Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. ágúst 1961 Vegirnir verst leiknir í nágrenni Reykjavíkur VERKF ALL vegavinnu- manna á SV-landi hefur nú staðið í hálfan mánuð. Hef- ur öll nýbygging vega og við Köstuðust af mótorhjóli UM 6 leytið á sunnudag, er tveir menn voru á mótorhjóli á leið austur fyrir fjall, lenti hjólið úti i lausamöl skammt fyrir austan Baldurshaga og köstuðust menn- irnir af hjólinu. Sá sem hjólinu ók fékk höfuðhögg og kvartaði ttm eyrnsli innvortis. Hinn var svolítið skrámaður. Þeir voru fiuttir á Slysavarðstofuna. hald legið niðri á þessu svæði síðan verkfallið hófst. Morg- unblaðið átti í gær samtal við Kristján Guðmundsson, starfsmann Vegagerðar ríkis- ins, og leitaði hjá honum upplýsinga um ástand veg- anna á því svæði, sem verk- fallið hefur náð til. Kristján sagði, að yfirleitt mætti segja, að vegirnir væru verstir næst Reykjavík, og mætti búast við, að þeir versn- uðu til muna, ef hann tæki að rigna. Hitt mætti þó líka hafa í huga, að erfitt væri að hefla vegina í þurrviðri, eins og hér hefur verið að undanförnu, svo að trúlega væru þeir nokkuð slæmir nú, enda þótt verkfall- Sjómannaheimili á Siglufirði 45 ára SIGLUFIRÐI, 31. júlí — Norska Iheimatrúboðið hefur í 45 ár rek- ið sjómannaheimili fyrir erlenda ajómenn á Siglufirði, og hefur það jafnframt verið sjúkraskýli. Á starfsemi þessi myndarlegt hús Sökk við Grænland - mannbjörg NORSKI togarinn „Draga- berg“ frá Kristianssund rakst á sker um 4 sjómílur undan Færeyingahöfn á Grænlandi aðfaranótt sl. laugardags, skömmu eftir að hann hafði siglt út úr höfninni. Botn togarans rifnaði mjög illa, er hann lenti á skerinu, og var þegar sýnt, að hans beið ekki annað en sökkva þama, svo að öll áhöfnin fór strax í björgunarbátana. — Brátt kom færeyski togarinn „Vaag- bingur“ á vettvang og tók hina norsku sjómenn um borð. Flutti hann þá í land í Fær- eyingahöfn — en skip þeirra sökk á skerinu á skömmum tíma. — Mikill sjógangur var, er slysið bar að höndum. Fyrir nokkrum árum fórst portúgalska fiskiskipið ,.Santa Maria Magdalena" á þessu sama skeri við Færeyingahöfn. við aðalgötu, og hefur það verið heimili og griðastaður norskra síldveiðisjómanna og annarra í hálfan fimmta áratug. Af þessu tilefni efndi norska heimatrúboðið til afmælishátíðar hér sl. sunnudag. Var hún fjöl- sótt af bæjarbúum. Jóhannes Sig urðsson, forstöðumaður hclmilis- ins, rakti sögu þessarar starfsemi og bauð gesti velkomna. Borghild Doviknes hjúkrunarkona heimil- isins, sr. Ragnar Fjalar Láxusson, sóknarprestur, Sigurjón Sæ- mundsson, bæjarstjóri og 'Eyþór Hallsson ræðismaður Norðmanna tóku einnig til móls. Kirkjukór Siglufjarðar söng undir stjórn Páls Erlendssonar. Á eftir voru kaffiveitingar. Athöfn þessi var allt í senn, virðuleg, barnslega einlæg og fögur. Norska heima- trúboðið hefur tvimælalaust unn ið þarft og gott verk með starf- semi þessa hlýlega og myndar- lega heimilis fyrir erlenda síld- veiðisjómenn. — Stefán. Sex ára kraftajötun Halldór Hansen yfirlæknir barnadeildar HALLDÓR Hansen yngri hefur verið skipaður yfirlæknir við barnadeild Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur frá 1. ágúst n.k. Halldór er sonur dr. Halldórs Hansen, læknis, og Ólafíu Þórð- ardóttur, konu hans. Hann var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk lækn- isfræðiprófi frá Háskóla fslands í janúar 1954. Þá hélt hann til Bandaríkjanna til framhalds- náms í barnalækningum og sál- arfræði. Kom hann hekn á sl. hausti og gegndi héraðslæknis embætti á Egilsstöðum fram í marz. LONDON, 29. júlí. — Þetta er frétt frá Tass-fréttastofunni rússnesku: Sasha Baturin, sem á heima í Tomsk-héraðinu í Síberíu, virtist ósköp venjulegt barn, þegar hann fæddist, þótt hann væri reyndar í þyngra lagi, eða nær 20 merkur. — En það hefir heldur en ekki tognað úr stráksa á þeim sex árum, sem liðin eru síðan. Nú vegur hann nær 70 kíló — og er rúmlega fjögur fet á hæð. Brjóst-um- mál hans er 37% þumlungur, og hann hefir krafta í köggl- um á við hvern fullþroska karlmann! Andlegur þroski Sasha er hins vegar venjulegur eftir aldri hans. Hann leikur sér við jafnaldra sína í skólanum — og beitir ekki hinum miklu kröftum sínum til þess að klekkja á þeim, enda er hann ljúflyndur og hlýðinn að eðlis- fari. inu hefði ekki verið fyrir að fara. Um Keflavíkurveginn sagði Kristján, að hann væri ekki mikið verri nú en oft áður í svipaðri tíð, en