Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 18. 171. tbl. — Miðvikudagur 2. ágúst 1961 Dungal segir frá Sjá bls. 13 Seðlabankarnir eða ríkis- stjórnirnar ákveða gengið Somu skipan komið d hér og gildir í Öllum nágrannalondum okkar í FLESTUM löndum Vestur-Evrópu eru það seðlabankarn- ir eða ríkisstjórnir landanna, sem ákveða gengi gjaldmiðils þeirra. — í Danmörku, Vestur-Þýzkalandi, Austurríki, Frakk- landi og Bretlandi er það ríkisstjórnin ein, sem ákveður gengið. — í Svíþjóð, Finnlandi og Hollandi er það seðlabankinn einn eða seðlabankarnir með samþykki ríkisstjórnanna, sem ákveða gengið. — í Noregi og á Ítalíu eru það ríkisstjórnirnar eða seðla- bankarnir með síðari staðíestingu löggjafarþinganna, er skrá gengi gjaldmiðilsins. í einu landi Vestur-Evrópu er það þingið eitt, sem ákveður gengi gjaldmiðilsins. Er það Belgía. Annars má segja, að það skipti ekki mjög miklu máli, hvort það eru seðlabankarnir eða ríkis- stjórnirnar, sem ákveða gengið, iþar sem þessir aðilar hafa jafn- an náin samráð um slíka ráðstöf- un. — í Finnlandi hefir það þó hent, að seðlabankinn hefir skráð gengi finnska marksins án þess að hafa samráð við ríkisstjórn- ina. Heimdallarferð um Verzlunar- mannahelgina HEIMDALLUR, FUS, efnir til ferðalags um verzlunarmanna- helgina. Ekið verður um Fjalla- bak nyrðra (Landmannaleið). Á þeirri leið eru margir fagrir staðir, ógleymanlegir þeim, er þá hafa augum litið. — Ekið verður upp að Landmannalaug- um og þaðan áfram í Eldgjá og tjaldað þar. Gengið verður á Gjátind og er þaðan sýn til sjávar í þrjár áttir, og sjá má þaðan sjö stærstu jökla lands- ins. Gengið verður niður að Ófærufossi. Á mánudag verður ekið til Reykjavíkur. Lagt verður af stað á laugar- dag kl. 2 stundvíslega frá Val- höll. Allar frekari upplýsingar um ferð þessa eru gefnar í skrif stofu Heimdallar í Valhöll (sími 17102). Æskilegt er að menn skrái sig til þátttöku eigi síðar en á fimmtudag. Hér á íslandi var fyrst eftir 1920 sérstök gengisnefnd bönk- unum til ráðuneytis um skrán- ingu á íslenzkri krónu. En sú nefnd var lögð niður. Yfirleitt miá segja, að gengisskráningin hér á landi hafi verið á valdi bankanna til ársins 1939. Þ-á var gengið fellt með lögum í fyrsta sinn. Hefir sú skipan staðið síð- an, eða í rúm 20 ár, að gengi krónunnar hefir verið á'kveðið með lögum. Tillögur hafa þó ver- ið uppi um það öðru hverju, að eðlilegast væri að valdið til þess að skriá gengi krónunnar væri ekki í höndum flokkspólitískrar löggjafarsamkomu, heldur þjóð- bankans eða annarrar þeirrar stofnunar, sem hefði yfirstjórn peningamálanna. Skemmdarstarfsemi stjórnar- andstöðunnar Þegar lögin um seðiabanka voru sett á sl. vetri, var gert ráð fyrir að skráning gengis ísl. krónu væri áfram ákveðin með lögum. En þá sáu menn ekki fyr- ir þá einstæðu og ábyrgðarlausu skemmdarstarfsemi, sem stjórn- arandstaðan, Framsóknarmenn og kommúnistar, hafa síðan haft í frammi gagnvart gjaldmiðli þjóðarinnár og efnahagslegu ör- yggi hennar. Með því að fela Seðlabanka Islands að skrá gengi krón- unnar í samráði við ríkisstjórn ina, hefir verið tekin upp hlið- stæð skipan hér og gildir í öllium nágrannalöndum okk- ar, að því er varðar skráningu á gengi gjaldmiðilsins. Er því hér um sjálfsagða og eðlilega ráðstöfun að ræða. Gunnar Böðvarsson, verkfræðingur, með „gullleitartækin“ á Skeiðarársandi. — Sjá grein á blaðsíðu 15. Færeyingar mega stunrfa handfæraveiðar á takmörkuðum svæðum innan íiskveiðilandhelginnar í GÆR var með erindaskiptum utanríkisráðherra og sendiherra Danmerkur í Reykjavík gengið frá samkomulagi um aðstöðu Rofnar samstarf í Hafnarfiröi UNDANFAREÐ hafa verið erfið- leikar milli samstarfsflokkanna í bæjarstjórn Hafnarf jarðar, Al- þýðuflokksins og kommúnista. Öðru hvoru hefur því verið fleygt, að samstarfið væri að rofna. En Hafnarfjarðarbær og sérstaklega þó bæjarútgerð Hafn fjarðar hafa átt í miklum fjár- hagserfiðleikum. 