Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVTSBLAÐÍÐ MiðviKudagur 2. ágúst 1961 Kristleifur bætti metið um 10 sek Jón hlaut bronsverðSaun fyrir 2.01 í hástökki Svíar höfðu yfirburði í gœr Tugþrautin á Bislet nutttíURLÍ NDAMÓTINU í frjálsíþróttum var fram hald- ið á Bisletleikvanginum í Ósló í gær. — Hafi nokkur þjóð nokkru sinni „slegið í gegn“ á slíku stórmóti, þá gerð'u Svíar það þennan dag. Svíar sigruðu í öllum karlagreinum dagsins — unnu þar 6 gullverðlaun. Sænsku stúlkurnar létu sinn hlut heldur ekki eftir liggja. Þær sigruðu í 3 af 4 kvennagreinum. Aðeins Nina Hansen frá Danmörku gat komið í veg fyrir hreinan sænskan sigur þennan dag í öll- um greinum. En til þess varð hún að setja Norðurlanda- met í fimmtarþraut kvenna. v íslenzk afrek En frá sjónarmiði minnsta „■bróðurins“, — Islands, var dagurjnn einnig happa- og sig urdagur þó ekki tækist að krækja í eftirsótt gullverð- laun. Kristleifur Guðbjörns- son vann það frábæra afrek að bæta sitt eigið fslandsmet, sett fyrir rúmum hálfum mán- uði, um hvorki meira né minna en rúmar 10 sekúndur. Hann vann í hindrunarhlaupi afrek sem fullkomlega getur talizt á Evrópumælikvarða og sýndi enn eihu sinni hver keppnismaður^hann er. I Jón Þ. Ólafsson hefur nú einn íslendinga verðlaunapen- ing fyrir frammistöðu sína á Bislet. Hann Várð þriðji í há- stökkinu með.-2.01 og er þvi eini íslendingurinn sem tví- vegis hefur sigrað 2 metrana. Met hans er 2.03. Hann var nærri silfrinú en það féll Evrópumeista*hhum núver- andi í hlut — en þó aðeins á sömu hæð og'Jón fór. Afrek / Jóns er því s^rlega lofsvert. Fyrir utan þes&a tvo voru aðrir tveir íslendingar I eldinum í dag. Það voru þeir Válbjörn Þorláks- son og Björgvin Hólm sem báðir keppa í tugþraut. if Landsmet Það var rigning af og til á Bislet í gær meðan mótið fór fram, en að öðru leyti voru skil- yrði Og aðstæður ákjósanlegar. Fyrsta grein kvöldsins, 400 m hlaup kvenna, færði nýtt Norðurlandamet Og tvö landsmet. En ýmis fleiri landsmet voru sett. Kristleifur setti sem fyrr segir íslandsmet í hindrunar- hlaupi. Horrpu setti finnskt met í sleggjukasti þó ekki nægði það til sigurs. Þá eru met kvennanna í fimmtarþraut og 400 m hlaupi. 400 m hlaupið vann Petterson á sterkari endaspretti en Rinta- mæki gat sýnt. í 800 m hafði Srionen forystuna fram að síð- ustu beygju en þá rann Waern létt fram fyrir hann og sigraði örugglega. Þessar tvær millivega- lengdir vöktu mesta gleði áhorf- enda. Áhorfendur voru annars heldur vonsviknir — ekki vegna heildarúrslita mótsins — heldur vegna frammistöðu Norðmanna, þennan dag hlutu aðeins 3 brons- verðlaun. En ýmislegt annað fang aði hugi fólksins og það var ákaft Kristleifur og Ellefsæter .yfir vatnsgryfjunni á Bislet. Jón yfir ránni. fagnað yfir góðum afrekum og landsmetum. Hindrunarhlaupið Ellefsæter tók forystuna í hindrunarhlaupinu og hélt henni fyrsta kálómeterinn. Hin ir fylgdu honum fast éftir. En yfirburðir Svíanna komu smám saman í ljós. Sigri þeirra varð aldrei ógnað en það var hörð barátta um næstu sæti og Kristleifur átti sinn þátt í að gera hana