því væri ekki að neita, að hann væri orðinn allholóttur á köflum. Vesturlandsvegurinn frá Rvík í Borgarfjörð er allsæmilegur, en þykir þó slæmur t.d. undir Hafnarfjalli og sums staðar í Hvalfirði. Af þessum aðalvegum sagði Kristjón Guðmundsson, að Suðurlandsvegurinn væri einna verstur, sérstaklega næst Reykja vík og Hellisheiðin er orðin talsvert holótt. • í ÞESSARI MYND sést ^ hvar bandaríski geim- farinn Virgil Grissom svamlar í sjónum, meðan þyrla er að reyna að lyfta geimhylki hans, „Frelsis- klukkunni“, en eins og kunnugt er af fréttum, Ur haloftunum - tókst það ekki — og sökk hylkið í djúpið, en þaðan mun það aldrei nást. — Sárt var að sjá hylkið hverfa í djúpið hefir Gris- som sjálfur sagt, — og á öllum ferli mínum sem flugmaður er það eini far- kosturinn, sem ég hefi misst. HVERGI SMEYKUR Nokkur erlend bloð hafa nú birt frásögn Grissoms sjálfs af geimferðinni. Lýsir hann þar einnig undirbúningi henn ar og aðdraganda — og er ekki að sjá af þeirri frásögn, að það sé rétt, sem einhvers staðar kom fram í fréttum, að hann hafi sagzt vera „dauð- hræddur" rétt áður en skjóta skyldi honum á loft. Hann læt ur það einmitt koma greini- lega fram í frásögn sinni, að hann hafi hvergi verið smeyk ur — aðeins dálítið óþolinmóð ur yfir töfunum, sem urðu á því, að hann kæmist í geiiri- ferðina. Og einnig virðist hon um hafa þótt sérfræðingarnir óþarflega nákvæmir og var- færnir — hann talar um, að öll tæki séu reynd og reynd svo oft og nákvæmlega, að „maður óttast það helzt, að þau verði slitin upp til agna, áður en unnt verði að leggja af stað!“ SJJt ÞEGAR LÚGAN OPNAÐIST Lýsing Grissoms sjálfs á sjálfri geimferðinni verður ekki rakin hér — aðeins niður lag frásagnar hans, þegar lúg- an á geimhylkinu Opnaðist Og hann varð að bjarga sér á sundi — en hylkið sökk. — Grissom segist þannig frá: — Eftir að hylkið hafði lent á sjónum og ég hafði litið yfir mælitækin, lá ég bara þarna og lét hugann reika — þegar lúgan skyndilega hrökk opin. — Eg sá aðeins bláan himin- inn — og sjóinn, sem rann inn yfir brúnina á lúguopinu. Eg hafði losað öryggispinnann úr rofanum, sem átti að opna lúguna — en ég hafði eí^.i enn opnað sjálfan rofann. — Eg get ekki neitað því, að mér brá ónotalega við, þegar lúgan opnaðist svona að óvör um, ónotarlegar en við flest annað, sem ég hefi reynt lengi. fangi var ég kominn i sjóinn við hlið hylkisiijs. Eg flaut ágætlega, vatnið náði mér að- eins tæplega upp undir hend- ur. — Það gengu öll ósköpin á meðan ég var að svamla þarna. Þyrlan, sem ætlaði að ná hylkinu upp úr sjónum, varð að gefast upp — eftir að það hafði snúið leiknum' við og næstum dregið hana í kaf. Þrjár aðrar þyrlur voru á sveimi þarna í kring og reyndu hvað eftir annað að komast nógu nálægt til þess að draga mig upp. Þyturinn frá skrúfublöðunum þyrlaði upp svo miklu vatni, að það gerði mér dálítið erfitt fyrir á sundinu. EG TÓK A» SÍGA Brátt tók sjór að seitla inn um op á búningi mínum, og ég tók að síga dýpra og dýpra. En loks tókst einni af þyrlunum að „komast að“ í öllum hamaganginum, þannig að hún var beint yfir mér — og ég gat náð í taugijia, sem hún lét síga niður. Eg var auðvitað feginn að komast úr sjónum — en sárt var að jsjá hylkið hverfa í djúpið. Á öllum ferli mínum sem flugmaður er það eini far kosturinn, sem ég hefi misst. MIKIÐ GEKK Á Eg fleygði af mér hjálm- inum og hóf mig umsvifalaust upp um lúguopið. í einu vet- 1,200 ó þjóðhótíð í Eyjum FÓLK streymir nú til Vestmanna eyja, á þjóðhátíðina, sem þar verður á föstudag og laugardag. Flugfélagið flytur um 900 manns, ef veður verður hagstætt, og Rík isskip væntanlega yfir 300 manns. Allt bendir því til a3 margt verði um manninn í Eyjum. Flugfélagið fór fjórar ferðir til Eyja á sunnudag, þrjár í gær, á- ætlar fjórar í dag, fimm á morg- un og á fimmtudag ná flutning- arnir hámarki. Þá eru ráðgerðar 12 ferðir — og ekki er ólíklegt að fara verði enn fleiri, ef veður verður gott. Herjólfur fór héðan í gær- kveldj roeð 30 farþega. Á morg- un fer hann aðra ferð með 64 farþega. Á fimmtudagskvöldið fer hann frá Þorlákshöfn og get- ur þá tekið 130 farþega og á föstu dagsmorgun fer Herjólfur aðra ferð frá Þorlákshöfn. Á sunnudaginn flykkist fólkið svo aftur frá Eyjum. Flugfélagið flytur þá eins mikið og vélakost- urinn annar og Herjólfur fer tvær ferðir til Þorlákshafnar, síð ar um daginn til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.