Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 15
Miðvik'udagur 2. ágúst 19S1 MORGVTSBLAÐIÐ 15 G'isli Brynjólfsson: Síðari grein Með „gullleitarmönnum á Skeiðársandi Við stígum út úr skriðbílnum við melakollinn og horfum yfir vatnsglæturnar á leirun-ni. Skyldi nokkurt verðmseti vera hér und- ir þessu vatni — niðri í þessum svart-a sandi? Skyldi „idel klukku ikopar“, sem var barlest í indía- farinu fræga vera grafinn í þess- Bri blautu sandleðju? — Enginn veit það. Og það er enginn hægð arleikur að kom-ast að raun um það. Við förum allir í bússur og göngum út á leirinn. Vatnið er lafgrunnt, tæplega í mjóalegg og ekki það. Gunnar verkfræð- ingur hringsólar fram og aftur með leitarmælinn í hendinni og heyrnartækin á höfðinu. Mælir- inn „slær út“. Það heyrist lág- ur sónn í heyrnartólunum. „Hér er eitthvað," kallar hann. „Hér setjum við hæl. Nú tekur hann í notkun annan mæli, til vita Ihvort hægt er að ganga úr skugga um hvað þetta „eitthvað.“ er. En verkfræðingurinn er sagnafár og vill ekkert láta eft- ir sér hafa. Þó heyrum við á Ihonum að það, sem hér er muni Ihvorki vera járn né stál. Bn hvað? kannske annar málmur? «— Kopar? Kannske saltlag í jarðveginum? Þetta er ekki svo ýkjalangt frá sjó. • Ekki kvensterkur! Nú er borinn tekinn ofan af bílnum og fyrsta rörið er sett niður í leiruna. Pétur lyftir mótornum léttilega upp á efri endann og Jóhann setur vatns- dæluna í gang. Maður skyldi setla að rörið smjúgi greiðlega niður í hinn gljúpa sand. En -það er nú eitthvað annað. Þetta ætlar ekki að ganga greitt. Þeg- ar komið er 2—3 röralengdir niður í sandinn er allt stopp. Mótorinn neitar að snúast. Hann gafst upp — lognast út af eins og uppgefinn hestur hjá öku- níðingi. Það er allt að því að rnaður geti fundið til með dauðu verkfærinu. En það gerir Gísli ekki. ,,Han-n er ekki kvensterk- ur, þetta .segir hann. Og hann segir meira, segir ljótt. Og það ætlast enginn til að það fari á prent. Svo er borinn dreginn upp. Það er skoðað vandlega í endann á honum. En þar er ekk- ert að finna nema sand, sand og aftur sand. — Svo eru boraðar fleiri holur, margar holur mis- jafnlega djúpar. Pétur er óþreyt andi við að lyfta mótornum upp á borinn. Og alltaf gerir hann þ-að jafnléttilega. Það eru mörg þúsumd pund fet, sem sá maður er búinn að lyfta hér á leirunni áður en lýkur. Þessu er haldið áfram til kvölds. En það fæst enginn jákvæður árangur — og ekki neikvæður heldur. Það fæst m. ö. o. ekki úr því skorið hvað þetta „eitthvað“ er, sem mælir- inn segir að liggi grafið í þessa leiru. — En það virðist liggja dýpra heldur en hægt er að ná til með þessum bor. Svo er hætt þessu bori að sinni. Og við höld- ium í kvöldkyrrðinni heim í sæluhúsið og fáum okkur að horða. Pétur kveikir á lampan- um og það fer senn að heyrast suða í katlinum á olíuvélinni og það fer ósköp notalega um okk- *ir í þessu sæluhúsi enda þótt þar sé ekki sem vistlegast in-nan dyna, með hálf opinn austurgafí- inn út í hesthúsið þar sem gor- Ikúlurnar vaxa upp úr hrossa- taðinu. Undir borðum er rætt um „árangurinn“ af boruninni ®g leitinni um daginn. Og allir virðast vera með hugann við það. með hvaða ráðura hægt verði að komast að raun um hvar hún sé fólgin barlestin úr Het Waapen van Amsterdam sem strandaði hér á Skeiðarársandi á heimleið