skemmtilega — og enda hana með góðu sæti fyrir island og stórum sigri fyrir sjálfan sig. Að slá hálfs mánaðar gam alt met um 10 sek. er gott, en ennþá betra þegar árangur er þannig að sæmandi væri á hvaða móti sem er. * Hástökkið Petterson fór 2.11 í hástökkinu í 2. tilraun en hafði enga mögu- leika á 2.14 m sem hann reyndi þrívegis við. Evrópumeistarinn Dahl Vann silfrið aðeins fyrir öryggi sitt, en Jón Ólafsson ógn- aði honum — sjálfum Evrópu- meistaranum, og átti vel skilið að fá þau verðlaun sem hann fyrstur íslendinga á þessu móti tók við á Bislet. Eftir tveggja daga keppni standa löndin þannig að stigum. Karlagreinar: 1. Finnland 110.5, 2. Svíþjóð 106, 3. Nöregur 46.5, 4. Danmörk 9, 5. ísland 8 stig. Kvennagreinar: 1. Svíþjóð 56, 2. Danmörk 35, 3. Finnland 32, 4. Noregur 27 og ísland 0. Hér fara svo á eftir úrslit í ein- stökum greinum, en þau tala skýrustu máli um gang keppninnar. 800 m hlaup Norðurl.meistari Dan Waern S. 1:48,9 2. O. Salonen Finnlandi ..... 1:49,7 3. Jan Bentzon Noregi ....... 1:49,9 4. P. Plander Finnlandi ..... 1:50,1 5. Per Knuts Svíþjóð ........ 1:50,3 6. G. Lathen Finnlandi ...... 1:51,0 400 m hlaup Norðurl.meistari Patterson Svíþj. 47,1 2. Rintamæki Finnlandi ........ 47,6 3. Johanson Svíþjóð ........... 47,7 4. Raukala Finnlandi .......... 48,3 5. Johanson Svíþjóð ........... 48,6 6. Dag Wold Noregi ............ 48,6 Hástökk Norðurl.meist. Stig Pettersson S. 2,11 (Nýtt vallarmet á Bislet). 2. Richard Dahl Svíþjóð ....... 2.01 3. Jón Þ. Ólafsson íslandi .... 2,01 4. G. Huseby Noregi .......... 1,98 5. Henrik Hellen Finnlandi .... 1,98 6. Markkula Finnlandi ......... 1,98 7. Vang Noregi ............... 1,90 8. Nilsson Svíþjóð ............ 1,90 Sleggjukast Norðurl.meistari Asplund Svíþj. 62,98 2. Horppu Finnl. (finnskt met) .... 62,23 3. Föleide Noregi ............ 59,61 4. Johansson Svíþjóð ......... 57,95 5. O. Krogh Noregi ........... 57,88 6. Orla Bang Danmörku ........ 53,89 110 m grindahlaup Norðurl.meistari Forsander Svíþj. 14,4 2. Koivu Finnlandi ............ 14,8 3. Gulbrandsen Noregi ......... 14,9 4. Bergland Svíþjóð ........... 14,9 5. Lindqvist Svíþjóð ........ 15,0 6. Holen Noregi ............... 15,6 3000 m hindrunarhlaup Norðurl.meistari Tedenby Svíþj. 8:51,0 2. Tjörnebo Svíþjóð ......... 8:52,0 3. E. Siren Finnlandi ....... 8:52,4 4. Virtanen Finnlandi *...... 8:56,0 5. Kristleifur Guðbjörnsson ísl. 8:56,4 Nýtt ísl. met. (gamla 9:06,8) 6. Gustavsson Svíþjóð ....... 8:57,0 7. Ellefsæter Noregi ........ 9:04,6 8. R. Dahl Noregi ........... 9:05,2 9. Næss Noregi .............. 9:26,8 Spjótkast kvenna Norðurl.meist. Ingrid Almqvist S. 50,85 2. Talvensari Finnlandi....... 47,13 3. Toivola Finnlandi ......... 47,04 4. Johansson Svíþjóð ......... 44,55 5. O. Lange Noregi ........... 38,48 Fimmtarþraut kVenna Norðurl.meist. Nina Hansen D. 4367 st, Nýtt danskt- og Norðurl.met 2. G. Cederström Svíþjóð .... 4353 —• 3. Vahtera Finnl. (finnskt met) 4127 — 4. G. Norman Svíþjóð ........ 4058 — 5. Lillevold Noregi ......... 3907 — 6. O. Lange Noregi .......... 