manna fá ekki undir risið. En hver vill að þeir tímar renni upp að nýju, sem þjóð- in horfði fram á haustið 1958 þegar vinstri stjórnin stökk fyrir borð og gafst upp við lausn þeirra miklu vanda mála, sem hún haf&i leitt yfir þjóðina? Hver vill leiða óðaverðbólgu yfir íslenzkt efnahagslíf ? Hver vill að þjóðin gangi á ný við betli- staf? Hver vill leiða yfir sig vöruskort, hver vill taka upp uppbótakerfi, hver vill stórhækka skatta og hver i TÍMA AFTUR? vill pólitíska upplausn og öngþveiti í landinu? Þetta er auðvitað takmark leiðtoga Kommúnistaflokks- ins og Framsóknarflokksins. En allur almenningur í land- inu vill þetta ekki. Yfirgnæf andi meirihluti þjóðarinnar væntir þess að núverandi ríkisstjórn haldi áfram við- reisnaraðgerðum sínum, hlaði upp í þau skörð, sem niður- rifsbandalaginu hefur í bili tekizt að höggva í múra við- reisnarinnar, skapi efnahags- legt jafnvægi að nýju og mæti vandanum af festu og manndómi. Þetta er það sem íslenzka þjóðin vill í dag. Hún vill ekki hverfa aftur til niður- lægingar og öngþveitis vinstristjórnar tímabilsins. ÆVINTÝRIÐ UM BRÚNA Cíðastliðinn sunnudag var ^ vígð 255 m löng brú á Hornafjarðarfljót. Er þessi nýja brú önnur lengsta brú á landinu. Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra, gat þess í vígsluræðu sinni, að aðeins sjötíu ár væru liðin síðan fyrsta stórfljótið var brúað hér á landi. Ölfusárbrúin var byggð árið 1891. Akfærir vegir voru þá engir á ís- landi. Síðan hafa flestar stór ár landsins verið brúaðar og í árslok 1960 voru akfærir vegir í landinu orðnir ellefu þúsund og fimm hundruð kílómetrar að lengd. Þessar framkvæmdir í sam göngumálum þjóðarinnar eru ævintýri líkastar. Þessi ör- fámenna þjóð, sem lengstum hefur verið fjármagnslaus og fátæk, hefur unnið það stór- virki á einum mannsaldri að leggja akfæran veg um meg- inhluta lands síns og byggja mikinn fjölda brúa. Flug- samgöngum er auk þess hald ið uppi við alla landshluta til stórkostlegs hagræðis fyr- ir allt athafnalíf og við- skiptalíf þjóðarinnar. ★ En þótt stórátak hafi verið gert í samgöngumálum ís- lendinga eru þó mikil verk- efni óleyst á þessu sviði. — Samgöngumálaráðherra gat þess í ræðu sinni að byggja þyrfti á þjóðvegum og sýslu- vegum á næstunni 150 nýjar brýr, sem munu kosta hátt á annað hundrað milljónir króna, auk fjölda margra smábrúa, sem eru innan við Franska djúpfarið „Arkímedes" fullkomnast i heiml. „Arkímedes“ kafar í dýpstu gjá veraidar IMýtt franskt djúpfar af fullkomnustu gerð Vel búiff tækjum HLEYPT hefur verið af stokkunum í Toulon nýju frönsku djúpfari, sem á að tíu metra að lengd. Það er vissulega rétt sem Ingólfur Jónsson sagði, að ís land verður alltaf í uppbygg- ingu. Atvinnuvegirnir verða alltaf að þróast og munu til- einka sér nýjustu tækni á hverjum tíma. Á þann hátt munu lífskjörin á hverjum tíma geta orðið sambærileg því, sem gerist hjá öðrum menningarþjóðum, sagði ráð- herrann. íslendingar fagna hverri nýrri brú sem byggð er í landi þeirra. Með hverju slíku mannvirki er nýr sig- ur unninn í baráttunni fyrir bættum samgöngum, fyrir betra og byggilegra íslandi. Og brúin er ekki aðeins byggð í þágu þeirra fámennu héraða, sem hún kann að vera reist í. Hún er byggð í þágu þjóðarinnar allrar. — Fólkið í sveit og við sjó, í strjálbýli og þéttbýli, á sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Greiðar samgöngur eru frumskilyrði blómlegs at- hafnalífs og áframhaldandi þróunar og uppb.yggingar í landinu. „ geta kafað dýpra í sjó nið- ur en nokkur farkostur annar. Djúpfar þetta, sem er mjög vel úr garði gert, hefur hlotið heitið „Arkí- medes“. rK Fullkomnasta gerð Með smíði hins nýja djúp- fars hefur verið stigið drjúgt spor í framfaraátt. >að vegur um 60 smálestir og á að geta þolað yfir 180 þúsund smálesta þrýsting. Mun farið geta ver ið lengur neðansjávar í einu en nokkurt annað djúpfar fram til þessa. í dýpstu gjá veraldar Skýrt hefur verið frá því, að „Arkímedas" muni í fyrsta áfanga verða sendur til rann- sókna niður á botn einnar af dýpstu gjám, sem vitað er um í veröldinni, en hana er að finna við Kurileyjar, norð- austur af Japan. Er dýpið þar um 34.000 fet. Um borð í „Arkímedes“ verða öll íullkomnustu tæki, sem gerð bafa verið til rann- sókna neðansjávar. Þ.á.m. eru mjög fíngerð og nákvæm tæki til að hlusta eftir hljóðum, er frá fiskum stafa. Annar útbún aður mun m.a. mæla þrýsting, hitastig og straumhraða. Þá mun djúpfaríð safna sýnis- hornum af lífverum. sem haf ast við á sjávarbotninum þarna, og loks verður dýralíf á þessum slóðum myndað með aðstoð 10,000 watta leitarljósa. ,-K Piccard á metið Meðal þeirra, sem viðstadd ir voru sjósetningu djúpfars- ins, var Jacques Piccard, son- ur hins heimskunna sviss- neska vísindamanns, sem í byrjun síðastliðins árs setti nýtt heimsmet í köfun úti fyr ir eyjunni Guam á Kyrrahafi. Var það þegar hans komst niður á 35,800 feta dýpi í djúpfari sínu „Tríeste“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.