frá Batavíu 19. sept. 1667. — Svo göngum við út í tjöldin og skríðum í svefn-pok- ana. Þægilegur sjávarniður fylg ir okkur inn á draumalöndin. • Enn er borað. Brimhljóðið er ágætt svefn- meðal — betra en nokkrar töfl- ur. — Við sofum vært alla nótt- ina og vöknum ekkí fyrr en Gunnar segir: Jæja, ætli það sé ekki rétt að fara að hreyfa sig. Þá er kl. farin að ganga níu og Þórarinn búinn að hita vatn í kaffið. — Það er s-ama blessað góða veðrið. en hann spáir suð- austan átt og úrkomu með morgn inum. Þá er gott að vera kom- inn heim. • Kúlur eg belgir Nú höldum við heim í sælu- húsið og förum að búast til heim- ferðar. Það hefur farið vel um okkur á þessum dvalarstað, þótt ekki sé húsið vistlegt eins og fyrr segir. Það þyrfti að gera gangskör að því að lagfæra það hið fyrsta. Undir suðurveggnum liggur hrúga af aluminium-kúl- um, og á staur við vistargaflinn hangir kippa af fagurrauðum lóðarbelgjum úr plasti. „Þeir eru ekki að hugsa um að koma þessu í verð, fjörueigendurnir hérna,“ segir einhver. Þessir belgir ku vera seljanlegir á kr. 300,00 — það er hátt í lambs- verð. Líklega fá Öræfingar ekki öllu meira fyrir lömbin sín. En það getur raunar hver sagt sér sjálfur, að það er engi-nn hægð- arleikur að hirða fjöruna hér ofan frá Skaftafelli. Þar er Skeiðará hinn mikli farartálmi á milli. — hún er eitt mesta og versta vatnsfall landsins og hún vefður sjálfsagt ekki brúuð í bráð. — 0 Heimferðin Það er fljótlegt að búa upp á fararskjótana og svo er haldið af stað. Við förum ofar yfir vötnin á sandinum heldur en á leiðinni suður eftir daginn áður. — Nú er meira í ánum eftir hitann og sólskinið. Þar sem við förum yfir Sandgýjukvísl, talsvert fyrir ofan miðjan sand, er hún sjálfsagt 2—3 km breið en víðast lafgrunn, en þó eru í henni örmjóar skorur með hryggj um á milli. Ekið er beint af aug- um, ekki þarf að hafa fyrir því að velja brotin. En allt gengur eins og í sögu. Bílarnir renna þetta viðstöðulaust. — Það eru meiri undra farartækin þessir skriðbílar. Á sama hátt skila þeir okkur yfir Núpsvötnin og Djúpá. Við erum komnir upp í Maríu- bakkavöH eftir rúma 2 klukku- stundir. Þar skiptum við um farartæki og innan stundar er- um við komnir heim. Ingi R. Jóhannssop Varia meiri ábyrgö Rætt við nýbakaðan Norðurlandameistara Gísli Brynjólfsson Eftir morgunkaffið skipta menn með sér verkum. — Þrír fam á öðrum bílnum með borinn á sama stað og 1 gær. En-á hin- um bílnum fer Gunnar við þriðja mann með leitartækið fram und- ir sjávarkampinn. All-lengi geng ur hann þar fram og aftur og athugar hvaða áhrif seltan í sandinum hafi á mælinn. — Ég blanda mér ekki í það mál og kynni mér ekkj þær niðurstöð- ur. — Síðan höldum við austur á borunarsvæðið, þar sem þremenningarnir Jóhann, Pétur og Þórarinn eru að verki. En hjá þeim hefur ekkert nýtt komið í ljós. Þeir hafa að vísu komizt all-langt niður, en það gengur seint og erfiðlega. Mótorinn er ekkert brattari en 1 gær — og nú er vatnið á leirunni gráhvítt af jökulleir. í gær var það tært. — En í nótt hefur verið austan gola og bægt vatninu úr Skeiðará vestur á leiruna. — En hér gerist ekkert nýtt — og það þýðir ekki að vera hér lengur með þau tæki, sem nú eru meðferðis. Þeim ráðamönn- unum kemur saman um að hætta að sinni og afla sér nýrra tækja og betri útbúnaðar áður en