Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. ágúst 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Ellefu dagar í ís - Battaríisgarður eða Ingólísgarður. ÞEGAR blaðamaður og ljós- myndari Mbl. klöngruðust líf bræddir um borð í hið traust gerða og rauðsteinda Græn- landsfar, „Thelma Dan“, þar sem það lá svínbundið við hafnargarðinn, sem Reykvík- ingar kalla Battaríisgarðinn, Petersen, sagði okkur 4ja mán uða ævisögu húnsins. Græn- lendingar voru á veiðum ná- lægt Scoresbysundi og skutu birnu. en uppgötvuðu eftir á, að einn húnn gekk með henni. Þeir iðruðust móðurvígsins, þótt veiðimenn væru, og höfðu húninn með sér til byggða. Læknirinn í Scoresbysundi fóstra síns svo vel, að nafn hans festist við húninn, sem er nú kallaður „lille Herr Olsen". Ekkf vitum við, hvort læknirinn hefur lesið þáttinn af Auðuni vestfirzka, Sem gaf Sveini Danakonungi „bjarn- dýri eitt gersemi mikla“, en svo mikið er víst, að þessi ó- gæti doctor í Grænlandi á- kvað að gerast höfðingi á gamla vísu, en í stað þess að troða villidýrinu inn á Frið- rik kóng, hefur hann skenkt það dýragarðinum í Óðinsvé- um. Skipstjórinn sagði okkur að húnninn væri vandlega þveg- inn á hverjum degi, og kynni hann þvottinum mjög vel, enda myndu húnar hreinlát- ari að eðlisfari en börn. Sein- asta daginn sinn á græn- lenzkri grund hefði hann ineira að segja verið skrúbb- aður hátt og lágt upp úr sápu vatni. Hins vegar skitnar hann fljótt í búrinu og verður brúnn á feldinn. Olsen jr. fær að ganga eftir þilfarinu á dag inn, en er þá hlekkjaður við festi. Einn af léttmatrósunum annast Olsen af mikilli prýði. Þeir eru mestu mátar og fara stundum í gönguferðir saman um skipið. Olsen fékk heilan sel í nestið frá Grænlandi og gengur á hann af góðri lyst. en auk þess fær hann mjólk hjá brytanum. i b** A i* Þetta er framsiglan á „Thelma Dan“. I tunnunni er fullkominn stjórnpallur. Efst sér á íslenzka fánann, en neðst er fáni Samein- uðu þióðanna. ekkert óvenjulegt Hér er bangsi í búrinu sínu. Hann heitir Olsen, ef ein- hver þarf að ávarpa hann í dýragarðinum í Óðinsvéum, en þar verður hann að eyða ævinni, vegna höfðings- skapar læknis eins í Grænlandi, sem fetar að hálfu leyti í fótspor Auðuns vestfirzka. en Iandabréfin Ingólfsgarð, sperrtust fréttaþyrst eyru þeirra \ið að heyra anparleg og fremur ógeðfelld hljóð úr grindabúri á miðju þilfari. Tveir strákar, annar þykkur undir hönd, búlduleitur, mó- eygur, slétthærður, svarthærð ur, húðdökkur og grænlenzk- ur, hinn þvengmjór, toginleit ur, gráeygur, hrokkinhærður, ljóshærður, fölur og danskur, stóðu fyrir framan búrið og espuðu fanga þess, — hvíta- bjarnarhún. Sálarlif bjamdýrshúns. Hann var ör og órólegur, hljóp um búrið, urraði í sí- bygju, glefsaði út í loftið, svo að slefan lak úr hvoftinum, og tróð klóavöxnum hramm- inum út í milli rimlanna. Skömmu síðar lægði skaps- mun-storminn; hann lagðist fyrir og innan stundar var hann sofnaður. Geðflækju- hnútarnir rakna greiðlegar 1 hugskoti birnubarna en manna barna. Sjómaður einn, sem hafði ekki borið rakhníf að vangan- um, síðan skipið fór frá Kastip mannahöfn 28. júní, sagði ur út í gegnum sitt stölta skegg, að húnninn væri ekki nema fjögurra mánaða gam- alL Við höfðum orð á því, að hann væri furðu brúnleitur af hvítabjarnarhúni að vera. Hann sagði brúna litinn stafa af „snavs og smuds“, — óhrein indum. Eille Herr Olsen og Auðunn vestfirzkl. Skipstjórinn, Hans Christian festi kaup á bangsa og kom honum í fóstur hjá vélamanni, að nafni Olsen. Hann gætti Gallverskar axlaypptingar. Við biðum góða stund eftir að ná tali af skipstjóranum, meðan hann ræddi við ungan, franskan leiðangursmann, sem hafði ógurlegar áhyggjur vegna farangurs leiðangurs- ins. Samtalið fór fram á ensku. Ekkj vitum við, hvort það tungumál hljómar hjákátlega í íslendings munni, en óneitan- lega höfðum við iílkvittið gam an af að bera saman ensku Danans og ensku Frakkans. Skipstjórinn talaði prýðisgóða ensku, þótt danski hreimur- inn suðaði undir, en Frakkinn talaði