3826 — 7. S. Olsen Noregi .......... 3776 — 400 m hlaup kvenna Norðurl.meistari Östberg Svíþjóð 56,6 Nýtt Norðurl.. og sænskt met 2. Tegelius Svíþjóð ......... 57,8 3. Jaakkola Finnlandi ......... 58,8 4. Sandberg Noregi (Norskt met) 59,2 5. Jörgensen Danmörku ......... 59,8 G. Gladheim Noregi ............ 62,8 4x100 m boðhlaup kvenna Norðurlandameistari Svíþjóð ... 48,2 2. Danmörk .................... 48,5 3. Finnland ................... 48,7 4. Noregur .................... 49,5 Þá fóru fram undanrásir í nokkrum greinum og urðu úrslit þessi: 400 m grindahl. (3 beztu úr hvorum riðli í úrslit). — 1. riðill: 1. Anderson Svíþjóð 54,0; 2. Rintamæki Finnlandi 54,2; 3. Marks Svíþjóð 54,2; 4. Berg- lund Noregi 54,4; 5. Aaraviita Finn- landi 55.2. — 2. riðill: 1. Ehoniemi Finn landi 53,4; 2. Gulbrandsen Noregi 53,6; 3. Librandt Svíþjóð 54,5; 4. Skjelvaag Noregi 54,9. 200 m hlaup (3 beztu í riðli fara í úrslit). — 1. riðill: 1. Bunæs Noregi 21,8; 2. Pallsten Danmörku 21,9; 3. Löfgren Svíþjóð 22,1; 4. Madsen Dan- mörku 22,2; 5. Ehrström Finnl. 22,3. — 2. riðill: 1. Jonasson Svíþjóð 21,8; 2. Strand Finnlandi 22,0; 3. Fernström Svíþjóð 22,2; 4. Rekola Finnlandi 22,3; 5. Marsteen Noregi 22,5; 6. Grundtvig Danmörku 22,9. Auk þess voru undanrásir 1 200 m hlaupi kvenna og 80 m grindahlaupi kvenna. Valbjörn þriöji, Björgv^ fimmti eftir fyrri daginn VALBJÖRN Þorláksson og Björgvin Hólm voru meðal þátttakenda í tugþraut Norð urlandameistaramótsins, sem hófst á Bislet í gær. Val- björn hefur komið nokkuð á óvart í keppninni og eftir fyrri daginn er hann í 3. sæti en Björgvin er í 5. — Alls eru keppendur 9. Valbjörn byrjaði heldur illa Hann náði aðeins 11.2 sek í 100 m hlaupi, en í langstökki rétti hann nokkuð hlut sinn með því að stökkva 6.55 m. Er það nokkru lengra en búizt var við. Kúlunni varpaði hann 12.08 metra og eftir 3 greinar var hann í 3. sæti. Þá gfc^ði hann það bragð að stökkva 1.80 m í hástökki og er það vel gert. Tryggði það honum áfram 3. sætið. Náði hann 3. sæti í hástökkinu, að- eins Suutari og Eriksor. voru honum fremri, en þeir stukku báðir 1.85. í 400 m hlaupinu kom Val- björn einna mest á óvart. Hann hljóp á 51.1 sek og náði 3. bezta tíma keppendanna. Erikson Svíþjóð náði beztum tíma 49.9, Suutari Finnlandi 50.3. ★ Afrek Björgvins. Björgvin gekk öllu miður í flestum greinum og náði langt frá sínum bezta árangri. Hann hljóp 100 m á 11.2 sek og stökk aðeins 6.41 m í lángstökki. Hann náði sér nokkuð upp í kúluvarp- inu með því að varpa 13.80 m, Þá náði hann 4. sæti á eftir Val- birni. En með því að stökkva að- eins 1.70 m í hástökki — sem er langt frá hans bezta — hrapaði hann aftur um sæti. 400 m hljóp Björgvin á 7. bezta tíma kvölds- ins á 52.7 og heldur hann 5. sæt- inu eftir fyrri daginn. Röðin eftir fyrri daginn er þessi. 1. Suutari Finnland 4144 stig, 2. Khama Finnland 3660. 3. Val- björn Þorláksson ísland 3612. 4. Erikson Svíþjóð 3575 5. Björg- vin Hólm island 3360 6. Skaset Noregi 3299 7. Hove Noregi 3224 8. Sönderlund Danmörk 3127 9, Lerfall 3017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.