lagt verður upp í næsta leiðangur. — Á leiðinni heim í sælu-húsið er komið við á einum stað í fjör- unni. Neðst 1 kampinum stend- ur ryðgaður skorsteinn á togara upp úr sandi-num og hallar mjög í áttina til lands. Það eru víða dottin á hann göt, enda er hann búinn að standa hér í 40 ár. Þetta er þýzkur togari, sem strandaði þarna 1921. Það er undur að hann skuli hafa staðið af sér öll veður á þessarj sendnu eyði strönd. Þeir félagar gera þarna sínar athuganir með málmleitar- mælinum og bornum, en það er ekki gott að átta sig á þeim niðurstöðum, sem af þeim fást, svo að ég hef ekkj um það fleir' orð. Fréttamaður Mbl. hitti Inga R. að málj í gærkvöldi og lagði fyr- ir hann nokkrar spurningar. Ingi kvað mótið ha-fa verið skemmtilegt að mörgu leyti. Þó hefði hann kosið að það hefði verið sterkara. Hann saknaði t.d. Norðmanna og Pinna í landsliðs- flokknum, Johann-essens, núver- andi Norðurlandameistara, en hann teflir nú á svæðamótinu og Finnanna Böök og Ojanens. Einn ig Svíanna St&hlberg og Lundin. Ingi sagði að þetta dragi úr gildi mótsins. Margir af sterkustu mönnum okkar hefðu ekki verið með, t.d. Guðmundur Pálmason og Arinbjörn Guðmundsson. Einn ig hefðu veikindi Ingvars Ás- mundssonar rýrt gildi mótsins. Ingi sagði þó, að landsliðs- flokksmenn okkar væru senni- lega betri en á hinum Norðurlönd unum. Hann kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með áhuga- leysi skákmanna frá hinum Norð urlöndunum að koma ekki fjöl- mennari hingað. íslendingar hefðu alltaf sent tiltölulega stór- an hóp á mótið, þegar það hefur verið haldið þar. Þegar fréttamaðurinn spurði Inga um mótið, sagði hann, að þar hefðu verið tefldar margar góðar skákir. Beztu skák sína kvað hann skákina við Grann- holm, er skemmtilegustu skákina við Jón Þorsteinsson. Betri skák- ir hefðu þó komið fram á sterk- ara móti. Hörð samkeppni leiddi oftast af sér betri taflmennsku. Um keppinauta sína, sagði Ingi, að Nielssen hefði mistekizt og einnig Gunnari, en menn hefðu búizt við meiru af honum. Björn Þorsteinsson væri efnileg- ur, en hefði verið óheppinn. Hann vantaði meiri reynslu og si-gur- vilja. Hann sagðist lítið hafa get- að fylgzt með hinum flokkunum, en unglingaflokkurinn lofaði góðu. Mótstjórnin h-efði verið mjög góð og skákstjórinn Áki Péturs- son frábær. Þ efur keppt fjórum sinnum um titilinn. In-gi R. hef-ur fjórum sinnum teflt í Norðurlandamótinu. Fyrst í Osló 1955, en þá varð hann nr. 3—4 ásamt Nielsen, á eftir Frið- rik og Larsen. Næst í Helsinki 1957, en þá varð hann nr. 7. Sig- urvegari var Sterner. Ingi sagði, að það hefði verið sterkt mót og synd að hafa ekki verið í betri æfingu þá, en þátttakan hafi ver ið ákveðin með tveggja daga fyr irvara. Síðan í örebro 1959, en þá varð h-ann þriðji, á eftir Jo- hannessen og Stáihl'berg, og svo nú í Reykjavík, þar sem hann hreppti loks titilinn Skákmeistari Norðurlanda. Varla meiri ábyrgð. Fréttam. spurði Inga að lokum, hvort honum þætti ekki aukin á- b: rgð fylgja titHnum og þurfti nú að grúfa si-g dýpra yfir skák- ina. Ingi kvað svo varla vera. Hann hyggðist að vísu freista þess að verja titilinn í Danmörk-u eftir tvö ár. en það færi þó allt eftir ástæðum. Hann yrði að hugsa um vinnu sína og sinna konu og börnum. Ingi bjóst ekki við því, að hann fengi boð á erlend