1 blaði ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, sem út kom í gær, eru fregnirnar af HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í IMorður-lsaf jarðarsýslu SJÁLFSTÆÐISMENN efna til héraðsmóts í Reykjanesi, W-Ísafjarðarsýslu, sunnudaginn 6. ágúst kl. 15. Bjarni Benediktsson, dóms- f* tnálaráðherra, og Kjartan Jó- m áannsson, alþm., flytja ræð- ..® ir á mótinu. Flutt verður óperan La j Serva Padrona eftir Pergo- lesei. — Með hlutverk fara íperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested, Kristinn Halls- Bjarni ion °S Þorgils Axelsson, leik Kjartan iri. — Við hjóðfærið Ásgeir Beinteinsson, píanóleikari. Um kvöldið verður dansleikur. þessum erfiðleikum staðfestar. Þar segir: „Fulltrúaráð Alþýðuflokksins samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að láta þá vitneskju berast til forystu Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði, að Al- þýðuflokkurinn gæti hugsað sér að taka upp samstarf í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar á breiðara grundvelli, t. d. með þátttöku Sjálfstæðisflokksins“. Morgunblaðið átti í gærkvöldi tal við forystumenn Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði og spurði þá, hvort tilmæli hefðu borizt frá Alþýðuflokknum um samstarf í bæjarmálunum. Skýrðu þeir blaðinu frá því, að slík tilmæli hefðu ekki borizt til Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar væri vitað að sambúð Alþýðuflokksins og Kommúnista í bæjarstjórn hefði farið versnandi, en þeir héldu samstarfinu þó áfram. Olaf ur koiMingtii á Svalbarða ÓSLÓ, 1. ágúst (NTB). — Ólafur Noregskonungur er nú í heim- sókn á Svalbarða. í dag gekk hann á fund ræðismanns Sovét- ríkjanna í bænum Longyear. Færeyinga til handfæraveiða við ísland. Er skipum, sem skrásett eru í Færeyjum heimilt að stunda handfæraveiðar innan fiskveiði- lögsögu íslands á svæðum þeim og árstíma, sem íslenzkum skip- um er heimilt að veiða með botn- vörpu eða flotvörpu samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 87 frá 29. ágúst 1958 og 1. gr. reglugerðar nr. 4 frá 11. marz 1961. Auk þess er skipum, sem skrá- sett eru í Færeyjum heimilt að stunda handfæraveiðar á svæð- inu milli 4 og 8 mílna, innan fisk- veiðilögsögu íslands við Kolbeins ey. Samkomulagið gildir um óákveðinn tíma en hvor aðili um sig getur sagt því upp með sex mánaða fyrirvara. Samkomulag þetta kemur til framkvæmda strax, en er þó háð samþykki Alþingis, er það kem ur saman í haust á sama hátt og samkomulagið við Vestur-Þjóð- verja frá 19. júlí 1961. (Frá utanríkisráðuneytinu). - Samið við þernur í nótt SÁTTASEMJARI boðaði til fundar í gærkvöldi með sátta- nefndum þema á vefzlunarflot- anum og vinnuveitenda. Fund- inum var ekki lokið, þegar blað- ið fór í prentun, en allar líkur bentu tU, að samningar tækj- ust í nótt, og þá um svipaðar breytingar og undirmenn á dekki og í vél fengu. Einnig hélt sáttasemjari fund með samninganefndum ASÍ og Vegagerðar ríkisins. Þeim fundi var heldur ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun, en ekki mun hafa hyllt undir neina lausn á þeirri deilu. HÉRAÐ8MÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-Húnavatnssýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í V-Húnavatnssýslu verð- ur haldið að Laugarbakka, sunnudaginn 6. ágúst kl. 18. — Gunnar Thoroddsen, fjár- tnálaráðherra, og Gunnar Gíslason, alþm., flytja ræð- ur. — Þá verður flutt óperan Rita eftir Donnizetti. Með hlutverk fara óperusöngvar- arnir Þuríður*Pálsdóttir, Guð tnundur Guðjónsson, Guð- tnundur Jónsson og Borgar Garðarsson, leikari. — Við hljóðfærið F. Weisshappel, píanóleikari. — verður dansleikur. Sama dag kl. 15 verður haldinn að Laugarbakka aðal- fundur Siálfstæðisfélags V-Húnavatnssýslu. Gunnar Th. Gunnar G. Um kvöldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.