enskuna aftur á móti með frönskum framburði. Hann þóttist hafa orðið fýrir vonbrigðum og hálfgildings svikum af hálfu skipafélags- ins, en skipparinn minnti á það, að allar áætlanir á Græn landsleiðum væru samdar með fyrirvara, og farþegar vissu fullvel, að ís og veður skiptu sér ekki af áætlunum, sem samdar væru á kontórum í Kaupmannahöfn. Að lokum klykkti Petersen skipstjóri út með því, að hann hefði ekki fram að þessu haft hugmynd um tilveru þessa leiðangurs. Þá yppti Franzarinn öxlum á þann hátt, sem Baunar kalla „et galliskt Skuldertræk“, en menn skipstjóra brostu í kamp inn. Ekkert óvenjulegt — ork nej. Skipið sigldi frá Kaup- mannahöfn 28. júní og hélt þá beint til Angmagssalik, sem Frh. á bls. 23 Skipstjórinn á „Thelma Dan“, Hans Chr. Petersen, og kona hans í brúnni. — Þessi skemmtilegu og viðkunnanlegu hión kippa sér ekki upp við það að sigla í ellefu sólar- hringa innan um ísjaka. STAKSTEIMAR Tekjurnar Það hefur auðsjáanlega fengið mjög á kommúnista og fram- sóknarmenn, að í Ijós hefur kom ið eftir allar hrakspár þeirra, að tekjur almennings á fyrsta við- reisnarárinu urðu mun hærri en átrið áður. Og einn bæjarfulltrúa kommúnista í Reykjavík tekur sér fyrir hendur í Þjóðviljanum í gær, að svara „þeim blekkingum stjórnarblaðanna, að tekjur bæj arbúa hafi hækkað“. Morgunblað ið ætlar ekki að deila við Þjóð viljann um þetta atriði, en lætur skattaframtöl bæjarbúa sjálfra um að svara blaðinu. Samkvæmt þeim voru t.d. með altekjur verkamanna í Reykja- vík á s.I. ári kr. 75.139 í stað 72.960 árið 1959, eða 3% hærri. Tekjur sjómanna og iðnaðar- manna hækkuðu jafnvel enn meira. Meðaltekjur sjómanna í Reykjavik voru samkvæmt skattaframtölum kr. 92.839, eða 13% hærri en árið áður og tekjur iðnaðarmanna 79.580 og höfðn hækkað um 6,4% frá því árið áð- ur. Hér er ekki reiknað með hækk un f jölskyldubóta eða þeim skattalækkunum, sem urðu á ár inu, aðeins hreinum atvinnutekj um fyrirvinnunnar. Sé einnig tekið tillit til þessara atriða má sjá, að viðreisnarráð- stafanirnar hafa alls ekki haft þau áhrif á afkomu manna, sem blöð stjórnarandstöðunnar hafa viljað vera láta, heldur hafa tekj ur beinlínis hækkað til muna. Getum ekki staðið utan við 1 sambandi við þá þróun, sem nú virðist framundan í viðskipta málum Evrópu, er vert að vekja athygli á eftirfarandi ummælum Gylfa Þ. Gíslasonar viðskipta- málaráðherra, á fundi Verzlunar ráðs íslands hinn 11. júlí s.l.: „Renni Vestur-Evrópa saman í eina viðskiptaheild, getum við ekki staðið utan þeirrar heildar, þótt við verðum jafnframt að kappkosta að halda þeim mörkuð um, sem við höfum nú annars staðar og enu okkur hagstæðir. Ef skiptatengsl okkar rofna við þau ríki, sem ætíð hafa verið aðal- viðskiptalönd okkar og þar sem eru miklir framtíðarmarkaðir fyr ir afurðir okkar, hlyti það að hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir efnahag okkar og lífskjör. I kjöl- far viðskiptaeinangrunar myndi sigla einangrun á öðrum svið- um“. „Nýja“ stefnuskráin Það er engu Iíkara en að Þjóð viljinn hafi himinn höndum tckið í gær; svo mikil cr lirifning hans yfir hinni nýju stefnuskrá sovét kommúnista. Verður þó ekki ann að sagt en hrifningin sé nokkuð barnaleg yfir „nýju“ stefnu- skránni, því að því fer svo fjarri, að þar komi nokkuð nýtt fram. í kommúnismanum getur aldrei orðið um neitt nýtt að ræða, og þessi „nýja“ stefnuskrá' er ekki annað en gömul, úreltu kenningarnar hans Barx, bland aðar grobbinu í Krúsjeff. tuisviyiiðN KSBSTEFNUSKRÁ FSÍ3AH, HAGSÆLDAR 0G LÝÐRÆDIS ».<■ *»• —*-* - :»v, tjrwndeaaví w:ðv> '09*«' xð Hví* itvíðv; f*i *fh> þörixki. *•> s? (iwbw v.ttk Varðandi fyrirheitið um þre- eða fjórföldun teknanna á 20 ár- um hefur þessi spurning vaknað: Minnist nokkur fréttarinnar fyrir meira en 20 árum, þegar ný far- þegaflugvél var keypt til lands- ins og fyrirsögn eins dagblaðanna var: „FLUGFLOTI ÍSLEND- INGA STÆKKAR UM 100%“, fsem var rétt, því að ein sams- konar flugvél var áður til í land inu)!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.