skákmót á næstunni. Hinsvegar fengi Norð- urlandameistari oft slík boð og hann mundi þiggja þau, ef hann kæmi því við. Fréttabréf úr Breiðdal Breiðdal í júlí: HEYANNIR eru víða byrj-aðar. Spretta mun lakari en undan- farin ár og (kenna menn um kuldum, sem hafa verið óvenju legir í júnímánuði. Mjög hafa skipzt á skin og skúrir, sem raun ar hafa oft nálgazt él, svo grán- að hefur jafnvel langt niður í fjöll stundum. Ekki eru hag- stæðir þurkar enn sem komið er, en vonandi verður nýting góð, og að sjálfsögðu er það af- bragðs hey, sem fæst um þetta leiti. Eins og oft hefur mjög mikið verið um tófur. Búið er að fullvin-na 6 greni, og hefur það gengið með ágætum. Au-k þess vanst einn refur með nokkuð sérstæðu-m hætti. Jóhann Péturs son, bóndi á Ásunnarstöðum var að leita grenja og kom að ref, sem svaf á steini. Þegar rebbi va'knaði við umferðina, brá hann hratt við og skauzt í holu, sem var þar rétt hjá. Jóhann tók það ráð að leggja jakka sinn við ’holuna, ®g fór svo til næstu skyttu, sem strax fór á staðinn. Skolli hafði ekki árætt að ráð- ast til útgöngu yfir eða fram- hjá jakkanum, og var hann skot- inn þar eftir nokkra yfirlegu, þegar hann loks ætlaði að freista útgöngu. A síðustu árum hefur stöðugt færst í vöxt að hreindýrin kæmu hér niður í Breiðdal. S. 1. vetur var talið að hér á Breiðdals- heiði og b*ggja vegna, hefðu þau skipt mörgum hundruðum. í vor sáust nókkur dýr máttlaus og tærð, og fundizt hafa 9 ræfl- ar af dýrum. Má bað teljast víta vert að ekki skyldi fara fram athugun á þessu, því ólíklegt verður að telja að hér sé um hordauða að ræða. Hér er. drepið á þetta til þess að vekja á því athygli, svo sagan endurtaki sig ekki. Skil á pósti um verk- fallstímann hafa verið afleit. Tveggja til þriggja vikna sam- safn komið í einu. Sú framför hefur þó orðið, að nú fer áætl- unarbíll milli Hornafj-arðar og Egilsstaða einu sinni í viku. En bifreiðin *r svo lítil, að póstur hefur stundum orðið eftir, og verið gerð aukáferð eftir hon- um. Augljóst er, að hvergi á landinu mundi fólki boðin jafn- léleg þjónusta í þessum efn-um, og hér suðaustanlands. Af póli- tíminni er fátt í fréttum. Þó var hér í vor nofckuð söguleeur fundur, sem tveir þingmenn kjör dæmisins héldu. Það voru þeir Páll Þorst*insson og Halldór Ásgrímsson. Fámennt var að von um, og er þ«ir höfðu lokið frara söguræðum, sem sumum áheyr enda þóttu oflangar, báru þeir fram afsökun, að aðeins hefðu þeir haft tíma til að stikla á stóru málunum. Stóð þá upp bóndi hér úr nágrannasveit, og taldi þá hafa stiklað framhjá stóru máli, s*m væri herstöðva- málið. Þar með var tónninn gef- inn og snerist allt um þetta eina mál, það sem eftir var fundar. Fengu þingmennirnir þungar á- kúrur fyrir ræfildóm Fra-msókn ar í þessu stóra máli. Jafnvel kom fram hótun um að ganga úr Framsóknarflofckn-um, ef hann „sviki“ í þessu máli. Talið var að þingmennirnir hefðu orðið furðu lostnir yfir. þessu höfuðáhugamáli bænd- anna, sem töluðu, og vafist tunga um tönn, er svara skyldi. Efcki er því ofsögum sagt af bágind- um Framsóknar í einu og öUu, nú á þessum síðustu tímum. Það skyldi þvi enginn undrast, þótt þeir sjái móðu og jafnvel harðinrdi á framtíðarheimili Fram sóknarflokfcsins. Ý Fréttaritari. Pó 11 riuAmmwleunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.